Morgunblaðið - 04.05.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.05.1984, Blaðsíða 24
<rS5J tfCI Um hímOAOTITRfl'í 010A.mvrtlOHOM 24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MAÍ1984 Minning: Sigurður Guðbrands son í Borgarnesi Fæddur 4. aprfl 1903 Dáinn 25. apríl 1984 „Hann er duglegur, gáfaður og hefur sterka lund.“ Þetta vega- nesti fékk Sigurður Guðbrandsson með sér, þegar hann fór til náms í Noregi, svo sem síðar verður minnst á. Vitnisburðurinn var kominn frá sr. Eiríki Albertssyni á Hesti í Borgarfirði, en hann var skólastjóri á Hvítárbakka, þegar Sigurður var þar til náms. Þetta er falleg einkunn, og við, sem þekktum Sigurð og unnum með honum, munum sammála um, að þar var rétt sagt frá. Sigurður Guðbrandsson var fæddur í Litlu-Gröf í Borgar- hreppi í Mýrasýslu. Faðir hans, Guðbrandur Sigurðsson, fluttist síðar að Hrafnkelsstöðum í Hraunahreppi og var jafnan kenndur við þann bæ. Kona hans, móðir Sigurðar, var ólöf Gilsdótt- ir frá Krossanesi á Mýrum Sig- urðssonar. Sigurður ólst upp hjá foreldrum sínum og vann búi þeirra. Vetur- inn 1921—1922 stundaði hann nám við Alþýðuskólana á Hvítár- bakka og lauk prófi úr eldri deild vorið 1922. Eftir tveggja vetra nám við Bændaskólann á Hvann- eyri mun hafa vaknað hjá honum löngun til meira náms í búfræði og vorið 1927 fær hann vottorð hjá Halldóri skólastjóra Vilhjálms- syni vegna fyrirhugaðs náms í mjólkurfræði. Frá vori 1926 til vors 1928 vinnur hann heima. Síðan liggur leiðin til Noregs. Þar dvelur hann við verklegt nám í Höjlands-mjólkurbúi við Sand- nes í Suður-Noregi í eitt ár (1928—1929) og fær þaðan þann vitnisburð, að hann sé „vinnuglað- ur og áreiðanlegur". Næsta náms- ár (1929—1930) er hann áfram í verklegu námi, þá við mjólkurbúið Nærbö á Jaðrinum í Noregi. Þann 1. sept. 1930 byrjar hann bóklegt nám í mjólkurfræði við Mjólk- urskóla ríkisins í Þrándheimi og útskrifast þaðan sem mjólkur- fræðingur 30. júní 1931. Þegar Sigurður kemur heim til Íslands sama sumar (1931) sem vel menntaður og áhugamikill mjólk- urfræðingur stendur svo á, að Kaupfélag Borgfirðinga var að hefja stofnun mjólkursamlags með byggingu í Borgarnesi. Var byrjað að taka þar á móti mjólk 10. febr. 1932 og danskur mjólkur- fræðingur ráðinn þar til forustu í fyrstu. Sigurður var ráðinn starfs- maður frá 10. sept. 1931, en tók við stjórn mjólkursamlagsins 1. sept. 1933 og var óslitið mjólkurbús- stjóri til 31. des. 1985 eða í rúm- lega 42 ár, en alls starfsmaður mjólkurbúsins í rúm 44 ár. Mun enginn mjólkurbússtjóri hafa ver- ið lengur í því starfi, hér á landi. Þess má geta hér, að Mjólkursam- lag Borgfirðinga var að nokkru reist á starfi, sem hafið var um 1920, er nokkrir bændur stofnuðu með sér félag til niðursuðu á rjóma og síðar mjólk. Verksmiðja þeirra starfaði fyrst á Beigalda í Borgarhreppi og síðar í Borgar- nesi. Hlutafélag þetta fékk nafnið Mjólkurfélagið Mjöll og hús þess og vélar urðu fyrsta undirstaða undir Mjólkursamlagi Borgfirð- inga. Framleiðsla mjólkur í Borgar- firði fór ört vaxandi strax eftir stofnun mjólkursamlagsins og átti Sigurður Guðbrandsson mikinn þátt í því. Hann sótti fundi bænda og hvatti þá til að fjölga kúnum. Mjólkurvörur reyndust mjög vel frá mjólkurbúinu í Borgarnesi og miðað við stærð var það ódýrt í rekstri. Þessi