Morgunblaðið - 04.05.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.05.1984, Blaðsíða 27
MQRGUNBLADUXEQSTUDAGUBA-MAÍ 1934 27 Minning: Guðrún Guðmunds dóttir frá Eyri Fædd 3. febrúar 1893 Dáin 26. apríl 1984 Hún amma er dáin. Þótt við vissum innst inni að það drægi nær leiðarlokum í þessu lífi hjá ömmu, kom dánarfregnin á óvart. Við vildum kannski aldrei viður- kenna það fyrir sjálfum okkur, að hún færi senn að kveðja. En nú er hún farin. Því fær enginn breytt. Það er stórt skarð sem hún skilur eftir sig. Það kemur aldrei neinn í stað ömmu. Þótt Guðrún amma hafi kvatt þessa jarðvist og sé horfin til ann- arrar tilveru, hverfur hún aldrei úr vitund okkar og allra þeirra sem þekktu hana. Sú elska, sú væntumþykja, sá kærleiki, sem hún miðlaði, verður eftir. Það allt og miklu meira gaf hún okkur. Það fer aldrei. Guðrún amma hafði lifað sitt; hún var rúmlega 91 árs gömul, þegar hún lést. Líf hennar hafði ekki verið þrautalaust, en ekki gleðisnautt. Það skiptust á skin og skúrir í iífi hennar eins og flestra anarra. En sjaldan skipti hún skapi þótt á bjátaði. Hún var það bjarg 3em hvergi haggaðist þótt móti blési. Ef voru erfiðleikar í fjölskyldunni, var hún sá faðmur er öllum þótt gott að halla sér að. Og hlýja hennar og æðruleysi gáfu henni styrk til að gefa allt það besta er hún átti. Hvort heldur væru það uppkomin börn hennar, barnabörn eða ungu barnabarna- börnin, þá hafði hún alltaf tíma til að hlusta og veita stuðning. Gæska hennar, góðvild og hlýja í garð barnanna var aðdáunarverð. Enda hændust börnin að henni. Hún var þeirra. Þau voru hennar. Missirinn verður því ekki síst mik- ill hjá litlu börnunum í fjölskyld- unni, nú þegar amma og lang- amma er ekki iengur til staðar. Minningarnar hrannast upp þegar litið er til baka. Og birtan í kringum ömmu og lífsferil hennar lýsir skært. Þær minningar fær enginn tekið frá okkur. Þær mun- um við varðveita. Hin síðustu ár hrakaði heilsu ömmu. Líkaminn var að gefa sig eftir mikið álag í gegnum tíðina. En hugurinn stóð óhaggaður. Þótt á sjúkrahúsi væri að mestu síð- ustu árin, þá fylgdist hún vel með öllu — ekki síst með fjölskyldunni. Hafði áhyggjur ef þröskuldar voru í vegi hjá einhverjum úr fjölskyld- unni. Gladdist þegar vel gekk. Áhuginn var ósvikinn. Fjölskyld- an, fólkið hennar, átti hug hennar. En lítið vildi hún tala um sjálfa sig og sína vanheilsu. Hún hugsaði ekki um sig. Aðrir komu á undan. Hún hafði svo mikið að gefa. Vildi gefa svo mikið. Við kveðjum ömmu með söknuði og virðingu. Nú fær hún hvíld. Við þökkum fyrir allt og allt. Orð fá aldrei lýst því fyrir hve mikið við eigum að þakka. En minningarnar verða alltaf með okkur. Og allt það sem hún kenndi okkur. Blessuð sé minning ömmu. Guð veri með henni. Ásgeir, Guðmundur Árni, Gunnlaugur og Snjólaug. Guðrún Guðmundsdóttir andað- ist á sjúkrahúsinu Sólvangi Hafn- arfirði hinn 26. apríl sl. og verður jarðsungin frá Fossvogskapellu í dag 4. maí kl. 15. Guðrún var fædd 3. febrúar 1893 á Eyri í Ingólfsfirði, Ár- neshreppi, og var því komin á 92. aldursár þegar hún lést. