Morgunblaðið - 09.05.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.05.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 1984 27 Unnur Steinsson, fegurðardrottning Íslands 1983. Hún lætur titilinn af hendi um aðra helgi. Fegurðardrottning íslands 1984: Þátttakendur verða kynntir á föstudag STÚLKURNAR tíu, sem taka þátt í keppninni um titilinn Fegurðar- drottning íslands, verða kynntar á sérstöku kynningarkvöldi í veit- ingahúsinu Broadway á föstudag. Koma stúlkurnar fram í síðum kjólum og síðan á baðfótum. Við þetta tækifæri verður Ljósmynda- fyrirsæta ársins valin og einnig vinsælasta stúlkan. Hana velja þátttakendur sjálfir úr sínum hópi. Fegurðardrottning íslands verður síðan krýnd 18. maí. Fjölbreytt skemmtiatriði verða á kynningarkvöldinu. Verk Gunnars Þórðarsonar, Tilbrigði við stef, sem sérstaklega var samið fyrir keppnina í fyrra, verður flutt á ný en að þessu sinni með dansívafi íslenska dansflokksins. Hefur dansinn ekki verið fluttur áður. Þá munu samtökin Model 79 vera með tískusýningu og dansflokkur frá Jassballettskóla Báru sýna dansa úr myndinni Staying Alive. Þá munu þau Þuríður Sig- urðardóttir og Björgvin Hall- dórsson syngja tóna um fegurð- ina. Eftir ýmsu er að slægjast fyrir stúlkurnar með þátttöku í keppninni. Allar fá þær hinar ýmsu gjafir; Very Cold Duck- og Paul Masson-kampavín frá K. Karlsson, Yves Rochers-snyrti- vörur frá heildverslun Magnúsar Dalberg, blóm frá Stefánsblóm- um, vasadiskó frá Hljómbæ og sundbol frá Triumph, auk þess sem Fegurðardrottning íslands fær demantshring að gjöf frá Demantahúsinu í Hafnarfirði og sérsaumaðan kjól frá Maríunum. Þá býður tískuverslunin Garbo Fegurðardrottningu íslands og Fegurðardrottningu Reykjavík- ur að velja sér fatnað úr verslun- inni. Þá eru ótalin þau ferðalög, sem sex þátttakendanna eiga í vændum. Miss Universe-keppnin fer fram í Miami í Flórída, Miss World í London, Miss Internat- ional í Yokohama, auk þess sem stúlkur verða sendar í keppni um Miss Europe, Scandinavia og Nations. Sjö manna dómnefnd kveður upp úrskurð á krýningarkvöld- inu og eiga eftirtaldir sæti í henni: Hanna Frímannsdóttir, snyrtisérfræðingur, Ólafur Laufdal, veitingamaður, Brynja Nordquist, sýningarstúlka, Frið- þjófur Helgason, ljósmyndari, Hans Indriðason, forstöðumaður markaðsdeildar Norðursvæðis Flugleiða, ólafur Stephensen, eigandi auglýsingastofanna ÓSA og Gott fólk, og Unnur Arn- grímsdóttir, danskennari. Rétthafar myndbanda bjóða peningaverðlaun: Fólk gæti haft rífandi tekjur — með því að koma upp um ólöglegar myndbanda- leigur, segir talsmaður rétthafanna „VIÐ ERUM búnir að reyna alit en löggjöfin og yfirvöld eru svifasein, svo við ákváðum að reyna að færa eftirlitið út með þessum hætti. Viðbrögð hafa þegar verið mjög góð,“ sagði Gunnar Guðmundsson hdl., framkvæmdastjóri Samtaka rétthafa myndbanda á íslandi. Sam- tökin hafa boðið peninga þeim, sem geta sannað að myndbandaleigur versli með ólöglegt myndbandaefni, þ.e. myndbönd, sem ekki hafa verið fengin hjá rétthöfum hérlendis. Greiddar verða 2000 krónur fyrir upplýsingar um leigu á kvikmynd- um, sem ekki eru fengnar hjá rétt- höfum efnisins og 4000 krónur fyrir upplýsingar um myndir, sem ósýnd- ar eru í kvikmyndahúsum. „Þetta er hugsað sem aðvörun til myndbandaleiganna," sagði Gunnar Guðmundsson, „þ.e. þeirra, sem sjá sér hag í því að vera með ólöglegt efni á boðstól- um. Ætlunin er, að þetta verði til þess að þær annaðhvort hætti al- veg að leigja ólögleg bönd eða dragi að minnsta kosti verulega úr því.“ — En hvað telst vera fullnægj- andi sönnun, eins og talað er um í auglýsingu samtakanna? „Menn þurfa að hafa kvittun fyrir viðkomandi spólu. Helst þyrftum við að fá að sjá hana,“ sagði Gunnar. „Það er augljóst, að hér getur orðið um verulegar fjár- hæðir að ræða — einhverjir gætu • haft af þessu rífandi tekjur — en það fer mikið fjármagn í súginn vegna tapaðra viðskipta hjá rétt- höfunum." Hann sagðist ekki þora að slá neinu föstu um magn ólöglegra myndbanda á markaði hér, sagði aðeins að það væri töluvert. „Við berjumst fyrir því að Alþingi sam- þykki stjórnarfrumvarp um breyt- Ingu á höfundarlögum. Það myndi færa öll brot af þessu tagi í hend- ur Rannsóknarlögreglu ríkisins og þá þyrfti ekki lengur að standa í tímafrekum og fyrirhafnarmikl- um einkamálarekstri. Það hlýtur að slæva réttarvitund fólks mjög alvarlega að horfa stöðugt upp á að framin séu réttarbrot fyrir opnum tjöldum," sagði Gunnar Guðmundsson. Inflúensufaraldurinn: Óvíst hvort hámarkinu er náö „ÞAÐ er erfitt að segja um hvort flensufaraldurinn hefur náð hámarki enn því fólk leit- ar ekki til læknis nema í hluta tilvika," sagði Heimir Bjarna- son, aðstoðarborgarlæknir í samtali við Mbl. „Það er reyndar engin ástæða til þess að leita læknis í ílestum tilvik- um. Það er ekkert óvenjulegt við þennan inflúensufarald- ur.