Morgunblaðið - 08.05.1984, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 08.05.1984, Qupperneq 1
48 SÍÐUR 4 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI STOFNAÐ 1913 103. tbl. 71. árg. ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 1984 Prentsmiðja Morgunblaósins Forsetakosningarnar f E1 Salvador: Reagan ánægður með sigur Duarte San Salvador, 7. maí. AP. RONALD Reagan Banadaríkjafor- seti fagnaði í kvöld fyrirsjáanlegum sigri José Napoleon Duarte í forseta- kosningunum, sem fram fóru í El Salvador á sunnudag, og tilkynnti að hann hyggðist flytja sjónvarpsávarp um málefni Mið-Amerfku á miðviku- dag. Urslit kosninganna i E1 Salva- dor eru enn ekki ljós, en José Napoleon Duarte og samherjar hans í flokki kristilegra demó- krata telja að hann hafi unnið sig- ur og fengið 55% atkvæða. Roberto d’Aubuisson, hinn hægri sinnaði keppinautur hans sem ARENA-flokkurinn bauð fram, viðurkenndi að Duarte hefði Papúastúlka hengir men úr skeljum um háls Jóhannesar Páls páfa á flugvellinum í Port Moresby, höfuðstað Nýju Guineu, er páfi kom þangað í heimsókn á mánudag. Páfi í Nýju Guineu: Reynir að lægja ættflokkaerjur Port Moresby, 7. maí. AP. ÞÚSUNDIR manna fögnuðu Jóhannesi Páli páfa á flugvellinum í Port Moresby, höfuðstað Papúaríkis á Nýju Guineu, sem er land náttúru- fólks, er hann kom þangað í dag. Fjórar unglingsstúlkur, klæddar að sið innfæddra í strápils og skreyttar fjöðrum, skeljum og vígtönnum hunda og villisvína, færðu páfa hálsmen úr skeljum að gjöf er hann kom út úr flugvélinni er flutti hann frá Suður-Kóreu. Athygli vakti að öryggisráð- stafanir á vellinum voru í lág- marki og höfðu öryggisverðir páfa nokkrar áhyggjur af því. Páfi átti síðan stuttar viðræð- ur við embættismenn í landinu, þ.á m. Michael Somare forsæt- isráðherra, en hélt síðan að þjóð- arleikvellinum í borginni þar sem 60 þúsund manns hlýddu á ávarp hans og guðsþjónustu. Hann hvatti ungt fólk til að ganga i þjónustu kirkjunnar og gerast prestar og nunnur. Á morgun, þriðjudag, fer Jó- hannes Páll til háfjallabæjarins Mount Hagen sem er höfuðvígi kaþólskra manna í Nýju Guineu. Þar mun George Bernarding erkibiskup, sem hóf trúboðsstörf í landinu fyrir 44 árum, biðja páfa að hvetja stríðandi ætt- flokka í fjallahéruðunum til að að láta af erjum sínum, en á ári hverju er fjöldi manna þar veg- inn fyrir léttvægar sakir, s.s. stuld á svínum. tekið forystu, en taldi muninn á þeim langtum minni en af væri látið. Könnun sem spænsk sjónvarps- stöð í Bandaríkjunum gerði á kjörstöðum víðs vegar um E1 Salvador á sunnudag bendir til þess að Duarte fái 54% atkvæða og d’Aubuisson 46%. Skæruliðar vinstri manna höfðu hótað að tefja kosningarnar, m.a. með því að koma fyrir jarð- sprengjum á mikilvægum sam- gönguleiðum, en sú fyrirætlun virðist að mestu hafa farið út um þúfur. Talið er að svipaður fjöldi fólks hafi tekið þátt i kosningun- um nú og í fyrri umferð þeirra 25. mars eða um 1,6 milljón manna. Duarte, sem talinn er njóta stuðnings Bandaríkjastjórnar, hefur hvatt til þjóðarsátta í E1 Salvador og lýst sig reiðubúinn til viðræðna við skæruliða vinstri manna í þvi skyni að binda endi á borgarastríðið í landinu sem stað- ið hefur í hálft fimmta ár. Fréttir frá Washington herma að i bígerð sé að bjóða Duarte til viðræðna við Ronald Reagan for- seta i þessum mánuði eftir að hann hefur opinberlega verið lýst- ur réttkjörinn forseti