Morgunblaðið - 04.05.1984, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.05.1984, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 1984 15 Átök verkfallsvarða og lögreglu Til harðra átaka kom í gær við stálverksmiðjuna í Ravenscraig um 20 km fyrir utan Glasgow í Skotlandi. Áttust þar við lögreglumenn og verkfallsverðir úr röðum breskra kolanámumanna, sem vildu hindra kolaflutninga til verksmiðjunnar. Samband verkamanna í stálverksmiðjum í Bretlandi hefur lýst yfir stuðningi við kolanámu- menn, en hefur þó ekki viljað taka þátt í verkfallsaðgerðum þeirra með samúðarverkfalli. Forsetakjörid í E1 Salvador: Kosningabaráttunni er opinberlega lokið San Salvador, 3. maí. AP. KOSNINGABARÁTTU fyrir forset- akjörið í El Salvador á sunnudag lauk árla í morgun, en samkvæmt lögum þar í landi er allur kosninga- áróður óheimill þrjá síðustu dagana fyrir kjördag. Nokkur harka hafði færst í bar- áttu keppinautanna, Jose Napol- eon Duartes og Roberto D’Aubu- issions, undanfarna daga. Stuðn- ingsmenn Duartes í flokki kristi- legra demókrata sökuðu D’Aubu- isson um að vera nasista og stuðn- ingsmenn D’Aubuisson í Þjóðlega lýðveldisflokknum (ARENA) köll- uðu Duarte kommúnista og full- yrtu að hann hefði í hyggju að koma skæruliðum vinstri manna í valdastóla ef hann næði kjöri. Talsmenn kristilegra demó- krata segja að skoðanakönnun á ERLENT þeirra vegum bendi til þess að Du- arte fái 65 prósent atkvæða í kosn- ingunum. Talsmenn ARENA- flokksins staðhæfa á móti að könnun á þeirra vegum bendi til yfirburðasigurs D’Aubuissons. í fyrri umferð forsetakosn- inganna 25. mars sl. fékk enginn frambjóðenda meirihluta at- kvæða, en Duarte komst næst því með 43,4%. D’Aubuisson fékk 29,7% atkvæða. Á meðan undirbúningur kosn- inganna er í fullum gangi hefur þrjú þúsund manna herlið stjórn- arinnar sótt fram gegn skærulið- um vinstri manna í Cabanas- héraði í norðausturhluta landsins. Hafa borist fregnir um að í þess- um átökum hafi 40 skæruliðar og tveir óbreyttir borgarar fallið. Að sögn hernaðaryfirvalda er markmiðið með sókninni gegn skæruliðum að hindra að þeir komi í veg fyrir þátttöku kjósenda í kosningunum á sunnudaginn. Vitað er um mikinn liðssafnað skæruliða á svæði sem er á milli borganna Jutiapa og Tejutepeque um 60 km fyrir norðaustan höfuð- borgina San Salvador. Þar felldu þeir 30 stjórnarhermenn í bardaga daginn sem fyrri umferð forseta- kosninganna fór fram. Formaður Arabíska blaðamanna- sambands- ins veginn á Kýpur Nikosiu, 3. maí. AP. ÓÞEKKTUR maður vopnaður skammbyssu skaut í dag Hanna Moqubell, formann Arabíska blaða- mannasambandsins, til bana í mið- borg Nikosiu á Kýpur. Moqubell var á leið til vinnu ásamt ritara sínum, er árásin var gerð. Ritarinn varð einnig fyrir skoti, en er ekki alvar- lega særður. Sjónarvottar segja að tilræðis- maðurinn, sem komst undan, hafi verið arabískur í útliti og að lík- indum á aldrinum 28—30 ára. Enginn hefur enn lýst ábyrgð verknaðarins á hendur sér, en skæruliðasamtök Palestínu- manna, PLO, segja að erindreki ísraelsku leyniþjónustunnar hafi verið að verki. Sendiráð ísraels í Nikosiu hefur vísað þeirri stað- hæfingu á bug. Heimildir AP meðal arabískra blaðamanna segja að ekki sé ólík- legt að ódæðisverkið megi rekja til ágreinings stuðningsmanna og andstæðinga Yasser Arafats inn- an PLO. Moqubell, sem kjörinn var formaður blaðamannasam- bandsins fyrr á þessu ári, var í hópi andstæðinga Arafats og studdi þá skæruliða er aðhyllast marxisma. Samþykkt danska þjóóþingsins: Danmörk verði kjarn- orkuvopnalaust svæði Kaupmannahöfn, 3. maí. AP. DANSKA þjóóþingið samþykkti í dag ályktun, þar sem ríkisstjórninni er falið að vinna að því, að kjarnorkuvopn verði bönnuð í Danmörku — jafnt á friðartímum sem tímum ófriðar. { ályktuninni er lagt til að farin verði sú leið að lýsa Norðurlönd