Morgunblaðið - 09.05.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.05.1984, Blaðsíða 26
(.aortiV o áTrr^AriTTvr.mt** mn * Tvn*n r<ar»«r 26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MAl 1984 Aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum: 10% atvinnurekstrarfram- tala til ítarlegrar rannsóknar Fjárhagsáætlun Kópavogs 1984 Bæjarstjóm Kópavog.s hefur sam- þykkt fjárhag.sáætlun árins 1984. í frétt frá bæjarstjórninni segir, að sameiginlegar tekjur á rekstraráætlun séu 326,2 millj. króna, en rekstrar- tekjur í heild 396,7 millj. kr. þegar meðtaldar eru rekstrartekjur einstakra stofnana sem eru 70,5 millj. kr. Af ein- stökum tekjuliðum eru þessir hæstir: Útsvör 191,8 milljónir, fasteignaskatt- ur 45,2 milljónir, aðstöðugjald 35,0 milljónir og hlutdeild í innheimtu sölu- skatts 35,0 milljónir. Rekstrargjöld eru í heild 264,6 milljónir, en 194,1 milljón að frá- dregnum tekjum. Mestu fé er varið til félagsmála 59,2 milljónum. Fram- lögum til félagsmála er m.a. varið þannig: Til dagheimila og leikskóla 16,3 milljónir til 8 stofnana, leikvell- ir 4,3 milljónir og framlag til sjúkra- samlags 18,2 millj. Síðan koma fræðslumál með 45,7 milljónir. Þar er stærsti liðurinn rekstur 7 grunnskóla og 1 fjölbrautaskóla, Menntaskólans í Kópavogi. Til rekstrar og viðhalds gatna og hol- ræsa og til umferðarmála er varið 25,0 milljónum, en 11,8 að frádregn- um tekjum. Æskulýðsmál, íþrótta- mál, skrúðgarðar og útivist fá 19,1 milljóna króna. Þar er stærsti liður- inn styrkir til starfsemi íþróttafé- laga, tómstundafélaga o.fl., 9,1 millj- ón króna. Loks má nefna að áætluð fjárframlög til rekstrar strætis- vagna Kópavogs eru 9,9 milljónir króna. Afgangur á rekstrarreikningi, sem varið er til framkvæmda og fjár- magnsbreytinga, er áætlaður 132,1 milljón króna, eða 40,4% af sameig- inlegum tekjum. Þar af er áætlað að verja 33 milljónum til fjármagns- hreyfinga, aðallega afborgana lána umfram lántökur. Þá er veitt 99 milljónum til framkvæmda úr bæj- arsjóði. Að viðbættum ríkisframlög- um til framkvæmda við skólabygg- ingar, dagheimili o.fl. svo og gatna- gerðargjöldum er framkvæmdafé alls 142,8 milljónir. Stærsti liður er götur, holræsi og umferðarmál, 41,7 millj. Síðan koma fræðslumál með 34,3 milljónir, fé- lagsmál með 30,0 milljónir, ýmis mál með 21,7 milljónir, æskulýðs- og íþróttamál, skrúðgarðar og útivist með 8,0 milljónir. Af einstökum framkvæmdum ber þessar hæst: millj. Snalandsskóli 17,0 Leiguíbúðir og framlag v verkamannabúsi. 12,4 DagvisUrheimili 11,7 Holræsi og hreinsistöð 10,0 Félagsheimili 9,2 Nýbýlavegur 7,2 (íatnagerð í (irundum 6,8 Digranesskóli 6,5 Alþingi hefur samþykkt þingsályktun frá Jóhönnu Siguröardóttir og fleiri þing- mönnum Alþýðuflokks um aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum. Ríkisstjórnin skal tafarlaust: • endurskoða lög um dómsvald í héraði o.fl. í þeim tilgangi að stofnuð verði sérdeild við saka- dóm Reykjavíkur er fjalli um skattsvik, bókhaldsbrot, gjald- eyrisbrot og verðlagsbrot. • beita sér fyrir sjálfvirkum sektarákvæðum og hækkuðum sektum. • undirbúa nauðsynlegar breyt- ingar á ýmsum lögum, sem tryggi ítarlegri og samræmdari sundurliðun á reikningsliðum fyrirtækja og einstakling