Morgunblaðið - 09.05.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.05.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 9. MAÍ 1984 Sættum okkur ekki við erlent herlið Duarte lýsir yfir sigri sínum í for- setakosningunum í E1 Salvador San Salvador, 8. maí. AP. JOSE Napoleon Duarte, leiötogi kristilegra demókrata í El Salvador, sem flestir telja næsta öruggt aö hafi sigrað í forsetakosningunum, skor- aöi í dag á lýðræöislega kjörnar rík- isstjórnir að styðja og styrkja Salva- dorbúa jafnt efnahagslega sem hern- aðarlega. Beindi hann áskoruninni ekki síst til Bandaríkjastjórnar en kvaðst hins vegar aídrei mundu leyfa, að bandarískir hermenn berð- ust gcgn skæruliðum vinstrimanna. Á miklum fundi með fagnandi stuðningsmönnum sínum skoraði Duarte á lýðræðislega kjörnar rík- isstjórnir um allan heim að styðja Salvadorbúa efnahagslega og hernaðarlega og beindi máli sínu sérstaklega til Bandaríkjastjórn- Presti rænt í Beirút Beirút, 8. maí. AP. ÞRÍR óvopnaðir menn rændu bandaríska prestinum Benjamin Weir, sem er 52 ára, í morgun í vesturhluta Beirút, sem múham- eðstrúarmenn byggja að mestu, að sögn lögreglu. Ræningjarni er létu konu prestsins hins vegar í friði. ERLENT ar. „Við munum hins vegar aldrei sætta okkur við erlent herlið, hvort sem það kemur frá Banda- ríkjunum, Kúbu eða Nicaragua. Við skulum leysa vandamál þjóð- arinnar á lýðræðislegan hátt, ekki með ofbeldi," sagði Duarte. Skæruliðar vinstrimanna segj- ast hafa komið í veg fyrir kosn- ingu á 92 kjörstöðum af 261 í land- inu en herinn segir þá aðeins hafa truflað kosningar á 45. Kosninga- þátttaka var líka mjög mikil og erlendir fréttamenn segja frá kosningum á mörgum þeirra kjör- staða, sem skæruliðar segjast hafa lokað. Kosningatölur kristi- legra demókrata, sem þeir segja byggðar á 97% atkvæða, gefa Duarte 54,4% atkvæðanna en d’Aubuisson 45,5%. Ecuador: Febres hvetur til þjóðareiningar Quito, 8. maí. AP. LEON Febres Cordero, sem sigr- aði í forsetakosningunum í Ecua- dor á sunnudag, sagðist í dag vilja vinna aö sáttum innan þjóðfélags- ins í því skyni að vinna bug á þeirri miklu efnahagskreppu, sem ríkir í landinu. Febres er samt talinn geta átt von á mikilli andstöðu á þjóðþinginu við umbótatillögur sínar og þá fyrst og fremst frá jafn- aðarmönnum, en andstæðingur hans í forsetakosningunum, Rod- rigo Borja, er úr þeim flokki. Flokkur Borja er eftir sem áð- ur stærsti flokkurinn á þingi og hefur þar 24 þingsæti af 71. Flokkur Febres, Kristilegi flokk- urinn, hefur aðeins 9 þingsæti, en önnur þingsæti dreifast á 11 aðra srnáflokka. Með svonefnda Viðreisnarfylkingu að baki sér nú tókst Febres hins vegar að fá 52,08% atkvæða á móti 47,92%, sem Borja fékk, og verða þannig 75. forseti landsins. Febres fekur við embætti af núverandi for- seta, Osvaldo Hurtado, 10. ágúst nk. í kosningabaráttunni lofaði Febres kjósendum „brauði, hús- næði og vinnu“. Hann hét einnig að auka erlenda fjárfestingu í ferðamannaiðnaði, landbúnaði og olíuvinnslu í landinu. Við ramman er þó reip