Morgunblaðið - 08.05.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.05.1984, Blaðsíða 27
MOKOtmBLA'DIÐ.'ÞRIPJtJDAGUR 8. 'MAt '1984 27 Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra um íslandssiglingar Rainbow Navigation: Hef óskað eftir fiindi með Shultz utanríkisráðherra Forrádamenn Hafskips og Eimskips áhyggju- fullir um framtíð Ameríkusiglinga FYRSTA SKIP bandaríska skipafélagsins Kainbow Navigation Inc. lætur úr höfn í Norfolk eftir 8 daga, miðvikudaginn 16. maí, áleiðis til fslands með farm til varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Rainbow-skipafélagið fékk á föstudag leyfi frá yfirstjórn sjóflutninga Bandaríkjahers, Military Sealift Command, til þess að hefja móttöku beiðna um vöruflutninga til íslands. Rainbow-skipafélagið mun til að byrja með hafa eitt skip í ís- landssiglingum sínum og kemur það við á 25 daga fresti. Frá og með miðjum júlí bætist annað skip við og verða þá ferðir hingað hálfsmánaðarlega. Sigla skipin á milli Norfolk og Keflavíkur. Til þessa hafa íslensku skipafélögin Hafskip og Eimskip, sem annast hafa alla flutninga fyrir varnar- liðið, haft viðkomu bæði í Norfolk og New York. Rainbow-skipafé- lagið hyggst flytja vörur á milli New York og Norfolk landleiðina með tengivögnum. „Getum lítið gert“ „Þrátt fyrir að Eimskip sé búið að sigla til Bandaríkjanna nær óslitið frá 1916 er ákaflega lítið, sem við getum gert,“ sagði Þórður Magnússon, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Eimskipafélagsins, í samtali við blm. Mbl. í gær. „Bandarísk ákvæði tryggja Rain- bow-skipafélaginu yfirburða- aðstöðu á þessari siglingaleið. Það gefur auga leið, að fyrirtækið fær mun betri nýtingu á skip sín en hingað til hefur verið og við óttumst mjög að það leiði til und- irboða á öðrum flutningi á þessari siglingaleið. Við óttuðumst ekki þótt Rainbow bættist við sem sigl- ingaaðili á þessari leið, við slíku væri ekkert að segja. Málið er bara ekki þannig vaxið." Fram til þessa hafa flutningar til varnarliðsins numið rúmlega 50% alls flutnings frá Bandarfkj- unum. Hafa skip Eimskips flutt um 70% allrar vöru til varnarliðs- ins, Hafskip um 30%. Fjögur ís- lensk skip hafa séð um þessa flutninga. Siglt í skjóli sérréttinda „Við höfum af þessu stórfelldar Geir Hallgrímsson áhyggjur. Þetta kemur til með að hafa mjög slæm áhrif á íslenska skipaútgerð," sagði Jón Hákon Magnússon, framkvæmdastjóri markaðssviðs Hafskips. „Við erum ákaflega óhressir að þessir menn sigli hingað í skjóli bandarískra sérréttinda. Jafnrétti er hér virt að vettugi. Rainbow-menn fá það, sem þeir geta flutt, og síðar meir alla flutninga varnarliðsins. Við förum ekki fram á annað, en sam- keppni á jafnréttisgrundvelli. óttumst ekki slíka samkeppni. Teljum hins vegar ekki rétt að Bandaríkjamenn sigli hingað í skjóli 80 ára gamalla einokunar- laga.“ Fundur með Shultz „Það hafa verið fundahöld með sendiherra Bandaríkjanna hér og svo hefur sendiherra okkar í Washington tekið upp málið við utanríkisráðuneytið og fleiri stofnanir þar vestra," sagði Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra, í gærkvöldi. „Þeir bera, sem fyrr, fyrir sig þessi 80 ára gömlu lög, en gefa nú jafnframt í skyn, að það verði ekki nema eitt skip í flutn- ingunum og anni tæplega helm- ingi allrar flutningaþarfar. Við höfum hins vegar haldið áfram viðleitni okkar til þess að tryggja óbreytt fyrirkomulag. Ég hef óskað eftir fundi við Shultz, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, vegna þessa máls er við hittumst á fundi utanríkisráðherra Atlants- hafsbandalagsins í Washington í lok þessa mánaðar. Hvort einhver lausn fæst í málinu áður en fyrsta skipið leggur úr höfn skal ég ekk- ert segja, en við munum