Morgunblaðið - 08.05.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.05.1984, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 1984 „ Er ennþá híiLfvirbu fyrir börn f9,, HÖGNI HREKKVlSI LBDJU6LÍMA E'/NU 5INN/ ENN ?/ " Atkvæðagreiðsla um hunda- hald í Reykjavík fari fram Skúli Helgason prentari skrif- ar: „Mig hefur lengi grunað að borgarfulltrúar okkar ígrundi ekki reglur þær sem þeir eru að samþykkja í borgarstjórn og borgarráði, handa okkur hinum til þess að fara eftir. Þessi grunur minn er nú því miður orðinn að fullri vissu og er þá illa farið með traustið sem maður hefur hingað til leyft sér að bera til þessa ágæta fólks. Fyrir mörgum áratugum (ca. 1920) var samþykkt, með alls- herjar atkvæðagreiðslu hér í borg, að banna allt hundahald. Þar sem borgarstjórn er aðeins framkvæmdaaðili borgaranna, ber henni skylda til að fram- fylgja slíkri samþykkt undan- bragðalaust. Samþykktir gerð- ar af borgurunum í allsherjar atkvæðagreiðslu hljóta að vera svo réttháar að borgarstjórn á ekki með nokkru móti að geta gengið á svig við þær. Núna virðist Davíð borgar- stjóri halda að sér sé heimilt að hundsa samþykkt sem þessa með því að leyfa nokkrum broddborgurum að halda hunda gegn „ákveðnum og ströngum skilyrðum". Dettur Davíð í hug að við hinir treystum honum til að framfylgja þessum „ströngu" reglum sem hann segist ætla að setja fyrir þessu hundahaldi? Þegar við blasir að hann og aðrir borgarstjórnar- fulltrúar hafa ekki einu sinni reynt að framfylgja því banni sem þó var ákveðið af almenn- ingi? Allsherjar samþykktir hljóta að vera gerðar til þess að skýlaust sé farið eftir þeim, og það vald sem borgarstjórnin fylgir, nær alls ekki til að fylgja slíkum reglum. Ef þessu á að breyta verur borgarstjórn fyrst að leita álits borgaranna í allsherjar atkvæðagreiðslu og síðan ráða þau úrslit en ekki geðþótti einstakra manna hver endirinn verður. Þar sem Davíð og aðrir í borgarstjórn gera núna, er svipað aðferðum herforingja sem segja: „Skjóttu fyrst og spyrðu svo“. Hingað til hafa Mannhatarar og vímuefnaneytendur: Geta alþingis- menn legið undir þessum orðum? Anna Guðmundsdóttir skrifar: „Ég vil biðja alla að lesa grein um ölmálið í DV Iaugardaginn 7. apríl sem Guðsteinn Þengils- son læknir skrifar. Eftir að hafa lagt fram veiga- mikla ástæðu í 9 liðum fyrir því að sterkt öl sé ekki veitt eða selt á íslandi, endar hann grein sína með þessum orðum: „Ástæðurnar gegn því að seldur verði sterkur bjór á ís- landi eru allar svo veigamiklar og afgerandi að til þess að æskja þess að hefja sölu hans hér tel ég að þurfi annað hvort hina hörðu lund mannhatarans eða hina veiku lund vímuefna- neytandans, nema þá að algjört skilningsleysi komi til.“ (Let- urbreytingar eru Önnu Guð- mundsdóttur.) Geta alþingismenn, samvisku sinnar vegna, játast eða legið undir þessum hörðu orðum? — Ég spyr í fullri alvöru. þessi vinnubrögð ekki verið til þess fallin að taka þau til fyrir- myndar. Nýlega samþykkti borgarráð að í gamla mið- og vesturbæn- um sé bannað að aka hraðar en 30 km á klukkustund. Hvernig haldið þið að upplitið á hæst- virtum borgarráðsmönnum yrði ef ég og kannski nokkrir til viðbótar, kæmum til þeirra með beiðni um að okkur yrði leyft að aka þarna um á 100 km hraða gegn þeim „ströngu skilyrðum" að við tryggðum bílana okkar sérstaklega og „lofuðum" að láta skoða bremsurnar í þeim einu sinni í mánuði. Myndir þú ekki, minn kæri Davíð, um- svifalaust verða við þessari bráðnauðsynlegu beiðni? Davíð Oddsson og ýmsir aðr- ir í borgarstjórn hafa hvað eft- ir annað lýst því yfir í fjölmiðl- um, hversu geysilega mark- tækar skoðanakannanir fjöl- miðlanna séu. Ekki síst ef þær sýna vaxandi fylgi við þann flokk sem viðkomandi telur sig kominn frá. Ég hugsa til þín, vinur Sigurbjörg Jónsdóttir hringdi og upplýsti okkur um þetta kvæði sem spurt var um í Velvakanda fyrir skömmu: „Ég hugsa til þín vinur og hlýt því engan blund. Þá heyri ég myrkrið anda um kalda vetrarstund og höfði mínu þreyttu ég halla á svæfilinn og hníga sorgartárin um grátna og föla kinn. Þá einmana ég vaki og allt er kyrrt og hljótt og ímyndunin reikar um hljóða vetrarnótt. Mér finnst því sem ég heyri fótatakið þitt og finni hjartasláttinn við særða brjóstið mitt. Af fegins huga vinur í för ég slóst með þér, yfir fjöll og dali lífsins um kólgu þrunginn veg. Þar saklaus æskugleðin í sálum okkar bjó og sólin brosti í heiði í vorsins kyrrð og ró. Hvert gullkorn sálu þinnar þú geymdir handa mér og göfga vildi ég allt sem býr í fari þér. Þú gafst mér ástir þínar. Þú gafst en aftur tókst það get ég fyrirgefið því nú er allt mér ljóst. Ég gaf þér allt það besta sem Guð mér hafði veitt en gleði mín er horfin því nú er allt svo breytt. Þú sóaðir því besta sem sál þín átti til en svikavefi þína ég ekki rekja vil. Vorið fagra kemur, þá vetur kaldur flýr, við vanga þína leikur úr suðri blærinn hlýr. En minnstu þeirra tíma að margan gleðifund í maí við áttum saman um heiða og bjarta stund. Yfir hafið breiða ég hlýja rétti mund. Hugurinn er órór, ég festi engan blund. En sál mín þráir friðinn, sumar bjart og hlýtt og sól og ást frá Guði sem hjarta mitt fær þýtt. Ég flýti mér að kveðja, ég finn að máttur þverr en feginn vildi ég lifa mína hinstu stund hjá þér. En Guð sem öllu ræður hann gefi þér sinn frið og geislum ástarinnar, þá hefi skilið við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.