Morgunblaðið - 09.05.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.05.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 9. MAÍ 1984 37 Samningurinn um gervigrasið samþykktur Á FUNDI borgarstjórnar Reykjavíkur á fimmtudag var samningur um kaup á gervigrasi á íþróttavöliinn á svokallaðri Hallarflöt í Laug- ardal staðfestur með 12 at- kvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins gegn 9 atkvæðum minnihlutans. Ástæðan fyrir andstöðu borg- arfulltrúa minnihlutans við staðfestingu samningsins við þýska fyrirtækið Balsam er sú, að þeir töldu, að í fyrri sam- þykktum um viðskipti við fyrir- tækið, m.a. í íþróttaráði, hafi fyrirvari um riftunarheimild af hálfu borgarinnar, ef illa tækist til um lagningu fyrirtækisins á gervigrasi á íþróttavöll í Ósló, verið meginforsenda samnings við þá. Hefur sá fyrirvari verið tekinn út úr samningum, en í máli Davíðs Oddssonar borgar- stjóra kom fram að þær trygg- ingar, sem settar hefðu verið inn í samninginn í staðinn, m.a. 7 ára ábyrgð á grasinu, væru fullnægjandi að mati sérfræð- inga borgarinnar í þessu máli. Júlíus Hafstein, formaður íþróttaráðs borgarinnar, sagði m.a., að ákvæðið um riftunar- heimildina hefði verið mjög óvenjulegt og þær tryggingar sem settar hefðu verið í staðinn inn í samninginn væru öruggar. í máli Sigurjóns Péturssonar kom fram, að fyrirvarinn hefði verið um riftunarheimild, vegna þess að Balsam hefði mjög litla reynslu í lagningu gervigras- valla. Júlíus Hafstein svaraði því til, að fyrirtækið keypti grasmottuna frá Bandaríkjun- um, frá fyrirtæki með mikla reynslu á þessu sviði og það væri samdóma álit sérfræðinga borg- arinnar að tilboð Balsam í völl- inn hefði verið besta og hag- kvæmasta tilboðið sem barst í völlinn. Borgarfulltrúar Kvennafram- boðsins gerðu tillögu um að ákvörðun um kaup á gervigras- inu yfði frestað til næsta árs, þar sem þá ætti m.a. að liggja fyrir hvernig fyrirtækinu Bals- am hefur tekist til við lagningu gervigrass á íþróttavöllinn í Osló. Fékk sú tillaga 9 atkvæði minnihlutans og ekki stuðning. Borgin ábyrg- ist lán fyrir flotbryggjum Á FUNDI borgarstjórnar á fimmtu- dag var samþykkt með 14 atkvæðum gegn tveimur atkvæðum borgarfull- trúa Kvennaframboðsins að veita einni milljón króna í framkvæmdir við smábátahöfnina við Elliðavog. Jafnframt var samþykkt með 14 at- kvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknarflokksins gegn 6 atkvæðum Alþýðubandalags- ins og Kvennaframboðsins, að borg- ir aðilar og gætu sjálfir staðið undir kostnaði af flotbryggjunum. Guðrún Jónsdóttir (Kv.fr.) sagði m.a., að hún teldi meir en nóg gert við smábátaeigendur af hálfu borg- arinnar og algerlega siðlaust að ætla nú að veita einni milljón til viðbótar utan fjárhagsáætlunar og ganga auk þess í ábyrgð fyrir 800 þúsund krónum fyrir eigendur sportbáta. Davíð Oddsson borgarstjóri sagði Smábátahöfnin við Elliðavog arsjóður gengi í ábyrgð fyrir um áttahundruð þúsund króna láni, sem Snarfari, félag smábátaeigenda í Reykjavík, tekur vegna kaupa á flotbryggjum í smábátahöfnina. Við umræður um málið sagði Sig- urjón Pétursson (Abl.) það eins- dæmi, að borgin gengi í ábyrgð fyrir fjárskuldbindingum til slíkra verk- efna. Borgin hefði á sl. þremur árum veitt um 9 milljónum króna í fram- kvæmdir við smábátahöfnina sem væri ærið fé til að þjóna um 80 smá- bátaeigendum í Reykjavík. Smá- bátaeigendur væru ekki eignarlaus- m.a., að í fjárhagsáætlun þessa árs væri ekki gert ráð fyrir fjárveitingu til smábátahafnarinnar. Borgin hefði áður gengið í ábyrgð fyrir kirkjubyggingar, sem fyrst og fremst væru verkefni sóknanna og ríkisvaldsins og siðast sveitarfélag- anna. Það skipti ekki máli hvort smábátaeigendur væru efnað fólk eða ekki, þeir væru aðeins venju- legir borgarar, en um þúsund manns notuðu aðstöðuna í smábátahöfn- inni. Ekki væri ástæða til að ætla annað en félagið stæði sjálft í skil- um vegna þessa láns sem borgin ætlaði að ganga í ábyrgð fyrir. Ljósm. Mbl./Ólafur. Stærsta framkvæmd á verslunarsviði KHB hin síðari ár er bygging söluskála — sem var tekinn í notkun fyrir tæpum 3 árum. Egilsstaðir: Kaupfélag Héraðsbúa 75 ára Egilsstöðum, 6. maí. ÞESS ER minnst um þessar mundir að 75 ár eru nú liðin frá stofnun Kaupfélags Iléraðsbúa — en það var formlega stofnað að Skeggjastöðum í Fellum hinn 19. apríl 1909 — og var öllum starfs- mönnum félagsins boðið til kvöld- verðar þann 18. f.m. í tilefni þcss. Á aðalfundi Kaupfélags Hér- aðsbúa nú fyrir skemmstu var 75 ára afmælisins minnst með afhjúpun brjóstmyndar af Þorsteini Jónssyni — en hann var kaupfélagsstjóri KHB í 46 ár. Það var dóttir Þorsteins, Margrét, sem afhjúpaði brjóstmyndina — en henni er ætlaður staður í nýrri skrif- stofubyggingu félagsins á Egils- stöðum — sem brátt verður tek- in í notkun. Á aðalfundi Kaupfélags Hér- aðsbúa kom fram að heildar- velta félagsins á árinu 1983 varð 620,7 milljónir króna og jókst um 73% milli ára. Tekjuafgang- ur yarð um 7,1 milljón króna. Ársskýrsla félagsins, Sam- herji, kom út á fundinum og inniheldur upplýsingar um starfsemina, rekstrar- og efna- hagsreikning félagsins. Sam- herji er sendur öllum félaes- mönnum. Ákveðið var að leggja kr. 100.000 í Menningarsjóð félags- ins. Formaður stjórnar KHB er Steinþór Magnússon, Egilsstöð- um og kaupfélagsstjóri Þor- steinn Sveinsson. — Ólafur Núverandi kjörbúð KHB á Egilsstöðum var opnuð 1974. I . . . • , í ' w Nýkomið. Sumargarn frá Anny Blatt Opið virka daga: 10:00 -18:00 Laugardaga: 10:00-16:00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.