Morgunblaðið - 04.05.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.05.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MAf 1984 Ólöf Kristjáns- dóttir — Kveðjuorð Fædd 14. aprfl 1921 Dáin 26. aprfl 1984 Árið 1972 var ég á Vífilsstaða- spítala, hafði lagst þar inn að nýju eftir páskana. Eg hafði fótavist, og það var 14. apríl að ég var á ferð eftir ganginum. Verður mér litið inn í setustofuna, og sé að þar situr kona, sjúklingur, sem ég hafði ekki áður séð. Ég fór inn og heilsaði henni, og tókum við tal saman, og einhver hafði orð á því, að ég mætti óska henni til ham- ingju, því það væri afmælið henn- ar. Þessi kona var ólöf Kristjáns- dóttir, sem til moldar er borin í dag. Ölöf Kristjánsdóttir var fædd á Þingeyri við Dýrafjörð 14. apríl 1921. Foreldrar hennar voru Kristján Tómasson trésmiður og Jóna Bjarnadottir, sem þar bjuggu, bæði ættuð úr Arnarfirði. Ólöf fór ung að vinna fyrir sér, á barnsaldri var hún langtímum á ísafirði, gætti barna og var í öðr- um snúningum. Um tíma var hún í Stykkishólmi, en 1939 fer hún til Hafnarfjarðar, og er tvö ár hjá Þórði Edilons lækni og Helgu Gröndal. Árið 1941 tekur hún að sér litla kaffistofu við höfnina í Hafnar- firði, sem kölluð var Turninn. Einn af lögreglumönnum í Hafn- arfirði var Guðsveinn Þorbjörns- son, og kom hann oft í kaffistof- una til að fá sér hressingu. Þar kynntist hann ólöfu heitinni, og urðu þau kynni til þess að þau felldu hugi saman, og giftust þann 7. nóvember 1942. Börn þeirra eru tvö, Gunnar örn, sem býr með Helgu Guðmundsdóttur í Reykja- vík, og Oddrún gift Gesti Guðna- syni í Keflavík. Barnabörnin eru sjö og eitt barnabarnabarn. Fjög- ur systkini eignaðist ólöf heitin, Knút, sem dó aðeins niu ára, en hin eru Sigurrós, Ingibjörg og Knútur, sem öll búa í Hafnarfirði. Eins og kunnugt er, var Guð- sveinn maður Ólafar einn af stofnendum Knattspyrnufélagsins Hauka í Hafnarfirði og forystu- maður þess í fjölmörg ár. Það varð því fljótt gestkvæmt á heimili ungu hjónanna, og má segja að þar hafi verið í þá tíð félagsheim- ili Hauka eins og húsrúm leyfði. Tók ólöf að sér að þvo búninga þeirra og geymdi og fægði verð- launabikarana, sem félagiö eign- aðist. Um fjögurra ára skeið sá ólöf um veitingar í sjálfstæðis- húsinu í Hafnarfirði, og höfðu þau hjónin íbúð þar í húsinu. Ólöf var með eindæmum fær í allri matar- gerð, enda var hún oft fengin til að annast matráðskonustörf, og þeg- ar hún vann á Hótel Sögu, var rómað smurða brauðið hennar. Annars vann hún hvar sem vinnu var að fá, ef hún hafði tíma, og veikindi hömluðu ekki. Eins og ég sagði í upphafi kynntumst við Ólöf heitin á Víf- ilsstöðum fyrir tólf árum, en þó við dveldum þar oft síðar vorum við þar aldrei samtímis. ólöf fékk berkla þegar hún var um fertugt, og lagðist hún þá á Vífilsstaði en þó hún læknaðist af berklunum, náði hún sér aldrei í lungunum eftir það. Hún var einn- ig veik í höfði, og var heilablásin hér heima og erlendis, en fékk aldrei fullan bata. En fyrir nokkr- um árum fékk hún þann sjúkdóm, sem að lokum yfirbugaði hana langt fyrir aldur fram. Það má segja að síðustu sex