að draga, því að efnahagsörðugleikarnir eru gífurlegir. Erlendar skuldir nema 7 milljörðum doilara, verð- bólgan er um 45% á ári og fjöldi þeirra, sem hafa enga eða ónóga atvinnu, er meira en 50% af vinnufæru fólki í landinu. Á síð- asta ári dróst þjóðarframleiðsl- an saman um 3,5%. Stuðningsmenn Jose Napoleon Duartes bera hann á öxlum sér, er hann kom til aðalstöðva Kristilega demókrataflokksins í höfuðborginni, San Salvador, í gær. Noregur: Afmælismynt Ólafs konungs selst illa Ákvöröun Rússa sögð pólitísk og ástæðulaus l/ondon, 8. maí. AP. Talsmenn Alþjóðaólympíunefnd- arinnar (IOC) vildu ekki tjá sig um þá ákvörðun Sovétmanna að mæta ekki til leiks á Ólympíuleikunum í Los Angcles í sumar, og helztu leið- togar ólympíuhreyfingarinnar voru heldur ekki reiðubúnir að tjá sig um ákvörðun Rússa í gær. Hvarvetna annars staðar á Vesturlöndum ríkir undrun með ákvörðun Rússa og hún talin ástæðulaus. Höfuðstöðvum IOC höfðu ekki borizt neinar vís- bendingar um ákvörðun Rússa, áður en tilkynnt var í Moskvu að hætt hefði verið við þátttöku Sovétríkj- anna í leikunum í Los Angeles. Nikos Filaretos ritari grísku' ólympíunefndarinnar sagði er ákvörðun Sovétmanna var borin undir hann, að „ekki ætti að blanda saman íþróttum og stjórn- málum". Filaretos er fulltrúi Grikkja í IOC og sagðist hann vona að önnur austantjaldsriki færu ekki að fordæmi Rússa. í Bandaríkjunum ríkir undrun með ákvörðun Rússa, bæði meðal embættismanna og fulltrúa fram- kvæmdaraðila leikanna. Um það leyti sem Rússar kynntu ákvörðun sína hófst fundur Ronald Reagan forseta og Juan Antonio Sama- ranch forseta Alþjóðaólympíu- nefndarinnar, en viðbrögð þeirra voru ókunn er Mbl. fór í prentun. Talsmaður bandariska utanríkis- ráðuneytisins sagði ákvörðun Rússa „bíræfið pólitískt bragð, sem engan veginn væri hægt að réttlæta". Rúmenskur diplómat sagði að Rúmenar myndu „án nokkurs efa“ taka þátt í Olympíuleikunum í Los Angeles og því ekki fylgja Sovét- ríkjunum að málum. Rúmenar hafa einir austantjaldsþjóða ekki tekið þátt í gagnrýni Sovétblokk- arinnar á framkvæmdaraðila í Los Angeles. Kvað diplómatinn Rúmena ósammála öðrum komm- únistaríkjum um að öryggi íþróttamanna væri ekki nægilega tryggt. Framkvæmdastjóri vestur- þýzku ólympíunefndarinnar kvaðst undrandi vegna ákvörðun- ar Rússa, einkum vegna tímasetn- ingarinnar, þar sem Rússar hefðu áður sagt ákveða þátttöku eður ei á fundi sovézku ólympíunefndar- innar 26. maí nk. Lét hann í ljós von um að klögumál Rússa yrðu leyst og að Rússar sæju að sér og breyttu ákvörðuninni. I sama streng tók Charles Palmer leiðtogi brezku ólympíu- nefndarinnar. Kvaðst hann telja Rússa aðeins vera að skapa sér betri vígstöðu til að fá fram kröf- ur sínar um aðbúnað og öryggis- vörzlu í Los Angeles, og spáði hann að þeir tækju um síðir þátt í leikjunum. Sven Stray utanríkisráðherra Noregs harmaði í dag ákvörðun Rússa um að taka ekki þátt í leik- unum í Los Angeles í útvarps- og sjónvarpsviðtölum, og sagði hann að ákvörðunin yrði ekki til að auð- velda