halda til- raunum okkar áfrarn," sagði utan- • ríkisráðherra. Grænt Ijós Að sögn T.C. Tallego, blaða- fulltrúa yfirstjórnar sjóflutninga Bandaríkjahers (Military Sealift Command), veitti hún á föstudag leyfi til þess að bóka mætti flutn- inga á vegum hersins á fyrstu ferð Rainbow Navigation þann 14. maí. „Við vitum enn ekki hvort ein- hverjir flutningar hafa þegar ver- ið bókaðir, en það er leyfilegt hér með,“ sagði ungfrú Tallego. Þýðir þetta þá, að Rainbow Navigation muni sitja eitt að fs- landsflutningunum eða mun félag- ið deila flutningunum með ís- lensku skipafélögunum tveimur? „Ég er ekki í aðstöðu til þess að svara slíkri spurningu. Þessu verður utanríkisráðuneytið að svara. Lögin frá 1904, sem vitnað hefur verið til, segja hins vegar, að sé bandarískt skipafélag reiðu- búið til að annast flutningana skuli það hafa forgangsrétt. Það, sem ég hef lesið í blöðum, m.a. íslenskum blöðum, virðist benda til þess að Rainbow sé ekki í að- stöðu til þess að einoka þessa flutninga," sagði T.C. Tallego. Gerð Enemy Mine hætt á íslandi: Veltur á nýja leikstjóran- um hvort við komum aftur — segir Stanley O’Toole, framkvæmdastjóri, en leikstjóranum, R. Loncraine, var sagt upp og Wolfgang Petersen kemur í hans stað „NEI, ÞETTA hefur ekki hent mig í starfi áður, en hlutir eins og þeir sem nú hafa gerst eru langt frá því að vera óalgengir í þeim tilfinningaheimi sem kvikmyndaheimurinn er. í þessu tilviki stönguðust skoðanir og hugmyndir Loncraine á við mínar og annarra aðstandenda og framleiðenda myndarinn- ar um útlit myndarinnar og listrænt gildi. Við erum komnir of langt til að pakka saman og hætta við myndina, þannig að hrottför Loncraine var cina mögulega lausnin," sagði Stanley OToole, framkvæmdastjóri kvikmyndar- innar Enemy Mine, sem 20th Century-Fox hefur á undanfórnum þremur vikum kvikmyndað hérlendis, f samtali við Mbl. í gær. Richard Loncraine, leikstjóri myndarinnar til þessa, hélt á sunnudag heim til Englands, eftir að honum hafði verið sagt upp af ofangreindum ástæðum. Annar leikstjóri, Þjóðverjinn Wolfgang Petersen, hefur verið fenginn í hans stað. „Petersen er afskaplega hæfur leikstjóri og var efstur á óskalist- anum, eftir að fyrirséð var að Loncraine myndi vera látinn fara,“ sagði O’Toole, en Wolfgang Petersen leikstýrði m.a. kvik- myndinni „Das Boot“ og var út- nefndur til Óskarsverðlauna fyrir þá mynd. Hann hefur ennfremur nýlokið við gerð myndarinnar „The Never Ending Story“.“ — Verður kvikmyndatökum haldið áfram á íslandi? „Ekki sem stendur. Á næstu dögum flytjum við allt okkar starfsfólk og allan tækjakost utan. Kvikmyndataka hefst í Búdapest í Ungverjalandi eftir fimm eða sex vikur. Það verður sjálfsagt kærkomið frí fyrir starfsfólkið sem hefur lagt mjög hart að sér við tökurnar hér á ís- landi. Þessi seinkun ætti þó ekki að breyta miklu og við Ijúkum kvikmyndatökunni snemma næsta haust eins og ætlunin var. Annars er mjög erfitt fyrir mig að segja til um hvort við komum aftur til að kvikmynda hérlendis. Því verður ekki svarað fyrr en ég hef rætt við Petersen og fengið hans álit og hugmyndir um það.“ — Hversu langt eru tökur komnar hér? „Ég giska á að við höfum lokið um 30% af því sem ætlunin var að taka hér. Þrátt fyrir það er óvíst hvort við komum aftur. Fyrir mitt leyti get ég svarað því bæði ját- andi og neitandi. Landslagið hér, sem umgjörð fyrir myndina, heill- aði mig mjög þegar ég kom hingað í fyrra til að skoða mig um og hafði þá ferðast um allar heims- álfurnar 1 leit að réttum stað. Landið heillar mig ennþá í þeirri merkingu, jafnvel þrátt fyrir veðrið. Hins vegar verð ég að játa að með tilliti til kostnaðarins sem fylgir því að kvikmynda hér myndi ég hugsa mig um tvisvar áður en ég kæmi. ísland hefur reynst okkur töluvert dýrara en við áttum von á og veðrið á sinn þátt í því. Þó ekki svo að kostnað- urinn sem af hefur hlotist sé svo mikill að hann sé óviðráðanlegur." — Átti kostnaðurinn einhvern þátt í uppsögn Loncraine? „Nei á engan hátt og kostnaðuc- inn við gerð myndarinnar hefur ekki farið fram úr áætlun, en ef við myndum koma hingað aftur held ég að stór hætta sé á því, Ljósm. Mbl./Júhus Stanley OToole á Hótel Sögu í gærkvöldi, en hann heldur utan í dag. jafnvel þó að þið státið af 15% verðbólgu á undanförnu ári.