Morgunblaðið - 04.05.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.05.1984, Blaðsíða 18
18 MORGÚNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 1984 Biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson, er verndari söfnunarinnar, en hér er hann ásamt Herði Svanbergssyni. Landssöfnun Lionsmanna: Bætum sjón Söfnunarfé rennur til FSA Akureyri, 3. maí. LIONSKLÚBBAR í umdæmi 109B, sem nær allt frá Akranesi austur á Langanes, auk Lionsklúbbsins á Vopnafirði, efna þessa dagana til landssöfnunar og mun allt söfnun- arfé renna til augnlækningadeildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Við sjúkrahúsið á Akureyri eru starf- andi tveir sérfræðingar í augnlækn- ingum og eru þeir einu sérfræð- ingarnir sem starfandi eru utan höf- uðborgarsvæðisins. Augnlækna- deildin við FSA hefur því miður orð- ið að mestu útundan hvað varðar tækjakaup og vegna þess hefur menntun og þjálfun augnlæknanna þar ekki nýst sem skyldi. Lionsmenn telja að borin von sé að ríkisvaldið bæti þarna úr á næstu árum og því er þessi söfnun nú sett í gang. Takmark þeirra er að safna 2—3 millj. kr., en fyrir þá upphæð telja þeir að kaupa mætti aðgerðasmá- sjá, augnbotnamyndavél, raufar- lampa og sjónsviðsmæli, en öll þessi tæki eru afar mikilvæg og myndu gera fært að auka verulega ýmsar aðgerðir sem þegar hafa verið þar framkvæmdar við erfið- ar aðstæður, auk þess sem gera mætti aðgerðir, sem hingað til hafa verið óframkvæmartlegar. Söfnun þessi hófst 1. maí og lýk- ur sunnudaginn 6. maí. Söfnunin fer fram með eftirgreindum hætti: Barmmerki með tákni söfnunar- innar verða seld sunnudaginn 6. maí og munu Lionsmenn ganga í hús og bjóða þau. Einnig munu þeir þá taka á móti frjálsum fram- lögum einstaklinga og fyrirtækja og eru slík framlög frádráttarbær til skatts. Þá verða seldir vandaðir peningar, sem siegnir hafa verið í takmörkuðu upplagi, auk þess sem líknarsjóðir margra lionsklúbba munu leggja fé til söfnunarinnar. Biskup íslands, herra Pétur Sig- urgeirsson, er verndari söfnunar- innar. G.Berg. Frá framleiðslu barmmerkjanna. Fimm lög samþykkt f neðri deild: Alþýðubankinn hf.: Innlánsaukning 73,4% Á árinu jukust rekstrartekjur bankans um 85,3 millj. króna frá fyrra ári eða um 93,8%. Rekstrargjöld fyrir skatta hækkuðu um 73,2 millj. króna eða um 83%. Rekstrarafgangur ársins varð 10,8 millj. króna. Þar af til ráðstöfunar fyrir að- alfund kr. 857 þús. Samþykkti fundurinn 5% arðgreiðslu til hluthafa. Innlánsaukning nam 73,4% eða tæplega 169 millj. króna. Útlán jukust um 74,2% eða 113 millj. króna. Aðalfundurinn samþykkti að verja kr. 100.000.- af tekjuaf- gangi til Minningarsjóðs Eð- varðs Sigurðssonar. Þá samþykkti fundurinn að auka hlutafé bankans um 72% með útgáfu jöfnunarhlutabréfa. í bankaráð næsta kjörtímabil voru endurkosin: Benedikt Dav- íðsson, Bjarni Jakobsson, Hall- dór Björnsson, Teitur Jensson, Þórunn Valdimarsdóttir og til vara Jón Ágústsson, Sverrir Garðarsson, Sigurgestur Guð- jónsson, Auður Guðbrandsdótt- ir og Guðmundur Hallvarðsson. Endurskoðendur voru endur- kjörnir: Böðvar Pétursson, Magnús Geirsson og Gunnar R. Magnússon, lögg. endurskoð- andi." Málþing: Landafræðikennsla í framhaldsskólum AÐALFUNDUR Alþýðubankans hf. var haldinn fyrir nokkru. í frétt frá bankanum segir, að formaður bankaráðs, Benedikt Davíðsson, hafi í skýrslu ráðsins rakið helstu þætti í starfsemi bankans á árinu 1983. Þar hafi m.a. komið fram að eigið fé Al- þýðubankans jókst um 141% á ár- inu og nam 30 milljónum króna í árslok. Á árinu 1983 var hafin bygg- ing framtíðarhúsnæðis fyrir út- ibú bankans á Akureyri en út- ibúið starfar í leiguhúsnæði á meðan á byggingarframkvæmd- um stendur. í fréttinni segir ennfremur: „Benedikt rakti nokkuð gjörbreytta starfsemi veðdeildar Alþýðubankans og ræddi nauðsyn þess að vöxtur og viðgangur hennar héldi áfram en það væri mjög undir því komið að lífeyrissjóðir verkalýðshreyfingarinnar beindu fjármagni til veðdeildar- innar enda biði veðdeildin betri kjör en flestir aðrir fjár- festingalánasjóðir. Lántökur deildarinnar námu 26,6 milljón- um króna á árinu 1983. Á árinu 1983 gerðist bankinn aðili að Visa-Island og um ára- mótin hófust viðskipti með er- lendan gjaldeyri. Stefán M. Gunnarsson, bankastjóri, lagði fram og skýrði reikninga bankans fyrir árið 1983, auk þess sem hann ræddi nokkuð framtíðarhorfur með hliðsjón af tillögum „bankamálanefndar" sem ný- lega eru fram komnar. LANDFRÆÐIFÉLAGIÐ gengst fyrir málþingi um landafræðikennslu í