Morgunblaðið - 08.05.1984, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.05.1984, Blaðsíða 48
Opiö öíl fimmtudags-, föstudags Opió alla daga frá taugardags- og sunnudagskvöld. 1 % _ _ ^ ^ 11r flr _ A* ^ íw kl. 11.45-23.30. ^^122, INNSTRÆTI, SÍMI 11633 J&elJaeiunn AUSTURSTR/ETI22, INNSTRÆTI, . SÍMI 11633. ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. „Við gætum fjór- faldað aflaverð- mæti humars“ * — segir Olafur Björn Þorbjörnsson, sem íhugar að frysta humarinn um borð Krían komin Farfuglunum fjölgar nú ört enda farið að líða á vorið og veður hlýnar. Krían er einn þessara góðu gesta og er hún nú komin og með fyrra fallinu. Þessar myndir tók ljósmyndari Morgunblaðsins Friðþjófur Helgason, á Seltjarnarnesi í gær og var ekki að sjá að krían væri þreytt eftir lang- ferðina. Sala Coldwater í aprfl: 35,6% aukning í magni 23,8% í verðmætum — miðað við sama mánuð í fyrra „ÞAð hefur komið til tals að setja frystitæki um borð og frysta humar- inn þannig á komandi vertíð, en þetta er ekki endanlega ákveðið enn. Ef af þessu verður teljum við okkur geta fjórfaldað aflaverðmætið. Það veitir ekki af eins og launamálum sjómanna er komið,“ sagði Ólafur Björn Þorbjörnsson, skipstjóri á Sig- urði Ólafssyni frá Höfn í Hornafirði, í samtali við Morgunblaðið. Ólafur Björn sagði ennfremur, að hann væri mjög óánægður með hið stöðuga yfirboð, sem ætti sér stað á humarvertíðinni og kæmi sjómönnum sjaldnast til góða. í raun væri ekkert raunhæft fisk- verð í gildi á landinu. Sem dæmi um það mætti nefna, að nú væru þeir að fá um 10 krónur fyrir steinbítskílóið eða um 7 krónur til skipta meðan 17,70 krónur fengj- ust fyrir kílóið af honum í Færeyj- um. Þá væri líka eitthvað verulega gallað við fiskverðið þegar óveidd- ur fiskur gengi kaupum og sölum fyrir tvær krónur kílóið eða meira. Þá hlyti að vera hægt að hækka verðið. Það gæfi því auga leið, að meðan málum væri svona háttað væri afkoma sjómanna heldur dapurleg og hastarlegt að svona skyldi að málum staðið þegar afla- samdrátturinn væri eins mikill og raun bæri vitni. Því væri eina svar sjómanna og útgerðarmanna að reyna að auka verðmætið um borð eða sigla með aflann. Ólafur Björn sagði aðspurður, að hingað til hefðu engar hindranir verið í vegi þeirra, sem vildu frysta afla sinn um borð að uppfylltum vissum skilyrðum, en nú væri kom- in fram auglýsing frá hinu opin- bera, þess efnis að menn væru var- aðir við að fjárfesta í frystibúnaði um borð í skipum sínum. Hvað úr þessu yrði væri því ekkert hægt að segja að svo stöddu. Humarvertíðin hefst 18. maí, en meðalverð fyrir humarinn hjá Sig- urði Ólafssyni SF var 160 til 170 krónur fyrir kílóið á síðustu vertíð. Humarverð fyrir næstu vertíð hef- ur ekki verið ákveðið. Rainbow Navigation: Fyrsta skip- ið úr höfn eftir 8 daga FYRSTA skip bandaríska skipafé- lagsins Kainbow Navigation Inc. heldur úr höfn í Norfolk eftir átta daga áleiðis til íslands með varn- ing til varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli. Félagið fékk á fostudag grænt Ijós frá yfirstjórn sjóflutn- inga Bandaríkjahers, Military Sealift Command, á bókanir vöru- flutningsbeiðna til íslands. I samtali við T.C. Tallego, talsmann MSC, kom m.a. fram, að hann taldi það ekki á sínu færi að svara spurningunni hvort Rainbow-skipafélagið fengi einkarétt á flutningum til varnarliðsins. Því yrði banda- ríska utanríkisráðuneytið að svara. Geir Hallgrímsson, utanrík- isráðherra, sagði í gær mál þetta yrði rætt með öðrum á fundi hans og Shultz, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, síð- ast í þessum mánuði. Sjá nánar á miðsíðu biaðsins. SALA fiskafurða hjá Coldwater Seafood Corporation, sölufyrir- tæki Sölumiðstöðvarinnar í Bandaríkjunum, í aprílmánuði nú varð 35,6% meiri að magni en á sama tíma í fyrra. í verðmætum jókst salan hhls vegar um 23,8%. Sala verksmiðjuframleiddra af- urða var 24% meiri en á sama tíma í fyrra og flakasala 42% meiri. Fyrstu fjóra mánuði ársins nam sala verksmiðjufram- leiddra afurða 11.250 lestum og var 20% meiri