öll kjarnorkuvopnalaus og verði það lið- ur í samningum stórveldanna um kjarnorkuvopn í Evrópu. Það voru jafnaðarmenn, sem báru þingsályktunartillöguna fram og var hún samþykkt með 73 atkvæðum, en 7 voru á móti og 63 sátu hjá. Samþykkt ályktunarinnar þykir áfall fyrir varnarstefnu dönsku stjórnarinnar, en Uffe Ellemann- Jensen utanríkisráðherra, sem mjög hefur varað við einhliða af- vopnun og einangrunarstefnu, sagði að þingmenn stjórnarflokk- anna hefðu ákveðið að greiða ekki atkvæði gegn tillögunni þar sem í henni væri aðeins gert ráð fyrir kjarnorkuvopnalausu svæði í Danmörku sem lið í kjarnorku- vopnalausu svæði á Norðurlönd- um og annars staðar í Evrópu. Nýtt sölumet hjá Sotheby’s f Lundúnum: Silfurskjöldur á 20 milljónir SKJÖLDUR úr hreinu silfri, sem smíðaður var fyrir hertogann af Norðymbralandi á Englandi árið 1822, var seldur fyrir hálfa milljón sterlingspunda (sem er jafnvirði rúmlega 20 milljóna ísl. króna) á uppboði hjá Sotheby’s í Lundúnum i dag. Þetta er hæsta verð sem fengist hefur fyrir einstakan silfur- mun fyrr og síðar. Kaupendur skjaldarins voru tveir fornminjasalar í borginni, Armitage og Koopman. Þeir sögðust hafa verið reiðubúnir að greiða hærri upphæð fyrir skjöldinn, enda vissu þeir um marga áhugasama kaupendur. Áður en skjöldurinn verður seld- ur á ný, verður hann hins vegar til sýnis á hótel Grosvenor House í Lundúnum. Skjöldurinn, sem smíðaður var af John Flexman, eftir lýs- ingu á skildi Akkílesar í Ilíons- kviðu Hómers, er hringlaga, veg- ur tæplega 18 kg og er einn metri að þvermáli. Þegar hertog- inn af Norðymbralandi keýpti hann upphaflega var söluverðið 2.100 pund. Skjöldurinn hefur verið í eigu fjölskyldunnar allar götur síðan, og núverandi eig- andi, sem er sjötugur að aldri og einn auðugasti landeigandi á Bretlandi, hefur ekki gefið neina skýringu á því að hann hefur kosið að losa sig við dýrgripinn. Fornminjasalarnir sem keyptu skjöldinn segja ólíklegt að útlendingur hreppi hann, en vilja þó ekki útiloka það. „Þegar öllu er á botninn hvolft stundum við kaupsýslu og afstaða okkar mótast að því,“ sögðu þeir í við- tali við AP. Silfurskjöldurinn sem seldur var fyrir hálfa milljón sterlingspunda á uppboði hjá Sotheby’s í gær. Þetta er hæsta verð sem fengist hefur fyrir [MuCÐK] TQIhI KÖiMQÍt AMERÍKA PORTSMOUTH/NORFOLK Bakkafoss 18. maí City of Perth 29. maí Ðakkafoss 8. júni City of Perth 19. júní NEWYORK Bakkafoss 17. maí City of Perth 28. maí Ðakkafoss 7. júni City of Perth 18. júní HALIFAX Bakkafoss 21. maí Bakkafoss 11. júní BRETLAND/MEGINLAND IMMINGHAM Eyrarfoss 6. mai Alafoss 13. mai Eyrarfoss 20. mai Alafoss 27. maí FELIXSTOWE Eyrarfoss 7. maí Álatoss 14. maí Eyrarfoss 21. maí Álafoss 28. maí ANTWERPEN Eyrarfoss 8. maí Álafoss 15. mai Eyrarfoss 22. mai Álafoss 29. maí ROTTERDAM Eyrarfoss 9. mai Álafoss 16. maí Eyrarfoss 23. mai Álafoss 30. maí HAMBORG Eyrarfoss 10. mai Álafoss 17. mai Eyrarfoss 24. maí Álafoss 31. mai WESTON POINT Helgey 15. maí LISSABON Vessel 21. maí LEIXOES Vessel 22. maí BILBAO Vessel 24. mai NORÐURLOND/- EYSTRASALT BERGEN Mánafoss Dettifoss Mánafoss Dettifoss KRISTIANSAND Mánafoss Dettifoss Mánafoss Dettifoss MOSS Mánafoss Dettifoss Mánafoss Dettifoss HORSENS Dettifoss Dettifoss 4. maí 11. mai 18. mai 25. mai 7. mai 14. mai 21. maí 28. mai 8. maí 11. maí 22. maí 25. mai 16. maí 30. mai GAUTABORG Mánafoss Dettifoss Mánafoss Dettifoss KAUPMANNAHÖFN Mánafoss Dettifoss Mánafoss Dettifoss HELSINGJABORG Mánafoss Dettifoss Mánafoss Dettifoss HELSINKI Elbeström 9. maí 16. maí 23. mai 30. maí 10. maí 17. maí 24. mai 31. maí 11. maí 18. maí 25. maí 1. júní 28. maí VIKULEGAR STRANDSIGLINGAR -fram ogtil baka frá REYKJAVÍK alla manudaga frá ÍSAFIRÐI aila þriðjudaga frá AKUREYRI alla fimmtudaga FIMSKIP *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.