Morgunblaðið - 09.05.1984, Page 1

Morgunblaðið - 09.05.1984, Page 1
80 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 104. tbl. 71. árg. MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sovétmenn taka ekki þátt í Ólympíuleikum Moskvu, 8. maí. AP. SOVÉTMENN tilkynntu í dag, að þeir hefðu hætt við að taka þátt í Ólympíuleikunum í Los Angeles í sumar. Sögðu þeir ástæöuna þá, að aðstæður í borginni væru „óviðunandi" vegna starfsemi andsovéskra hópa þar. Þessi ákvörðun Sov- étmanna kemur ekki öllum á óvart því að þeir hafa augljós- lega stefnt að henni í nokkurn tíma. Það var sovéska ólympíu- nefndin, sem tók ákvörðunina um að hætta þátttökunni, og var tilkynning frá henni lesin upp í Moskvuútvarpinu. Þar sagði, að „öfgahópar og alls konar samtök önnur hafa gert sovésku sendi- nefndinni og sovésku íþrótta- mönnunum vistina í Los Angeles óbærilega og notið við það þeins stuðnings bandarískra yfir- valda“. Að undanförnu hafa Sov- étmenn stöðugt verið að auka gagnrýni sína á leikana og fund- ið sér margt til. Þessi ákvörðun þeirra kemur því ekki svo mjög á óvart en þeir hafa þó frest til 2. júní til að breyta henni. Bandarískir embættismenn hafa áður spáð því, að Sovét- menn gripu til þessa ráðs þegar skammt væri eftir af frestinum til að tilkynna þátttöku og þá í þeim tilgangi að vekja sem mesta athygli á umkvörtunar- efnum sínum. Sumir hafa einnig talið, að það vekti fyrir Sovét- mönnum að gera Reagan grikk með þessari ákvörðun og gefa í skyn, að hún væri raunverulega honum að kenna. Ekki er enn ljóst hvort fylgi- ríki Sovétmanna í Austur- Evrópu og annars staðar muni fara að dæmi þeirra. Ólympíu- nefndir austan járntjalds hafa tekið undir gagnrýni Sovét- manna á leikana í Los Angeles og á Vesturlöndum hefur verið orðrómur um, að kommúnista- ríkin hygðust halda sína eigin Ólympíuleika. Bandaríska utanríkisráðu- neytið fordæmdi í kvöld ákvörðun Sovétmanna en á Vest- urlöndum hafa viðbrögðin ann- ars verið undrun og vonbrigði og sagðist Kees Kerbel, fulltrúi Hollendinga í alþjóðaólympíu- nefndinni, ekki trúa því, að Sov- étmenn væru jafn skyni skroppnir og þessi ákvörðun bæri með sér. Sjá frétt um viðbrögðin á bls 22. Þessi mynd af Khadafy var tekin f fyrradag, mánudag, þegar hann tók á móti Lubomir Strougal, forsætisráðherra Tékkóslóvakíu, sem er í opinberri heim- sókn í Líbýu. Tilraun til að steypa Khadafy bæld niður Kóm. 8. maí. AP. Wr HERMENN trúir Khadafy, Líbýu- lciðtoga, virðast hafa bælt niður til- raun til byltingar í landinu en í morgun var ráðist á herbúðir þar sem Khadafy heldur vanalega til ásamt fjölskyldu sinni. Eru þessar fréttir hafðar eftir vestrænum sendi- ráðsmönnum og ítölsku fréttastof- unni Ansa. „Khadafy hefur augljóslega sloppið fyrir horn rétt einu sinni. Þær upplýsingar, sem við höfum nú, benda til, að árásinni sé lokið og að uppreisnarmennirnir hafi verið brotnir á bak aftur," sagði einn heimildamanna AP-frétta- stofunnar í Róm. „Talað er um, að 20 menn, búnir eldflaugum og sjálfvirkum vopnum, hafi ráðist á herbúðirnar en við vitum ekki hvort þá er átt við alla, sem tengd- ust uppreisnartilrauninni, eða bara þá, sem réðust á búðirnar." Haft er eftir öðrum heimildum, að árásarmennirnir hafi haldið því fram, að þeir hefðu fellt Khad- afy, en það er talið mjög ólíklegt. Italska fréttastofan Ansa varð fyrst til að segja frá því, að hópur manna hefði ráðist á herbúðirnar en ekkert var um það vitað hvort Khadafy var þar staddur. Búð- anna er ákaflega vel gætt. í kring- um þær er rafmagnsgirðing, víghreiður og varðturnar og sjón- varpsvélar fylgjast með öllum, sem nálgast þær. Bandaríska stór- blaðið The Washington Post skýrði frá því nýlega, að austur- þýskir hermenn gættu öryggis Khadafys. Ekkert er vitað um þá, sem stóðu að árásinni á herbúðirnar. Breska blaðið The Sunday Express sagði hins vegar frá því fyrir nokkru, að 25. mars sl. hefðu and- stæðingar Khadafys sprengt upp einhverjar mestu skotfæra- geymslur í landinu og The Wash- ington Post hefur sagt frá tilraun- um til að ráða af dögum einn helsta samstarfsmann Khadafys. Breska blaðið The Daily Tele- graph birti einnig þá frétt í dag, að sumir líbýsku sendiráðsmann- anna, sem Bretar vísuðu úr landi, hefðu verið teknir af lífi fyrir að „klúðra málinu". Er þá átt við þann atburð þegar bresk lögreglu- kona var skotin til bana fyrir utan líbýska sendiráðið í London. Jóhannes Páll páfi II blessaði í gær 200.000 manns, sem fögnuðu hnnum á Hagen-fjalli í Papúa, Nýju-Gíneu. Var fólkið í hátíðabúningi eins og sjá má á myndinni og söng í sífellu „mi laikim yu pop“, sem er pidgin-enska og útlcggst á íslensku „ég elska páfa“. Sakharov í hungurverkfalli: Ætlar að fasta uns yfir lýkur Eiginkona hans kyrrsett í Gorky og hótað með landráðakæru Moskvu, 8. maí. AP. SOVÉSK yfirvöld hafa sakað Yelenu Bonner, eiginkonu nóbelsverðlauna- hafans Andrei Sakharovs, um and- sovéskan áróður og gert henni ennfrcmur Ijóst, að hún kunni að verða sökuð um landráð. Sakharov, maður hennar, hefur verið í hungur- verkfalli síðan á miðvikudag í fyrri viku. Síðastliðinn föstudag sökuðu sovésk yfirvöld Yelenu Bonner um að ætla að leita hælis í bandaríska sendiráðinu í Moskvu og knýja þannig á um, að þau hjónin fengju að fara úr landi. Tveimur dögum áður hafði frú Bonner ætlað að koma til Moskvu frá Gorky en lögreglumenn bönnuðu henni þá að fara frá borginni og sökuöu hana um andsovéska starfsemi. Þeir sögðu cinnig, að e.t.v. yrði hún sökuð um landráð. Eru þessar fréttir hafðar eftir Irinu Kristi, 46 ára stærðfræðingi og vinkonu þeirra Sakharov-hjónanna. Andrei Sakharov, einn fremsti vísindamaður Sovétmanna, var árið 1980 dæmdur til útlegðar í hinni lokuðu borg Gorky. Frá því á miðvikudag í síðustu viku hefur hann ekki neytt neins matar og segist munu „fasta þar til yfir lýk- ur“ nema konu hans verði leyft að fara úr landi til að leita sér lækn- inga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.