Morgunblaðið - 09.05.1984, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.05.1984, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 1984 35 Endurmenntunarnefnd H.I.: Námskeið í verk- efnastjórnun ENDURMENNTUNARNEFND Háskóla íslands hélt námskeið um verk- efnastjórnun dagana 9. til 14. apríl. Rúmlega 30 manns tóku þátt í námskeið- inu. Leiðbeinandi námskeiðsins var Daninn Morten Fangel. Ijósm. Mbl. KEE Stefán Guðjohnscn, Arnlaugur Guömundsson og Gylfi Aðalsteinsson unnu meðal annarra aðila að áætlun Undirbún- ingsfélags rafeindaiðnaðarins. Undirbúningsfélag rafeindaiðnaðarins: Unnt að fjórfalda mannafla í rafeindaiðnaði á næstu árum LANGTÍMAÁÆTLUN um eflingu rafeindaiðnaðar á íslandi sem Undirbún- ingsfélag rafeindaiðnaðarins hóf gerð að í júní 1982 í samráði við Iðnrekstr- arsjóð, Iðnþróunarsjóð, Rannsóknaráð ríkisins og Verkefnisstjórn í rafiðnaði er nú komin út. í Undirbúningsfélagi rafeinda- iðnaðarins eru 12 fyrirtæki sem öll eru aðilar að Samtökum raf- tækjaframleiðenda, en þau sam- tök munu sjá um framkvæmd áætlunarinnar. Starf nefndarinn- ar verður kynnt fyrir iðnaðarráð- herra. Undirbúningsfélag Rafeinda- iðnaðarins hélt fréttamannafund af þessu tilefni. Stefán Guðjohn- sen, Arnlaugur Guðmundsson og Gylfi Aðalsteinsson sátu fundinn fyrir hönd félagsins. Á fundinum kom fram að raf- eindaiðnaður væri enginn á ís- landi á vorum dögum, en til væri vísir að slíkum iðnaði og á næstu fjórum til fimm árum mætti með fjárfestingum fjórfalda mannafla þann sem við rafeindaiðnað starf- ar úr 120 manns í rúmlega 500 manns. Á íslandi eru starfandi um 15 rafeindafyrirtæki sem flest reka aðra starfsemi, td. innflutn- ing á rafeinda- og tölvubúnaöi og ráðgjafaþjónustu, ásamt hönnun, smíði og sölu á eigin framleiðslu. í árslok 1983 störfuðu um 120 manns hjá þessum fyrirtækjum, en þar af störfuðu um 70 manns við eiginlega rafeindatækjafram- leiðslu. Stefán Guðjohnsen benti á að árlegt framleiðsluverðmæti raf- eindaiðnaðar á íslandi næmi uþb. 8 Bandaríkjadölum á íbúa, en samsvarandi tölur fyrir Dan- mörku væru uþb. 160 Bandaríkja- dalir. Stefán kvað helstu vandamál rafeindafyrirtækjanna vera af tvennum toga: í fyrsta lagi skorti starfsreynslu í markaðsmálum og í öðru lagi væru erfiðleikar við fjármögnun markaðsaðgerða og þróunarverkefna. Einnig væri skortur á stoðfyrir- tækjum rafeindaiðnaðar, þ.e. fyrirtækjum sem framleiða ýms- ann þann búnað sem nauðsynlegur er rafeindaiðnaði. Slíkum fyrir- tækjum stæði helst verkefna- skortur fyrir þrifum. Á fundinum kom fram að breyta þyrfti skattalögum til að örva einstaklinga til að leggja fram áhættufé í rekstur iðnfyrir- tækja. Til þess að gera þennan iðnað samkeppnishæfan þyrfti að fá stjórnvöld til að verja fé til hans. Slíkri fjárfestingu væri aft- ur á móti öðru vísi varið en td. í stóriðnaði, afkoma væri ekki ráðin fyrr en að markaðssetningu kæmi. Fjárfesting í stóriðnaði væri mikil og skilaði sér ekki fyrr en að ára- tugi liðnum, en í rafeindaiðnaði, sem væri smáiðnaður, gengju hlutirnir hraðar fyrir sig. Enn- fremur væri hér um fjárfestingu f hugviti að ræða og það væri hug- vitið sem máli skipti í rafeinda- iðnaði. Stefán sagði að stefna þyrfti á erlendan markað frá upphafi. Reynsla í markaðssetningu væri lítil, en unnt væri að koma henni inn í landið. Það þyrfti að sérhæfa sig í framleiðslu háþróaðra dýrra tækja, en ekki í fjöldaframleiðslu og velja út markaði sem væru of litlir fyrir stór fyrirtæki, en hent- ugri smærri fyrirtækjum eins og gert er í Danmörku. Þar eru raf- eindaiðnaðarfyrirtæki lítil, hafa 50 til 100 starfsmenn, og slfk fyrirtæki eiga auðvelt með að laga sig að breyttum aðstæðum. Stefán gat þess að mikilvægt væri að hönnun rafeindatækja, td. á sviði sjávarútvegs, þyrfti að ganga hratt fyrir sig, þar sem framfarir væru örar á þessu sviði, samkeppni mikil og hugmyndir yrðu því ella úreltar og of seinar fyrir. Morgunblaðið ræddi við verk- fræðingana Pétur Maack og Geir A. Gunnlaugsson og Margréti S. Björnsdóttur, endurmenntunar- stjóra Háskóla Islands, og kom i ljós að þátttakendur hefðu verið