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Jóns- dóttir og Guðmundur Arngríms- son, bóndi á Eyri, en þar ólst hún upp á fjölmennu myndarheimili, ásamt fjórum systkinum sínum, sem öll eru nú látin, þeim Guðjóni, síðar bónda og hreppstjóra á Eyri, Ólafi og Jóni síðar framkvæmda- stjórum og útgerðarmönnum í Reykjavík og Hólmfríði, sem lést fyrir mörgum árum, svo og fimm fósturbörnum, en eitt þeirra er enn á lífi, Ólína Sigvaldadóttir, Reykjavík. Þótt Eyri sé talin frekar lítil jörð mun þeim hafa búnast furðu- vel sakir dugnaðar og hagsýni, en Guðmundur var sagður mikill at- orkumaður, verkhagur, góður búmaður og sjómaður ágætur. Þau hjón voru hin samhentustu og ein- staklega greiðvikin við þá, sem höllum fæti stóðu í lífinu og hjálp- arþurfi voru, eins og sjá má m.a. af því að Guðrún tók að sér að sjá um uppeldi svo margra fóstur- barna, sem flest voru henni óskyld. Og eftir að hún hafði misst mann sinn og orðin nokkuð við aldur iét hún sig ekki muna um að taka að sér ungt barn — þ.e. sjötta fósturbarnið — en um uppeldi þess sá hún að öllu leyti. Þegar Guðrún Guðmundsdóttir, dóttir þeirra sæmdarhjóna Guð- rúnar og Guðmundar Arngríms- sonar, er kvödd hinstu kveðju með örfáum línum og hugsað til þess hvernig hún var þeim sem hún hafði mest samskipti við á lífsleið- inni, fer því ekki á milli mála hvert hún hefur sótt þá góðu eig- inleika, sem svo ríkir voru í fari hennar öllu og umgengni við sam- ferðafólkið. Guðrún giftist Guðmundi Magnússyni, skipstjóra og útgerð- armanni, 5. maí 1917, en hann rak útgerð frá ísafirði og Reykjavík um árabil. Þau hófu búskap á ísa- firði, en bjuggu lengst af í Reykja- vík, á Bræðraborgarstíg 4. Þau eignuðust sex börn; Guðmund, skipstjóra, Reykjavík, var kvænt- ur Báru Ólafsdóttur, Reykjavík, en hann er nú látinn, Steinunni, er gift var Guðmundi Ragnari heitn- um Jósefssyni, prentsmiðjustjóra frá Hafnarfirði, Árna skrifstofu- stjóra, Hafnarfirði, kvæntur Ág- ústu Haraldsdóttur frá Siglufirði, Margréti, gift undirrituðum, Ólaf kennara, Hafnarfirði, kvæntur Borghildi Magnúsdóttur frá Ár- skógsströnd, Eyjafirði. Dreng misstu þau á unga aldri, Magnús að nafni. Sá sem þessar línur ritar hafði náin kynni af þeim hjónum Guð- rúnu og Guðmundi um langt ára- bil. Af þeim kynnum koma fram í hugann á kveðjustund margar ljúfar endurminningar. Óhætt er að fullyrða að Guðrún var manni sínum ómetanleg stoð í lífinu. Þeirra sambúð mótaðist af gagn- kvæmri virðingu, trúnaðartrausti og vináttu. Guðrún var ákaflega veitul og gestrisin kona, enda gestagangur mikill á heimili hennar. Fóru þessir eiginleikar mjög vel saman við kosti eigin- mannsins, sem henni var svo líkur á margan hátt. Á þeirra gest- kvæma heimili ríkti andi alúðar og góðvildar. Þangað var gott að koma. Guðrún var kona afar hjartahlý og glaðlynd, sem ljóslegast birtist i míkilli barngæsku hennar, eins og börn hennar, aðrir ættingjar og vinafólk mega gerst vita. Heimili sínu og fjölskyldu helgaði hún alla starfskrafta sina. Hún bar ríka umhyggju fyrir velferð fjölskyld- unnar allrar enda ávallt boðin og búin til að verða að liði. Eiginmaður Guðrúnar féll frá 21. júní 1967. Um það leyti^ flutti hún til Hafnarfjarðar og bjó þar til dauðadags. Það er hlutskipti sjómannskon- unnar að þurfa að standa á eigin fótum vegna heimilis og fjöl- skyldu, þegar eiginmaðurinn er fjarri við störf á sjónum. Þegar til viðbótar slíkum aðstæðum ber að áföll og andstreymi af völdum sjúkdóma, þarf sterka einstakl- inga og hetjur til að mæta og tak- ast á við slíkan vanda. Það varð hlutskipti Guðrúnar um skeið þeg- ar eiginmaðurinn stundaði sjóinn að glíma við þess háttar erfið- leika. Þá bar henni ýmislegt mót- læti að höndum. Allir þeir í fjöl- skyldunni, sem slegnir voru kvíða og vonleysi, áttu hjá henni öruggt athvarf, hún huggaði þá og gladdi með skapstyrk sínum og bjartsýni. Á langri ævi þegar eitthvað mót- drægt bar að höndum var það óbilandi trúnaðartraust sem veitti henni þrek í andstreymi og gæddi hana mildi og mannkærleika. Önnur hennar styrka stoð var eiginmaðurinn. Saman stóðu þau