mánuðina, sem hún lifði, hafi hún legið á sjúkrahúsi, fékk aðeins að fara heim örfáa daga, og var hún oftast sárþjáð. Fljótlega eftir að ólöf kom heim af Vífilsstöðum 1972 kynntist ég manni hennar, og var síðan stöðug vinátta með okkar fjölskyldum. Sjálfsagt hefði ég átt að geta þess fyrr, að á sjöunda áratugnum hætti maður ólafar lögreglustörf- um í Hafnarfirði og fluttu þau til Reykjavíkur 1965. Þegar Guð- sveinn hætti að geta unnið erfið- isvinnu, og fékk hálfsdags vinnu við póststörf, tók Ólöf heitin að sér húsvarðarstörf að Vesturbergi 78 og annaðist það starf í sjö ár. Á því tímabili fluttum við hjónin þangað í húsið og áttum við þar heima samtímis í sex ár. Voru ólöf og maður hennar okkur hjón- unum sérstaklega góð. Og þegar þau hjónin fluttust burt á síðast- liðnu hausti söknuðum við þeirra mjög, og fannst mér að konu minni, sem fór tæpum tveim mán- uðum á undan þessari vinkonu sinni yfir móðuna miklu, hafi þá að vissu leyti misst öryggi og fót- festu í lífinu. ólöf var sérstaklega lífsglöð og dugleg þrátt fyrir öll sin veikindi, og hvar sem hún lá á sjúkrahúsi var hún kát og upplífgandi, svo að bæði sjúklingar og starfsfólk söknuðu hennar þegar hún fór heim, en gladdist þó með henni ef hún fékk einhvern bata. ólöfu þótti mjög vænt um Dýrafjörðinn og fæðingarbæ sinn og Sandafell- ið, og hafði yndi af að ganga þang- að upp og horfa yfir Dýrafjörðinn. Sem barn fór hún stundum einför- um, og átti sér álfa að vinum, sagði þeim frá áhyggjum sínum og áhugamálum, og þóttist stundum hafa verið að leik með þeim. ólöf bar mikla umhyggju fyrir eigin- manni sínum, börnum og barna- börnum, og hvar sem erfiðleikar voru, hvort sem var hjá skyldum eða óskyldum, reyndi hún að verða að sem mestu liði. Hjálpsemi hennar er ógleymanleg. Að lokum vil ég þakka ólöfu samfylgdina. Ég votta eiginmanni hennar, börnum hennar og fjöl- skyldum þeirra, systkinum hennar og öðrum vandamönnum mína dýpstu samúð. Guðmundur Þórðarson Arfur getur verið margs konar. Stundum er það hlutur uppi á hillu, sem hægt er að benda til og þannig tengja minningu þess sem horfinn er — nema úr huga. Oft er hann líka á annan veg, og ekki síður dýrmætur en sá hlutur, sem fagurlega skartar. Arfur getur verið vinátta. Slíkur arfur fyrnist ekki og hann skín ekkert síður en gljáfægður hlutur uppi á hillu. Það er fyrir slíkan arf sem mig langar til þess að þakka núna, þegar hún Lóa vinkona mín er ekki lengur hér á meðal okkar. Ég vissi fyrst af henni og kynntist henni af því að þau hjónin þekktu föður minn og töldu vináttu þeirra og hans mikils virði, og lýsti það sér jafnvel í því, að að honum látnum stofnuðu þau minningar- sjóð tengdan nafni hans. Sýnir þetta virðingu þeirra fyrir honum og um leið þá hugsunarsemi, sem ekki er síður dýrmæt en hvað það annað, sem til ágætis er talið. Og þessi vinátta þeirra og föður míns, Garðars S. Gíslasonar, færðist yf- ir á mig og síðar dóttur mína. Vegna fyrri kynna bað ég þau hjón eitt sinn um að gæta dóttur minnar og heimilis, þegar ég hélt til útlanda. Þeim þótti mikið færst í fang, en þeim datt ekki annað f hug en gera það, sem dóttir