Morgunblaðið - 08.05.1984, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.05.1984, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ1984 29 Námskeiö tónlistarkennara: Tónlistarkennarar geti próf- dæmt á sem flest hljóðfæri NÁMSKEIÐ fyrir prófdómara í hljóófæraleik og söng var haldið í Tónlistarskólanum í Reykjavík dag- ana 27.-29. apríl sl. á vegum menntamálaráðuneytisins. Þáttak- endur voru um 130 talsins, sem er um '/< allra tónlistarkennara á land- inu. Aðalleiðbeinandi var Philip Jenkins, píanóleikari sem kom hingað til lands gagngert fyrir nám- skeiðið, en hann starfaði um 7 ára skeið á íslandi. Undirbúning nám- skeiðsins annaðist Jón Hlöðver Ás- kelsson, námsstjóri í tónlistarfræð- um, auk stjómar Félags tónlistar- skólakennara og fulltrúa frá hinum ýmsum greinum hljóðfæraleiks. Að sögn Jóns Hlöðvers var þátttaka á þessu fyrsta námskeiði sinnar tegundar hér öllu meiri en búist var við. „Markmiðið með námskeiðinu," sagði Jón Hlöðver, „var að reyna að sýna fram á að hægt sé að þjálfa fólk til að próf- dæma á fleiri en eitt hljóðfæri. Námskeiðið var að stærstum hluta verklegt. Þátttakendur hlustuðu á mismunandi hljóðfæri, eftir að skýrt hafði verið fyrir þeim eftir hvaða þáttum í hljóðfæraleiknum ætti að hlusta og meta. Því næst gaf hver og einn fyrir, bæði í töl- um og með umsögn, og dómarnir voru bornir saman. Það voru tutt- ugu nemendur á öllum stigum hljóðfæraleiks sem léku fyrir þátttakendur." — Gefur námskeiðið aukin réttindi? „Nei, námskeiðið sem slíkt gefur þátttakendum réttindi umfram þau sem þeir þegar hafa, en það er hugsað sem grunnur til að byggja á. í lok námskeiðsins var gerð könnun á því hvernig fólki hafði líkað og hvað það taldi sig hafa lært. Samkvæmt henni var fólk mjög ánægt með námskeiðið, þannig að forsenda fyrir fram- haldsnámskeiði er fyrir hendi. Framkvæmdin á þeirri hugmynd að þjálfa tónlistarkennara til að prófdæma á fleira en eitt hljóð- færi verður þó líklega þannig í framkvaémd að þetta verður gert á neðri stigum tónlistarnáms. Þegar hins vegar er komið upp á efri stigin krefst prófdómur mikillar sérhæfingar þess sem dæmir." Sem fyrr segir var Philip Jenk- ins, pínaóleikari, helsti leiðbein- andinn á námskeiðinu. Jenkins á langan feril að baki sem prófdóm- ari í Englandi og hefur öll réttindi til að prófdæma fyrir Associated Board, sem er stofnun með veiga- mesta prófkerfi í hljóðfæraleik og er það notaö víða um heim. Á veg- um stofnunarinnar eru árlega prófaðir um 250.000 nemendur á mismunandi stigum og hljóðfær- um. í erindi sem Jenkins flutti á námskeiðinu kom m.a. fram að góður prófdómari yrði að vera góður tónlistarmaður, þó að þar með væri ekki sagt að allir góðir tónlistarmenn væru nauðsynlega góðir prófdómarar. Jenkins skýrði frá tilgangi og framkvæmd próf- dóma Associated Board, sem er m.a. það að profdómara sé ekki ætlað að kenna kennurum og megi því ekki skrifa athugasemdir um kennsluna á prófblöðin. Þá er prófdómara ekki ætlað að skil- greina tæknileg vandamál, heldur á hann að geta gefið hlutlausar ábendingar. Þá dæmir sami próf- dómari á öll hljóðfæri á 1. til 8. stigi, en er ekki sendur