sterk í blíðu og stríðu í farsælu hjónabandi. í elli um nokkur ár á sjúkrahús- inu Sólvangi í Hafnarfirði var Guðrún umvafin ástríki barna sinna, barnabarna og barnabarna- barna. Ekki leið svo dagur að ekki væri hún heimsótt af börnum sín- um. Svo sterkum böndum þakk- lætis, væntumþykju og trygglynd- is voru þau tengd þessari hugljúfu konu. Ég minnist hennar með söknuði og virðingu. Blessuð sé minning Guðrúnar Guðmundsdóttur. Stefán Gunnlaugsson Minning: Kristbjörg Ögmunds■ dóttir Strömme Fædd 28. september 1900 Dáin 31. mars 1984 Frú Kristbjörg Ögmundsdóttir Strömme er látin, en hún bjó í heimabæ mínum, Bergen í Noregi. Hugurinn reikar til áranna 1963—1972 í Bergen. Kristbjörg var fyrsta íslenska konan er ég kynntist en það var á heimili hennar í mars 1963. Hún fæddist á Hellu, Snæfellsnesi, 28. september árið 1900 og var fjórða í röðinni af tólf systkinum en fimm þeirra eru nú á lífi. Foreldrar hennar voru Sólveig Guðmundsdóttir (1873— 1942) og Ögmundur Andrésson (1855—1923). Kristbjörg fluttist til Noregs 1925 og bar þá undir belti dóttur sem fæddist 8. ágúst það sama ár og hlaut nafnið Érna Halldórsson. í Noregi giftist Kristbjörg eftirlifandi manni sín- um, Arthur Strömme, f. 8. júlí 1904, en þau stofnuðu heimili í Bergen og bjó hún þar alla tíð. Kristbjörg og Arthur eignuðust tvö börn, Sonja Farsund er fædd- ist 27. september 1932 og Karvel Atle er fæddist 3. október 1940. Sonja giftist Halldor Farsund, en hann dó árið 1969 og varð hún ekkja aðeins 36 ára gömul með þrjár ungar dætur, sú yngsta eins árs. Karvel var skírður í höfuðið á bróður Kristbjargar, Karvel Ög- mundssyni, útgerðarmanni og rit- höfundi, Njarðvíkum. Karvel Strömme er giftur Björg f. Stavem og eiga þau þrjú börn. Með Kristbjörgu og Karvel bróður hennar voru ætíð miklir kærleikar og heimsótti hann þau oft i Bergen og nú síðast í september 1982. Elsta dóttir Kristbjargar, Erna, giftist Sverre Videberg Jensen en áður átti hún son er hét Erwin og var hann einkabarn hennar. Er- win fórst í ágúst 1971 þegar ung- versk farþegaflugvél hrapaði í að- flugi við Kastrup-flugvöll í Dan- mörku. Erwin var aðeins 26 ára er hann fórst og náði Kristbjörg sér aldrei að fullu eftir sviplegt fráfall hans. Dæturnar Erna og Sonja eru búsettar í Bergen en Karvel býr á Fitjum sunnan við bæinn, en hann starfar þar sem kennari. Á langri lífsleið sinni eignaðist Kristbjörg 7 barnabörn og barna- barnabörnin urðu 2. Kristbjörg hjélt ætíð sínum ís- lensku einkennum þrátt fyrir langa dvöl erlendis og þótti mér mikið til þess koma. Hún var stolt kona og mjög hreykin af uppruna sínum, glæsileg, bein í baki og bar höfuðið hátt. A þeim 49 árum sem hún bjó í Bergen kom hún aðeins einu sinni til íslands og þá með alla fjölskylduna. Mörgum árum seinna minntist hún oft á ferð þessa og geymdi allar minningar um hana sem dýrmætan fjársjóð. Síðan hafa tvö af börnum hennar með fjölskyldu heimsótt ísland og styrkt frekar ættartengslin. Kristbjörg hlaut bann heiður þeg- ar forsetahjón lslands, þau frú Dóra Þórhallsdóttir og Ásgeir Ásgeirsson heitin, komu til Nor- egs, að afhenda þeim blómvönd. Við þetta tækifæri var tekin mynd og hlaut hún heiðursstað á heimili Kristbjargar. Með henni á mynd þessari var Sonja dóttir hennar. Kristbjörg var ekki sú eina af systkinunum sem fluttist til Nor- egs. Guðlaug systir hennar, sem var 4 árum eldri, fluttist til Stav- anger og dó þar skömmu síðar að- eins 26 ára gömul. Eins og áður er vikið að hitti ég Kristbjörgu fyrst árið 1963, en þá hafði ég rétt áður kynnst Sól- mundi Einarssyni er ég síðar