Morgunblaðið - 04.05.1984, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.05.1984, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 1984 11 inn á markaðinn hér. Við vorum seinir að átta okkur á þróuninni | og hefðum átt að vera búnir að koma á tengslum við Mitsubishi miklu fyrr. Tölurnar tala sínu máli í þessum efnum: árið 1974 var hlutdeild japanskra bíla á markaðinum hérlendis 14,9%, en var tæp 60% á síðasta ári." Ríkið of gráðugt — Þú nefndir að bílainnflutn- ingur væri sveiflukenpdur. Hvað veldur því? — Bílar eru allt of dýrir, það er meginástæðan. Fólk ræður ekki við að kaupa nýja bíla á erfiðum tímum. Þetta er mjög bagalegt, ekki aðeins fyrir bílainnflytjend- ur, heldur þjóðarbúið í heild. Því það er gífurlega óhagstætt að reka gamla bíla, viðhaldið er bæði mik- ið og kostnaðarsamt. Hér á hið opinbera sökina, eins og víða annars staðar. Ríkið tekur til sín u.þ.b. % af kostnaðarverði bíla og u.þ.b. helming af kostnað- arverði vinnuvéla í formi tolla og söluskatts. Galant-bifreið, sem kostar 152 þúsund krónur í inn- flutningi, er komin upp í 452 þús- und til neytenda hér. Þar af tekur ríkið til sín rúmlega 210 þúsund. Það er vægast sagt allt of mikið, því það ætti sannarlega ekki að teljast lúxus að eiga bíl á íslandi, við búum í strjálbyggðu og harð- býlu landi og höfum engar járn- brautir. Það sama er að segja um vinnu- vélarnar. Menn sem standa í stór- framkvæmdum og þurfa að festa kaup á stórvirkum vinnuvélum eru lamaðir fjárhagslega strax í upphafi. Þeir þurfa að leggja út til ríkisins helminginn af heildar- upphæð vélarinnar áður en hún getur farið að vinna fyrir sér. Þetta verður aftur til þess að framkvæmdir dragast og verða dýrari en ella þyrfti að vera, auk þess sem menn halda að sér hönd- um í sambandi við endurnýjun og| notast við úrelt tæki. Hið opinbera virðist ekki skilja, að þetta eru vinnutæki í þágu allrar þjóðarinn- ar, en ekki leiktæki einstakra manna. Þetta fyrirkomulag virkar einn- j ig sem átthagafjötrar á þegnana. Margir íslenzkir verktakar hafa til að bera mikla þekkingu og mundu vafalaust geta flutt þá þekkingu út, öllum landsmönnum til hagsbóta ef þeir byggju við betri aðstæður að þessu leyti. Nefna má að Danir eru allstórir verktakar í fjarlægum löndum og skapa þannig dýrmætar gjaldeyr- istekjur. En nú er ég búinn að kvarta nóg, því ástandið er vissulega miklu betra nú en var á tímum innflutningshaftanna fram að 1961. Hekla hóf innflutning á Land-Rover strax árið 1948, en það fékkst ekki leyfi fyrir nema 260 bílum á næstu 12 árum. Um haustið 1961 var innflutningur bifreiða gefinn frjáls og þá seldi Hekla 500 Land-Rover á næstu tíu mánuðum! Svo við megum þakka fyrir að búa ekki við innflutn- ingshöft lengur. — Caterpillar-umboðið hefur léngi verið einn helzti þáttur í starfsemi Heklu á undanförnum áratugum. Hvernig er ástandið á þeim vígstöðvum? — Innflutningur á vélum og tækj- um frá Caterpillar-verksmiðj- unum hefur lengi verið ein af meg- instoðum okkar reksturs," segir Ingimundur Sigfússon, „og það er skemmtilegt að segja frá því, að Caterpillar hefur aldrei gengið betur en á síðasta ári og það sem af er