Morgunblaðið - 09.05.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.05.1984, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 1984 Hefjum auðlindarannsókn- ir á íslenska landgrunninu — eftir dr. Gunnar G. Schram íslenska landgrunnssvæðið inn- an efnahagslögsögunnar er sjö sinnum stærra en landið sjálft, eða um 750 þúsund ferkílómetrar. Enn vitum við næsta lítið um það hvaða auðlindir þar kann að vera að finna. Þar best hæst spurning- una um hvort þar séu einhverjar orkulindir svo sem olía og gaslind- ir en einnig ýmis önnur verðmæt jarðefni. Fram til þessa hafa hagnýtar auðlindarannsóknir á íslenska landgrunninu verið af mjög skorn- um skammti. Kominn er tími til þess að í því efni verði breyting á og þessum málum mun meiri gaumur gefinn af stjórnvöldum en verið hefur hingað til. Við höfum ekki efni á því að vanrækja rann- sóknir á þessu víðáttumikla svæði, sem ef til vill geta skapað okkur verulegan arð í framtíðinni. Af þessum sökum hefur höfundur þessarar greinar nýlega borið fram á Alþingi þingsályktunartil- lögu þar sem skorað er á ríkis- stjórnina að efla og hraða rann- sóknum á landgrunni íslands, inn- an jafnt sem utan 200 sjómílna efnahagslögsögunnar, með sér- stöku tilliti til auðlinda sem þar kunna að finnast. Tækniþekking og kostnaður Spyrja má hvernig við íslend- ingar séum f stakk búnir til slíkra rannsókna. Því er til að svara að hér á landi starfa allmargir vís- indamenn sem menntun hafa til slíkra landgrunnsrannsókna og hafa raunar að þeim starfað f takmörkuðum mæli á liðnum ár- um. Er þar um að ræða m.a. sér- fræðinga hjá Raunvísindastofnun, Orkustofnun og Hafrannsókna- stofnun. Til þessa hefur þá hins- vegar skort starfsaðstöðu, rann- sóknartækni og fjármagn til starfa að skipulögðum rannsókn- aráætlunum. Tímabært er að við nýtum þessa þekkingu sem til er í landinu með skipulögðu og sam- hæfðu átaki í þessum efnum. Á þessi atriði hefur verið bent á undanförnum árum af ýmsum opinberum nefndum sem um þessi mál hafa fjallað. Þrátt fyrir það er hér enn ekki um neitt skipulegt starf að ræða né fjárveitingar til slíkra hagnýtra auðlindarann- sókna. „Á þessari stundu er of snemmt að gera því skóna að verðmætar orkulindir sé að tlnna í íslenska landgrunninu. Það væri hins vegar lítt afsakanleg vanræksla að láta hjá líða að kanna það til hlítar hvað þar er að finna.“ I fljótu bragði mætti ætla að slíkar rannsóknir væru okkur Is- lendingum fjárhagslega ofviða, ekki síst nú þegar þröngt er í búi hjá ríki og ríkisstofnunum. Það er þó ekki svo. Fyrir liggur að ýmsar erlendar rannsóknarstofnanir og olíufélög eru fús til þess að hafa samvinnu við íslensk stjórnvöld um slíkar rannsóknir á íslenska landgrunn- inu og bera af því mestallan kostnað. Þá leið fóru m.a. Norð- menn þegar þeir hófu skipulega auðlindaleit á sínu landgrunni og gaf það góða raun. Af þessu höfum við einnig nokkra reynslu. Árið 1978 var bandarísku auð- lindaleitarfyrirtæki veitt heimild til þess að kanna setlög fyrir Norðurlandi okkur að kostnaðar- lausu. Sú rannsókn leiddi