Morgunblaðið - 08.05.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.05.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ1984 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoóarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Augiýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, simi 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 20 kr. eintakiö. Launakostnaður og fyrirtækin Utreikningar Vinnuveit- endasambands íslands sýna aö vegna nýgerðra kjara- samninga eykst launakostn- aður íslenskra fyrirtaekja um meira en 2.000 milljónir króna í heild á árinu 1984. Af þessu tilefni kvaddi Magnús Gunn- arsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins, sér hljóðs í Morgunblaðinu á sunnudag og varaði atvinnu- rekendur við. Hann benti á þá staðreynd að kjarasamn- ingarnir hefðu í för með sér kostnaðarauka fyrir fyrirtæk- in umfram þann ramma sem ríkisstjórnin hefði ákvarðað Pg byggðist meðal annars á því að gengi íslensku krónunnar yrði ekki lækkað um meira en 5% á þessu ári. Magnús Gunn- arsson minnti á afdráttarlaus- ar yfirlýsingar dr. Jóhannesar Nordal, seðlabankastjóra, um strangt aðhald í gengismálum í ræðu á ársfundi Seðlabank- ans og síðan sagði Magnús orðrétt: „Útflutningsfyrirtæki geta því ekki búist við að sækja auknar tekjur með lægra gengi. Þau verða að taka þennan aukna launakostnað á sig sjálf. Samkeppnisgreinar á heimamarkaði verða jafn- framt að mæta erlendum fyrirtækjum á þeim verðfor- sendum sem gengisskráningin gefur." í þessum orðum fram- kvæmdastjóra Vinnuveitenda- sambandsins kemur fram raunsætt mat á stöðu efna- hagsmála og stuðningur við hið yfirlýsta markmið allra sem við efnahagsstjórn fást að standa sem fastast á verð- bólgubremsunum. Síðasta ár var vel reknum fyrirtækjum hagkvæmt og þá var höggvið á tengslin milli verðlags og launa þannig að launakostnað- urinn jókst ekki sjálfkrafa á þriggja mánaða fresti. Að þessu hafa launþegar orðið að laga sig með því að draga sam- an neyslu og eyðslu. Nú þurfa stjórnendur fyrirtækja að bregðast við hærri launa- kostnaði með öðrum hætti en áður, þeir geta ekki vænst þess að gengi krónunnar verði lag- að að þörfum þeirra. Frjáls- ræði í verðlagsmálum veitir meira aðhald á því sviði en opinberir aðilar geta gert. Magnús Gunnarsson segir réttilega að eina skynsamlega leiðin til að mæta auknum launakostnaði sé að auka verð- mætasköpunina sem nemur 2000 milljónum króna í ár ef við viljum að atvinnufyrirtæk- in standi jafnrétt eftir. Til þess að því markmiði verði náð við núverandi aðstæður I þegar mikill samdráttur verð- ur í þorskveiðum þarf að sækja fram á mörgum stöðum og standa þannig að rekstri að framleiðni verði sem mest. Framleiðni á mann hér á landi er tiltölulega lítil þegar miðað er við þau lönd sem við höfum einsett okkur að keppa við í lífskjörum, það er að segja þau sem skipa 10 til 15 efstu sætin sem mestu velmegunarþjóðfé- lög veraldar. Ofstjórn vinstri flokkanna undanfarin ár hefur leitt til vitlausrar fjárfestingar á mörgum sviðum. Með því að stunda félagslega úthlutun á lánsfé er engum greiði gerður þegar til lengdar lætur. Og þau atvinnufyrirtæki sem hafa verið byggð upp í vernd- uðu umhverfi bankanna ef svo má að orði kveða, umhverfi þar sem stjórnendur hafa gengið að því sem vísu að þeim sé útvegað hagkvæmt lánsfé hvernig svo sem reksturinn gengur, eiga vafalaust eftir að ganga í gegnum margar raun- ir áður en þau hafa náð þeim þroska að geta gengið ein og óstudd. Eftir gerð kjarasamn- inganna hefur mönnum orðið tíðrætt um að lág laun hér á landi megi ekki síst rekja til þess að fjármunum hefur ver- ið vitlaust varið, þeir hafa runnið til óarðbærra hluta. Um þetta eru talsmenn at- vinnurekenda og launþega í raun sammála. Hins vegar greinir menn á um leiðir til úrbóta eftir því hvort þeir bera traust til markaðarins eða ekki. Almennum orðum má segja, að atvinnurekendur hafi í orði kveðnu að minnsta kosti meiri trú á markaðnum en talsmenn launþega. Hinir síðarnefndu eru þó háværari um það nú en aðrir að