þessu ári. Raunar er sú þróun öll ævintýri líkust. — A alþjóðavettvangi hefur gætt harðnandi samkeppni milli Caterpillar-verksmiðjanna og Japanska fyrirtækisins Komatsu og jafnframt hefur Caterpillar átt við erfiðleika að etja. Hefur þeirr- ar samkeppni ekki gætt hér? — Komatsu kom inn með miklum krafti á markaðinn hér á árinu 1981, en við vorum við öllu búnir. Grundvallarstefna Caterpillar- verksmiðjanna er sú, að þeir koma til móts við umboðsmenn sína í borð við Heklu búa við hér á landi? — Þau eru ekki endilega verri hér en annar staðar, en þó hefur Verð- lagseftirlitið, sem hér hefur verið við lýði, verið stærra og verra mál en menn hafa gert sér grein fyrir. Því hefur verið haldið uppi til þess að vernda neytendur, en samt eig- um við heimsmet í verðbólgu. Nú kemur í ljós, að verðlag fer lækk- andi, þegar losað er um verðlagg- höftin. Ég get nefnt það sem dæmi, að á árunum 1963—’64 voru opinber gjöld á varahlutum í bif- reiðar lækkuð og við lækkuðum varahlutabirgðir okkar þá sam- dægurs viðskiptamönnum okkar til hagsbóta. Eg get einnig nefnt flutningsgjöldin til íslands, sem lengi hafa verið há, en með vax- andi samkeppni hefur það breytzt, en áður gátu skipafélögin borið fyrir sig opinbera aðila í sambandi við verðhækkanir. — Hekla hf. er fjölskyldufyrir- tæki í eigu annarrar kynslóðar þinnar fjölskyldu. Reynslan á ís- landi er sú, að fjölskyldufyrirtæki leggja upp laupana í annarri eða þriðju kynslóð, en ykkur systkin- um hefur hins vegar tekizt að halda vel á því, sem ykkur hefur verið trúað fyrir. Hvernig sérð þú þessa þróun fyrir þér? — Ég tel, að það eigi fyrst og fremst að vera hæfir einstakl- ingar í forsvari fyrir svona fyrir- tæki. Hinsvegar á ekki að útiloka fjölskyldumeðlimi frá því að vera í slíkri trúnaðarstöðu, ef þeir reyn- ast til þess hæfir, en ef í ljós kem- ur, að þeir eru ekki vandanum vaxnir, þá dregst rekstur fyrir- tækisins saman. Það má hins veg- ar ekki láta fjölskyldutengslin ráða of miklu og það er skynsam- legt fyrir fjölskyldur, sem eiga fyrirtæki að gera sér grein fyrir þessu og eiga sínar eignir þótt aðrir séu ráðnir til þess að stjórna þeim. Hins vegar hef ég alltaf not- ið góðs stuðnings minnar fjöl- skyldu og án þess stuðnings gæti ég ekki starfað sem forstjóri þessa fyrirtækis. Mikil áherzla á, að ein- staklingurinn fái notið sín sem bezt í starfi — Nú eru merk tímamót í sögu fyrirtækisins. Er meiningin að brydda upp á einhverjum nýjung- um í tilefni afmælisins? — Það verða engar róttækar breytingar, en við erum staðráðnir í að nýta þetta ár til að. bæta okkur á öllum sviðum. Takmark okkar er að vera ávallt í farar- broddi. Sérstaklega höfum við í hyggju að efla innri samskipti starfsmanna fyrirtækisins, sem eru 110 að tölu. Við ætlum að reyna að auka streymi upplýsinga innan fyrirtækisins, þannig að menn hafi tilfinningu fyrir fyrir- tækinu sem heild. Það er 1 undir- 1 búningi að stofna sjóð til minn- ingar um stofnandann Sigfús Bjarnason og til heiðurs móður okkar Rannveigu Ingimundardótt- ur. Tilgangur sjóðsins er m.a. sá að efla menntun starfsfólksins. Það gefur því aukna möguleika á að njóta sín betur í starfi