Morgunblaðið - 08.05.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.05.1984, Blaðsíða 20
ro 20 fconr ♦ í í.í O <TtTr> A /TTTt rfTTff*# .TTO » urr/*»On ror MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 8. MAÍ 1984 Seoul, Suður-Kóreu, ojj l*ort Moreshy, Nýju Gíneu, 7. maí. AP. Simamynd AP. Ólympíueldurinn tendraður Ólympíueldurinn var loks tendraður í dag, fjórum dögum á eftir áætlun, í Olympíu, hinni fornu grísku borg. Það var leikkonan Kater- ine Didaskalou sem klæddi sig upp að hætti fornra grískra prestynja og kveikti bálið með hjálp sólarinnar. Að athöfninni lokinni var eidurinn fluttur með bandariskri þotu til New York og þaðan til Los Angeles, þar sem sumarleikarnir hefjast 20. júlí næstkomandi. Versta þyrluslys í sögu Finnlands Fimm manns biðu bana og 25 slösuðust Haemeenlina, 7. maí. AP. FIMM manns biðu bana á sunnudag í versta þyrluslysi, sem nokkru sinni hefur átt sér stað í Finnlandi. Féll þyrlan ofan á mennina, þar sem þeir stóðu og fylgdust með ökukeppni. Flugmaðurinn og fjórir farþegar, sem með þyrlunni voru, lifðu hins vegar slysið af. Þyrlan hafði verið á útsýnisflugi yfir keppnissvæðið og átti að fara að lenda, er snögg vindhviða svipti henni skyndilega til. Skall hún síð- an á jörðina með stélið á undan og valt niður bratta hlíð á áhorfenda- skarann, sem fylgdist með öku- keppninni. í þann mund sem þyrlan lenti á fólkinu, varð mikil spreng- ing í henni og hún varð alelda í einni svipan. Talið er, að þeir sem fórust, hafi orðið eldinum að bráð, en alls hlutu 25 manns til viðbótar meiri eða minni meiðsli I slysinu. Til þessa hefur það tíðkazt í Haemeenlinna, þar sem þessi at- burður gerðist, að fólk gæti farið i stutt þyrluflug til þess að fylgjast með ökukeppninni. Ákveðið hefur verið að banna það algerlega eftir- leiðis. „Við munum aidrei framar leyfa flug af þessu tagi hér,“ sagði Jouko Liljedahl, forstöðumaður ökukeppninnar í dag. JÓHANNKN l’áll páfi II kom í dag til Port Moresby í Nýju Gíneu og ávarp- aði þar mikið fjölmenni sem kom saman til að bjóða hann velkominn. Þangað kom páfi frá Suður-Kóreu, þar sem ekki minna fjölmenni var saman komið. Hræðsla greip um sig nokkur augnahlik, er ungur maður sveif að páfa vopnaður leikfangabys.su og hleypti af nokkrum sinnum. Hann var yfirbugaður og dreginn burt. Atvikið I Seoul vakti hvað mestu athyglina, en sökudólgurinn reynd- ist vera 23 ára gamall námsmaður. Hann sagði í yfirheyrslum að það hefði vakað fyrir sér að „láta páfa bregða". Hann sætir nú geðrann- sókn, en fram hefur komið að hann hefur verið undir handleiðslu geð- lækna síðustu þrjú árin. Ríkisstjórn Suður-Kóreu hefur beðið páfa inni- legrar afsökunar á atburðinum, sem þykir undirstrika betur en orð, hversu erfitt er að vernda líf og limi slíkra manna, einkum í Ijósi þess að ýmsar hryðjuverkasveitir voru grunaðar sterklega um að ætla að ráða páfa af dögum I ferðinni. Jóhannes Páll flutti ræðu á ensku á stórum iþróttaleikvangi I Nýju Gíneu og áhorfendafjöldinn náði 65.000 að því er talið var. 600 dans- arar, konur og karlar, berir að ofan og með skrautlegan höfuðbúnað, dönsuðu þjóðdansa til heiðurs páfa, sem sagði síðan í ræðu að ungmenni Nýju Gíneu ættu að kappkosta að verða prestar, munkar og nunnur. Yfirvöld í Nýju Gíneu höfðu miklar áhyggjur af komu páfa, svo miklar að um hríð var spáð í að aflýsa atburðinum. Var það af ótta við umsvif hryðjuverkaflokka. 11 Varsjá, 7. maí. Al'. Kommúnistastjórnin í Póllandi lét í dag gefa út ákæru á hendur tveimur lögreglumönnum, tveimur læknum og tveimur ökumönnum sjúkrabíls vegna þess, að ungur stuðningsmaður Samstöðu var bar- inn til bana í Varsjá fyrir einu ári. í yfirlýsingu frá saksóknara pólska ríkisins, sem fréttastofan PAP birti í dag, sagði að tveir lög- mönnum var vísað úr landi áður en páfi kom þangað, þar eð þeir lágu undir grun um að vera í tengslum við hryðjuverkamenn. 