í ljós tilvist allþykkra setlaga á þeim slóðum og færði okkur mun meiri fróðleik um íslenska landgrunnið en fram að þeim tíma hafði verið fyrir hendi. Það er því fyllsta ástæða til þess að fjármagna auðlindarann- sóknir hér við land á þennan hátt í náinni samvinnu við og undir eftirliti íslenskra vísindamanna. Réttindi utan 200 sjómflnanna Rúmt ár er nú liðið frá því að hinn nýi hafréttarsáttmáli Sam- einuðu þjóðanna var undirritaður af íslands hálfu og 117 öðrum þjóðum. Varð það þann 10. des- ember 1982. Með sáttmála þessum er stað- festur yfirráðaréttur strandríkja sem íslands til landgrunnsins og hafsbotnsins innan 200 milna ef- nahagslögsögunnar. Þar að auki getur verið um að ræða réttindi ríkja utan við þau mörk allt út að 350 sjómílna mörkunum eða jafn- vel enn lengra. Byggist það á jarð- fræðilegu framhaldi landsins og öðrum jarðfræðilegum þáttum landgrunns og hafsbotns. Af þess- um sökum er hin mesta nauðsyn á því að aflað sé sem gleggstrar vitneskju um landgrunnið og hafs- botninn umhverfis Island svo að unnt sé að styðja kröfur um land- grunnsréttindi utan 200 sjómílna markanna, en þar er m.a. um að ræða hafsbotnssvæðin í suðaust- urátt, svo sem áður hefur komið fram í ályktunum Alþingis. Hér er um grundvallarrannsóknir að ræða sem hverri þjóð er nauðsyn- legt að framkvæma, og þá ekki síst íslendingum sem eiga hér verulegra hagsmuna að gæta. Slíkar rannsóknir á íslenska land- grunninu hafa til þess aðeins átt sér stað I takmörkuðum mæli. Nauðsyn er því á að gerð verði rannsóknaráætlun til nokkurra ára þar sem fjallað verði um öflun aukinnar almennrar grundvallar- þekkingar á landgrunninu og hafsbotninum umhverfis landið og þá jafnt utan 200 sjómílna mark- anna sem innan þeirra. Er eðlilegt að leitað verði samvinnu við er- lendar vísindastofnanir um slíkar rannsóknir en alþjóðasamvinna á þessum vettvangi hefur farið mjög vaxandi hin síðari ár. Er þetta hið fyrra markmið þessarar þings- ályktunartillögu. Hagnýtar auölinda- rannsóknir í öðru lagi er hin mesta nauðsyn á því að efla og hraða rannsóknum á landgrunni Islands svo að unnt Athugasemd við kr a ftav erka fr étt — eftir Hauk Benediktsson í sjónvarpi og dagblöðum und- anfarna daga hafa birst viðtöl og frásagnir af nýrri lækningamið- stöð sem sett hefur verið á stofn og ætlar að sinna ýmsum minni- háttar handlæknisaðgerðum, sem hingað til hafa verið framkvæmd- ar á sjúkrahúsum. Slíku framtaki ber að fagna og tel ég mikinn feng að því að fá slíka þjónustu til viðbótar því sem fyrir er. Það kemur þó spánskt fyrir að aðstandendur Handlækninga- stöðvarinnar skuli telja sig þurfa á því að halda, áður en starfsemin hefst, að kveða upp opinberlega úrskurð um ágæti sitt á fjár- „Sú hljóöhimnuaögerð sem myndskreytt er í NT og tekin er sem dæmi um þessi kraftaverk hefur veriÖ árum saman fram- kvæmd á göngudcild háls-, nef- og eyrnadeildar Borgarspítalans án þess að sjúkiingar séu lagðir inn, og fyrir hana fær stofnunin skv. gjaldskrá heilbrigðisyflrvalda kr. 100.