en á sama tíma í fyrra. Flakasalan nam 12.000 lestum eða 12,8% meira en í fyrra. Heildarsala félagsins þetta tímabil nam um 2,3 millj- örðum króna og jókst um 9,7% frá því í fyrra. Magnús Gústafsson, fram- kvæmdastjóri Coldwater, sagði í samtali við Morgunblaðið, að nú væri meira selt af ódýrari afurðum en í fyrra og stafaði það meðal annars af harðnandi verðsamkeppni og auknu fram- boði á karfa og ufsa að heiman vegna sterkrar stöðu dollarsins og erfiðleika með viðbótar- samninga við Rússa. Þá gat hann þess, að nú væri verð á þorskblokk komið niður í 1,02 dollara pundið en fyrirtækið hefði áður keypt hana á 1,08. Stafaði verðlækkunin af miklu framboði frá Dönum og væru þorskblokkarbirgðir í Banda- ríkjunum nú nær þrefalt meiri en á sama tíma í fyrra eða um 30 milljónir punda á móti 10 milljónum. Veiði Dana færi hins vegar að ljúka, en á móti kæmi, að Kanadamenn væru nú að hefja innfjarðaveiði sína á þorski og færi hann nær allur í blokk. Það væru því horfur á því, að lítið yrði verzlað með blokk á Bandaríkjamarkaði fyrr en seinni hluta sumarsins. Viðvörun stærðfræðings vegna kosningalagafnimvarpsins: Úthlutunarreglur þingsæta í ósamræmi við atkvæðaafl Á BORÐUM þingmanna liggur nú greinargerö þar sem svnt er fram á meö stærðfræðilegum rökum að reglan um úthlutun þingsæta innan hvers kjördæmis sem mótuð er í frumvarpi til nýrra kosningalaga virði að vettugi það sjónarmiö að afl atkvæða skuli ráða niðurstöðu kosninga. „Eindregið veröur að ráða frá, að slík úthlutunarregla verði lögfest,“ segir meðal annars í greinargerðinni sem er samin af Jóni Ragnari Stefánssyni, dósent í stærðfræði í verkfræði- og raunvís- indadeild Háskólans. Þingmenn fjalla nú um breytingar á kosninga- löggjöfinni sem gera þarf vegna breytinga á stjórnarskránni sem samþykkt var á þingi í fyrra. Jón Ragnar Stefánsson sat miðvikudaginn 2. maí sameigin- legan fund stjórnarskrárnefnda beggja deilda og gerði þeim grein fyrir athugunum sínum á þeirri úthlutunarreglu sem lögð er til grundvallar í 26. og 28. grein kosningalagafrumvarpsins sem fylgir frumvarpinu um stjórn- arskrárbreytingu. í greinargerð sinni lýsir Jón Ragnar Stefánsson úthlutunar- reglu d’Hondts, sem nú er í gildi hér á landi. Hún er grundvölluð á því að afl atkvæða skuli ráða í þeirri merkingu að ef tiltekinni fylkingu kjósenda eins og sama framboðslistans er úthlutað ein- um fulltrúa, þá á sérhver fjöl- mennari fylking rétt á einum fulltrúa. Með þessu móti er full- trúum úthlutað til lista í sem fyllstu samræmi við atkvæða- fjölda hvers lista. Segir í greinar- gerðinni að ekki verði séð, hvaða sanngirniskrafa verði gerð til út- hlutunarreglu, sem regla d’Hondts virði ekki. Með þeirri breytingu á kosn- ingalöggjöfinni sem nú er til af- greiðslu á Alþingi er horfið frá reglu d’Hondts við úthlutun þing- sæta innan hvers kjördæmis og tekin upp regla sem nefnd hefur verið „úthlutunarregla stærstu leifar". Jón Ragnar Stefánsson segir að við úthlutun samkvæmt henni sé virt að vettugi það sjón- armið að afl atkvæða ráði í þeirri merkingu, sem lýst er að ofan. Ekki séu heldur virtar aðrar nán- ar tilgreindar reglur, sem eðlilegt sé að gildi við úthlutun. Meðal þess sem „úthlutunarreglu stærstu leifar" er fundið til for- áttu er að listi sem fær einn full- trúa kjörinn af 5 getur komist í þá aðstöðu að fá engan fulltrúa kjörinn ef fjöldi þeirra er 6 og jafnvel ekki ef þeir eru 7. Jafn- framt kemur fram dæmi um lista, sem hefur meirihluta kjós- enda að baki sér, en fær minni- hluta fulltrúa, ef mótframbjóð- endur hans eru hæfilega sundrað- ir. Jón Ragnar Stefánsson gerir tillögu um ný ákvæði í 26. og 28. grein kosningalagafrumvarpsins og er meginefni hennar, að öll út- hlutun þingsæta skuli byggð á reglu d’Hondts. Uppbótarsætum verði úthlutað til kjördæma þannig að þau dreifist á eðlilegan hátt í sem fyllstu samræmi við atkvæðafjölda lista, eftir að tekið hefur verið tillit til þess, hvert er vægi atkvæða í einstökum kjör- dæmum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.