Morgunblaðið - 09.05.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.05.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 9. MAÍ 1984 19 Gunnar G. Schram verði að ganga úr skugga um það hvaða auðlindir kunna að finnast þar. Slíkar rannsóknir hafa fram til þessa verið af mjög skornum skammti og hefur þar fyrst og fremst hamlað skortur á fjár- magni og tækjakosti. Einn helsti áfanginn er þó könnun sem banda- ríska fyrirtækið '.Vestern Geoph- ysical Co. of America gerði á set- lögum fyrir norðan Island árið 1978. Um þessar rannsóknir og aðrar gaf iðnaðarráðherra Alþingi skýrslu 10. janúar 1980. Niðurstöður rannsókna hins bandaríska fyrirtækis voru þær að um veruleg setlög væri að ræða fyrir Eyjafirði og Skjálfanda, en tilvist setlaga er forsenda þess að um olíu eða jarðgas geti verið að ræða. Mælingar þessar voru hins vegar frummælingar og þarf að gera mun ítarlegri rannsóknir og tilraunaboranir til þess að unnt sé að segja fyrir um það með nokk- urri vissu hvort horfur séu á að olía finnist á þessu svæði. Tilraunaboranir fóru í fram- haldi af þessu fram í Flatey á Skjálfanda árið 1982 á vegum Orkustofnunar. Staðfestu þær að allþykk setlög er að finna undir eynni en borholan er hins vegar langt frá því að vera nógu djúp til þess að unnt væri að ganga úr skugga um heildarþykkt setlag- anna. Um framkvæmd annarra hag- nýtra hafsbotnsrannsókna við ís- land hefur vart verið að ræða á síðustu árum. Þó hefur nefnd um hagnýtar hafsbotnsrannsóknir, sem skipuð var 1980 af þáverandi iðnaðarráðherra, gert áætlanir um slíkar rannsóknir. Þessu til viðbótar skal þess get- ið að áform eru um rannsóknir á landgrunninu milli íslands og Jan Mayen með tilliti til auðlinda sem þar kynnu að finnast. Munu rann- sóknirnar fara fram á grundvelli samnings íslands og Noregs um Jan Mayen sem í gildi gekk 1982. Norðmenn munu kosta slíkar for- rannsóknir en íslendingar munu þó bera einhvern kostnað vegna forvinnu og úrvinnslu rannsókn- argagna. Stefnt er að því af hálfu beggja aðila að framkvæmd set- lagamælinga á Jan Mayen- hryggnum geti farið fram sumarið 1985. Lokaord Á þessari stundu er of snemmt að gera því skóna að verðmætar orkulindir sé að finna í íslenska landgrunninu. Það væri hins veg- ar lítt afsakanleg vanræksla að láta hjá líða að kanna það til hlít- ar hvað þar er að finna. Þær jarðsveiflu- og segulmælingar sem þegar hafa farið fram gefa vís- bendingar sem að nokkru leyti eru jákvæðar. Þess vegna er tímabært að Alþingi marki nú ákveðna stefnu í þessum málum og ríkis- stjórnin hefjist handa um fram- kvæmd þeirra atriða sem hér hef- ur verið drepið á. Dr. Gunnar G. Schram er alþingis- maður fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hafþór að rækjuveiðum, en hann er nú aflahæstur skipa á úthafsrækj- unni. Morgunbladiö/ Tómas Helgason. Botnfiskaflinn í Vestilrðingafjórðungi í aprfl: 1.240 lestum minni en í fyrra HEILDARBOTNFISKAFLINN í Vestfirðingafjórðungi fyrstu fjóra mánuði ársins varð samtals 25.300 lestir en var á sama tíma í fyrra 26.800 lestir. Hlutfall þorsks í aflanum bæði árin er hins vegar um 50%. Afli á innfjarðarækju er nú um 4.000 lestir samkvæmt kvóta en úthafs- rækjuaflinn er orðinn 314 lestir. Talsverður aflasamdráttur varð í apríl miðað við sama mán- uð í fyrra eða 1.240 lestum minni afli nú. Afli báta þessa fyrstu fjóra mánuði er um 2.000 lestum minni en á sama tíma í fyrra en afli togara er aðeins meiri. Veru- legur aflasamdráttur hefur á þessum tíma orðið á Patreks- firði, Bíldudal og Súgandafirði, en annars staðar hefur aflinn staðið í stað eða aukizt miðað við sama tíma í fyrra. í aprílmánuði varð aflasamdráttur mestur á ísafirði og stafar það aöallega af því, að togarinn Júlíus Geir- mundsson hefur verið frá veið- um vegna breytinga á skrúfu skipsins. Veiði á innfjarðarækju er alls staðar lokið í fjórðungnum nema frá Bíldudal, þar sem eftir er að ná um 100 lestum af kvótanum og verður veiðum þar haldið áfram til 15. maí. Af úthafs- rækju voru komnar 314 lestir á land um mánaðamótin, en í fyrra hófust þær veiðar ekki fyrr en í maí. Aflahæstur á rækjunni er Hafþór RE með 115 lestir, Sveinborg GK 57 lestir, Erlingur GK 37 lestir og Hólmadrangur ST með 33 lestir, en í afla hans er aðeins talin sú rækja sem landað hefur verið til vinnslu í landi. hóiel Ferðaskrifstofan .ÚTSÝN mHim í Súlnasal Hótel Sögu föstudaginn 11. maf. Húsið opnað kl. 19.30. Veisla og skemmtun meó Heimsreisubrag. Kynning á Heimsreisu V. Minningar í myndum frá Heimsreisu IV. Glæsilegur matseöill. Blandaðir kaldir smáréttir. Hvítlaukskryddaöur lamba- hryggur. Súkkulaöikaka skreytt meö marineruöum appelsínum. Verö aöeins kr. 890,-. Rúllugjald innifaliö. Skemmtiþáttur og dans. Ferðaskrifstofan Útsýn kynnir starfsemi Heims- reisuklúbbsins. mu 0 Fyrri þátttakendur í Heimsreisum Útsýnar eru sérstaklega velkomnir ásamt gestum sínum, en öllum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Miðasala er í anddyri Súlnasaiar í dag, milli kl. 16—19. Boröapantanir og nánari upplýsingar í símum 20221 — 29900.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.