Morgunblaðið - 09.05.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.05.1984, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 1984 Atvinnumiðlun náms- manna tekin til starfa AtvinnuniiAlun námsmanna hefur tekið til starfa. í fvrra skráðu um 600 námsmenn sig þar og má búast við verulegri aukningu í ár, segir í fréttatil- kvnningu. Tveir starfsmenn munu starfa við AN í sumar og eru atvinnurekendur hvattir til að notfæra sér þessa þjón- ustu. AN er til húsa í Félagsstofnun stúdenta við llringbraut og verður opin alla virka daga frá kl. 9—17. Þau samtök sem að atvinnu- miðluninni standa eru: Stúdenta- ráð Háskóla íslands (SHÍ), Banda- lag íslenskra sérskólanema (BÍSN), samband íslenskra náms- manna erlendis (SÍNE) og Lands- samband mennta- og fjölbauta- skóla (LMF). Vinnuskólinn í Reykjavík: Vinnulaunin í sumar ákveðin Á FUNDI borgarstjórnar á fimmtudag var samþykkt með at- kvæðum meirihlutans að laun 14 ára unglinga í Vinnuskóla borgarinnar yrðu 37,76 krónur á tímann í sumar og 15 ára unglingar fengju 42,76 krónur á tímann. Borgarfulltrúar Alþýðubanda- lagsins og Kvennaframboðsins gerðu tillögu um að tímakaupið yrði um tveimur krónum hærra á báða aldursflokkana. Tillaga Kvennaframboðsins kvað á um að Myndakvöld Ferðafélags íslands SÍDASTA myndasýning Ferða- félags íslands samkvæmt dagskrá liðins vetrar verður í kvöld að Hótel lloli og hefst klukkan 20.30. Á dagskrá eru kynningar á öræfunum norðan Vatnajök- uls, þjóðgarðinum í Skaftafelli, stöðum á Reykjanesi og óbyggðum norðan við Mýr- dalsjökul. launin í Vinnuskólanum yrðu bundin við ákveðið hlutfall af tekjutryggingu, þannig að 14 ára unglingar fengju tímakaup sem miðaðist við 50% af tekjutrygg- ingu og 15 ára 60%. Guðrún Jónsdóttir, (Kvfr.) sagði að með þessari tillögu væri gerð tilaun til að koma reglu á launaákvarðanir fyrir Vinnuskólann. Vinna ungl- inganna væri ekki til svo lítils gagns og meta ætti hana til launa sem slíka. Davíð Oddsson borgarstjóri, sagði að ákveðnar reglur hefðu gilt um vinnulaunin í Vinnuskóla borgarinnar og miðað væri við lægsta unglingataxta. Laun í skól- anum hefðu aldrei verið hærri en nú ef miðað væri við laun á hinum almenna vinnumarkaði. Sam- kvæmt reglugerð Vinnuskólans miðuðust starfshættir hans við m.a. náttúruskoðun og æsku- lýðsstarf og ástæða væri til að reka hann áfram í þeim farvegi. Jafnframt bæri að taka tillit til þess að borgin greiddi ekki ýmis gjöld af launum í Vinnuskólanum eins og af almennum launum. Tillögur Alþýðubandalagsins og Kvennaframboðsins fengu aðeins 7 atkvæði og því ekki stuðning. Færeyskar bókmennt- ir í Tímariti MM ANNAÐ hefti TímariLs Máls og menningar er að hluta helgað fær- eyskum bókmenntum. Turið S. Joensen, sem hefur m.a. stundað nám við Háskóla íslands, skrifar greinina „í leit að nútíð- inni — í uppgjöri við fortíðina" um nýjar færeyskar bókmenntir, og birt eru sýnishorn í bundnu og óbundnu máli eftir fjögur færeysk skáld. Islensk skáld eiga einnig efni í heftinu; Ijóð eru eftir Sigurð A. Magnússon, Kristján Árnason, Einar