og í einkalífinu, því miður er það svo í stórum fyrirtækjum að svigrúm einstakra starfsmanna er oft takmarkað og menn fá ekki næg tækifæri til að sýna hvað í þeim býr. En við viljum reyna eftir megni að stuðla að því að einka- framták og sköpunargleði starfsmanna okkar fái að koma fram, og teljum það mikilvægt spor í rétta átt að efla upplýs- ingastreymið innan fyrirtækisins og menntun okkar fólks. Við megum vera mjög þakklátir fyrir það starfsfólk sem við höf- um. Mannaskipti eru mjög fátíð, enda er meðalstarfsaldur hjá fyrirtækinu 9,6 ár. Og það sýnir kannski best þann hug sem starfs- fólkið ber til fyrirtækisins, að í afmælishófi sem við héldum fyrir starfsfólkið á þrettándanum, færðu starfsmenn Heklu afmælis- barninu skrautritað skjal, þar sem boðin var fram endurgjaldslaus vinna við að sýna fyrirtækið al- menningi á komandi vori. Morgunblaftið/KÖE Þessi mynd er tekin árið 1954, en þá hafði Hekla nýverið gert umboðssamning við Volkswagen-verksmiðjunar, sem settu það skilyrði að Hekla hefði á sínum snærum sérþjálfaða bifvélavirkja til að gera við Volkswagen-bíla. Hélt Hekla þá námskeið fyrir unga bifvélavirkja og myndin er af þeim, ásamt þýskum kennara (sitjandi), Sigfús Bjarnasyni (standandi fyrir miðju), Ólafi ísakssyni (lengst til hægri), sem enn starfar hjá Heklu 86 ára gamall, og Finnboga Eyjólfssyni (lengst til vinstri), sem þá var verkstjóri, en starfar nú sem blaðafulltrúi Heklu með meiru. verði og þeir horfa fram i tímann og vilja ekki láta timabundna erfiðleika þeirra sjálfra verða til þess, að umboðsmenn þeirra víðs- vegar um heim, lendi í verulegum erfiðleikum. Þeir leggja allt kapp á að huga að stöðu umboðsmanna sinna og þetta hefur styrkt okkur í samkeppninni hér heima fyrir. Að auki höfum við farið út í sölu á Caterpillar-bátavélum, rafstöðv- um í skip og báta og fleira ásamt hinni hefðbundnu verzlun með vinnuvélar og tæki.“ Sigfús Bjarnason — Faðir þinn stofnar fyrirtækið á miklum krepputímum, en nær samt sem áður fljótlega góðum ár- angri. Hvernig maður var Sigfús Bjarnason? Hafði hann sérstaka hæfni í viðskiptum? — Já, faðir minn hafði glögga til- finningu fyrir viðskiptum, enda var oft sagt um hann, að það væri sama á hverju hann snerti, það yrði allt að gulli í höndunum á honum. Hann var kappsamur og fljótur að átta sig á hvar mögu- leikarnir lágu, sem sést best á því að honum skyldi takast að ná í öll þessi góðu umboð. Því auðvitað var hann þar að keppa við fleiri aðila. Þá var hann mjög fram- sýnn. Hann hugsaði til dæmis langt fram í tímann þegar hann réðst í að byggja húsnæðí okkar hér við Laugaveg. En það er dálítið fyndið, að hann var talinn latur í æsku. Sem mér finnst fráleitt, því hann var sívinnandi frá því að ég man eftir honum, vakinn og sofinn yfir fyrirtækinu. En kannski hefur honum leiðst að vinna almenn sveitastörf og ekki sýnt neinn sér- stakan dugnað við það. Annað sem var einkennandi við föður minn var góða skapið hans. Hann var síbrosandi, og var reyndar oft kallaður „Sigfús með brosið". Hann átti heldur aldrei í útistöðum við aðra menn, hann hvorki nennti því né kærði sig um að eyða tíma í slíkt. — f öllum