fjárfest- ingarstefnan á ofstjórnarár- um vinstrisinna hafi leitt til þess að laun séu lægri en unnt sé að samþykkja. í grein sinni hér í Morgun- blaðinu gengur Magnús Gunn- arsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins, fram fyrir skjöldu og segir einfaldlega að atvinnurekend- ur geti ékki búist við vernd ríkisins vegna hækkaðs launa- kostnaðar. Þeir verði að treysta á mátt sinn og megin og fara þannig með fjármun- ina að þeir skili sem mestum arði. Hér kveður við nýjan tón og væri æskilegt svo að ekki sé meira sagt að forvígismenn fyrirtækjanna tækju þessari tímabæru viðvörun með þeirri alvöru sem í henni felst. Stjómarsáttmálinn stöðugt í endurskodun segir forsætisráðherræ „Þurfum nú að huga að þriðja áfanga“ „ÉG ER þeirrar skoðunar að stjórn- arsáttmálinn þurfi stöðugt að vera í endurskoðun,“ sagði Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra er blm. Mbl. spurði hann I gær hvert hans álit væri á þeim orðum for- manns og varaformanns Sjálfstæðis- flokksins að ríkisstjórnin væri nú á tímamótum og að endurskoða þyrfti stjórnarsáttmálann. „Ég tel að við séum nú í öðrum áfanga í efnahagsmálum okkar," sagði forsætisráðherra, „fyrsti áfangi var að slá niður verðbólg- una eins fljótt og hægt var og byggðust þær aðgerðir á launa- stefnu, þar sem ekki var um annað að ræða. Annar áfanginn er pen- ingamálastefnan þar sem við reynum að tryggja þann árangur sem hefur náðst og að tryggja áframhaldandi hjöðnun verð- bólgu. Stjórnarsáttmálinn, eins og hann er, nær í raun og veru til þessara tveggja áfanga, en nú er að því komið að við hefjum undir- búning að þriðja áfanganum sem ég vil nefna „Nýtt framtak — hag- vöxt og batnandi lífskjör". Ég hef fullan hug á því að óska eftir því við ráðherra Sjálfstæðisflokksins að við förum að skoða leiðir að þessum þriðja áfanga, nú, þannig að það geti legið fyrir, fyrir haust- ið hverjar þær verði. Ef menn vilja kalla þetta endurskoðun stjórnarsáttmálans, þá mega menn það, en ég lít einungis á þetta sem eðlilegt og sjálfsagt framhald á þeim mikla árangri sem hefur náðst.“ Forsætisráðherra var spurður hvort óróleikinn á vinnumarkaðn- um, og óvissa varðandi stöðu SIGURÐUR Líndal lagaprófessor tel- ur að engan veginn séu tekin af öll tvímæli í húsnæðismálafrumvarpi fé- lagsmálaráðherra, hvort c-liður 33 greinar taki til lána til húsnæðis- samvinnufélaga, og ráðleggur hann því félagsmálanefnd neðri deildar Al- þingis að setja skýrari ákvæði í frum- varpið um þennan lið. Bréf Sigurðar Líndal um þetta efni er svohljóðandi: „Sem svar við kjaramála gæti ekki haft einhver áhrif á hvert áframhaldið yrði: „Vitanlega koma kjaramál og pen- ingamál þar inn í, þegar við segj- um að þriðji áfanginn byggist fyrst og fremst á auknum hag- vexti og nýju framtaki," sagði for- sætisráðherra, „en ég er þeirrar skoðunar að langmesta kjarabótin sé aukinn hagvöxtur." Steingrímur sagðist ekki eiga von á því að forsendur stjórnar- samstarfsins myndu breytast, þótt forystumenn innan launþega- hreyfingarinnar hefðu látið í veðri vaka að samningunum yrði sagt upp frá 1. september í haust. Hann sagði að ef af yrði, myndi slíkt auðvitað torvelda það mjög að hægt yrði að komast inn á þriðja áfangann. Sagðist hann samt sem áður alls ekki gera því skóna að samningum yrði sagt upp í haust, „því ég held að laun- þegar geri sér grein fyrir því, að það þarf að skapast friður til að vinna sig upp úr þessari lægð,“ sagði Steingrímur og bætti við að hann teldi að launþegar hefðu sýnt mikla ábyrgðartilfinningu, þrátt fyrir harðan pólitískan áróð- ur gegn slíku. Brekkukotsannáll hefur verið snúið á grænlenzku og kemur bókin út í Grænlandi á vegum Det Grönlandske Forlag síðar á árinu, samkvæmt upp- lýsingum Aqugssiaq Möller fræðslu- spurningu nefndarinnar, hvort c-liður 33. greinar frv. taki til lána til húsnæðissamvinnufélaga og/eða annarra sem stofna til fé- lagsskapar í því skyni að eiga og reka leiguíbúðir, skal ég taka fram að ég tel ákvæðið engan veginn taka af tvímæli um það og ráðlegg nefndinni að setja hér