Morgunblaðið - 09.05.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.05.1984, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 1984 Verð á landbúnaðarafurðum hækkar: Mjólk um rúm 10% —dilkakjöt um tæp 5 % VERi) á landbúnaðararurAum hækkar í dag vegna ákvörAunar ríkisstjórnar aö lækka nióur- greióslur búvöruverAs um 185 milljón krónur frá því sem fjár- lög heimila. Lækka því niAur- greiAslur í heild úr 945 milljón krónum í 760 milljón krónur. Þetta þýAir frá um 5% hækkun landbúnaAarafurAa í mest 15% hækkun. ÁkveAiA var aA þó landbúnaAarafurAir hækki til neytenda, þá yrAi sama álagning í krónum taliA. Smjör og undanrenna hækka ekki í verði. Eftirtaldar afurðir hækka sem um, en niðurgreiðslur á hvert kíló af kjöti voru 10,50 krónur. Niðurgreiðslur á I. flokki af dilka- kjöti lækka úr 25,06 krónum í 19,25 krónur og af II. verðflokki úr 23,09 í 17,75 krónur. Ostur hækkar um 6,8%. Kísilmálmverksmiðja: hér segir: Nýtt gamalt prósentu- verð veró hækkun 1 lítri mjólk 20,60 18,90 10,2% •/« lítri rjómi 33,20 29,95 10,9% 1 kg skyr 33,90 29,45 15,1% 45% ostur 202,90 189,90 6,8% dilkakj. </) og 12 skr. 128,90 123,05 4,8% Nautakj. 11 og 12 skrokkar 145,90 131,70 10^4% Bandarískt fyrirtæki vill gerast eignaraðili Niðurgreiðslur á mjólk per lítra eru nú 2,60 krónur, en voru 4,51 króna. Rjómi verður eftirleiðis ekki greiddur niður, en áður voru 12,86 krónur greiddar niður af verði hvers lítra. Þá verða kartöflur ekki greiddar niður, né ostur. Greiddar voru 13,04 krónur af hverju kg af 45% osti og 5,98 af kílói af kartöfl- um. Nautakjöt dettur út af listan- BANDARISKT fyrirtæki hefur lýst sig reiðubúið til viAræAna um þátttöku í byggingu og rekstri kís- ilmálmverksmiAju viA ReyAar- fjörA, en samtals hafa sjö til átta fyrirtæki í Bandaríkjunum, Japan og Evrópu sýnt áhuga á að gerast aðilar aA verksmiAjunni. Þetta kom fram, er iAnaAarráAherra mælti fyrir þingsályktunartillögu um kísilmálmverksmiAjuna á Al- þingi í gær. Þar kom einnig fram, aA samkvæmt nýjum arAsemisút- reikningum virAist arAsemi geta orAiA mun betri en samkvæmt út- reikningum frá í janúar 1983. Meginorsök er lægri stofnkostn- aAur verksmiAjunnar, eAa 65 millj. dollara í staA 70,5 millj. dollara og lækkun á hráefna- kostnaAi, launum, flutningskostn- aAi og tekjuskatti. Iðnaðarráðherra rakti í fram- söguræðu forsögu fyrirhug- aðrar kísilmálmverksmiðju. Hann sagði frá störfum stór- iðjunefndar og könnun hennar á áhuga erlendra fyrirtækja á að- ild að fyrirtækinu, en þær kannanir hafa leitt til þess að sjö til átta fyrirtæki eru nú með málið í athugun og hefur eitt Ríkislögmaður og ríkis- bókari skipaðir í gær FORSETI ÍSLANDS skipaði í gær, aö fenginni tillögu fjármálaráA- herra, Gunnlaug Claessen hæstaréttarlögmann ríkislögmann frá og meö 1. maí 1984. Þá skipaöi forseti einnig Torben FriAriksson viö- skiptafræöing ríkisbókara frá og meö 1. júní 1984. I m stöðu ríkislög- manns sóttu tveir, en sex um stöðu ríkisbókara að sögn fjármálaráð- herra. Gunnlaugur Claessen er stöðu undanfarin ár. Hann fæddur 1946. Hann lauk prófi í hlaut réttindi til málflutnings lögfræði frá Háskóla íslands fyrir Hæstarétti 28. apríl 1980. 1972 og stundaði nám í kröfu- Torben Friðriksson er fæddur rétti við Oslóarháskóla 1972- 1934 í Faaborg, Danmörku. 