megindráttum er rekstur Heklu hf. í svipuðum far- vegi og þegar faðir ykkar systkina féll frá fyrir aldur fram, en á þessu tímabili hafa orðið miklar breytingar í þjóðfélaginu og t.d. hafa tölvur komið til sögunnar. Hvað veldur því, að Hekla hf. hef- ur ekki leitað á þau nýju mið? — Við hugleiddum það um skeið að fara út í innflutning og verzlun með tölvur, en komumst að þeirri niðurstöðu, að það væri ekki á okkar sviði, það var ástæðan fyrir því, að við fórum ekki út á þá braut. Við höldum okkur við hefðbundið starfssvið fyrirtækis- ins og reyiium að hagnýta okkur þá kunnáttu, sem við höfum yfir að ráða viðskiptmönnum okkar til hagsbóta. Hins vegar er tölvu- Margrét S gfúsdóttir í heimilisdeild Heklu. notkun mjög víðtæk í rekstri fyrir- tækisins. — Hvað um aðrar nýjungar? — Það er kannski ástæða til þess að skýra frá því, að við höfum um- boð fyrir bandaríska stórfyrirtæk- ið General Electric, sem rekur dótturfyrirtæki, sem heitir Gener- al Electric Trading Company. Þetta fyrirtæki hefur m.a. sérhæft sig í þríhliða viðskiptum í stórum stíl og stundað þau m.a. í þriðja heiminum. Þessi viðskipti ganga í stórum dráttum fyrir sig á þann veg, að fyrirtækið kemst í sam- band við aðila, sem hafa hug á að selja framleiðslu sína til ríkja í þriðja heiminum, sem hafa hins vegar ekki yfir gjaldeyri að ráða og þá stuðlar General Electric Trading Company að þessari sölu með því að taka framleiðsluvörur viðkomandi ríkis upp í kaupverðið og selja þær svo til þriðja lands. Við höfum kynnzt þessum við- skiptamáta vegna tengsla okkar við þetta fyrirtæki og lögðum mikla vinnu í það á síðasta ári að kanna, hvort hægt væri að selja íslenzku skreiðina til Nígeríu með þessum hætti. En margt annað getur komið til greina í þessum efnum og þetta er viðskiptamáti, sem við viljum gjarnan þreifa okkur áfram með. Stór stund í lífi Sigfúsar Bjarnasonar ardóttur. Myndin er tekin árið 1963, var tekin formlega í notkun. — Hefur þú trú á slikum við- skiptaháttum með aðild íslenzkra fyrirtækja? — Ég held það. Við munum alla vega ekki gefast upp, þótt við höf- um enn ekki haft erindi sem erf- iði. — Á síðustu árum hefur vakn- að vaxandi áhugi á því að auka umsvif íslenzkra fyrirtækja er- lendis og nokkur þeirra hafa opnað skrifstofur í öðrum löndum í ríkari mæli en áður. Hver er þín skoðun á þessum umsvifum? — Ég held, að við höfum alltaf verið of innilokaðir í okkar við- skiptaháttum. Það má kannski geta þess, að Hekla hafði opna skrifstofu í Bandaríkjunum á stríðsárunum, en á seinni áratug- um hefur athafnafrelsi manna verið takmarkað mjög, eins og sjá má af því, að fslendingar hafa jafnvel ekki mátt nota krítarkort erlendis fyrr en á síðustu misser- um. Við getum áreiðanlega gert mjög margt til þess að auka hag- kvæmni okkar í viðskiptum við önnur lönd, sem menn hafa verið hræddir við að reyna vegna þekk- ingarleysis og haldið af þeim sök- um, að ekki væri framkvæmanlegt fyrir okkur vegna smæðar okkar. — Hvað vilt þú segja um þau j rekstrarskilyrði, sem fyrirtæki á og konu hans, Rannveigar Ingimund- þegar nýbygging Heklu við Laugaveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.