Morgunblaðið - 08.05.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.05.1984, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MAt 1984 3(/5 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Umsjón Baader-véla Maöur óskast til starfa við eftirlit og viöhald Baader-véla. Einungis vanur maöur kemur til greina. Umsóknum skal skila til starfsmannastjóra fyrir 28. maí. Uppl. í síma 11369. Bæjarútgerö Reykjavikur, fiskiðjuver. Auglýsingateiknari óskast Viö leitum aö auglýsingateiknara sem getur starfaö sjálfstætt. Æskilegt aö viökomandi sé vanur teiknari. Þarf aö geta byrjaö fljótlega. Hlutastarf og starf til lengri eöa skemmri tíma kemur til greina. í boöi er fullkomin vinnuaöstaða. Með umsóknir veröur fariö sem trúnaöarmál og öllum svarað. Umsóknir sendist Morgunblaöinu fyrir 10. maí nk. merkt: „Auglýsingateiknari — 249“. Ritaraembætti Norrænu Ráóherranefndar- innar óskar eftir aö ráða: Ráðunaut Norræna Ráöherranefndin er samvinnustofn- un ríkisstjórna Noröurlanda og var sett á stofn árið 1971. Samvinnan snýst um allflest svið samfélagsins svo sem; iönaö, nýtingu jaröar og skóga, félagsmál, orkumál, um- hverfismál, málefni vinnumarkaðarins, vinnu- staðaumhverfi, byggöamál, neytendamál, samgöngumál og þróunaraðstoð Noröur- landa. Ritaraembætti Ráöherranefndarinnar hefur aösetur í Osló og hefur umsjón með þeirri vinnu sem tengist Ráðherranefndinni, sér um útreikninga og undirbúning. Það sér einnig um aö ákvöröunum Ráöherranefndarinnar og stofnana, sem henni tengjast, sé hrint í framkvæmd. Helstu verkefni ráöunautar er starf á vegum ritaraembættisins vegna norrænu embætt- ismannanefndarinnar um málefni vinnumark- aöarins. Sú vinna er innt af hendi í samvinnu viö viökomandi norrænar stofnanir og vinnu- hópa í hverju landi. Önnur verkefni ráðunaut- ar tengjast stjórn aögeröa og áætlana, á þessu sviöi, á Norðurlöndum. Ráöunautnum kunna einnig að vera falin önnur verkefni á vegum ritaraembættisins. Staðan krefst mjög góðrar kunnáttu í dönsku, sænsku eöa norsku. Auk þess er krafist stjórnunarhæfileika, samstarfsvilja og hæfni til aö vinna sjálfstætt. Reynsla af mál- efnum vinnumarkaöarins og þekking á skipu- lagningu atvinnulífsins kemur umsækjendum vel. Stööu ráðunautar fylgja feröalög innan Norö- urlanda. Samningstíminn er 3—4 ár. Ríkisstarfsmenn eiga rétt á leyfi frá núverandi starfi. Ritara- embættiö býöur upp á góö laun og vinnuskil- yrði. Umsóknarfrestur: 18. maí. Ráöning: Sem fyrst. Nánari upplýsingar veita Risto Laakkonen, deildarstjóri, Terje Tveito, ráðunautur og Ragnar Kristoffersen, framkvæmdastjóri í síma (02) 111052. Skriflegar umsóknir sendist: Nordisk Ministerrád, Generalsekretæren, Postboks 6753, St. Olavs plass, N-0130, Oslo 1. Hafnarfjörður — Blaðberar Blaðbera vantar í Kinnahverfi. Upplýsingar í síma 51880. Tölvusetning Útgáfufyrirtæki óskar eftir heilsdagsstarfs- krafti til að vinna viö setningu á Compu- graphic 7700. Umsóknir sendist fyrir 11. maí til Mbl., aug- lýsingad., merktar: „C — 7700“. Afgreiðslustarf Óskum aö ráöa starfskraft til afgreiðslustarfa í heimilis og hljómtækjaverslun í miöborginni. Framtíðarstarf. Umsóknir sendist augl.deild Mbl. í síðasta lagi fyrir föstudaginn 11. maí nk. merktar: „Áhugasöm — 5050“. Vantar þig starfsmann meö fjölþætta starfsreynslu og áhuga á mannlegum samskiptum? Ég er að leita að lifandi og