Morgunblaðið - 09.05.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.05.1984, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 1984 fltovgtittlrlgifrUki Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 20 kr. eintakið. Ráðherrar og stjórnarstefna inglausnir eru á næsta leiti og jafnan þegar svo er eykst hitastigið í stjórnmál- unum og menn láta orð falla sem þeir ella hefðu geymt með sér. Raunar hefur ríkt spennu- ástand meðal stjórnmála- manna um nokkurt skeið á meðan þeir glímdu við fjár- lagagatið. Nú hafa tillögur í því efni séð dagsins ljós og þá leita menn að næsta kenni- leiti. Friðrik Sophusson, vara- formaður Sjálfstæðisflokks- ins, gerði það í ræðu á Sel- tjarnarnesi þar sem hann gagnrýndi leiðina sem valin var til að jafna hallann á fjár- lögum og lét í veðri vaka að formaður Sjálfstæðisflokksins ætti nú þegar að taka sæti í ríkisstjórninni til að bjarga því sem bjargað yrði. Morgunblaðið hefur svo oft áður látið í ljós skoðun sína á því hvernig best hefði verið að bregðast við eyðslu umfram efni hjá ríkissjóði að órþaft ætti að vera að endurtaka hvatningar blaðsins um það. Hvort þáttaskil verða í því efni við breytingu á ráðherr- um í ríkisstjórninni ræðst ekki einvörðungu af því hvaða menn eiga í hlut, úrslitum mun ráða hvernig að breyting- um á stjórninni verður staðið ef til þeirra kemur. Þorsteinn Pálsson, formað- ur Sjálfstæðisflokksins, hefur allt frá því hann var kjörinn á landsfundi í byrjun nóvember síðastliðins látið í veðri vaka að til þess kynni að koma að hann tæki sæti í ríkisstjórn- inni. Hins vegar hefur hann jafnan bundið það málefna- legum skilyrðum og hvorki miðað við dagsetningar né brotthvarf einstakra ráðherra úr stjórninni. Jafnframt hefur Þorsteinn gefið til kynna að það sé undir ákvörðun hans komið hvenær til slíkra breyt- inga á stjórninni kæmi. Hér á landi höfum við fá fordæmi við að styðjast í breytingum á ríkisstjórnum eftir að þær hafa verið myndaðar. Enn þá færra bendir til þess að unnt sé að framkvæma slíkar breyt- ingar í óþökk þeirra sem ráð- herrasæti skipa. Ræða Friðriks Sophussonar mun ekki leiða til neinna breytinga á ríkisstjórninni nú eða á næstu vikum og jafnvel mánuðum. Hún hefur hins vegar gefið Þorsteini Pálssyni tækifæri til að gera almenn- ingi grein fyrir því að hann telji ríkisstjórnina standa á tímamótum, hún hafi unnið þrekvirki og þurfi nú „að gera þessi miklu umskipti að var- anlegum veruleika", eins og hann orðaði það í Morgunblað- inu. Steingrímur Hermanns- son, forsætisráðherra, tók undir þessi ummæli Þorsteins hér í blaðinu í gær. Telur ráðherrann raunar að sátt- máli stjórnarinnar sem varð til fyrir réttu ári nái aðeins til þess að „slá niður verðbólguna eins fljótt og hægt var“ og þess sem hann kallar „pen- ingamálastefnuna", nú þurfi að hefja þriðja áfangann og í því efni fer forsætisráðherra að því er virðist inn á svipaða málefnabraut og Þorsteinn Pálsson. Ástæða er til að draga skil á milli endurnýjunar á verk- efnaskrá ríkisstjórnarinnar og endurnýjunar á mönnum sem sitja í ríkisstjórninni. Umræð- ur um málefni geta leitt til mannabreytinga og jafnvel stjórnarslita, en þótt slíkar umræður hefjist nú sýnast hvorki mannabreytingar né stjórnarslit á næsta leiti. Afl atkvæða Eins og sagt var frá í Morg- unblaðinu í gær liggur nú á borðum þingmanna greinar- gerð eftir Jón Ragnar Stef- ánsson, dósent í stærðfræði, þar sem sýnt er fram á með stærðfræðilegum rökum að reglan um úthlutun þingsæta innan hvers kjördæmis sem mótuð er í frumvarpi til nýrra kosningalaga virði að vettugi það sjónarmið að afl atkvæða skuli ráða niðurstöðu kosn- inga, það er að ef tiltekinni fylkingu kjósenda eins og sama framboðslistans er út- hlutað einum fulltrúa, þá eigi sérhver fjölmennari fylking rétt á einum fulltrúa. „Ein- dregið verður að ráða frá, að slík úthlutunarregla verði lögfest," segir Jón Ragnar Stefánsson meðal annars í greinargerð sinni. Hér er hreyft máli með svo sterkum rökum að þingmenn geta ekki látið undir höfuð leggjast að íhuga gaumgæfi- lega hvort ekki sé nauðsynlegt að taka reglurnar um úthlutun þingsæta í kosningalagafrum- varpinu til endurskoðunar. Vert er að leggja áherslu á að hér er ekki lagt til að hróflað sé við ákvæðum um breytingu á stjórnarskránni heldur litið á lagaatriði sem einfalt er að breyta náist um það samstaða. MorKunblaðið/Kristján Einarsson. Úthlutunarnefnd norræna