nýja búgrein í Borg- arfirði reyndist bændum hagfelld. Fyrsta ár samlagsins var innvegin mjólk þar um 274 þús. kg en fjórða árið (1935) var framleiðslan orðin um 898 þús. kg, hafði rúmlega þre- faldast. Að frumkvæði Sigurðar var árið 1947 stofnað Samband nautgripa- ræktarfélaga í Borgarfirði og var hann um langt árabil formaður þess. Það hafði mikil og góð áhrif varðandi kynbótastarf nautgripa í héraðinu. Hann var einnig fyrsti formaður Félags íslenskra mjólk- urfræðinga. Sigurður gekk heill að verki. Mjólkurbúið átti hug hans allan í starfi. Hann hugaði nokkuð að laxamálum yfir veiðitímann og átti létt með að tala um stjórnmál, einkum nálægt kosningum. Þótti hann furðu glöggskyggn á úrslit þeirra dagana fyrir talningu. Sumarfrí mun hann hafa tekið tvisvar á ævinni. Hinsvegar mun mörgum bændum í Borgarfirði það minnisstætt, þegar verkföll voru hjá mjólkurfræðingum, með- al annars starfsmönnum hans, þá lagði hann nótt við dag í vinnu til þess að bjarga mjólk frá skemmd- um, því að hann einn mátti þá sinna slíkum störfum sem mjólk- urbússtjóri. Sigurður var í stjórn Sparisjóðs Mýrasýslu 1950—1981, þar af formaður frá 1968, og lagði sig mjög fram um sanngirni og fram- sýni í peningamálum héraðsins, sem voru mjög á valdi sparisjóðs- ins, enda var hann hagsýnn og töluglöggur maður umfram flesta aöra. Sigurður kvæntist 21. apríl 1934 Sesselju Kristínu Fjeldsted. Hún var fædd 7. nóv. 1900, dóttir merkishjónanna í Ferjukoti, Elísabetar Árnadóttur og Sigurð- ar Fjeldsted Andréssonar frá Hvítárvöllum. Þau Sigurður og Sesselja flutt- ust til Reykjavíkur á miðju ári 1976 og bjuggu í Efstaíandi í Fossvogi, en 1978 fluttu þau til dóttur sinnar Ingibjargar og fjöl- skyldu hennar í Hæðarbyggð 13. Var þar vel um þau annast og að þeim hlúð síðustu æviárin, svo og af börnum þeirra öllum. Fyrir hjónaband átti Sesseija son, Sigurð Fjeldsted, hann er fæddur 8. apríl 1931 og gekk Sig- urður Guðbrandsson honum í föðurstað á þann hátt, sem best varð á kosið. Fyrri kona Sigurðar var Þórunn Árnason og á hann með henni tvö börn. Seinni kona hans er Hrafnhildur Gunnars- dóttir. Sigurður er viðskiptafræð- ingur í Reykjavík. Börn þeirra Sigurðar og Sess- elju eru þessi: Ólöf f. 30. júlí 1934, gift Skúla Br. Steinþórssyni flug- stjóra. Þau búa í Garðabæ og eiga 3 börn; Elísabet f. 15. sept. 1935, gift Birni E. Péturssyni verkfræð- ingi. Þau búa í Reykjavík og eiga 3 börn; Ingibjörg (Stella) f. 7. maí 1944, gift Pétri Jónssyni skrif- stofumanni hjá SÍS. Þau búa í Garðabæ og eiga 3 börn. Barnabörnin eru því alls 11 og voru mjög hænd að afa sínum, enda var Sigurður mjög barngóð- ur. Mest og innilegast var sam- bandið eðlilega í Hæðarbyggð 13. Drengirnir þrír voru oft í heim- sókn hjá afa og ömmu eftir að þau fluttu þangað og sá minnsti þeirra, sem er 3 ára gamall, hafði sér það til huggunar, að afi væri hjá Guði. Sesselja andaðist 5. apríl 1983, og var því ekki nema rúmt ár á milli þeirra hjóna. Það var Sigurði mikið áhugaefni eftir að hann komst á seinni hluta æviskeiðsins að geta skilað mjólk- urmálunum í hendur næsta manns með fullum sóma. Var hann þá minnugur þess, að þegar hann tók við, voru margir hlutir á frumstigi og starfið erfiðleikum bundið. í þessu skyni fór Sigurður nokkrum sinnum ti! annarra landa, einkum