1973. Gunnlaugur hefur starfað Hann lauk prófi í viskiptafræð- í fjármálaráðuneytinu frá 1. ág- um frá Háskóla íslands 1960. úst 1973 og veitt málflutnings- Torben hefur starfað hjá Hag- og eignadeild ráðuneytisins for- deild Sambands ísl. samvinnu- (•unnlaugur ('laesuen félaga, Framkvæmdabanka ís- lands, í Efnahagsstofnuninni og hjá Efnahags- og framfara- stofnuninni í París. Torben var forstjóri Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar frá 1. des- ember 1966 til 30. juní 1982 en tók þá við stöðu framkvæmda- stjóra Félags ísl. stórkaup- manna þeirra þegar sýnt „alvöru- áhuga“ að samvinnu um bygg- ingu og rekstur. Ráðherrann sagði að í viðræðum við hina erlendu aðila væri greint frá því að framleiðslukostnaður raf- orku væri 18—20 mills á kíló- wattstund og væri það grund- völlur raforkuverðs til verk- smiðjunnar. í öllum arðsemis- reikningum væri miðað við 18 mills. Endanlegt raforkuverð ákvarðaðist þó af ýmsum atrið- um, svo sem kaupskylduákvæð- um, hlutfalli afgangs- og for- gangsorku o.fl. Gera yrði ráð fyrir að raforkuverðið yrði verðtryggt, en til greina kæmi að tengja það að einhverju leyti markaðsverði kísilmálms. Iðnaðarráðherra sagði í ræðu sinni að leitað væri eftir virkum aðilum, en ekki aðilum sem ein- vörðungu hefðu einkarétt á sölu afurða. Á þessu stigi væri af- staða til meiri eða minni hluta aðildar, eða hve stór þátttaka íslenzka ríkisins gæti orðið, ekki mörkuð. Það kom fram í umræðunum eftir yfirlýsingar ýmissa þingmanna um and- stöðu gegn erlendri eignaraðild, að iðnaðarráðherra taldi sér ekkert að vanbúnaði að flytja tillögur þess efnis að eignarað- ild Islands yrði minnkuð úr því 51%, sem reiknað er með í áður samþykktu frumvarpi um kís- ilmálmverksmiðjuna á Alþingi. Þorkell Helgason, dósent í stærðfræði, um gagnrýni á kosningalagafrumvarpið: Forskot Framsóknar minnk- ar meó „reglu stærstu leifar" ,JÓN RAGNAR gagnrýnir fyrst og fremst aö notuö sé regla stærstu leifar. Úthlutun þingsæta í kjör- dæmum er aftur á móti ekki nema einn hluti kosningakerfisins. Ekki dugir aö taka út úr einn þátt í svona kcrfi og gagnrýna hann. Þetta er heilt kerfi og veröur aö skoöast scm slíkt,“ sagöi Þorkell Ilelgason, dósent í stærAfræöi, er hlm. Mbl. spurAi hann í gær hvert hans álit væri á þeirri gagnrýni sem fram hefur komið frá Jóni Ragnari Stefánssyni dósent á 26. og 28. greinar kosningalagafrumvarpsins og þá úthlutunarreglu sem nefnd hefur veriö regla stærstu leifar, eða mesta afgangs, en Jón Ragnar Stef- ánsson segir að ekki verði séð hvaða sanngirniskrafa verði gerð til úthlutunarreglu sem regla d’Hondts viröi ekki. Þorkell var reikniráðgjafi flokksformannanna sem lögðu frumvarpið fram. „Það er ekki til nein ein full- komin úthlutunarregla. Vandinn sem við var að glíma er sá,“ sagði Þorkell, „að það stangast á tvö sjónarmið. Annars vegar það að ríkja eigi jöfnuður á milli flokk- anna á landsvísu og hins vegar að kjördæmin eigi að ráða sínum fulltrúum. Þetta eru ósamrým- anleg sjónarmið í eðli sínu, svo lengi sem við jöfnum ekki vægi atkvæða á milli kjördæmanna, og ósamrýmanleiki þessara sjón- armiða er einfaldlega meiri ef notuð er regla d’Hondts, en þegar regla stærstu leifar er notuð." Þorkell sagði að tillaga svipuð þeirri, sem Jón Ragnar væri með í greinargerð sinni, hefði verið margreifuð í undirbúningnum að frumvarpinu, fyrst í nóvember 1982, en ávallt hefði verið horfið frá henni, þar sem menn hefðu þá ekki verið reiðubúnir til þess að fækka kjördæmakjörnum þingmönnum nægilega mikið. Þorkell benti á útreikninga sem sýna hversu auðveldara er að ná jöfnuði á milli flokka með reglu stærstu leifar en með reglu d’Hondts. Samkvæmt gildandi kosningalögum fékk Framsókn- arflokkurinn að meðaltali 11% meira þingfylgi en atkvæðafylgi á tímabilinu 1959 til 1979. Væri aftur á móti því einu breytt í gildandi kosningalögum, að út- hluta þingsætum með reglu stærstu leifar í stað reglu d’Hondts minnkar þetta forskot Framsóknarflokksins niður í 4,5% sagði Þorkell og sagði hann hag Sjálfstæðisflokksins vænk- ast að sama skapi úr +1% í +1%. „Það er ómótmælanleg stað- reynd, að aðferð d’Hondts er vil- höll stórum listum," sagði Þor- kell, „því hún úthlutar stórum listum hlutfallslega meira þing- fylgi heldur en atkvæðamagn segir til um. Þetta kann að vera sanngjarnt og eðlilegt ef menn vilja hamla gegn myndun smá- flokka, en það er algjörlega póli- tískt spursmál sem ég skipti mér ekki af.