Morgunblaðið - 04.05.1984, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.05.1984, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MAÍ1984 —iHEKLAHF H HEKIAHF *if@S iið iii Húsnæði Heklu hf. við Laugaveg TAKMARW ER AÐ VERÁ Á VALLTÍ FARARBRODDI - segir Ingimundur Sigfússon, forstjóri Stjórnendur fyrirtækisins og synir stofnandans. Lengst til vinstri er Sigfús Sigfússon, framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins, í miðið er Ingimundur Sigfússon, forstjóri, og lengst til hægri er Sverrir Sigfússon, framkvæmdastjóri bifreiða- deildar. Á veggnum er málverk af Sigfúsi Bjamasyni. Starfsmenn Heklu hf. fagna á þessu ári hálfrar aldar afmæli fyrirtækisins, og er meiningin að gera afmælisárið eftirminnilegt á margan máta. Þegar hefur verið gefið út veglegt afmælisrit, þar sem saga og starfsemi fyrirtækis- ins er rakin í máli og myndum, en hinn opinberi afmælisdagur er í dag 4. maí, á fæðingardegi stofnandans, Sigfúsar Bjarnasonar. Þá verður síðdegismóttaka í húsakynnum Heklu að Laugavegi 170—172 fyrir innlenda og erlenda gesti og á morgun og sunnudag 5. og 6. maí verður „opið hús“ og öllum al- menningi gefinn kostur á að skoða fyrirtækið i krók og kring undir leiðsögn starfsmanna Heklu. Saga fyrirtækisins Það var um áramótin 1933-34 að þeir Sigfús Bjarnason og Magnús Víglundsson stofnuðu saman fyrirtæki í Reykjavík, sem þeir gáfu nafnið Heildverslunin Hekla. Fyrstu árin var starfsemin eink- um fólgin í innflutningi ávaxta frá Spáni og verslun með ýmsan smá- varning. En á árum seinni heims- styrjaldarinnar jókst starfsemin mjög og aðaláherslan var lögð á innflutning alls konar véla og tækja, rafknúinna heimilistækja, vínd-, bensín- og díselrafstöðva, ásamt bifreiðum. Á þessum árum hafði fyrirtækið jafnframt á sín- um snærum allmikinn fataiðnað og rak m.a. vinnufataverksmiðju og kvenfatagerð um árabil. í ársbyrjun 1942 opnaði fyrir- tækið skrifstofu í New York, sem annaðist innkaup og sá um flutn- ing á vörum til íslands. Eftir að seinni heimsstyrjöldinni lauk var skrifstofan í New York lögð niður, en áður hafði Hekla tryggt sér umboð fyrir Hudson-fólksbíla og International-vörubíla, sem voru, ásamt bresku Singer-fólksbílun- um fyrstu bifreiðategundirnar sem Hekla gerðist umboðsaðili fyrir á íslandi. En það er einmitt innflutningur bifreiða sem allar götur síðan hefur sett' hvað mest- an svip á starfsemi fyrirtækisins. Fyrirtækið færði ört út kvíarn- ar og tók að sér umboð fyrir ýmsa heimsþekkta framleiðendur bif- reiða, véla og tækja. Má nefna í því sambandi Volkswagen-verk- smiðjurnar í Þýskalandi og Cater- pillar-verksmiðjurnar í Banda- ríkjunum, sem er þekktasti fram- leiðandi stórvirkra vinnuvéla og díselvéla í heiminum. Á frumbýlingsárunum var fyrirtækið ýmist rekið í heima- húsum eða í þröngu leiguhúsnæði, en með auknum viðskiptum var stöðugt bætt við húsnæðið, enda átti Hekla þá dótturfyrirtæki sem voru rekin á ýmsum stöðum í borginni. Árið 1963 voru þessi fyrirtæki sameinuð undir eitt þak í stórhýsi, sem Hekla hafði látið reisa við Laugaveg og Brautar- holt, og fer nú öll starfsemin þar fram á samtals 6.500 fermetra gólffleti. Til að gefa tölulega hugmynd um hversu umfangsmik- ill reksturinn er nú, má geta þess, að heildarveltan á síðasta ári var rúmlega 400 milljónir króna. Aukning fyrstu þrjá mánuði þessa árs er veruleg. Hekla hefur verið hlutafélag í eigu fjölskyldu Sigfúsar frá árinu 1940, en Sigfús hafði nokkru áður keypt hlut Magnúsar í fyrirtæk- inu. Þrír synir stofnandans stjórna fyrirtækinu í dag, Ingi- mundur, Sigfús og Sverrir, systir þeirra, Margrét, vinnur í heimilis- deildinni og móðir þeirra, Rann- veig Ingimundardóttir, er stjórn- arformaður. Sigfús Bjarnason lést fyrir aldur fram haustið 1967, og tók Ingimundur þá við forstjóra- stöðunni, nýútskrifaður lögfræð- ingur. Allir höfðu þeir bræður starfað við fyrirtækið í skólafríum og Sverrir í fullu starfi frá árinu 1958. Sverrir er framkvæmda- stjóri bifreiðadeildar, en Sigfús er framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Sigfús var áður forstjóri P. Stef- ánsson, dótturfyrirtækis Heklu, sem var sameinað Heklu hf. árið 1980. Árið 1971 var nafni fyrir- tækisins breytt úr Heildverslunin Hekla í Hekla hf. Umboðsmenn margra risa Það má til sanns vegar færa að þau fyrirtæki sem Hekla hf. hefur umboð fyrir séu ekki af lakara taginu: Volkswagen, British Ley- land, Mitsubishi, Caterpillar, Goodyear og General Electric, allt heimsþekktir