skýrari ákvæði. Sama á við um búsetu- réttaríbúðir." — Nú heyrast stöðugt háværari raddir launþega að forsendur kjarasamninganna sem gerðir voru í febrúar séu brostnar, og að nú verðið þið að leita fanga annars staðar en í vasa launþega. Þessi breytta afstaða launþegahreyf- ingarinnar — getur hún ekki reynst stjórnvöldum þung í skauti? „Við í þessum ríkisfjármálum og peningamálum fórum ákveðna millileið, sem svo sannarlega má gagnrýna, því hún veldur meiri þenslu á peningamarkaðnum en við vildum sjá. Hins vegar var þessi leið farin til þess að vernda þann kaupmátt sem um var samið — hann er ákaflega lítið skertur," sagði forsætisráðherra, „og reynd- ar segir Þjóðhagsstofnun í niður- lagsorðum sínum í greinargerð um þetta mál að þegar tekið sé tillit til alls, þá megi segja að kaup- máttur sá sem samið var um í febrúar, sé óskertur. Ég verð því að segja það, að meðan ríkissjóður á við þessa miklu erfiðleika að stríða, þá er það ákaflega erfitt fyrir hann að koma til móts við launþega að þessu leyti." stjóra í Nuuk (Godtháb). Það er Grænlendingur sem þýtt hefur Brekkukotsannál úr dönsku og verð- ur bókin prentuð í Grænlandi. „Er Brekkukotsannáll loksins að koma á grænlenzku. Já, jæja, það eru góðar fréttir," sagði Halldór Laxness í samtali við Mbl. af þessu tilefni. „Ég hef sjálfsagt gefið ein- hvern tíma leyfi fyrir því, minnir mig, en jafnvel þó þeir gerðu það leyfislaust, þá er þeim það velkom- ið. En ég hef víst einhvern tíma gef- ið þar til bærum mönnum leyfi til þess að prenta bækur mínar á grænlenzku eftir vild, sVo það er ekki hundrað í hættunni. Eg þakka þér fyrir þessar frétt- ir. Ég get því miður ekki bætt neinu við, því þetta kemur mér alveg á óvart sem frétt af framtaki, en það kemur mér ekki á óvart sem hug- mynd, því að ég hef leyfi gefið Grænlendingum að prenta eftir mig hvaða bækur sem þeir vilja og hvunær sem er,“ sagði Halldór Laxness að lokum. Sigurður Líndal lagaprófessor: „Tel ákvæðið engan veginn taka af tvímæli“ Grænlendingar gefa út Brekkukotsannál Stjórn SUS í bréfi til formanns Sjálfstæðisflokksins: Vilja umræðu um efnahagsmál og framtíð stjórnarsamstarfs Lýsa óánægju sinni með efnahagsaðgerðir ríkisstjórnar „ÞAÐ ER hvatt til þess að ég beiti mér fyrir að efnt verði til umræðna um stöðu mála á vettvangi flokks- ins og það mun ég að sjálfsögðu gera,“ sagði Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er blaðamaður Mbl. spurði hann um efni bréfs, sem Samband ungra sjálfstæðismanna sendi honum. Samkvæmt heimildum Mbl. lýsa ungir sjálfstæðismenn þar óánægju sinni með efnahagsráðstafanir rík- isstjórnarinnar sem þeir telja að ekki gangi nógu langt. Fara þeir fram á í bréfinu, að fjallað verði um efnahagsmál og framtíð stjórnar- samstarfsins á vettvangi flokksins. Þorsteinn vildi ekki tjá sig frekar um innihald bréfsins, en fram kemur í upphafi fréttarinn- ar. Hann sagðist lita svo á, að bréfið væri sent sér persónulega og að efni þess hefði ekki átt að birtast opinberlega. Geir Haarde, formaður Sambands ungra sjálf- stæðismanna, vildi heldur ekki tjá sig um efni bréfsins og sagði það sent formanni flokksins sem trúnaðarmál. Þorsteinn var spurður, hvort þarna væri á ferðinni innan- flokksvandamál og hvort skoðan- ir ungra sjálfstæðismanna væru hinar sömu og varaformaður flokksins hefði lýst sem sínum á fundi á Seltjarnarnesi í síðustu viku. Hann svaraði: „Það sem við erum að fjalla um eru verkefni sem bíða framundan í stjórn efnahags- og atvinnumála. Innanflokksmálin eru í góðu horfi, þó menn hafi mismunandi miklar áhyggjur af því sem fram- undan er.“ Formaður Sjálfstæðisflokksins var spurður í lokin, hvort ætlunin væri að kalla saman flokksráðs- fund til umræðna um stöðu þjóð- mála og framtíð stjórnarsam- starfsins. Hann sagði, að næsta reglulega flokksráðsfund ætti að halda á komandi hausti og hefði ekki verið rætt sérstaklega um að flýta honum. Hann sagði enn- fremur að unnt væri að ræða málin af hreinskilni á öðrum vettvangi innan flokksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.