hans Garðars vildi fara fram á. Og þau fluttu heim til mfn, og gættu dótt- ur minnar þann veg meðan ég var í burtu, að hún vildi helzt eftir það hvergi annars staðar vera en hjá Lóu. Skömmu síðar fluttu þau hjónin í Vesturberg 73. Þar gerð- ist hún húsvörður og sinnti þvf starfi með sóma. Svo vel vildi til að ég og börnin mfn fluttum lfka f þetta hús og þótt Lóa yrði dag- mamma dóttur minnar, þá varð hún eiginlega mamma okkar allra. Stundirnar voru góðar á hlýju og notalegu heimili þeirra. Börnin þekkja það öðrum betur hvern viðmælendur hafa að geyma. Og því þekki ég það bæði af eigin reynslu og viðbrögðum dóttur minnar, hvern mann hún Lóa hafði að geyma. Hún var í engu smá. Hún gaf af þeim rfku- lega kærleika, sem alla vermir er fá að njóta, og hún vildi á engu því níðast, sem henni var fyrir trúað. Glettnin ljómaði af henni og hún kunni vel að segja frá, en það er hlýjan og verndandi umhyggja sem hvað hæst ríkir nú í huga mér, þegar skilnaðarstundin er runnin upp. Þetta á ekki að verða minn- ingargrein. Þess vegna eru ekki æviatriði rakin. Aðeins fáorð þökk fyrir það, sem getur erfst frá einni kynslóð til annarrar, en fellur aldrei á, þegar vel er metið, þegið og veitt. Ég votta Guðsveini og börnunum innilegrar samúðar, og þakka henni Lóu minni fyrir allt og bið henni blessunar Guðs. Ragnheiður Garðarsdóttir f dag er til moldar borin vin- kona mín kær, Ólöf Kristjánsdótt- ir, sem andaðist á Landspítálan- um 26. apríl sl. eftir langvarandi og erfið veikindi. ólöf var Vest- firðingur að uppruna, fædd á Þingeyri 14. apríl 1921. Dvaldist hún vestra fram um tvítugsaldur en þá lá leið hennar suður til Hafnarfjarðar og síðar til Reykja- víkur, þar sem hún var búsett sl. 20 ár. Ég kynntist ólöfu fyrst fyrir einum fimmtán árum, er hún kom á heimili okkar til að sjá um bú og börn í fjarvist minni við vinnu utan heimilis. Næstu fimm til sex árin, eða þar til hún varð að hætta sökum heilsubrests, var hún okkar hjálparhella og heimilisvinur, ekki síst barnanna, sem hún um- gekkst og annaðist af elskusemi og hlýju, sem væru hennar eigin börn. ólöf, — Lóa eins og hún var jafnan kölluð, var bráðrösk og myndarleg til allra verka, og hreinn snillingur var hún í að búa til mat, enda veitti hún oft ýmsum mötuneytum hér í bænum for- stöðu í lengri eða skemmri tíma. Hún gekk hress og glöð til verks, var ræðin og skemmtileg, þegar tóm gafst í dagsins önn, og aldrei neinn bilbug á henni að finna, þótt hún, þegar á þessum árum, gengi ekki alltaf heil til skógar. Lóa eyddi ekki löngum tíma ævinnar á skólabekk, en hún var það sem kallað er náttúrugreind — skýrleikskona, bókhneigð og áhugasöm um hvaðeina, sem á döfinni var í almennum þjóðmál- um, og gallhörð sjálfstæðiskona. öll hálfvelgja og linka var henni fjarri skapi. Hún naut fagnandi þess góða og ánægjulega, sem lífið rétti að henni, en tók andbyr og erfiðleikum af óbilandi kjarki og æðruleysi. Há og grannvaxin, jafnan smekkleg, „smart" í klæða- burði, þótt hún hefði ekki alltaf miklu úr að spila, gekk Lóa, tein- rétt og fjörleg í fasi, götu sína til hinztu stundar. Margar þjáninga- fullar