margir þeirra sem stjórnað hafa stærstu verkefnum og fram- kvæmdum sem unnin hafa verið á íslandi. Taldi Pétur það athyglis- verða staðreynd að menn sem þeg- ar hefðu töluverða reynslu á þessu sviði skyldu þrátt fyrir hana finna hjá sér þörf til að bæta við þekk- ingu sína. Þátttakendur voru frá Verkfræðistofnun Hl, verkfræði- stofum, verktökum, bönkum, iðn- fyrirtækjum, ríkisfyrirtækjum svo sem Landsvirkjun, Rarik, Hafnarmálastofnun, frá sveitar- félögum og frá Háskóla íslands. Skipulagningu námskeiðsins var þannig háttað að tekið var fyrir sem verkefni áætlanagerð og hönnun fyrir kísilmálmverk- smiðju á Reyðarfirði og unnar til- lögur um, hvernig ætti að stjórna því verki. Leiðbeinandinn, Morten Fangeþ er danskur ráðgjafarverkfræðing- ur sem að sögn Péturs Maack hef- ur langa og víðtæka reynslu í því að skipuleggja stjórnunarform, hönnun og áætlunargerð í stórum verkefnum. Hann hefur einnig langa reynslu í námskeiðahaldi af þessu tagi, einkum f Danmörku. Morten Fangel er formaður í fé- lagi verkefnastjóra í Danmörku og í stjórn alþjóðasamtaka um verk- efnastjórnun. Geir A. Gunnlaugsson sagði að á námskeiöinu hefði verið skipuð níu manna nefnd til að undirbúa stofnun íslensks félags um verk- efnastjórnun, en slík félög eru starfandi í flestum löndum Vest- ur-Evrópu, í Bandaríkjunum og Japan. Markmið félagsins skulu vera að efla þekkingu verkefna- stjórna, vekja athygli á verkefna- stjórnun og mikilvægi hennar fyrir íslenskt atvinnulíf og afla og miðla upplýsingum um verkefna- stjórnun frá erlendum félögum. Telja 220.000 volta raf- línu orsök 70 % fósturláts Lögfræðingur bóndans á Minna-Núpi leitar sambærilegra atvika erlendis með hugsanlega málshöfðun fyrir augum „ÉG ER með lögfræóing í málinu fyrir mig. Hef þó ekki hugsað mér að höfða mál að svo komnu en vonast til þess að hann geti grafið upp hliðstæða atburði hérlendis eða erlendis. Ég las eitt sinn um að fósturdauði hefði hlotist af svipuð- um orsökum f Danmörku en hef ekki vitneskju um hvort mál var höfðað í því tilviki né hverjar lyktir urðu,“ sagði Kristján Guðmunds- son, bóndi á Minna Núpi í Gnúp- verjahreppi í samtali við blm. Mbl. í gærkvöld. Kristján varð fyrir því vorið 1976, að 70% fóstra í ám hans létust fyrir burð. Er helst hallast að því, að rafsegulsvið frá 22O.0N0O volta raflínu Landsvirkj- unar, sem lögð var árið 1970 og liggur yfir land bæjarins, eigi sök á fósturdauðanum. Gunn- laugur Skúlason, héraðsdýra- læknir á Laugarási, er m.a. þeirrar skoðunar. Það var að jafnframt að hans frumkvæði, að ánum var fyrst haldið inni yfir fengitímann og framyfir burð 1979. Frá þeim tíma hefur fósturdauðinn ekki látið á sér kræla. „Ég hef enn ekki lagt fram skaðabótakröfu á hendur Lands- virkjun vegna þessa, en fyrir mér er það ekki síður mikilvægt að forráðamenn þeirrar stofnun- ar viðurkenni að fósturdauðinn sé af völdum línunnar. Sjálfur get ég ekki annað en hallast að þeirri skýringu. Þetta er feiki- mikill straumur og í raka og dumbungsveðri hreinlega sýður á línunum," sagði Kristján. Þorgeir Andrésson, verkfræð- ingur hjá Landsvirkjun, telur rangt að álykta að kvillann í án- um megi rekja til línunnar. Hún sé byggð samkvæmt lögum og reglugerðum. Hæð hennar frá jörðu sé minnst 13 metrar og það sé langt fyrir ofan þau lágmörk, sem sett eru. Línan, sem um ræðir, liggur sem fyrr segir á einum stað yfir jörð Minna Núps. Telja Kristján og Gunnlaugur báðir, að fóstur- látið stafi af rafsegulsviði sem stafi af línunni. Fé Kristjáns sótti nokkuð í barðjjað, sem lín- an liggur yfir, og þegar kom að burði vorið 1976 kom f ljós að fósturlát hafði orðið f 70% ánna. Kristjáni fékk bætur úr Bjarg- ráðasjóði vegna tjónsins, sem hann varð fyrir 1976. Sjálfur tel- ur hann bæturnar hafa numið helmingi raunverulegs tjóns. Þegar lfna Landsvirkjunar var lögð 1970 var kúabú á Minna Núpi en kúnum var fargað nokkrum árum síðar er Kristján sneri sér alfarið að fjárbúskap. Tölvunámskeiðin sem fyrirtækin treysta SfJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS «&23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.