“ hagssviðinu á kostnað annarra sem að þessu hafa unnið. Því er lýst á dramatískan hátt í myndum og texta hvernig þeir af- greiða „hjóðhimnuaðgerð" í einni af skurðstofum sínum og senda sjúkling heim samdægurs og að- gerðin kosti 4.800 kr. + nokkra greiðslu frá sjúklingi sem ekki er nánar skilgreind í þessu dæmi. Hins vegar myndi sík aðgerð á sjúkrahúsi kosta á 15. þúsund ef sjúklingur lægi í 3 daga skv. daggjaldi á Borgarspítala. Þannig myndi sparast 70% kostnaðar, stendur í fyrirsögn eins dagblaðs- ins. Þó ekki kæmi annað til en að jafnaðargjald á Borgarspitala er enginn mælikvarði á raunkostnað þess að láta sjúkling liggja inni eftir smáaðgerð, er blekkingin augljós. Hitt liggur einnig ljóst fyrir að göngudeild háls-, nef- og eyrnadeildar Borgarspítalans sem fær 15—16 þús. heimsóknir á ári Haukur Benediktsson er rekin undir gjaldskrá LR sem sérfræðingar vinna eftir úti í bæ. Sú hljóðhimnuaðgerð sem myndskreytt er í NT og tekin er sem dæmi um þessi kraftaverk hefur verið árum saman fram- kvæmd á göngudeild háls-, nef- og eyrnadeildar Borgarspítalans án þess að sjúklingar séu lagðir inn, og fyrir hana fær stofnunin skv. gjaldskrá heilbrigðisyfirvalda kr. 100. Sjálfsagt má finna þess dæmi að sjúklingar séu lagðir inn vegna aðgerða sem strangt tekið kallar ekki á innlögn eða þeir Iiggi Ieng- ur en brýn þörf er fyrir. Það finn- ast líka dæmi þess að fólki sé ýtt út úr sjúkrarúmum fyrr en for- svaranlegt er vegna rúmaskorts og það þarf að leita lausnar á hvoru tveggja. Menn líta mjög til þess að auka ambulant-þjónustu til þess að minnka þörf fyrir sjúkrarúm. Enginn vafi er á því að sú verður þróunin. En menn verða líka að átta sig á því að í eðli sínu er sú breyting I mörgum tilfellum fyrst og fremst minnkuð þjónusta. í þessum tilfellum er oft mikið meira lagt á sjúkling, aðstandend- ur og heimili sem ekki eru alltaf í aðstöðu til að taka við verkefninu. Það hlýtur að verða verkefni heilbrigðismálaráðuneytis, sem ákveður hvaða heilbrigðisstofnan- ir fá leyfi til starfa, að fram- kvæma á því hlutlaust, faglegt og fjárhagslegt mat hvort stofnanir sem reknar eru af einkaaðilum geti veitt betri og ódýrari þjón- ustu en rekstur á vegum opinberra aðila. Sú skrumskæling á staðreynd- um sem hér hefur verið borin á borð gerir það brýnna en ella. Viðskiptahalli eða fjárlagahalli? — eftir dr. Magna Guðmundsson Mönnum er gjarnt að rugla saman hugtökum, ekki sízt ef merking þeirra er mismunandi eftir orðasambandi. Þannig geta t.d. orðin „halli“ eða „skuld“ tákn- að gerólíka hluti, eftir því hvort átt er við innanríkis- eða utanrík- isviðskipti. Þegar íslendingar kaupa vörur af útlendingum fyrir meira verð- mæti en þeir kaupa af okkur, kem- ur fram vöruskiptahalli. Hann verður að viðskiptahalla, þegar þjónusta og vaxtagreiðslur koma inn í dæmið. Ríkissjóður, bæjar- félög, opinberar stofnanir og einkafyrirtæki taka lán erlendis, og af þeim verður að sjálfsögðu að greiða vexti. Þegar um halla er að ræða á greiðslujöfnuði við útlönd, táknar það, að heildarfjárhæð þess, sem við höfum greitt útlend- ingum fyrir vörur og