Ólafsson, Sigfús Bjart- marsson og Kristján Jóh. Jónsson, og saga eftir Pétur Hraunfjörð. Þorgeir Þorgeirsson hugleiðir grein Milans Kundera sem birtist í síðasta hefti í ádrepunni „Viska sem erfitt reynist að sætta sig við“. Birt er erindi Einars Kára- sonar frá nýlegum fundi um ís- lenskar bókmenntir, og Thor Vilhjálmsson skrifar um spænska Nóbelsskáldið Vincente Aleix- andre. Tvær greinar um bókmenntir eru í heftinu, önnur um nýjar at- huganir á íslendingasögum eftir Véstein Ólason, hin nefnist „Kon- an, draumurinn og dátinn" og er eftir Kristin Kristjánsson. Ritdómar eru um nýjustu bæk- ur Ólafs Hauks Símonarsonar og Anúrésar Indriðasonar. 85 ára afmæli: Bæring Elísson í Stykkishólmi Á þessum merkisdegi vinar míns Bærings Elíssonar þykir mér hlýða að scnda honum kveðju og árnaðaróskir. Hann er fæddur í Berserkseyri í Eyrarsveit. Þar sleit hann barns- skónum og varð eins og aðrir tápmiklir drengir að fara snemma að hjálpa til á búi foreldra sinna. Bæring fékk kosti foreldra sinna í vöggugjöf og þá hefir hann varð- veitt vel gegnum árin. Hjálpsemi hans er við brugðið. Það fer ekki hátt þó hann líti til þeirra sem eiga í erfiðleikum. Sérstaklega minnast margir hans og þeirra hjóna þegar þau bjuggu í Bjarnar- höfn, einu mesta stórbýli hér á Snæfellsnesi. Greiðasemi hans og orðheldni skal líka minnst á, því þau einkenni hafa veitt honum marga gleðina og verkhyggni hans og dugnaður við öll störf sýna sig á hverjum degi. Enn í dag ekur hann jeppanum sínum upp í sveit og enn er hann vinnuþjarkur að hverju sem hann gengur. Æsku- krafturinn hefir enst vel. f rúm 40 ár höfum við Bæring verið góðir vinir. Höfum átt sam- an margar góðar stundir í röðum sjálfstæðismanna og eins vorum við stofnendur Lionsklúbbs Stykk- ishólms, þar sem hann er heiðurs- félagi. Bæring er giftur Árþóru Friðriksdóttur, vestfellskri sæmd- Lagt af stað í útreiðartúr. Morgunblaðía/HBj. Góð aðstaða hjá hestamönnum í Borgarnesi: Þar er hesthúsið annað heimili margra fjölskyldna BorKmraesi, 24. aprfl. HESTAMENNSKA er eitt vinsæla.sta „sportið“ í Borg- arnesi. í Hesteigendafélagi Borgarness eru um 100 fé- lagar sem eru með um 400 hross, en af því að hesta- mennskan er hjá flestum áhugamál allrar fjölskyld- unnar er óhætt að fullyrða að hestamenn í Borgarnesi séu margfalt fleiri en félagatala Hesteigendafé- lagsins segir til um. Hestamennirnir notuðu páskana eins og aðra frídaga til að hirða hesta sína og temja. Hjá mörgum fjölskyldum er hesthúsahverfið að Vindási ofan við Borgarnes eins og ann- að heimili, enda aðstaðan þar mjög góð. Þar hefur risið skemmtilegt hesthúsahverfi með athafnasvæði í kring. f hverju hesthúsi er auk bása fyrir hestana og hlöðu aðstaða fyrir hestamennina sjálfa, kaffistofa, hnakkageymsla og snyrting, þannig að ekki ætti að væsa um þá þótt ekki viðri til útivistar. Framkvæmdir við hesthúsin á Vindási hófust um 1975 og eru nú flestir hesta- mennirnir komnir með aðstöðu Krakkarnir skreppa líka á bak. þar og enn er verið að úthluta þar lóðum. Á svæðinu er full- búið tamningagerði, verið