7 þeirra voru Bandaríkjamenn. Talað var um að þrjár hryðjuverkasveitir hefðu gengið í lið hver með annarri til að standa betur að vígi við páfavíg. Þær fregnir voru óstaðfestar og hvað sem þeim líður var ekkert til- ræði gert við páfa. reglumenn hefðu verið ákærðir fyrir að hafa „tekið þátt í áflogum, sem haft hefðu í för með sér hættu fyrir líf þriðja manns“. Ef þeir verða fundnir sekir, geta þeir átt á hættu allt að þriggja ára fangels- isdóm. Tveir læknar hafa verið ákærðir fyrir vanrækslu, en þeir létu undir höfuð leggjast að veita piltinum Przemyk rétta meðferð, eftir að hann hafði hlotið alvarleg innvortis meiðsli. Þeir geta átt yfir höfði sér fangelsisisvist frá 6 mánuðum upp í 5 ár, verði þeir fundnir sekir. Febres sigraði Quilo, 7. maí. Al'. HÆGRIMAÐURINN Leon Febres Cordero sigraói í forsetakosningunum í Ecuador á sunnudag. Þegar yfir 80% atkvteóa höfóu verið talin, hafði hann hlotið 47,7% en andstæðingur hans, vinstrisinninn Rodrigo Borja, 42,8% greiddra aktvæða. Stuðningsmenn Febres þyrptust þúsundum saman út á göturnar á sunnudagskvöld og hrópuðu „Leon er forseti". Sjónvarpið í Quito lýsti því yfir, að Febres hefði sigrað og tals- maður Borjas sagði: „Við erum svartsýnir um úrslitin.“ Fjöldamorðingja boð- ið stórfé fyrir viðtal (>sló. 7. maí. Krá Jan Krik Laure. fréllar. Mbl. ARNFINN Nesset, sá er situr í norsku fangelsi og afplánar dóm fyrir að hafa myrt 25 manns á dval- arheimili fyrir aldraða í Noregi, fékk nýlega tilboð frá bandarískri sjón- varps- og útvarpsstöð: 75.000 krónur fyrir að sitja fyrir svörum. Nesset hafði ekki áhuga á aurunum, en féllst á að svara spurningum norskra útvarpsmanna án greiðslu. Yfirmað- ur norska útvarpsráðsins setti hins vegar bann við viðtalinu. Mál þetta hefur vakið athygli í Noregi og fréttamenn útvarps og sjónvarps hafa harðlega gagnrýnt útvarpsstjóra fyrir að setja ofan í við þá og segja þeim hvað frétt- næmt er og hvað ekki, jafnframt því að tilkynna þeim að viðtal við Nesset hafi ekkert fjölmiðlalegt gildi. Utvarpsstjóri sagði að ekk- ert nýtt kæmi fram í viðtalinu, þannig væri það ekkert annað en ómaklegur vettvangur fyrir dæmdan morðingja að fiska eftir samúð þar sem mál hans verður endurskoðað bráðlega. Lögfræðingur Nessets sagði fréttamönnum í dag að hann lúrði á nýjum gögnum sem leitt gætu í ljós að dómurinn yfir Nesset væri ómaklegur og það bæri að milda hann verulega. Þetta sama segir Nesset í viðtalinu sem ekki fæst sýnt. Akærðir vegna dauða ungs Samstöðumanns Sigurvegararnir í söngvakeppninni Herrey’s-söngvaflokkurinn frá Svíþjóð fagnar sigri í söngvakeppni Evrópusjónvarpsins á laugardag, en þeir félagar sigruðu með lagi sínu „Diggy-loo Diggy-ley“. dale hrósuðu sigri Austin Texas, 7. raaí. AP. WALTER Mondale sigraði í forkosn- ingum Demókrataflokksins í Texas um helgina og Jesse Jackson sigraði í Uiuisiana. Þar með er orðið nokkuð öruggt að það verður Mondale sem hlýtur útnefninguna, því helsti keppi- nauturinn, Gary Hart, stóð sig ekki sem skyldi og varð að láta sér annað sætið lynda á báðum vígstöðvum. Jackson vann annan sigur sinn í röð, er svertingjar Louisiana-ríkis mættu vel á kjörstaði og léðu honum atkvæði sín. Jackson fékk um 40 pró- sent atkvæða, Hart fékk um 27 pró- sent og Mondale rak lcstina með um 23 prósent. í Texas snérist dæmið við, þar vann Mondale mikilvægan sigur sem fyrr segir. Eftir forkosn- ingarnar þar, vantar Mondale 731 kjörmann til viðbótar til að tryggja sér þá 1967 sem til þarf. Hart vantar 1296, þannig að staða hans er að verða vonlítil. Forkosningar fóru fram í Kólór- adó-ríki í dag, en úrslita var vart að Lundúnum, 7. maí. AP. BRESK dagblöð greindu frá því í dag, að bresk stjórnvöld og ráða- menn í írska lýðveldinu hefðu í bígerð að eiga samvinnu í ýmsum vænta þar fyrr en seint í nótt eða á morgun. Þar er búist við því að Garry Hart sigri, enda á „heimavelli" ef svo mætti segja. Það er þó álit sérfræð- inga að miklu betur megi ef duga skal hjá Hart. málefnum Norður-írlands ef vera mætti að slíkt gæti dregið úr spenn- unni í landinu og mannvígunum. Blöðin greindu frá því að meðal þess sem einblint er á í þessu sam- bandi er rekstur lögreglunnar I Norður-írlandi, sem er að mestu skipuð mótmælendum, en þeir eru minnihlutahópurinn í héraðinu. Opinberir talsmenn breskra stjórn- valda neituðu að tjá sig um frétt- irnar, en háttsettir embættismenn, sem ekki vildu láta nafns getið, sögðu þær f öllum aðalatriðum réttar. Þeir gátu þess einnig, að {r- landsmálaráðherra Bretlands, James Pryor, vonaðist til þess að funda bráðlega með helstu stjórn- málaleiðtogum Norður-frlands. Samvinna um mál- efni N-frlands Jackson og Mon- Páfa tekið með kostum og kynjum í Nýju Gíneu — Ógnað með leikfangabyssu í Seoul

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.