í at- vinnurekstri. Sérstaklega verði endurskoðaðir frádráttarliðir frá tekjum, risnukostnaður, bíla- fríðindi o.fl. • beita sér fyrir aukinni hag- ræðingu og tölvuvæðingu við upplýsingaöflun og úrvinnslu skattframtala og fylgigagna. • fjölgað verði sérhæfðu Alþingi samþykkti fyrir helgi þingsályktun sem felur ríkisstjórninni að beita sér fyrir því ;,að rannsóknir og veiðar á Islandsmiðum utan efnahagslögsögunnar verði starfsliði við embætti skatt- rannsóknarstjóra svo og á skattstofum. Að því verði stefnt að taka a.m.k. 10% skattfram- tala fyrirtækja og einstaklinga í atvinnurekstri til ítarlegrar rannsóknar. stundaðar í vaxandi mæli.“ í greinargerð er minnt á þýð- ingarmikil hafsbotnsréttindi á Reykjaneshrygg, Rockal-Hatt- on-hásléttunni og Jan May- en-svæðinu. Þessi réttindi nái ótvírætt til lífvera sem eru á hafsbotni og vafalítið einnig, er tímar líða, til uppsjávarveiða. Rannsóknir og nýting komi til með að vega þungt þegar endan- lega verði skorið úr um eignar- og hagnýtingarrétt á víðáttu- miklum hafsvæðum sem hér er um að tefla. Flutningsmenn vóru Eyjólfur Konráð Jónsson og átta aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokks. Til- lagan hefur verið send ríkis- stjórninni til fyrirgreiðslu. Endurreisn Viðeyjarstofu: Lokið á 200 ára kaup- staðarafmæli Rvíkur Fram er komin tillaga til þings- ályktunar sem felur ríkisstjórn- inni, ef samþykkt verður, að gera áætlun um endurreisn Vióeyjar- stofu. Byggingin verði færð í upp- runalegt horf en við það miðað að þar megi stunda veitingar- ekstur og ráðstefnuhald. Áætl- unin verði við það miðuð að framkvæmdum sé að fullu lokið fyrir 18. ágúst 1986 en þá eru tvær aldir frá því að höfuðborg íslands fékk kaupstaðarréttindi. Kostnaðaráætlun verksins verð- ur lögð fram í tæka tíð fyrir af- greiðslu fjárlaga 1985. Flutningsmenn eru Jón Bald- vin Hannibalsson og Jóhanna Sigurðardóttir, þingmenn Al- þýðuflokks. Þingsályktun: Rannsóknir og veiðar utan efnahagslögsögu Andrei Sakharov: Sovésk stjórnvöld hyggjast ganga af konu minni dauðri „Þaó, sem Jelena Bonner og Andrei Sakharov mega þola, er verra en nokkur maður getur gert sér í hugarlund. Þvinganir, grimmd, líkamlegt og andlegt ofbeldi — allt hefur verið gert til þess að brjóta niður þrek þeirra." Þannig kemst rithöfundurinn Natalia Viktorowna Gesse frá Leningrad að orði fyrir skömmu í viðtali við rússneska útlagatímaritið „Russkaja Mysl“, þar sem hún skýrir fra líðan sóvézka eðlisfræðingsins og nóbelsverðlaunahafans Andrei Sakharovs og konu hans, Jelenu Bonn- er. Natalia Gesse hitti Sakharov síðast í lok desember sl. í borginni Gorki, þar sem hann dvelst í út- legð og við Jelenu Bonner ræddi hún siðast í byrjun febrúar. í við- talinu við „Russkaja Mysl“ kemst Natalia Gesse ennfremur svo að orði: „Síðast þegar ég hitti Sakharov, varð mér starsýnt á hryggilegt út- lit hans. Hann hefur elzt mjög og er orðinn sjúkur. En hann gerir allt tii þess að gleyma sínum eigin veikindum, enda þótt hann þjáist af of háum blóðþrýstingi og hafi hvað eftir annað fengið hjarta- áfall. Nú er heilsu hans þannig farið, að hann megnar ekki að ganga nema fimm til sjö þrep upp stiga án þess að nema staðar og jafna sig. Það, sem þjakar hann þó mest, eru