Morgunblaðið - 08.05.1984, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.05.1984, Blaðsíða 41
MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 1984 41 fclk í fréttum Aðalsöngvarinn og gítaristinn Francis var kominn með gat á nefið vegna of mikillar kókaínneyslu. Kokkhljómsveitin Status Quo er að hætta eftir 22 ár. Óreglan, sem oft fylgir hljómsveitalífinu, hefur tekið sinn toll af líkamlegri heilsu þeirra félaganna. Status Quo hættir eftir 22 ár: Status Quo er að hætta, hljómsveitin sem í 22 ár hefur fengið aðdáendur sína til að lifa sig svo inn í haröan rokktaktinn, að þeir hafa oft svalað æsingnum með slagsmálum eða með því að brjóta allt og bramla í hljómleikahúsunum. Hljómsveitin hefur að sjálfsögðu orðið aö borga brúsann í þeim tilfellum og stundum ekki neinar smáupphæðir en nú sér fyrir endann á því þar sem Stautus Quo er í sinni síðustu hljómleikaferö. Aðalástæöan fyrir því að Stauts Quo hættir, er sú að þeir félagarnir hafa ekki líkamlega heilsu til að standa í hljómleikum og ferðalögum sem þeim fylgja. Það þarf sterk bein til að þola góða daga og þeir hafa ekki risið undir stöðugum vinsældum í 22 ár. Afleiðingarnar eru m.a. drykkju- skapur, kókaínneysla, hjónaskilnaðir og hneykslismál. Þeir eru að verða gráhærðir og eru miklu ellilegri en ráða má af aldri þeirra. Þegar þeir skilja verður það ekki með neinum vina- látum. Þeir Rick og Francis, gítar- istarnir í hljómsveitinni, hafa ver- ið óaðskiljanlegir allt frá barn- æsku en nú hata þeir hvor annan. „Við vorum svo miklir vinir, að viö gátum ekki ímyndað okkur, að nokkuð gæti spillt vináttunni. Þrátt fyrir það er nú svona komið og ég er alltaf að spyrja sjálfan mig hvernig á því standi. Ég er mjög óánægður með það,“ sagði Rick, sem'hefur átt við gífurlegt áfengisvandamál að stríða. Þegar Rick missti tveggja ára gamla dóttur sína, hún drukknaði í einkasundlaug fjölskyldunnar, lagðist hann í drykkjuskap og það var eins og það riði á lífi hans að drekka sem mest. „Á hverju einasta kvöldi drakk ég eina og hálfa viskíflösku og fór síðan heim og lagði þar allt i rúst. Einu sinni tók ég allar rándýru mublurnar í borðstofunni og henti þeim í laugina. Þið getið ímyndað ykkur timburmennina daginn eft- ir þegar ég vaknaði og sá hvað ég hafði gert. Það var líka þá sem ég skildi hvað þeir hinir í hljómsveit- inni áttu við þegar þeir sögðu, að ég þyldi ekki að drekka. Það var áreiðanlega vegna þessarar stjórnlausu drykkju, að svona fór á milli okkar Francis," segir Rick. Drykkjuskapurinn og hljóm- sveitadræsurnar svokölluðu gerðu það að verkum, að kona Ricks fór fram á skilnað. Francis sló ekki heldur hendinni á móti stelpunum. „Til að byrja með fórum við í rúmið með öllum, sem voru tilbún- ar til þess, en það var ekkert sér- staklega gaman að því. Einu sinni þegar ég var að fara heim á hótel með enn eina stúlkuna hugsaði ég sem svo: „Æ nei. Sama gamla sag- an að endurtaka sig.“ Raunveru- lega langaði mig ekkert til þess. Þetta var svo hversdagslegt og óskemmtilegt," segir Francis, sem lagðist í kókaínneyslu þegar kon- an hans fór frá honum. „Þegar konan mín yfirgaf mig hellti ég mér út í kókaínneyslu. Tók hálft gramm á dag alla daga vikunnar. Það kostaði mig 1400 pund á dag (um 58.000 ísl. kr.). En svo fékk ég ofsalegar kvalir í nefið og iæknirinn sagði mér, að ég væri búinn að brenna gat á það með kókaíninu. Þá tókst mér að hætta og hef ekki snert það síðan,“ sagði Francis. COSPER OPIB m COSPER M/ 8862 Hafa eyðilagt sig á áfengi og kókaíni ARHAPLAST Brennanlegt og tregbrennanlegt. Sama verð. Steinull — glerull — hólkar. Armúla 16 sími 38640 Þ. ÞORGRÍMSSON & CO SIEMENS Einvala liö: Siemens- heimilistækin Urval v-þýskra SIEMENS-heimilistækja þar sem hvert tæki ieggur þér lið við heimilisstörfin. Öll tæki á heimilíö frá sama aöila er trygging þín fyrir góðri þjónustu og samræmdu útliti. SMITH & NORLAND HF. NÓATÚNI 4. SÍMI 28300. firestone $ S-211 ER FJOLSKYLDA WN ejíKt " GOÐRA HJOLBARÐA VIRÐI ? t i i | Firestone S-211 radial hjólbarðarmr eru framleiddir undir ströngu gæðaeftirliti sem tryggir öryggi þitt og fjölskyldu þinnar. Sérstæð lögun og mynstur gefa frábært grip og mýkt bæði á malarvegum og malbiki, sem veitir hámarks öryggi og þægindi í akstri, innanbæjar sem utan Firestone S-211 eru einu radial hjólbarðarnir sem eru sérhannaðir jafnt til aksturs á malarvegum og malbiki. Og þeir eru úr niðsterkri gúmmíblöndu sem endist og endist og endist . . . Nybylavegi 2 Kópavogi Sími 42600 UMBOÐSMENN UM LAND ALLT! JÖFUR HF.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.