sjúkrahúslegur nú síðustu árin buguðu hana ekki fyrr en síð- ustu kraftar voru þrotnir, og yfir lauk. Lóa var mikil fjölskyldumann- eskja, var samrýnd og samhent góðum eftirlifandi eiginmanni, Guðsveini Þorbjörnssyni, og tveimur börnum þeirra, Gunnari og Oddrúnu, sem guldu í sömu mynt ástúð og umhyggju góðra foreldra. Þeim öllum og öðrum að- standendum sendi ég og fjöiskylda mín einlægar samúðarkveðjur og Lóu okkar góðu hinstu þökk fyrir elskuleg kynni, tryggð og vináttu. Guð blessi minningu hennar. Sigurlaug Bjarnadóttir 1 dag, föstudag, fer fram útför ólafar Petrínu Kristjánsdóttur frá Fossvogskirkju. Ólöf var fædd 14. apríl 1921 og lést 26. apríl 1984. Þegar sómakona sem Ólöf er kvödd, reynist erfitt að koma til skila í orðum þeim tilfinningum, sem slíkt veldur, og í þessu tilfelli verður aðallega reynt að minnast þáttar hennar í starfi og uppbygg- ingu Hauka. Það verður seint eða aldrei full- þakkað það sem þau hjónin — Guðsveinn Þorbjörnsson, fyrrver- andi formaður félagsins, og Lóa, eins og flestir drengirnir og stúlk- urnar þeirra kölluðu hana, gerðu fyrir félagið í heild, sem og ungl- ingana er tóku til við það á árun- um 1953—1954, að vinna að því að hefja félagið til vegs og virðingar á nýjan leik, eftir að nærri áratug- ur var liðinn síðan starfsemin stóð f blóma. Það má segja með sanni að stór hópur Hauka hafi átt sitt athvarf og alist upp að verulegu leyti inná heimili þeirra hjóna og þar átti Lóa sinn stóra þátt í því með eld- legum áhuga, ljúfmennsku og elskulegheitum að móta þá æsku er síðar meir átti eftir að hefja nafn félagsins hátt í keppni og síð- armeir ómældu félagsstarfi. Það er ómetanlegt fyrir eitt íþróttafélag og einstaklinga í röð- um þess að eiga slika konu að, sem Lóa var. Ég vil nota þetta tæki- færi og koma á framfæri innileg- um þökkum, samkvæmt beiðni frá stórum hóp þess fólk, til Lóu og Guðsveins, sem nú verður að sjá á eftir mikilhæfri eiginkonu. Enn- fremur vill stjórn Knattspyrnufé- lagsins Hauka koma á framfæri alúðarþökk, um leið og við sam- hryggjumst ykkur, Guðsveinn, og börnum ykkar Gunnari og Oddrúnu. Megi ljúfar minningar um mæta konu lifa og verða ykkur skjól í sorg ykkar. Blessuð sé minning hennar. F.h. stjórnar Knattspyrnufé- lagsins Hauka, ísleifur Bergsteinsson. Minning: Rósmundur Sigfús- son sjómaður Fæddur 10. ágúst 1906 Dáinn 24. apríl 1984 Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga tárin eru beggja orð. (ólöf frá Hlöðum) Þá fyrst skiljum við dauðann er hann leggur hönd sína á einhvern sem við unnum. Rósmundur fæddist á Arnarhóli í Fróðárhreppi þann 10. ágúst 1906. Foreldrar hans voru Sigfús Vigfússon og Steinunn Magnús- dóttir. Hartn var aðeins níu ára gamall er hann var búinn að missa bæði móður og föður. Faðir hans var í skipsrúmi hjá Kristleifi Jónatanssyni skipstjóra þegar hann lést og tók þá Kristleifur drenginn til sín og ólst hann síðan upp hjá þeim sæmdarhjónum, Kristleifi og konu hans, Soffíu Arnadóttur, að Hrísum í Fróð- árhreppi og taldi hann það hafa verið sitt mikla lán að alast upp hjá þeim hjónum og börnum þeirra sem voru honum sem