Morgunblaðið - 04.05.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.05.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 1984 Er þetta hægt, Matthías - eftir Eirík Rögnvaldsson 1.Inngangur Maður heitir Matthías Johann- essen, cand. mag. í íslenskum fræðum og ritstjóri Morgunblaðs- ins. Sl. laugardag birtir hann í blaði sínu grein sem nefnist Við- brögð frá íslandi, og á að vera svar við grein Sigurðar Konráðssonar í blaðinu daginn áður. Þar sem Sig- urður er í Noregi getur dregist að hann komi því við að svara fyrir sig (sem hann er þó fullfær um); en vegna þess að ég tel mig til „samskoðunarmanna" hans, lang- ar mig að svara grein Matthíasar nokkrum orðum, því að þar er að finna mjög ósanngjarnar aðdrótt- anir í garð Sigurðar. Og fyrst ég er byrjaður að skrifa á annað borð ætla ég í seinni hluta greinarinnar að fara nokkrum orðum um ýmis- legt annað í greinum þeirra Matthíasar og Sigurðar Konráðs- sonar. í upphafi vil ég taka skýrt fram að ég er alls ekki andvígur aukinni kennslu í ýmsum þáttum íslensks máls — síður en svo. Og ég veit ekki betur en íslenskir málfræð- ingar, að Sigurði Konráðssyni meðtöldum, séu sammála um þetta, þótt þá greini eflaust á um hvernig þessari kennslu skuli háttað í smáatriðum. Ég get sem sagt alls ekki lesið það út úr grein Sigurðar að hann hafi neitt á móti þingsályktunartillögunni um aukna íslenskukennslu í sjáifu sér. Það sem Sigurður er að gagnrýna eru þær aðferðir sem flutnings- menn (samkvæmt fréttum Morg- unblaðsins, sem ritstjóri virðist ekki telja nógu örugga heimild) nota til að rökstyðja tillöguna. Sigurður bendir m.a. á að aðeins er vitnað til eins nafngreinds málfræðings, Baidurs Jónssonar dósents; og telur ástæðu til að ef- ast um að rétt sé eftir honum haft. Það segir e.t.v. sína sögu um réttmæti þessara grunsemda Sig- urðar að viðkomandi þingskjal var prentaö upp; og í seinni gerðinni (sem Sigurður hefur væntanlega ekki séð, enda hefur hún ekki birst í Morgunblaðinu svo að mér sé kunnugt) er tilvitnun í orð Bald- urs sleppt með öllu. 2. Um vísindaleg vinnubrögö 2.1. Vísindamennska Sigurðar Matthías segir svo frá því hvers vegna hann skrifar þessa grein; „Ástæða þess, að ég taldi mér ekki fært annað en stinga niður penna vegna greinar Sigurðar Konráðs- sonar er sú rangfærsla, að „Matthías Johannessen virðist boða að engar breytingar á málinu séu æskilegar". ... Það er óvís- indaleg staðhæfing að segja að einhver maður virðist hafa ein- hverja skoðun." Þarna er ég algerlega á önd- verðum meiði. Það er einmitt háttur varkárra vísindamanna að fullyrða ekki meira en þeir geta Kiríkur Rögnvaldsson fært örugg rök fyrir. Þegar við notum sögnina aö virðast táknar það að við erum að leggja eigið mat á tiltekið atriði. Þetta mat kann að vera rangt, en það er ekki rangfærsla. í þessu tilviki túlkar Sigurður orð Matthíasar á ákveð- inn hátt. Sú túlkun kann að vera í andstöðu við það sem Matthías hefur meint, en hún verður ekki dæmi um óvísindaleg vinnubrögð fyrir það. Hefði Sigurður hins veg- ar sagt; „Matthías Johannessen boðar að engar breytingar á mál- inu séu æskilegar" hefði mátt gagnrýna fræðimennsku hans harðlega, því að þetta segir Matthías ekki berum orðum. Annað dæmi má nefna, þar sem Matthías beinlínis gerir athuga- semdir við að Sigurður sýni vís- indalega varkárni. Sigurður segir að undir orð Matthíasar um nauð- syn þess að standa vörð um tung- una geti „áreiðanlega margir tek- ið“. Matthíasi finnst orðið margir „einkennilegt á þessum stað“ — hefði sennilega talið eðlilegra að þarna stæði allir. En slíkt getur varkár vísindamaður ekki sagt, nema að undangenginni könnun á viðhorfum allra íslendinga til verndunar málsins. Og miðað við hvað málvöndunarmenn gera oft mikið úr kæruleysi almennings og slóðaskap um málfar sitt, mætti draga í efa að orðið allir ætti þarna rétt á sér. 2.2. Vísindamennska Matthíasar Á hinn bóginn er því miður sitt- hvað í grein Matthíasar sjálfs dæmi um óvísindaleg vinnubrögð. Þar er einkum um að ræða ásak- anir á hendur Sigurði fyrir að skrifa um það sem hann hafi ekki lesið. Matthías segir: „Ég leyfi mér einnig að gagnrýna Sigurð Konráðsson fyrir að skrifa ádeilu- grein um greinargerð, sem hann segist sjálfur ekki hafa lesið. Það eru óvísindaleg vinnubrögð." Síðar bætir Matthías við, eftir að hafa vitnað í grein Sigurðar: „Svo kveð- ur sá að orði, sem hefur lýst því yfir, að hann hafi ekki lesið grein- argerðina (!).