þýðingarsjóösins á fundi í Norræna húsinu í Reykjavík. Á myndinni eru (f.v.) Ebba Hentze Færeyjum, Aqigssiaq Möller Grænlandi, Sissel Lange-Nielsen Noregi, Gerður Steinþórsdóttir, sem er varamaður Kristjáns Karlssonar, Harald Lövás starfsmaður norrænu menningarmálaskrifstofunnar, Jon Kldar Einejord Noregi, fulltrúi Sama, Bengte Vagnkilde, ritari menningarmálaskrifstofunnar í Kaupmannahöfn, og Kai Laitinen fulltrúi finnskumælandi Finna. Uthlutunarnefnd norræna þýðingarsjóðsins: 1,6 milljónum danskra króna veitt til þýðinga norrænna bókmenntaverka Úthlutunarnefnd norræna þýðingarsjóðsins ákvað á fundi í Keykjavík í gær að styrkja útgáfu Hmm íslenzkra bókmenntaverka á öðrum Norðurlandamálum. Bók Svövu Jakobsdóttur, GeFtð hvort öðru, verður þýdd á dönsku, bók Snorra Hjartarsonar, Lauf og stjörnur, verður þýdd á sænsku, barnabækumar Sitji Guðs englar eftir t.uðrúnu Helgadótt- ur og Himnaríki fauk um koll eftir Ármann Kr. Einarsson verða þýddar á dönsku og norsku, og loks verður Jarteignabók Þorláks biskup helga þýdd á dönsku. Jafnframt var ákveðið að styrkja útkomu bókanna Resje pá Island eftir Martin A. Hansen, Juleora- toriet eftir Göran Tunström, Agnes Cecilia eftir Maria Grite og danskr- ar landafræði um ísland. Nefndin hefur það hlutverk að úthluta fjúrmunum, sem Norður- landaráð veitir árlega til þýðinga norrænna bókmenntaverka, en að þessu sinni lágu fyrir samtals 115 umsóknir um styrkveitingar, en á þessu ári verður samtals 1,6 millj- ónum danskra króna úthlutað. Það eru bókaútgefendur sem sækja um styrkveitingar úr nor- ræna þýðingarsjóðnum, en ekki höfundar. Reynt er að úthluta jafnt til fullorðinsbókmennta sem barna- bókmennta, og að sögn nefndar- manna njóta þær bókmenntir góðs af sjóðnum, sem ella hefðu tæpast verið þýddar á önnur Norðurlanda- mál. Á fundi með nefndarmönnum kom fram að langmest sé um þýð- ingar á dönsku, norsku og sænsku, og fá dæmi um að þýtt sé úr einu fámennistungumálinu á annað. Kemur þar fyrst og fremst til skortur á hæfum þýðendum, að sögn nefndarmanna. Einnig kom fram að 9% fjár- upphæðarinnar koma í hlut íslands, Danmörk, Noregur og Finnland fá 17% hvert land, Færeyjar 9%, Grænland 6% og 6% er veitt tií þýðinga á verkum úr og á mál sama. FAXAFLÓI REVKJAFELL H»yk|avik VtSTURLANOSVEOUR 0)1 1/11 VALK0STIR HÍÖ92C Kort þetta (slitna línan) sýnir legu nýs Vesturlandsvegar, samkvæmt tillögu til þingsályktunar sem lögð hefur verið fram á Alþingi, en flutningsmenn hennar tengja vegagerðina möguleikum fiskræktar og laxahafbeitar í Leiruvogi og Kollafirði. Þingsályktunartillaga um nýjan Vesturlandsveg: „íslendingar taki forystu í laxahafbeit á N-Atlantshafia Matthías Mathiesen og Fétur Sig- urðsson hafa lagt fram á Alþingi tillögu um könnun á nýrri legu Vesturlands- vegar, þ.e. „hvort hagkvæm sé vega- og brúargerð úr Geldinganesi yfir Leiru- vog og Kollafjörð í Kjalarnes og verði sérstaklcga kannað hvort skapa megi í sambandi við slfka vega- og brúargerð áskjósanlega aðstöðu til hafbeitar fyir lax í Kollafirði og Leiruvogi“. Sú vega- og brúargerð, sem hér um ræðir, styttir leiðina frá Reykja- vík upp á Kjalarnes, og leiðina vest- ur og norður, um allt að 10 km. Borg- aryfirvöld hafa tryggt sér möguleika á hraðbrautarlagningu yfir Elliða- vog um Geldinganes, en þar er eitt af framtíðarbyggingarsvæðum Reykja- víkur. f greinargerð segir að fiskirækt, ekki sízt laxahafbeit, sé einn álitleg- asti kosturinn til að auka á fjöl- breytni atvinnulífs, enda hafi til- raunir leitt í ljós hagkvæmni laxa- hafbeitar, einkum á suðvestan- og vestanverðu landinu. Þessar sam- gönguframkvæmdir gætu tengst því að skapa hagstæða sleppi- og mót- tökuaðstöðu fyrir lax á þessu svæði. Þá megi reisa afkastamikla seiðaeld- isstöð, sem framleitt gæti milljónir sjógönguseiöa. Möguleikar séu einn- ig á að nýta heitt vatn til upphitunar sjávar á afmörkuðu svæði í Kolla- firði eða Leiruvogi. í greinargerð er vitnað til hafbeit- ar á ýmsum laxategundum erlendis, einkum í Norður-Kyrrahafi, sem gefi Bandaríkjamönnum, Kanada- mönnum, Japönum og Sovétmönnum mjög mikla árlega veiði. Þannig stefni Sovétmenn (100 þúsund tonna árlega framleiðslu af hafbeitarlaxi. Vel fari á því að íslendingar taki forystu í fiskiræktarmálum með laxahafbeit í Norður-Atlantshafi, enda náttúruleg skilyrði til laxa- hafbeitar talin mjög ákjósanleg hér við land.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.