Noregs, til þess að kynna sér byggingar mjólkurbúa, vélakost og vinnubrögð. Jafnframt þokaðist áfram skilningur bænda á því, að nýrra húsakynna væri þörf. Og á aðalfundi Kaupfélags Borgfirðinga 1972 var stjórn fé- lagsins gefin heimild til að „hefja nú þegar undirbúning að byggingu nýs mjólkursamlags í Borgar- nesi“. Stjórn kaupfélagsins, mjólkursamlagsstjóri og Teikni- stofa Sambandsins unnu nú að málinu með fullum hraða og 1. nóv. 1975 tók Sigurður Guð- brandsson fyrstu skóflustunguna að þessu veglega húsi, sem stendur nokkuð ofan við Borgarnes. Þar með lauk hann ævistarfi sínu á þann hátt, sem honum var hug- leikið og hætti sem mjólkurbús- stjóri í lok sama árs. Fyrsta mjólkin var vegin inn í hið nýja hús 15. maí 1981, en húsið formlega vígt 24. ágúst sama ár og var Sigurður Guðbrandsson þar viðstaddur. Sigurður Guðbrandsson var einn af stofnendum Rotaryklúbbs Borgarness 1952 og starfaði vel í þeim félagsskap. Hann var einnig félagi í Oddfellowreglunni, vígðist i hana 1947. Þau hjón voru gestrisin og gott til þeirra að koma. Sigurður var léttur á velli og glaður í lund. Hann var raunhæfur í samræðum, tillögugóður og velviljaður. Bændastéttin átti hug hans og hjarta og fyrir hana vann hann til hinstu stundar. Frú Sesselja var greind kona og skemmtileg í við- ræðum. Ásgeir Pétursson fyrrver- andi sýslumaður í Borgarnesi, vin- ur þeirra hjóna, segir um hana í afmælisgrein um Sigurð 4. apríl 1973 (Morgunblaðið); „Er hún sönn hefðarkona, virðuleg og vin- samleg, en hlédræg og kyrrlát, svo sem fólk þeirra kosta er einatt." Þessi orð vil ég gera að mínum um leið og ég minnist þeirra hjóna fyrir margar lærdómsríkar ánægjustundir. Guðmundur Jónsson frá Hvanneyri Genginn er til feðra sinna ágæt- ur maður, sem okkur öllum vinum hans er eftirsjá að. Sigurður Guð- brandsson var fæddur í Litlu-Gröf í Borgarhreppi 4. apríl 1903 og fluttist með foreldrum sínum að Hrafnkelsstöðum í Hraunhreppi. Foreldrar Sigurðar voru mikil at- gervishjón, þau Ólöf Gilsdóttir og Guðbrandur Sigurðsson, þekktur framkvæmda- og félagsmálamað- ur á sinni tíð. Sigurður ólst upp í stórum og glöðum systkinahópi, sem öll urðu manndómsfólk og góðir þjóðfé- lagsþegnar. Snemma hefur Sig- urður kynnst stórhug og fram- faravilja foreldra sinna. Hrafn- kelsstaðaheimilið var mikið menningarheimili. Þar var búið stórt og lærðist því fljótt að taka til hendi, sem síðar kom vel í ljós við ýmis mikilsverð störf sem hon- um var trúað fyrir á langri og gifturíkri starfsævi. Snemma mótast hugur hans til átaka og stærri verkefna. 1925 fer Sigurður í Bændaskól- ann á Hvanneyri og lýkur þaðan búfræðiprófi vorið 1927. Þar kynntist hann mörgum áhuga- mönnum um framfarir í búnað- arháttum og dáði hann mjög kennara sína og kraft og stjórn- semi Halldórs Vilhjálmssonar skólastjóra. Þá dáði Sigurður í mín eyru ágætismennina Sigurð búnaðarmálastjóra og Hans Grönfeldt fyrrverandi skólastjóra og mjólkurfræðing og taldi sig fá mikla hvatningu frá þeim sem síð- ar kemur fram. Mikil félagsleg og atvinnuleg umbrot urðu í íslensku þjóðlífi eft- ir fyrri heimsstyrjöldina og mörgu var kollvarpað í atvinnuháttum, sem áður þótti fullgott. I landbún- aði komu stórvirkar vélar — Þúfnabanar og fyrstu traktorarn- ir — ásamt útlendum áburði, sem gjörbreyttu afköstum