á sama stað oftar en einu sinni á fimm ára fresti. í prófinu er dómarinn einn með nemanda og kennarinn aldrei viðstaddur. Prófþættirnir eru síðan tónstigar, þrjú eða fjög- ur verk, lestur og heyrn og er prófdómara gert að hafa í huga það álag sem hvílir á nemanda vegna prófsins. Fyrirgjöf er þannig háttað að prófdómari verður að hlusta á allt verkið og dæma síðan. Hann á að meta gæði tónlistarinnar en ekki kennslunnar og meta óháð per- sónulegri skoðun á túlkun. Hann skal miða alla fyrirgjöf út frá nægilegum árangri til að „stand- ast“ próf, síðan bæta við eða draga frá. Þá þarf að athuga hvort um- sagnir og fyrirgjöf í tölum sé í samræmi, þannig að mat á frammistöðu nemandans sé skýrt og umsögnin skal byrja á því já- kvæða við hljóðfæraleikinn. Standist nemandi ekki prófið eiga ástæður þess að koma fram í upp- hafi umsagnarinnar, síðan leið- beiningar og/eða hvatning. Um þjálfun prófdómara hjá Associated Board sagði Jenkins að væntanlegir prófdómarar væru nákvæmlega valdir og þjálfun í prófdómi mikil. Allt að tíu manna hópur dæmdi 1. prófdag og gæfi leiðbeiningar. Prófið sjálft tæki fjóra eða fimm daga og í lok hvers dags færu fram umræður og at- hugasemdir varðandi frammi- stöðu. Nýliðar væru dæmdir af reyndum prófdómurum, og þeir sætu námskeið varðandi mat á prófum fyrir sjaldgæf hljóðfæri. í máli Jenkins kom einnig fram að mismunur á íslenska og breska kerfinu, hvað varðaði það að meiri kröfur væru gerðar til nemenda í hljóðfæraleik á íslandi, gerði námsmat sbr. Associated Board erfiðara. Ljósm. Mbl./KÖE. Frá námskeiðinu. Ert þú ekki samferða í sumar? - Síminn er 26900. TÉÉfaNDS Nú er vorið komið og írsku grundirnar gróa. Vorið ku óvíða vera faiiegra en á eyjunni grænu. í maí og júní skartar náttúran sínu fegursta og óteljandi golfvellirnir sínu grænasta. Úrval býður mjög ódýrar 10 daga ferðir með beinu leiguflugi til Dublin 25. maí til 4. júní. Hægt er að velja um fjölmarga ferðamöguleika: Flug og bíll: írland er lítið land og þægilegt yfirferðar. T.d. eru aðeins 219 km frá Dublin þvert yfir til Galway og 309 km frá Dublin niður til Killarney. Verð fyrir flug og bíl er frá kr. 9.820.- Flug og sumarhús: Hægt er að velja um ýmsa skemmtilega dvalarstaði. Verð per mann miðað við 6 manns í 3ja svefnherbergja húsi er frá kr. 9.980.- Flug, bíll og sumarhús með endalausum möguleikum. Kostar frá kr. 11.000.- Innifalið er ótakmarkaður akstur í 10 daga, ábyrgðartrygging og svo auðvitað flug og gisting í sumarhúsi. Flug og sigling: Ein vinsælasta aðferðin við að eyða frfinu sínu á Irlandi að sig/a á glæsilegum vatnabát um hið rómaða vatnasvæði Shannon. Innifalið er flug, akstur til og frá flugvelli, leiga á bát, tilsögn f meðferð hans og kynningu á siglingaleiðum. Verðið er frá kr. 12.200.- Frjáls eins og fuglinn. Innifalið er flug, bílaleigubíll, gisting og morgunverður á fjölmörgum hótelum víðsvegar um írland. Ferðaáætlunin er gerð frá degi til dags, allt eftir skapi ferðalanganna eða veðurguðanna. Þessi ferðamáti er tilvalinn fyrir golfáhugafólk. Verð frá kr. 13.920.- FERMSKRIFSIOMN ÚRVAL er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.