framhaldsskólum, gerð námsefnis og stöðu landafræðinnar í efstu bekkjum grunnskóla. Málþingið hefst kl. 10 árdegis á morgun, laugardaginn 5. maí, í húsakynnum Kennslumiðstöðv- ar Námsgagnastofnunar að Laugavegi 166, Reykjavík. Fyrir hádegi mun Karl Krist- jánsson aðstoðarskólameistari fjalla um stöðu landafræðinnar í framhaldsskólum, og gestur þings- ins, Allan Jansson, varaformaður félags landafræðikennara í Svíþjóð, ræðir um efnið: Hvaða erindi á landafræðin í skóla samtímans? Eftir hádegi ræðir Guðrún Ólafs- dóttir lektor um háskólanám í landafræði og tengsl þess við fram- haldsskólastigið. Erla Kristjáns- dóttir námsstjóri og Aðalsteinn Ei- ríksson skólastjóri tala um forsend- ur námsefnisgerðar í samfélags- fræði í grunnskólum og stöðu þeirr- ar námsefnisgerðar í dag. Loks ræð- ir dr. Sigfús Jónsson efnið: Náms- efni í landafræði á framhaldsskóla- stigi — hugleiðing um inntak og að- ferðir. Að loknum þessum erindum verða umræður um stöðu landafræðinnar í íslenska skólakerfinu og hvert stefna beri í framtíðinni, segir í frétt frá Landfræðifélaginu. Breiðholt: Silfurgráu hjóli stolið UNGUR piltur, Ásgeir Þór Ásgeirs- son, varð fyrir því óláni, að hjólinu hans, sem er tíu gíra DBS-hjól, silf- urgrátt að lit, var stolið fyrir utan sundlaugina við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, á meðan hann skrapp í sund sl. miðvikudag, 2. maí, á milli kl. 17 og 19. Hjólið hans Ásgeirs er með stuttum brettum og litlum böggla- bera. Ásgeir heitir þeim fundar- launum sem geta vísað honum á hjólið og biður hann nágranna sína í Breiðhoitinu að láta sig vita, ef þeir rekast á DBS-hjól sem svarar þessari lýsingu. Þess má geta, að háttur þeirra sem taka hjól traustataki sem þetta er oftast sá, að losa sig við gripinn á víðavangi eða stinga því í nær- liggjandi hjólageymslu. Ásgeir Þór á heima að Flúðaseli 64 og síminn hjá honum er 77185. Grafíksýning á Akureyri: Óli G. sýnir í Ánni Akureyri, 3. maí. DAGANA 5. og 6. maí nk. heldur Óli G. Jóhannsson listmálari sýningu á 30 grafíkverkum í Ánni við Skipa- götu (Drangshúsið), en þar hefur Lionsklúbburinn Hængur innréttað afar skemmtilegt félagsheimili, sem tekið var í notkun í febrúar sl. grafíkverkum, en hann hefur áður haldið margar einkasýningar á málverkum og teikningum, auk þess sem hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga. (;.BerK. Samþykkt lántaka til flugstöðvar byggingar á Keflavíkurflugvelli Neðri deild Alþingis samþykkti á fundi sínum sl. miðvikudag fimm lög, auk umfjöllunar um ýmis fleiri mál: 1) Lög um lán vegna byggingar flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli, 2) Lög um vörumerki, 3) Lög um einkaleyfi, 4) Lög um eiturefni og hættuleg efni og 5) Lög um ónæmisaðgerð- ir. Auk þess var frumvarp um tekjustofna sveitarfélaga (lækkun fasteignaskatts af sumarbústöðum í '/2% af fasteignamati) afgreitt til efri deildar og frumvarp um tó- baksvarnir til þriðju umræðu. Lánsheimild vegna flugstöðv- arbyggingar spannar 616 m.kr., en heildarkostnaður er áætlaður 22 milljónir Bandaríkjadala. Samkvæmt samningi greiða Bandaríkjamenn 20 m.kr. af þeim kostnaði, auk þess að greiða heildarkostnað við gerð flughlaðs, ásamt kostnaði við gerð lagna, aðkeyrslubrauta og vega. Núverandi flugstöð er löngu úrelt og hentar hvorki nútímakröfum flugfarþega né þeirri starfsemi, sem þar fer fram. Flugstöðvarbyggingin, þ.e. farþega- þjónustu- og skrifstofurými, verður um 12 þús. fermetrar. Sýning óla þarna er með all- sérstöku sniði, þar sem hún er lið- ur í átaki Lionsmanna um sjón- vernd, og mun hluti af verði seldra mynda renna í söfnun þessa sem sérstök minningargjöf um föður listamannsins, Jóhann G. Guð- mundsson, fyrrverandi póstmeist- ara á Akureyri. óli G. sýnir þarna 30 grafík- myndir, sem unnar eru í silki- þrykk og allar gerðar á þessu ári. Upplag hverrar myndar er 30 ein- tök. Auk þess sýnir hann þarna grafíkmöppu með hestamyndum, sem gefin er út í 100 eintökum, en 60 möppur munu verða boðnar til sölu erlendis. Þetta er fyrsta sýning Óla á Aðventistar reka sumar- búðir í Ölfusi SUMARBÚÐIR verda starfræktar í Hlíöardalsskóla í Ölfusi í sumar á vegum Sjöunda dags aðventista. Eru sumarbúðirnar ætlaðar drengjum og stúlkum samtímis á aldrinum 8 til 13 ára. Um er að ræða 10 daga hópa og verða þeir á tímabilinu frá 6. til 15. júní, 18. til 27. júní og 29. til 8. júlí. Upplýsingar um sumarbúð- irnar er að fá í skrifstofu aðvent- ista, Skólavörðustíg 16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.