þjónustu og sem vexti, er hærri en andvirði útflutningsins. Verður að taka lán til að mæta slíkum halla. Saman- lagðar lántökur af þessu tagi nefnast erlendar skuldir þjóðar- búsins. Slíkar skuldir eru orðnar þungur baggi á iandsmönnum, og þær kvaðir verða ekki leystar nema með því annaðhvort að auka útflutning eða minnka innflutn- ing. Ef hvorugt er mögulegt, geta þeir aðilar, sem skulda erlendis, ekki staðið í skilum, og erum við þá komnir í aðstöðu svipaða þeirri, sem nú ríkir í Argentínu, Brasilíu, Mexíkó og Póllandi. Orðið fjárlagahalli vísar hins vegar til skorts á tekjum ríkis- sjóðs til að mæta útgjöldum. Slík- ur halli er tíðast jafnaður með sölu ríkisskuldabréfa, sem mið- bankinn kaupir, fyrirtæki og ein- staklingar. Samanlagðar skuldir af þessum toga spunnar kallast venjulega ríkisskuldir. Vextir af þessum skuldum ganga að veru- lega leyti til miðbankans, sem er eign ríkisins, og skila sér gjarnan aftur í lok ársins, þegar arður miðbankans fellur í ríkissjóð, svo sem tíðast er í öðrum löndum. ★ Aðrar vaxtagreiðslur af ríkis- skuldabréfunum fara til fyrir- tækja og einstaklinga, sem víðast borga skatta af þeim vöxtum í rík- issjóð (40—50%). Endanlegar greiðslur skuldarstofns ganga einnig til landsmanna sjálfra. Enda þótt ríkisskuldir séu þannig allt annars eðlis og hættu- minni en erlendar skuldir þjóðar- búsins, er sífelldlega hamrað á rökum gegn fjárlagahalla. Fjár- Dr. Magni Guómundsson lagahalli er sagður valda verð- bólgu (erlendar lántökur ekki?); hann er sagður hækka vexti vegna aukinnar fjármagnseftirspurnar, og hann er sagður ýta einkaaðilum út af lánamarkaðinum. Þessar staðhæfingar koma þó ekki alltaf heim og saman við raunveruleikann. Ég hefi hér ný- legar tölur frá Kanada, sem segja sína sögu: Fjárlagahalli þess lands hækkaði úr 8 milljörðum dala árið 1981 upp í nálægt 30 milljarða dala 1982. Á sama tíma lækkaði verðbólga úr 12,5% niður í 5,8% og vextir féllu úr 19,3% niður í 11,2%. Fyrirtæki minnkuðu að vísu lántökur, en það var ekki tal- ið stafa af fjármagnsskorti á pen- ingamarkaðinum, heldur vegna þess að þau sáu sér ekki hag I slík- um lántökum. Lítum svo að lokum til annarra landa. Argentína, Brasilía, Mexíkó og Pólland, sem á var minnzt hér að framan, hafa í áratug tekið stórfelld lán utanlands og hlaðið upp erlendum skuldum. Efnahagur þeirra er í rusli. Jap- anska ríkið hefir tekið stórfelld lán hjá miðbanka sínum og hjá landsmönnum sjálfum. Ríkis- skuldir eru þar meiri en víðast annars staðar, atvinnuleysi hins vegar í lágmarki og hagvöxtur í hámarki. Tekið skal fram að lokum, að lagfæring Alberts Guðmundsson- ar ráðherra á svonefndu fjárlaga- gati er sérstaks eðlis. Þar er ber- sýnilega verið að „kaupa tíma“. * ÁriA 1982 rékk K»n»d»banki 1.986 milljónir dala í vexti »f riki.vikuld»bri fum, en nkilaAi í árslnk hagnaAi, 1.878 milljónum dala, til ríkis sjóós. Dr. Magni Guðmundsson, hag- fræðingur, hefur á liðnum árum starfað fyrir ýmis ráðuneyti, nú síð- ast forsætisráðuneyti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.