samskipti á alþjóðavett- vangi. Osló, 8. maí. Frá frétUriUra Morgunblaósin.s, Jan Erik Lanré. SALA á afmælismynt, sem slegin var í tilefni af 25 ára konungsafmæli Ólafs Noregskonungs, hefur gengið mjög illa. Af þessum sökum hyggst Noregsbanki, sem framleiddi mynt- ina, hefja umfangsmikla söluherferð til þess að koma henni út. Alls voru slegnir 800.000 pen- ingar af þessari silfurmynt og kostar hver þeirra 100 nkr. Enda þótt nota megi þessa peninga í al- mennum viðskiptum hafa aðeins 200.000 þeirra selzt og nú óttast Noregsbanki, að bullandi tap verði Osló, 8. maí. Frá TrétUriUra Mor(junblaósinw, Jan Erik Lauré. Á HVERJU ári farast 35—40 fiski- skip við Noreg. Þetta þýðir, að eitt skip ferst að jafnaði 10. hvern dag. Þessar tölur koma fram í skýrslu, á öllu saman. Það dregur ekki úr, að myntin inniheldur verulegt silfurmagn og því var hún dýr í framleiðslu. Ef hagnaður hefði orðið, átti hann að renna til þriggja skóla- seglskipa Norðmanna, en á meðal þeirra er hið fræga skip Christian Radich. Það var konungurinn sjálfur, sem óskaði eftir því, að hagnaðurinn yrði hagnýttur á þennan hátt. Eins og að framan segir, virðast hins ekki horfur á, að af því geti orðið. sem byggð er á rannsókn, er fram fór á tveggja ára tímabili 1980—1982. Alls fórust 110 fiskiskip og bátar á þessu tímabili. Hins vegar var aðeins þriðjungur þeirra færður inn í skrá þá, sem hið opinbera held- ur um skiptapa í Noregi. „Miklar eyður eru í hinni opin- beru skráningu á þessu sviði. Hún nær aðeins til báta, sem eru yfir 25 tonn. Rannsókn okkar nær einnig til smábátanna og þess vegna koma þessar háu tölur svo óþægilega á óvart," er haft eftir þeim sem fyrir þessari rannsókn stóðu. Skýrslan sýnir, að skiptöpum hefur fjölgað á síðustu árum. Með því að bera saman fiskiskipaflot- ann og verzlunarflotann kemur í ljós, að hættan á skiptapa er tvisv- ar sinnum meiri hjá fiskiskipun- um. Ástæðan er skortur á við- haldi. Útgerðin gefur einfaldlega svo lítið af sér, að útgerðarmenn hafa blátt áfram ekki efni á því að halda bátum sínum við, segir í skýrslunni. Harmleikur í þinghúsinu í Quebec: Byssumaöurinn skaut þrjá menn til bana Quebec, 8. maí. AP. MAÐUR klæddur hermannabún- ingi tók í dag að skjóta af vélbyssu í allar áttir inni í fylkisþinghúsinu í Quebec í Kanada. Náði hann að drepa þrjá menn og særa á annan tug, áður en lögreglunni tókst að yfirbuga hann. Fjölmennt lögreglulið kom strax á vettvang, er það spurðist, að óður byssumaður gengi ber- serksgang í þinghúsinu. Ekki tókst þó að yfirbuga manninn fyrr en eftir 4 klukkustundir. Þá hafði hann haldið lögreglumanni sem gísl allan tímann, en í valn- um lágu fréttamenn og starfs- menn þingsins. Maðurinn, sem heitir Daniel Lortie, komst inn í þingsalinn nokkrum mínútum áður en þing- fundur átti að hefjast. Sjónar- vottar segja, að hann hafi hróp- að, áður en hann greip til byss- unnar: „Hvar eru þingmennirn- ir? Ég vil drepa þá.“ Tíðir skiptapar hjá norskum fiskiskipum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.