í allri tún- rækt og kúabúin stækkuðu í ná- grenni bestu markaðssvæðanna. Mjólkurbúum var komið á stofn (M.R. 1917), þau voru arftakar gömlu rjómabúanna. Fyrstu árin voru erlendir menn með fagþekk- ingu stjórnendur þeirra. Ungir menn voru hvattir til að nema þessi fræði. Sigurður var einn af þeim fyrstu, sem sigldu til Noregs til mjólkurfræðináms og lauk góð- um prófum í verklegum og bókleg- um fögum frá Statens Mejeriskole í Þrándheimi. Sigurður kom heim frá námi 1931 og starfaði um tíma við Mjólkurbú Ölfusinga, en réðst síð- an til Mjólkursamlags Borgfirð- inga. Hann tók skömmu síðar (1932) við mjólkurbústjórastarfi af Rasmundsen, dönskum kennara og mjólkurfræðingi. 43 ár nutu Borgfirðingar og Mýramenn for- ystu hans í mjólkurmálum og fjölda annarra, þó fá verði talin hér. Hvatamaður ásamt öðrum var hann um stofnun nautgripa- ræktarfélaga og formaður þeirra og framkvæmdastjóri um tugi ára. Hann var og hvetjandi nýrra búgreina og áhugamaður í lax- veiðimálum. Hann sat í sýslunefnd og í stjórn Sparisjóðs Mýrasýslu um langt árabil auk starfa í fjölmörg- um nefndum og ráðum sem hlóð- ust á hann. Sigurður var ákaflega hjúasæll og sýnir það meðal annars mann- kosti hans. Við, sem nutum leið- sagnar hans, eigum fjölmargar góðar minningar um hæfni hans og áhuga í starfi. Vart getur mild- ari húsbónda. Sigurður var opinn fyrir öllum nýjungum, sem komu til greina til að bæta hag umbjóðenda sinna, enda sátu ávallt í fyrirrúmi vöru- gæði framar öðru í framleiðsl- unni. Þá má ekki ganga fram hjá því, að vélakostur og tækni ásamt bættum húsakynnum voru alltaf hans stóru draumar, sem rættust að síðustu þegar Sigurður lagði hornstein að hinu glæsilega og fullkomna Mjólkurbúi sem borg- firskir bændur eiga nú og er vott- ur framtaks Sigurðar Guðbrands- sonar, þó svo að margir aðrir góðir menn komi þar við sögu. Sem félagi og vinur var Sigurð- ur nærri einstakur. Glettni hans og glaðværð var ávallt græskulaus og særði engan, enda löðuðust að honum menn með allskonar vandamál, sem hann leysti úr á sinn sérstæða hátt og gaf góð ráð. Margt ungmennið fór upplits- djarfara af hans fundi. Sigurður var kvæntur Sesselju Fjeldsted frá Ferjukoti. Þau áttu 4 börn: Sigurð, Ólöfu, Elísabetu og Ingibjörgu, sem öll eru búsett á stór-Reykjavíkursvæðinu. Barna- börnin eru orðin mörg og voru öll sólargeislar afa síns og ömmu. Heimili Sesselju og Sigurðar bar vott fegurðar og snyrtimennsku. Þau voru höfðingjar heim að sækja. Við hjónin áttum því láni að fagna að búa í nágrenni við þau í 10 ár með okkar stóra barnahóp og betra nágrenni er vart að finna enda ríkti hlýhugur og vinsemd til okkar, sem við kunnum vel að meta. Starfsfólk hans og samferða- menn þakka öll liðin ár og óska honum velfarnaðar á nýjum brautum hins óræða heims, þar sem eftir trú okkar hver uppsker svo sem niður var sáð. Við söknum og blessum minningu þessa mæta manns. Börnum hans og öðrum ástvinum vottum við innilega samúð. Ólafur Þórðarson Kveðja frá Sparisjóði Mýrasýslu Hinn 25. apríl sl. barst okkur Borgfirðingum sú frétt að Sigurð- ur Guðbrandsson, fyrrverandi mjólkurbústjóri, hefði látist þá um morguninn. Ekki gátu það heitið óvænt tíðindi, maðurinn ári betur en áttræður og mjög þrotinn að heilsu og kröftum. Ungur má en gamall skal. Þó setti