“ Að sögn Heimis virðist þó flest benda til þess, að far- aldurinn hafi verið í upp- gangi í aprílmánuði en hvort toppnum væri nú náð væri útilokað að segja um. Sumir vinnustaðir hefðu farið verr út úr þessu en aðrir, m.a. kannski vegna þess að þeir sluppu tiltölulega vel síðast. Við það að fá flensuna öðlað- ist fólk visst mótefni. Menningarmálanefnd Norðurlandaráðs: Rætt um nemenda- og kennaraskipti Stykkishólmi. 7. maí. Menningarmálanefnd Norður- landaráðs sat um helgina fund í fé- lagsheimilinu í Stykkishóimi og er þetta í fyrsta skipti, sem nefndin þingar hér við Breiðafjörð. Fundur- inn hófst klukkan 10 á laugardags- morgun og að honum loknum á sunnudag fóru þingfulltrúar í ferð hér um eyjasundin. Formaður nefndarinnar Eiður Guðnason alþm. setti fundinn og stjórnar honum. Hann bauð full- trúa velkomna og eru rúmir þrjá- tíu sem sitja fundinn frá öllum Norðurlöndum. Ég ræddi lítilsháttar við Eið Guðnason í hádeginu og sagði hann mér að leitast væri við að þessir fundir væru haldnir utan Höfuðborga norðurlanda til þess að þingfulltrúum gæfist tækifæri til að sjá meira af landinu en höf- uðborgirnar einar saman. Fundurinn í morgun var aðal- lega umræða um undirbúning menningarfjárlaga Norðurlanda fyrir árið 1986, en á næsta ári er upphæð fjárlaganna 185 milljónir danskar krónur. Þá var rætt um menningarmálasvið þau sem nefndin leggur sérstaka áherslu á, svo sem hina ýmsu þætti menningarlífsins á Norðurlönd- um eins og aukin samskipti ungs fólks á Norðurlöndum bæði á sviði íþrótta og æskulýðsmála. Ákveðið var að snemma næsta haust myndi nefndin gangast fyrir sérstakri ráðstefnu um nemenda og kennaraskipti milli landanna, og telur nefndin að þessi skipti geti verið mjög gagn- leg tengsl og verði að leggja áherslu á að koma þeim í gagnið sem fyrst. Hefir verið beðið um úttekt þessara mála og mun hún liggja fyrir á ráðstefnunni. Einnig ræddi nefndin í morgun um framtíðarfjármögnun til . reksturs svæðaskrifstofa nor- rænu félaganna, en um það mál hafa verið nokkuð skiptar skoð- anir. Niðurstaðan varð sú að leggja til að reksturinn verði fjármagnaður með norrænu fé næstu 3 árin en eftir það liggi þá fyrir skýrsla um framhaldið. Síðar í dag verða ræddar ýms- ar tillögur sem fyrir nefndinni liggja og síðar verður einnig rætt um þær tillögur 5-mannanefnd- arinnar svonefndu sem fram hafa komið um breytingar á starfstil- högun í Norðurlandaráði, þ.e. þá þætti sem varða menningarmál- in. Ég ræddi einnig við nokkra erl- enda fulltrúa á fundinum og voru þeir mjög ánægðir með dvölina í Stykkishólmi, enda veður ágætt og þá þarf ekki að spyrja að nátt- úrufegurðinni. Fulltrúar á fundi menningarmálanefndar Norðurlandaráös í Stvkkishólmi. MorKunblaAift/A Radarsvari á Miðfiarðarsker? Borgarnesi, 4. maí. VITANEFND hefur mælt meö því við ráöherra að sett verði upp ný leibeiningarmerki á Miðfjarðar- sker í mynni Borgarfjarðar í stað vitans sem þar var en brotnaði í brimi í vetur. Vitamálanefnd tók ekki beina afstöðu til þess hvernig merki ætti að setja þarna upp, hvort endurreisa ætti vitann eða ann- að en að sögn Aðalsteins Júlíus- sonar vitamálastjóra hallaðist nefndin helst að því að setja þarna upp radarsvara og þá önn- ur merki innar í firðinum. Ekki sagði Aðalsteinn vitað hvort af framkvæmdum yrði í sumar, það réðist af því hvort aukafjárveit- ing fengist og hvenær hægt yrði að framkvæma mælingar og annan nauðsynlegar undirbún- ing. Miðfjarðarskersviti var voldugt steinmannvirki, byggður 1939. Hann gegndi því hlutverki að leiðbeina við innsiglinguna inn Borgarfjörð sem er hættuleg vegna skerja og grynninga og var auk þess mikilvægur til leið- beiningar við siglingar fyrir Mýrum. _ HBj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.