gift- ist. Hann var við nám í háskólan- um í Bergen, en engin tilviljun réð því þar sem föðursystir hans, Kristbjörg, bjó þar og greiddi götu hans með útvegun húsnæðis o.fl'. Hjá Kristbjörgu og Arthur var Sólmundi tekið eins og væri hann þeirra sonur og mér eins og einni úr fjölskyldunni frá fyrstu stund. Gestrisni var þeim í blóð borin. Við sóttum bæði skóla í námunda viAheimili þeirra og leiddi það til þess að við heimsóttum þau oft og var ætíð tekið opnum örmum. Um- ræðurnar voru oft fjörugar og kvöldin liðu fljótt meðan snitturn- ar runnu niður með indælis kaffi, sem ávallt stóð á könnunni. Við giftum okkur árið 1965 og áttum þá ógleymanlegar samverustundir með íslenskum og norskum vinum og vandamönnum. Uppi við altarið sátu þau Kristbjörg og Arthur ásamt foreldrum mínum og öllum fannst eins og hápunkti hátíðar- stundar væri náð, þegar íslands- vinurinn séra Harald Hope heit- inn las úr ritningunni á íslensku. Kristbjörgu þótti mikið til þess koma að heyra þessi hugljúfu orð flutt á íslensku í norskri kirkju. Hún var fögur á að líta þennan sólfagra dag í fallegum kjól ljóm- andi af ánægju. Árið 1972 fluttum við til íslands og ári seinna eignuðumst við dótt- ur er var skírð Kristbjörg eftir frænku sinni í Noregi. Við höfðum vonað að þau kæmu til fslands og yrðu viðstödd skírnina en úr því gat því miður ekki orðið, en hún gladdist mjög að hafa eignast nöfnu. Annað hvert ár heimsótt- um við foreldra mína í Bergen og litum þá alltaf inn hjá Krist- björgu og Arthur, eins oft og við gátum því við komið. Síðustu ár ævi sinnar var Kristbjörg farin að missa heilsuna töluvert og undir lokin þekkti hún okkur ekki, en sama indæla brosið lék um varir hennar og gæskan og góðvildin skein úr augum hennar. Hún bjó síðustu árin hjá Ernu dóttur sinni og tengdasyni en þar fékk hún þá bestu umhyggju sem völ var á og þar lést hún þann 31. mars sl. Við munum ætíð minnast góð- vildar hennar og erum þeim Arth- ur ævarandi þakklát fyrir gest- risni þeirra og velvilja i okkar garð. Við þökkum allar ánægju- legu samverustundirnar með henni. Kristbjörg var ákaflega trúuð kona og bjargföst trú henn- ar hjálpaði henni í gegnum brot- sjói lífsins fjarri fósturjörð sinni og ættingjum. Þetta átti þó sér- staklega við um stríðið er var mjög erfitt fyrir Noreg og á fyrstu árunum þar á eftir. Með Krist- björgu Ögmundsdóttur Strömme er einn elsti núlifandi íslendingur- inn í Bergen horfinn af sjónar- sviðinu, en þeim fækkar stöðugt úr hennar aldurshópi. í því sam- bandi vil ég einnig minnast ann- arrar íslenskrar konu, frú Kristín- ar Thorstensen, sem bjó í Bergen í rúm 50 ár. Kristín fæddist 21. október árið 1899 á Efra-Hóli í Viðvíkursókn í Skagafirði. Hún lést 15. janúar 1984 i Bergen og var jarðsungin frá Hápets Kapell 19. janúar sl., en frá sömu kapellu var Kristbjörg jarðsungin þann 5. apríl í ár. Tvær konur sem héldu nafni íslands hátt á loft og voru góðir fulltrúar lands síns og þjóð- ar á erlendri grund. Þær hvíla nú í norskri moldu. Guð blessi minn- ingu þeirra. Við sendum fjölskyld- um þeirra okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Astrid Einarsson og fjölskylda. t Móöir okkar, tengdamóöir og amma, GUÐRUN GUDMUNDSDÓTTIR frá Eyri, Ingólfsfiröi, Hríngbraut 78, Hafnarfiröi, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju í dag, föstudaginn 4. mai, kl. 15.00. Steinunn Guömundsdóttir, Bára Ólafsdóttir, Árni Guömundsson, Ágústa Haraldsdóttir, Margrét Guömundsdóttir, Stefán Gunnlaugsson, Ólafur Guðmundsson, Borghildur Magnúsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.