áhyggjur út af veikind- um konu hans. Jelena Bonner hefur nú orðið fyrir því að fá kransæðastíflu öðru sinni og það áður en hún hafði náð sér eftir fyrra hjartaáfall sitt. Hún hafði lagt á sig mikil ferðalög milli Gorki og Moskvu bæði til að verða þeim hjónum úti um mat- væli en einnig til þess að útvega manni sínum þau vísindatímarit, sem hann gat ekki án verið. Af þessum sökum gat hún ekki haldið jafn lengi kyrru fyrir og nauðsyn- legt var út af veikindum sínum né heldur fékk hún þá læknisaðstoð, sem hún þurfti." Natalia Gesse hitti Jelenu Bonner síðast 3. febrúar sl. og kvaðst hafa verið mjög slegin yfir útliti hennar. „Ég sá fyrir mér manneskju með fölbláar varir. Hún hafði bláa bauga undir aug- unum og gat ekki gengið lengra en 20 metra hjálparlaust." Vörður er stöðugt við aðset- ursstað hennar, ekki bara í Gorki heldur einnig þegar hún dvelst í Moskvu. Skilríki allra þeirra, sem fara inn í íbúð hennar, eru skoðuð og engir útlendingar fá að koma þangað. Ef hún vill hafa samband við erlenda fréttamenn verður hún að fara úr íbúð sinni og gera það annars staðar. Andrei Sakharov ásaml konu sinni, Jelenu Bonner. Mynd þessi var tekin í Moskvu áður en Sakharov, sem hlotið hefur friðarverðlaun Nóbels, var rekinn í útlegð. Sakharov, sem er 62 ára gamall, var handtekinn á götn í Moskvu 22. janúar 1980 og sendur í útlegð til borgarinnar Gorki. Hann hefur aðeins getað haft samband við um- heiminn fyrir atbeina konu sinnar, Jelenu Bonner, sem er fyrrverandi barnalæknir. Margir kunnir sovézkir leiðtog- ar, þeirra á meðal hinn látni leið- togi sovézka kommúnistaflokks- ins, Yuri Andropov, hafa ekki hik- að við að láta í ljós efasemdir varðandi geðheilbrigði Sakharovs. Þegar Natalia Gesse er spurð um andlega heilbriðgi hans, svarar hún m.a.: „Á Sakharov hefur ekki orðið nein breyting í andlegu né siðferðilegu tilliti. Hann er eftir sem áður maður, sem býr yfir óvenju miklu jafnvægi og er bæði tillitssamur og athugull. Hann býr yfir krafti, sem lætur lítið yfir sér en hvorki er unnt að beyja né brjóta á bak aftur. Skiln- ingur hans, lifandi áhugi á öllu sem gerist og sá upplýsingaforði, sem hann ræður yfir, kemur manni mjög á óvart. Þess verður að gæta, að í Gorki geta þau hjón- in ekki einu sinni hlustað á útvarp. Auk venjulegra truflunartækja er þarna hverfill, sem komið er fyrir í grennd við íbúð þeirra, svo að þeim er ókleift að ná sovézka sjón- varpinu. Vestrænum útvarps- sendingum er auðvitað útilokað að ná þarna." Natalia Gesse kveðst í viðtalinu við „Russkaja Mysl“ vera sann- færð um, að sovézk stjórnvöld séu nú ákveðin í að ganga af Sakhar- ovhjónunum dauðum. Þau byrji á Jelenu Bonner. Hún, sem var sterkbyggð og heilbrigð kona, sé nú orðin heilsuveilli en Sakharov, en með þvi að eyðileggja heilsu hennar vonist stjórnvöldin til þess að brjóta hann niður. „Ástand hennar er dapurlegt. Sakharov hefur beðið mig að skýra fólki á Vesturlöndum frá eftirfarandi: Allir verða að vita það, að verið er að ganga af Jelenu Bonner dauðri og að það er gert á skipulegan hátt með öllum tiltækum ráðum. Sakh- arov bað mig jafnframt að skýra frá því, að dauði hennar myndi jafnframt þýða dauða hans."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.