Morgunblaðið - 08.05.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.05.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 1984 5 Afmælissýning Heklu hf. um helginæ 10 þúsund manns sáu sýninguna UM 10.000 manns lögðu leið sína í „Opið hús“ Heklu hf. að Laugavegi Þýzku hjónun- um sleppt úr haldi — en sett í farbann ÞÝZKU hjónunum, sem handtekin voru með átta fálkaegg í síðustu viku í Gilsfirði, var sleppt úr gæzlu- varðhaldi á laugardag en jafnframt sett í farbann. Þeim er óheimilt að yfirgefa Reykjavíkursvæðið. Þau hafa játað að hafa komið hingað til lands á vegum þýzks aðila í þeim tilgangi að ræi.a fálkahreiður. Rann- sóknarlögregla ríkisins vinnur að rannsókn málsins, en jafnframt vinnur þýzka lögreglan að rannsókn málsins í Þýzkalandi. Þau voru úrskurðuð í gæzlu- varðhald á grundvelli laga nr. 33 frá árinu 1966 og 47. greinar laga nr. 75 frá 1982, sem kveður á um þyngri viðurlög við brotum á Iög- um nr. 33/1966 um fuglaveiðar og fuglafriðun. Það varðar sekt allt að einni milljón króna, auk fang- elsisvistar eða varðhalds að brjóta í bága við lögin. Að lokinni rannsókn RLR verð- ur málið sent ríkissaksóknara til ákvörðunar. 170—172 nú um helgina, en í tilefni 50 ára afmælis fyrirtækisins var fólki boðið að skoða fyrirtækið ásamt sýnishornum af söluvörum og þjónustu sem í boði er. „Aðsóknin var miklu betri en við þorðum að vona í upphafi og alls hafa um 10.000 manns komið um helgina," sagði Sigfús Sigfús- son forstjóri Heklu hf. í samtali við Mbl. í gær. „Sýningargestir voru ákaflega jákvæðir og við er- um í sjöunda himni yfir móttökum þeirra. Starfsfólk fyrirtækisins lagði mikla vinnu af mörkum til að gera sýninguna sem best úr garði og við erum því mjög þakk- látir." Meðal sýningargripa á afmæl- issýningunni voru fararkostir sem ekki sjást á götum úti nú á tímum, svo sem Volkswagen-bifreið ár- gerð ’48, Land Rover frá sama ári og sérkennilegt vélknúið þríhjól. Þá var ennfremur boðið upp á veitingar og skemmtidagskrá. INNLENTV Harður árekstur ANDARTAKS andvaraleysi ökumanna tveggja bifreiða olli allhörðum árekstri á gatnamót- um Hagamels og Hofsvallagötu laust eftir klukkan hálfsex í gær. Ökumennirnir óku bifreiðum sínum eftir Hagamel í átt að gatnamótunum — annar í vestur en hinn í austur. Annar hugðist aka beint yfir, en hinn beygja norður Hofsvallagötu. Skipti engum togum að bif- reiðirnar skullu harkalega sam- an. Kona á sextugsaldri var flutt í slysadeild Borgarspítaians, en meiðsli hennar reyndust ekki al- varleg. Morgunblaðið/KÖE. Seyðisfjörður: Heimamaður játar innbrot- ið í kaupfélagið um páskana LIÐLEGA þrítugur Seyðfirðingur viðurkenndi við yfirheyrslur hjá lögreglunni á Seyðisfirði á laugardag aö hafa brotist inn í skrifstofu Kaup- félags Héraðsbúa á Seyðisfirði á páskum. Manninum hefur verið sleppt úr haldi. Lögreglunni tókst að upplýsa innbrotið vegna fótspors, sem fannst við kaupfélagið og eftir að kúbein í eigu mannsins fannst, en RLR tókst að sanna, að kúbeinið var notað þegar peningaskápur á skrifstofu KHB var brotinn upp. „Það er mjög ánægjulegt að þetta skuli vera upplýst. Mál þetta hefur legið sem mara á Seyðfirð- ingum. Rannsóknarlögregla ríkis- ins hefur unnið mjög vel að rann- sókn málsins, svo og lögreglan á Seyðisfirði," sagði Sigurður Helgason, sýslumaður, í samtali við Mbl. Innbrotið í skrifstofu KHB á Seyðisfirði á páskum var hið þriðja á tæpum fimm árum. í september 1979 var um 800 þús- und gkrónum stolið auk ávísana. Á páskum 1982 var um 45 þúsund nýkrónum stolið úr peningaskáp á skrifstofunni, en þegar brotist var inn nú um páskana hafði kaupfé- lagsstjórinn tekið allt fémætt úr peningaskápnum, svo þjófurinn hafði ekkert upp úr krafsinu. Tvö fyrri innbrotin eru óupplýst. Fegurðardrottning íslands 9 Berglind Johansen Elva Ösk Ólafsdóttir Guðlaug Stella Brynjólfsdóttir Guðný Benediktsdóttir Guðrún Reynisdóttir FLUGLEIDIR cccADmy Triumfih MISS EUROPE MISS /VORLD Heiðdls Jónsdóttir Herdls Öskarsdóttir Jóhanna Sveinjónsdóttir Magðalena Ósk Einarsdótttr Sólveig Þórisdóttir Kynning á þátttakendum og krýning Ijósmyridafyrirsætu ársins og vinsælustu stúlkunnar ferfram í BECADWAy fóstudagskvöldiö 11 maí nk og hefst með boröhaldi kL 19.00. Matseöill Rauðvínssoöinn léttreyktur lambavöðvi moð rístuöum anan- as, sykurbrúnuðum jarðeplum, MómkAK, gulrótum, saiati og cherrylagaðri rjómasveppaaósu. Pönnukökur Normanníske. Stúlkumar koma fram I baö- fötum og síðum kjólum og gestir fá aö greiöa atkvæöi sem dómnefnd hefur til hliösjónar viö kjör Fegurðar- drottninganna. Glæsileg skemmtiatriði Hljómsveit Gunnars Þórðarsonar leikur fyrir dansi til kl. 3. Tryggið ykkur miða sem fyrst í Broadway í síma 77500.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.