er að leggja síðustu hönd á hringvöll og að sögn Ragnars Hinriks- sonar, formanns Hesteigend- afélagsins, verður á næstunni hafist handa við að gera 400 metra beina braut úr hringvell- inum. Búið er að endurbæta reiðvegi við þjóðveginn, en að sögn Ragnars er þó allra vins- ælasti reiðvegurinn vegur sem lagður var frá hesthúsahverf- inu vestur að Langá en á þeirri leið liggur umferð bíla og hesta aldrei saman. Ragnar sagði að hestamenn í Borgarnesi hefðu verið iðnir við að temja hesta sína í vetur vegna fjórðungsmótsins sem haldið verður á Kaldármelum á Snæfellsnesi í vetur. Hafa menn ekki látið deigan síga þótt tíðin hafi verið erfið í vet- ur og menn sést alla daga á reið þótt blindbylur væri. Framund- an hjá Hesteigendafélaginu er árlegur barnadagur og hrepps- nefndarmönnum er þá einnig boðið á bak. Þetta framtak hef- ur verið vel séð undanfarin ár og börnin kunnað vel að meta. Þá sagði Ragnar að um miðjan maí yrði haldið reiðnámskeið undir stjórn Erlings Sigurðs- sonar. „Nú vonumst við bara eftir að sumarið fari að koma og góða veðrið, þannig að sumarferðir Hesteigendafé- lagsins geti hafist," sagði Ragnar Hinriksson að lokum. HBj. arkonu. Hún hefir ekki legið á liði sínu í lífsbaráttu þeirra hjóna. Þau eiga nú elskulegt heimili hér á Borg og þar hafa þau unað sér síðan þau fluttu úr Bjarnar- höfn. Fimm mannvænleg börn eiga þau og eru fjögur þeirra hér í Hólminum, dugnaðarfólk eins og þau eiga kyn til og sterkir stofnar hér. Þessi fjölskylda hefir unnið Hólminum vel og drengilega. Það er ekki hægt í stuttri af- mælisgrein að gera ævistörfum Bærings nein skil, enda ekki til- gangur þessara orða. Bæring hefir sinnt mörgum störfum um dagana m.a. verið sýslunefndarmaður, hreppsnefndarmaður o.fl. Hann hefir því um dagana notið verð- skuldaðs trausts samborgara sinna. Glaðlyndi Bærings hefir fleytt honum yfir háa skafla heimssjóa, bros hans er ómengað, handtakið hlýtt og uppgjöf heyrir maður aldrei í mæli hans. Og ef að líkum lætur hefi ég mikla von um að Hólmurinn njóti hans lengi enn og þeirra hjóna. Ég óska honum og hans fólki allrar blessunar um leið og ég þakka alla þá hlýju, gestrisni og góðvil sem alltaf hefir mætt mér bæði á heimili þeirra og förnum vegi. Til hamingju með merkan áfanga kæri vinur._ Árni Helgason Alþjóðadagur Rauöa krossins ALÞJÓÐADAGUR Rauða krossins var í gær, 8. maí, og var hans minnst um allan heim. í frétt sem Mbl. hefur borist frá Rauða krossi Íslands segir m.a. að á árinu 1983 hafi fimm milljón manns verið veitt aðstoð og al- þjóðasamband Rauða krossins hafi samræmt 68 hjálparaðgerðir vegna náttúruhamfara og til flóttafólks, aðallega í þróunarlöndunum. f skýrslu Alþjóðasambandsins segir að Evrópa sér stærsti gefand- inn til neyðar- og þróunaraðstoðar og helsti þiggjandinn sé Afríka. Ný langtímaáætlun sambandsins sem nefnist „Barnslíf" miði að því að minnka barnadauða af völdum niðurgangsveiki eða ofþornunar, en um fimm milljónir barna deyji af þessum völdum á ári hverju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.