skemmtilegu starfi. Er meö BA-próf í þjóðfélagsfræðum, reynslu af félagsmálastörfum, kennslu, blaöamennsku og ferðamálum. Tilboö leggist inn á augl.deild Mbl. merkt: „V — 307“. Kvikmyndatöku- maöur óskast til fyrirtækis sem sérhæfir sig í gerö auglýsinga- og kynningarmynda. Aöeins van- ur maður kemur til greina. Viðkomandi þarf aö geta starfaö sjálfstætt viö tökur, hljóö- setningar, skipulagningu, o.fl. Framtíöarstarf. Góö laun. Vinsamlega leggið umsóknir inn á Augld. Mbl. fyrir 10. maí, merkt: „VF — 777“. Farið veröur meö allar umsóknir sem trúnaö- armál. Lausar stöður Fræöslumálaskrifstofa Færeyja auglýsir 10—12 stöður tónlistarkennara lausar til um- sóknar og veröa þær veittar frá 1. september 1984. Kennt er á eftirfarandi hljóöfæri: fiðla, cello, píanó, tréblásturshljóðfæri og málmblást- urshljóöfæri. Umsækjendur, sem einnig geta stjórnað kór og/eða áhugamannahljómsveit, munu ganga fyrir. Laun fylgja vísitölu og eru 1. apríl 1984 kr. 13.000 á mánuði. Kennt er 20 tíma á viku og er hver tími 60 mínútur. Fræðslumálastjórn greiðir fargjald til Fær- eyja og eftir 10 mánaöa störf fær kennarinn einnig greitt fargjald heim. Umsóknir ásamt prófskírteinum og meömæl- um veröa aö hafa borist fyrir 20. maí 1984. Umsóknir skal senda: Undervisningsdirekt- oratet, Falkavegur 6, 3800 Tórshavn. Nánari upplýsingar eru veittar á sama staö í síma (042) 1 5555, daglega á milli klukkan 11 — 13 og 14—17. Fræðslumálastjórn Færeyja, 5. apríl 1984. Bakari Óskum að ráöa bakara sem fyrst eöa eftir nánara samkomulagi. Hér er um aö ræöa vinnu 5 daga í viku frá mánudegi til föstu- dags. Upplýsingar gefnar í brauðgerðinni að Braut- arholti 10 næstu daga, milli kl. 13 og 15. Mjólkursamsalan, Brauögerö. Simi 10700. Smiður þaulvanur verkstæöisvinnu óskast á tré- smíðaverkstæði, úti á landi. Reynsla í verk- stjórn æskileg. Tilboö óskast sent augl.deild Mbl. merkt: „H — 673“. Gröfumenn — Viðgerðarmenn Óskum eftir aö ráöa gröfumann á vökvagröfu og mann til viðgerða á vinnuvélum og bílum. Sveinbjörn Runólfsson sf. Sími 81850. Bókhald — Lítil fyrirtæki Tek að mér bókhald fyrir lítil fyrirtæki í heimavinnu. Sími 41846. Byggingamenn Viljum ráöa trésmiði, járnamenn og vana byggingaverkamenn. Uppl. á skrifstofunni milli kl. 8.30—16.00. ístak hf„ íþróttamiðstööinni, simi 81935. Afleysingar Áreiðanleg, dugleg og skapgóö ung kona óskar eftir starfi í sumar. Hefur starfsreynslu á sviði heilsugæslu- og klínikstarfa. Flest kemur til greina. Vinsamlegast sendið tilboð á augl.deild Mbl. fyrir 12. maí merkt: „Afleysingar — 982“. Áskriftastjóri Frjálst framtak hf. óskar aö ráöa starfsmann sem hafi yfirumsjón meö öflun nýrra áskrif- enda. Leitað er aö hæfum starfsmanni sem hefur reynslu í sölumennsku og góöa dóm- greind: Starfið krefst: 1. Sjálfstæöis í vinnu. 2. Dugnaðar í framkvæmdum. 3. Frjósemi í hugsun. 4. Hæfileika til samvinnu. Starfiö býöur uppá: 1. Vinnu í samvaxandi fyrirtæki. 2. Vinnu meö fjölda af hressu og duglegu fólki. 3. Fjölbreytni í starfi. Þeir sem hafa áhuga á aö sækja um starfið eru vinsamlegast beönir um aö leggja inn skriflega umsókn sem tilgreini menntun, starfsreynslu, aldur og önnur þau atriöi sem skipt gætu máli viö mat á hæfni. Meö allar umsóknir verður fariö sem trúnaö- armál og öllum veröur svarað. Frjálst framtak hf„ Ármúla 18, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.