“ Og að lokum: „Á dauða mínum átti ég von, en ekki því, að ég þyrfti að svara grein eftir mann, sem er að skrifa um efni sem hann hefur ekki lesið." Ja, ljótt er ef satt er. Vísinda- mannsheiður Sigurðar er þarna greinilega rokinn út í veður og vind — eða hvað? Hvað hefur Matthías Johannessen fyrir sér í því að Sigurður sé að skrifa um það sem hann hefur ekki lesið? Jú, hann þurfti ekki að leita lengi að sönnun þess, að því er hann sjálf- ur segir; því að „í upphafi greinar sinnar gefur Sigurður Konráðsson svofellda lýsingu á sjálfum sér:“, segir Matthías, og takið nú eftir orðum Sigurðar: „Rétt þykir að fram komi strax að ofangreind frétt Mbl. er það eina sem ég hef haft aðgang að við samningu þess- arar greinar, þ.e. ég hef ekki séð greinargerðina í því formi sem hún var lögð fram á Alþingi." Fréttin sem Sigurður er þarna að tala um birtist, eins og hann tekur fram, í Morgunblaðinu 30. mars sl.; í henni er sagt frá þingsáiykt- unartillögu um kennslu í fram- burði og málvöndun, sem þá var verið að leggja fram, tillagan sjálf birt, svo og meginhluti greinar- gerðarinnar. Seinna í grein Sig- urðar segir: „Við skulum nú koma að því litla sem er að finna frá flutningsmönnunum sjálfum í frétt Mbl. af greinargerðinni." Og í lok greinar sinnar segir Sigurð- ur: „Við höfum nú skoðað greinar- gerð þingmannanna dálítið, eða öllu heldur þann hluta greinar- gerðarinnar sem Mbl. birti í frétt. Þarna kemur þrisvar fram hjá Sigurði að hann fjalli aðeins um þann hluta greinargerðarinnar sem Morgunblaðið birti. Njáll lét stundum segja sér tíðindi þrem sinnum, en það dugir Matthíasi greinilega ekki. Ef menn bera saman grein Sigurðar, frétt Morg- unblaðsins og þingskjalið með greinargerðinni, fer heldur ekki á milli mála að Sigurður minnist að- eins á það sem fram kemur í Morgunblaðinu. Sem sagt: Matthí- as segir Sigurð skrifa um það sem hann hefur ekki lesið, vegna þess að hann hefur aðeins lesið frétt Morgunblaðsins af tillögunni, en ekki þingskjalið sjálft. Þetta tekur Sigurður vandlega fram. Og hvernig ber nú að skilja ásakanir Matthíasar? Það hlýtur að eiga að skilja þær sem ásakanir á hendur Sigurði fyrir að styðjast ekki við nógu traustar heimildir. Og hverjar eru þessar heimildir? Morgunblaðiö! Ég get ekki annað en lesið það út úr grein Matthías- ar að hann sé þarna að vara menn við að treysta fréttum síns eigin blaðs. Annað dæmi: Matthías segir Sigurð „býsnast yfir því, að ég (þ.e. Matthías) hafi viljað „standa vörð um tunguna““. Ég gat hvergi fundið í grein Sigurðar að hann býsnaðist yfir þessu. Fyrst Matthías metur vísindaleg vinnu- brögð svo mikils, ætti hann að til- færa einhver dæmi til stuðnings þessum orðum sínum. Þriðja dæmi: Matthías segir „Norðmenn hafa orðið að þýða norsk skáld á þá „norsku", sem Sigurður Konráðsson heldur fram fullum fetum, að hafi „verið aðal- tungumál Norðmanna í Noregi svo langt aftur sem heimildir ná““. Víst er það rétt að Sigurður held- ur því fram að Norðmenn hafi lengi talað norsku; en hér skiptir ábendingarfornafnið þá megin- máli. Sigurður heldur því sem sagt hvergi fram að norskan sé söm og hún var fyrir þúsund árum. Málið hefur vissulega breyst, en það heldur áfram að vera norska þrátt fyrir það — rétt eins og íslenskan er ennþá íslenska þrátt fyrir að „Við tölum nefnilega ekki sömu ís- lenzku í dag og áður ... “, eins og Matthías tekur réttilega fram. | E RA kæliskápar V0RTILB0D! HLJOMBÆR •^lpÍlOIETII HUOM*H£IMIUS*SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar --------------------- JÍFélagsstarf Sjálfstœðisflokksins| Akurnesingar Fundur um bæjarmálefni veröur haldinn í Sjálfstæöishúsinu sunnu- daginn 6. mai kl. 10.30. Bæjarfulltrúar Sjálfslæöisflokksins mæfa á fundinn. Sjáltstæöisfélögin á Akranesi. Borgarnes — Mýrasýsla Ungt sjálfstæöisfólk Aöalfundur Egils, félags ungra sjálfstæöismanna í Mýrasýslu, veröur haldinn í Sjálfstæöishúsinu viö Brákarbraut í Borgarnesi miövikudag- Inn 9. maí kl. 21.00. Dagskrá: Aöalfundarstörf samkvæmf félagslögum. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin. Sauöárkrókur — Bæjarmálaráö Fundur veröur haldinn í bæjarmálaráöi Sjálfstæöisflokksins, mánu- daginn 7. mai nk. kl. 20.30 í Sæborg. Dagskrá: 1. Bæjarmálaefni. 2. Önnur mál. Kaffiveitingar. Stjórn bæjarmálaráðs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.