flesta hljóða. Menn vissu sem var, að hér var einn hinn mesti nytsemdar- maður sinnar samtíðar í héraðinu genginn til feðra sinna. Sigurður var víðkunnur maður fyrir forustustarf sitt í íslenskum mjólkuriðnaði og á sínum tíma orðlagður meðal neytenda sem framleiðandi úrvals mjólkurvara, sem þóttu skara fram úr að gæð- um. Hitt vissu færri útífrá, en heimamenn því betur, að hann var um langt árabil viðriðinn stjórn Sparisjóðs Mýrasýslu. Þar var hann stjórnarmaður samfleytt frá árinu 1950 til 1981, en stjórnarfor- maður frá 1968. Þessar línur eiga að vera hinsta kveðja þeirrar stofnunar til hans. Hér verður ekki reynt að rekja ætt Sigurðar og uppruna, né ævi- feril, enda munu aðrir verða til þess, ef að líkum lætur. Þess skal aðeins getið að rætur hans lágu djúpt í borgfirskar bændaættir, um Mýrar og fram til uppsveita, kjarnmikla kynstofna, og þaðan voru honum runnir fjölþættir eðl- iskostir sem báru ávöxt í giftu- sömu ævistarfi. Til þeirra starfa, sem Sigurður gegndi fyrir sparisjóðinn, var hann frábærlega vel fallinn. Bjartsýni hans og kjarkur héldust í hendur við búvit og raunsæi. Honum var því einstaklega ljúft að geta með afli sparisjóðsins stutt að framkvæmdum og fram- faramálum í héraði, hvort heldur var á vegum stofnana eða ein- staklinga. Hvar sem hann hafði mannaforráð bar hann einstaka umhyggju fyrir hag og velferð starfsmanna sinna og samverka- manna, en slíkt stuðlar jafnan að góðum starfsanda og um leið hag- sæld fyrirtækisins. Hann var sér- lega laginn að skapa ánægjulegt andrúmsloft á stjórnarfundum með sinni teprulausu en græsku- lausu gamansemi og hlýju. Það mun næsta fátítt eftir reynslu þeirra sem þetta rita, að slíkar stjórnir séu svo samhentar sem sá hópur var, er Sigurður veitti for- ustu um 13 ára skeið. Fór því þó fjarri að hann samanstæði af skoðanalausum jábræðrum. Trú- mennska hans við stofnunina og hag hennar og sparifjáreigenda var óbrigðul, en hann vissi þó manna best að ekki er nóg að ávaxta féð einhvern veginn, því þarf að beina þangað sem það kemur að notum sem lyftistöng framfara og betra mannlífs og það er vandinn. Fjöldi héraðsmanna leitaði til Sigurðar vegna starfs hans við sparisjóðinn og þá af honum hollráð, eða hafði hann að trúnaðarmanni um fjármál sín, af því að þeir reyndu hann að bú- hyggindum og góðvild. Sigurður var mikill hamingju- maður. Hann átti ágæta og mik- ilhæfa konu, góð börn sem gerðust nýtir þegnar, en síðan komu barnabörn og auðfundið var að milli hans og þeirra lágu gagnveg- ir góðrar vináttu, en kynsíóðabil óþekkt. Kona Sigurðar, Sesselja Fjeldsted, lést fyrir einu ári. Síð- ustu æviárin bjuggu þau í ylríku skjóli hjá yngstu dóttur sinni og hennar fjölskyldu í Garðabæ. Sú umhyggjusama hlýja og glaðværi heimilisbragur sem þar ríkti gefur fyrirheit um að mannkostir þeirra hjóna verði trygg ættarfylgja. Það réð og giftu Sigurðar að hann var búinn góðum gáfum og þreki, sem var arfur hans úr for- eldrahúsum. Með þann arf fór hann út í heiminn og bjó sig undir brautryðjandastarf 1 héraði sínu. Þar fékk hann verðugt viðnám krafta sinna. Þessu aðalstarfi sínu sinnti hann langa ævi á þann hátt að úrslitum réð um vöxt og við- gang mikilvægustu atvinnugrein- ar héraðsins. Naut hann þegar í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.