framleiðendur. Það er í sjálfu sér merkilegt að eitt og sama fyrirtækið skuli ann- ast umboðssölu fyrir svo marga risa, sérstaklega þegar það er haft í huga að þrír þessara framleið- enda eru samkeppnisaðilar, það er að segja Volkswagen, British Ley- land og Mítsubishi, allt framleið- endur fólksbíla. Caterpillar er á öðru sviði, og eins Goodyear og General Electric. Goodyear er stærsti framleiðandi hjólbarða, vélareima og færibanda o.fl. í ver- öldinni og General Electric fram- leiðir rafbúnað og rafmagnstæki af öllu mögulegu tagi. „Þetta á sér sínar eðlilegu skýr- ingar, bæði sögulegar og við- skiptalegar," svarar Ingimundur, þegar blaðamaður vekur máls á þessu við hann. „Volkswagen og Rover-verksmiðjurnar voru í sjálfu sér aldrei í beinni sam- keppni. Rover-verksmiðjurnar, sem síðar voru sameinaðar ásamt fleiri breskum bílaverksmiðjum undir British Leyland, framleiddu Land-Rover og síðar lúxusjeppann Range-Rover, en Volkswagen fyrst og fremst venjulega fólksbíla, bjöllurnar góðkunnu. Og yfirleitt eru menn nokkuð ákveðnir í þvi fyrirfram hvort þeir ætli sér að kaupa jeppa eða venjulegan fólks- bfl. En það er kannski rétt, að síðan við fengum Mitsubishi-umboðið árið 1979, sem framleiðir bæði venjulega fólksbíla og jeppa, má segja að við bjóðum upp á sam- bærilega vöru frá ólíkum aðilum og því sé um nokkra samkeppni þar á milli að ræða. Eigi að síður telja þessi stórfyrirtæki að málum sinum sé betur fyrir komið með því að hafa trausta umboðsmenn, frekar en að ráðast í það að brjóta ísinn á nýjum stöðum. Og fyrir okkur er þetta mikilvægt, inn- flutningur bíla er sveiflukenndur og því er nauösynlegt að hafa nokkra breidd. — Nú varð verulegur samdrátt- ur í bílainnflutningi á ykkar veg- um um nokkurra ára skeið eftir mikla velgengni í tvo áratugi, þeg- ar þið fluttuð inn milli 12 og 14 þúsund Volkswagen bifreiðir, hvað olli þeim samdrætti? — Ástæðan var annars vegar sú, að Volkswagen-verksmiðjurnar voru með bíl, sem hafði verið óbreyttur mjög lengi, en var orð- inn gamaldags og þá á ég við gömlu bjölluna svonefndu, sem var tæpast samkeppnisfær við nýjar tegundir af bílum, sem voru að koma á markaðinn og hins veg- ar, að gengisþróunin í heiminum fór að taka á sig nýja mynd fyrir rúmum áratug. Þýzka markið hækkaði og hækkaði í verði, þann- ig að verðið á þýzkum framleiðslu- vörum fór úr böndum, Volkswag- en-verksmiðjurnar voru ekki leng- ur samkeppnishæfar á okkar markaði. Þetta ástand stóð í ein þrjú ár. Volkswagen krafðist holl- ustu af hálfu umboðsmanna, en gat hins vegar ekki séð okkur fyrir framleiðslu, sem hægt var að selja. í rauninni má segja, að það sama hafi gerzt hjá P. Stefánssyni hf., dótturfyrirtæki okkar, sem var með umboð fyrir British Ley- land. Framleiðsluþróunin hjá þeirri verksmiðju varð með þeim hætti á þessum árum, að erfitt var að selja brezka bíla, eða a.m.k. bíla frá þeim verksmiðjum og var það ekkert einsdæmi fyrir íslenzka markaðinn. Hvor tveggja leiddi til þess, að Hekla fór að líta í kringum sig á þessum árum, ekki kom til greina að sækjast eftir umboðum, sem önnur íslenzk fyrirtæki höfðu undir höndum, enda sterk hefð fyrir því í sögu Heklu að leita ekki á slík mið. Við athuguðum mögu- leika á því að flytja inn bfla frá Suður-Kóreu, sem hefur verið að auka bifreiðaframleiðslu sína verulega á síðari árum, en við nánari athugun töldum við það ekki skynsamlegt. — Hvernig brugðust þið við þessum breytingum í rekstri fyrir- tækisins? „Við sameinuðum Heklu og P. Stefánsson. Við vorum búnir að skapa okkur góðan rekstrar- grundvöll án þeirrar miklu bíla- sölu, sem áður hafði einkennt starfsemi fyrirtækisins. Jafn- framt lögðum við áherslu á að auka starfsemi okkar á öðrum sviðum og jukum t.d. hjólbarða- sölu mjög verulega á þessum ár- um. En eftir að við fengum umboð fyrir Mitsubishi, hefur bílasalan gengið mjög vel. Japönsku bílarnir hafa selst vel. Japanska aldan hef- ur gengið sterkt yfir og ég held, að svo verði áfram svo framarlega, sem engin breyting verður á stöðu japanska gjaldmiðilsins. Það stuðlar að þessu, að Japanir eru með mun minni framleiðslukostn- að á hvern bíl, heldur en bílaverk- smiðjurnar i Bandaríkjunum og Evrópu. Markið er enn dýrt, þó að það hafi heldur lagast á undan- förnum misserum og sala í þýzk- um bílum aukizt að sama skapi. í rauninni sváfum við á verðin- um í nokkur ár eftir 1970, þegar Japanir fóru fyrir alvöru að koma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.