“ Má skjóta því hér inn í að áætlaöur kostnaður við myndina er tæpar tuttugu milljónir bandaríkjadala. „Kostnaðurinn átti engan þátt í brottrekstri Loncraine og ég vil taka það skýrt fram að þó hann hafi nú farið þá liggur eftir hann mikið og ómetanlegt starf sem ekki ber að vanmeta." Brottrekstur leikstjórans er ekki fyrstu samstarfsslitin sem orðið hafa við gerð myndarinnar hérlendis. Að sögn Stanley OToole slitnaði samstarf 20th Century-Fox við Víðsjá, kvik- myndafyrirtæki Gísla Gestssonar kvikmyndagerðarmanns, sl. föstu- dag. Aðspurður um hver yrði ís- lenskur ráðunautur hans, færi svo að kvikmyndatökunni yrði fram- haldið hér síðar, sagði hann: „Ég get svarað því nú strax, það yrði áreiðanlega Vilhjálmur Knudsen, kvikmyndagerðarmað- ur. Villi og eiginkona hans hafa reynst mér ómetanlega varðandi alla ráðgjöf og aðstoð, sérstaklega nú síðustu daga og ég myndi ör- ugglega óska samstarfs við hann ef ég kem aftur. Við Víðsjá hef ég enga ástæðu til að eiga nánari viðskipti. En eins og ég sagði þá er með öllu óvíst hvort við komum hingað aftur, en myndinni verður Iokið á réttum tíma og hún verður örugglega sú besta hjá 20th Century-Fox 1985, a.m.k. hef ég ekki orðið eins hugfanginn af því að vinna að neinni mynd, eins og Enemy Mine. Við getum ekki kastað handrit- inu frá okkur núna, það væri ósanngjarnt fyrir leikarana, framleiðendurna og alla þá sem vinna að henni," sagði Stanley O’Toole að lokum. Hann heldur utan til Bretlands í dag og situr fund með forráðamönnum 20th Century-Fox og öðrum sem standa að gerð Enemy Mine í kvöld. 20th Century-Fox sendi í gærkvöldi frá sér fréttatilkynn- ingu og staðfestingu á að gerð kvikmyndarinnar yrði framhaldið undir leikstjórn Wolfgang Peter- sen. VE Stjórnarliðar settu skilyrði fyrir 10% bindiskyldunni: Komi ekki til framkvæmda án samþykkis þingflokkanna ÞINGFLOKKAR stjórnarliða af- greiddu í síðustu viku 25. gr. stjórn- arfrumvarps um ráðstafanir f ríkis- fjármálum, peninga- og lánsfjármál- um, með skilyrðum. Skilyrði þing- flokkanna er að þrátt fyrir samþykkt frumvarpsins geti ríkisstjórnin ekki nýtt heimildina, án þess að málið verði fyrst tekið fyrir á ný og sam- þykkt í þingflokkum stjórnarliða. Innan þingflokks Sjálfstæðis- fiokksins eru mjög ákveðnar radd- ir gegn því að Seðlabankanum verði veitt umrædd heimild, og sagði einn þeirra þingmanna í við- tali við blaðamann, að hann myndi aldrei samþykkja slíka heimild. Umrædd grein frumvarpsins er svohljóðandi: „Á tímabilinu 1. maí til 31. desember 1985 er Seðla- banka Islands heimilt að fengnu samþykki ríkisstjórnarinnar að ákveða allt að 10% sveigjanlega bindiskyldu innlánsstofnana til viðbótar þeirri bindiskyldu sem heimiluð er í 31. gr. laga nr. 13/1979. í athugasemdum með lagafrumvarpinu segir m.a. um 25. gr.: „Tilgangurinn með þessu er að Seðlabankinn geti dregið úr útlán- um bankanna með sveigjanlegum hætti, en þá innan þeirra marka sem sett eru í greininni. Ákvæði þetta er tímabundiö og fellur úr gildi í lok næsta árs, enda er reiknað með þvt að þá hafi ný bankamálalöggjöf tekið gildi, þar sem þetta ákvæði verði leyst af hólmi.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.