E1 Salvador, en slíkrar staðfestingar er að vænta innan viku. Mið-Ítalía: • • Oflugur skjálfti Róm, 7. maí. AP. ÖFLUGUR jarðskjálfti, sem mældist 6,4 stig á Richter-kvarða, skók Napólí- borg og Abruzzi-hérað á Mið-ítaíiu í kvöld. Einhverjar skemmdir munu hafa orðið á mannvirkjum og frést hef- ur af minniháttar slysum á fólki. Þegar kippurinn reið yfir um sex leytið að íslenskum tíma greip mik- ill ótti um sig á jarðskjálftasvæðinu og fjöldi manna í Napólí þyrptist út á götur. íbúar í Róm fundu einnig lítils- háttar fyrir skjálftanum og þar fóru húsgögn og húsmunir m.a. af stað. José Napóleon Duarte, frambjóðandi kristilegra demókrata, greiðir atkvæði í forsetakosningunum í El Salvador á sunnudag. Þótt opinberar tölur hafi enn ekki verið birtar þykir fullvíst að hann hafi borið sigur úr býtum og verði næsti forseti landsins. Berri tekur sæti í stjórn Karamis Beirút, 7. maí. AP. LEIÐTOGAR shíta og drúsa í Líban- on, Nabih Berri og Walid Jumblatt, hafa fallist á að taka sæti í hinni nýju ríkisstjórn Rashids Karami eft- ir að búið hafði verið til nýtt ráð- herraembætti fyrir hinn fyrrnefnda; fer hann nú með málefni Suður- Líbanons og uppbyggingu suður- hverfa Beirút, þar sem shítar eru fjölmennir. Ríkisstjóm Karamis er sam- steypustjórn stríðandi afla í Lí- banon og eiga jafnt kristnir menn sem múhameðstrúarmenn sæti í henni. Stjórninni er ætlað að reyna að stilla til friðar í landinu og hefjast handa um uppbyggingu. Enn berast fréttir um bardaga í Beirút, einkum á mörkum borg- arhluta trúarflokkanna. í dag voru sjö manns fluttir á sjúkrahús eftir skotbardaga, en á laugardag létust 24 og 134 særðust eftir hörð átök í borginni. í hópi látinna og særða eru mörg börn. Forsetakosningar í Panama: Báðir frambjóðendur lýsa sig sigurvegara ARNULFO Arias Madrid, frambjóð- andi stjórnarandstöðunnar í Pan- ama í forsetakosningunum þar á Noregur: Vopnum stolið Osló, 7. maí, frá Jan Krik Lauré, SEINT í kvöld uppgötvaðist mesti vopnaþjófnaður f Noregi fyrr og síð- ar er í Ijós kom að að úr vopna- geymslu norska hersins í Vestby, skammt fyrir utan Osló, höfðu horf- ið 107 rifflar, 70 skammbyssur og um 40 þúsund skot. Rannsóknarlögreglan segist ekki hafa hugmynd um hverjir hafa verið þarna að verki, en segir að ekki sé unnt að útiloka að póli- tísk hryðjuverk vaki fyrir þjófun- um. Ekki er heldur óhugsandi að þjófarnir hyggist selja vopnin skæruliðasamtökum erlendis. Spor hafa fundist eftir þjófana og ljóst er að þeir hafa flutt vopn- in og skotin á brott í flutningabíl. Líklegt er talið að þeir hafi brotist inn aðfaranótt mánudags. Ekki var vörður við geymsluna, en eft- irlitsmenn komu þangað reglu- lega. sunnudag, kvaðst í dag hafa borið sigur úr býtum, en helsti keppinaut- ur hans, Nicholas Ardito-Barletta, sem stjórnarflokkurinn studdi, full- yrðir að hann hafi sjálfur sigrað þótt mjótt sé á mununum. Opinber úrslit eru enn ekki kunn. Arias, sem er 82 ára að aldri og hefur þrívegis áður verið kosinn forseti í Panama en ætíð steypt af stóli af hernum, segir að fólk muni þyrpast út á götur ef sigur sinn fáist ekki viðurkenndur. Báðir eru þeir Arias og Ardito- Barletta taldir vinveittir Banda- ríkjamönnum, sem hafa 9000 manna herlið í landinu. Arias er hins vegar eindreginn gagnrýn- andi núverandi stjórnar Jorge Illueca forseta, sem hann segir að sé herforingjastjórn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.