kær systkin alla tíð, og stóðu hjarta hans næst ásamt æskuvinunum að vestan sem héldu alltaf vinskap og tryggðum gegnum árin. Rósmundur var ekki gamall þegar hann byrjaði að stunda sjó- inn, þrettán ára var hann skráður í skipsrúm hjá fóstra sfnum og stundaði hann síðan sjóinn óslitið eftir það, á litlum bátum og síðar togurum til ársins 1962. Eftir að hann kom í land vann hann sem verkamaður hjá Reykjavíkurborg í ein 17 ár eða þar til hann lét af störfum sjötfu og þriggja ára að aldri. Rósmundur kvæntist 3. maí 1947 Friðbjörgu Ebenesersdóttur. Foreldrar hennar voru Guðrún Hansdóttir frá Einarslóni og Ebeneser Bergsveinsson úr Breiðafjarðareyjum. Friðbjörg var einkabarn for- eldra sinna og bjó alla tíð undir sama þaki og þau. Þegar hún gifti sig fluttu foreldrar hennar til ungu hjónanna og voru í skjóli þeirra meðan líf þeirra entist. Var það friðsæl og farsæl sambúð og mátu þau Rósmund mikils og mun það hafa verið gagnkvæmt. Rós- mundur var mikill heiðursmaður. Hans aðal var samviskusemi, skyldurækni og snyrtimennska. Hann var vinnusamur og taldi það mikla gæfu fyrir hvern mann að vera frískan og geta unnið störf sín. Hann var vammlaus maður sem gekk hljóðlega um og gerði aldrei kröfur nema til sjálfs sín. Teitur Magnússon skipstjóri sem var honum samtfða til sjós um átján ára skeið sagði að hann hefði verið með afbrigðum hjálp- samur og sérstaklega hefði hann verið natinn við unga og reynslu- litla menn og tekið þá að sér og var þeim þá vel borgið. Margt fleira væri hægt að segja um Rósmund en ekki væri honum að skapi löng tala svo látlaus sem hann var í öllu sínu lífi. Síðustu þrjú ár voru honum erfið, var hann meira og minna sjúkur allan þann tima og gekk í gegnum lfk- amlegar og andlegar þrengingar og lauk svo lífi sínu á Landa- kotsspítala þann 24. aprfl sl. Kona hans reyndist honum ágætlega vel í veikindum hans. Hann var heima hjá henni eins lengi og hægt var og hún hjúkraði honum eins vel og hún gat, og eins eftir að hann fór á sjúkrahúsið siðustu vikurnar sem hann lifði heimsótti hún hann eins oft og hún treysti sér til og sat hjá honum er hann kvaddi lífið. Á Landakoti fékk hann hina bestu hjúkrun og umönnun og skulu hér færðar þakkir til lækna og alls starfsfólks þar á deild 1B, þar sem hann lá oftast. Að endingu viljum við hjónin, börn okkar og tengdabörn þakka Rósmundi fyrir allt sem hann var okkur og fyrir að hafa átt hann að vini. Það var oft glatt á hjalla þeg- ar Fríða og Rósi komu í heimsókn, þá var gjarnan tekið í spil og spjallað. Rósmundur kunni vel að umgangast börn og unglinga og fylgdist hann alltaf vel með okkar börnum og því sem þau tóku sér fyrir hendur. Og þegar hann lá helsjúkur sfðustu daga lffs síns og mátti vart mæla þá var hann að spyrja um þeirra líðan og okkar og lýsir það honum betur en mörg orð, enda þótti þeim öllum mjög vænt um hann. Elsku Fríða, okkar innilegustu samúðarkveðjur, Guð blessi þér minninguna um þinn mæta mann og sannarlega getum við tekið undir hin fleygu orð: Þar sem góðir menn fara eru guðs vegir. Krla Bergmann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.