“ Þorkell sagði að það væri öllu verra að d’Hondts regl- an væri ekki sjálfri sér sam- kvæm, þegar nota ætti hana til skiptingar á heildarfjölda þing- manna yfir landið. Þá drægi hún í land og vildi ekki úthluta stóru flokkunum jafnmiklu og hún gerði í einstökum kjördæmum. Uppbótarkerfið þyrfti að vera viðameira ef regla d’Hondts væri notuð — uppbótarþingsætin þyrftu að vera fleiri, nema menn væru reiðubúnir til þess að fækka kjördæmakjörnum þing- mönnum enn meira en gert væri í frumvarpinu, en til þess hefðu menn ekki verið reiðubúnir í fyrra. Þorkell benti á að úthlutunar- regla d’Hondts væri ekki notuð í nágrannaríkjum okkar, eins og Danmörku, Svíþjóð, Noregi og írlandi. Þar væri úthlutað á grundvelli stærstu leifar eða reglu Lagues. Hann benti jafn- framt á að frumvarpið virti meg- insjónarmið Jóns, að því leyti að heildarskipting þingsæta á milli flokkanna (skipting uppbóta- sæta) væri grundvölluð á reglu d’Hondts. Alþingi: Tillaga til rökstuddr- ar dagskrár TILLAGA til rökstuddrar dagskrár kom fram á Alþingi í gær vegna til- lögu til þingsályktunar um stöövun framkvæmda viA útvarpshús, sem Eyjólfur KonráA Jónsson alþingis- maAur er flutningsmaAur aA. Forseti samcinaAs Alþingis, sem í gær var Helgi Seljan, ákvaA eftir framkomu dagskrártillögunnar, að ein umræAa skuli verða um þingsályktunartillög- una, en hún var á dagskrá til aA ákveða hvernig ræða skuli. Flutningsmenn dagskrártillög- unnar eru Ingvar Gíslason, Krist- ín Halldórsdóttir og Guðrún Helgadóttir, en tillagan er svo- hljóðandi: „Þar sem efni þessa þingmáls er ekki á rökum reist og á sér enga raunhæfa stoð ályktar Alþingi að taka fyrir næsta mál á dagskrá." Sigurður Magnússon. Elsti íbúi Snœfells- nessýslu látinn Stykkishólmi, 8. maí. SIGURÐUR Magnússon, eisti íbúi Snæfellsnessýslu, heiðursborgari Stykkishólms og fyrrum bóndi á KársstöAum í Helgafellssveit, lést í gær á sjúkrahúsinu f Stykkishólmi, rúmlega 104 ára að aldri. Sigurður var þriðji elsti Islend- ingurinn er hann lést en eldri eru. þær Jenný Guðmundsdóttir og Guðrún Þórðardóttir, báðar fæddar árið 1879. Sigurður var fæddur á ísafirði þann 4. apríl 1880. Hann fluttist sem barn að Ytra-Leiti á Skógar- strönd og þar ólst hann upp. Sig- urður var lengi sjómaður, bæði á opnum bátum, skútum og togurum. Bóndi var hann yfir tuttugu ár, en til Stykkishólms fluttist hann 1938 og átti heima hér ætíð síðan. Sig- urður var hreppsnefndarmaður bæði í Helgafellssveit og í Stykk- ishólmi, hreppsstjóri Stykkishólms i 25 ár og í forystuliði sjálfstæð- ismanna. Kona Sigurðar er Ingi- björg Daðadóttir og áttu þau 75 ára hjúskaparafmæli í desember sl., sem mun vera einsdæmi á Norður- löndum. Hún lifir mann sinn og verður 100 ára í þessum mánuði. Þau hjónin eignuðust fimm dætur. Fréttaritari. Spurt og svarað MORGUNBLAÐII) minnir lesendur sína á, að eins og undanfarin ár býAur blaðið upp á lcsendaþjónusta um garA- yrkju og um byggingamál. Lese-ndur geta komið spurningum sínum á fram- færi í síma 10100 virka daga milli klukkan 13 og 15. Fyrstu svörin við spurningum les- enda um byggingamál birtast á blaðsíðu 32—33 i dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.