Morgunblaðið - 09.05.1984, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.05.1984, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 1984 41 Velta Kaupfélags Borgfírð- inga 818 milljónir á árinu 1983 Kaupfélagsstjóri boðar hert aðhald að viö- skiptareikningum vegna slæmrar lausafjárstööu sumir að Framsókn ætli að láta kommunum í KRON blæða út í gegnum Miklagarð, sem sagður er rekinn með tapi, vegna lágs vöru- verðs. En það tap ábyrgist Dags- brún að hluta með sjóðum sinum að sögn Þrastar Ólafssonar við opnunina. SÍS virðist einnig hafa nokkuð frjálsar hendur til að taka erlend lán. Tæp 40% af heildarskuldum þess 1982 eru í erlendum gjaldeyri. Önnur innlend fyrirtæki fá oftast ekki leyfi til að taka löng erlend lán eða sæta allskyns takmörkun- um, sem hefur í för með sér að aðeins brot af skuldum meðalfyr- irtækja eru erlendar skuldir. Af- leiðingin er stöðugt almennt fjár- svelti, þar sem ónógt framboð lánsfjár er jafnan á innanlands- markaði. Sambandið hefur einnig greið- ari aðgang að innlendu lánsfé en aðrir. Árið 1982 jók það skuldir sínar í innlendum bönkum um 150%. Þetta er mun meira en öðr- um fyrirtækjum tókst. Raunar hefur þessi þróun verið auðsæ af reikningum Sambandsins alla tíð; það eykur innlendar skuldir sínar mun meira en nemur verðbólgu. Og hefur þannig haft ómældan verðbólgugróða. Hins vegar hefur það núna ekki lengur sama hag af verðbólgu, þegar svo mikill hluti skuldanna er kominn í erlend lán. Kann þetta að skýra þau sinna- skipti Framsóknarflokksins í verðbólgumálum í þessari ríkis- stjórn, að hverfa frá niðurtaln- ingu og taka upp leiftursókn. Niðurlag Að miklu leyti má rekja völd og umsvif samvinnuhreyfingarinnar til misvægis atkvæða í landinu. En á íslandi ríkir, sem kunnugt er, ekki lýðræði í skilningi þess orðs, fremur en í þeim löndum sem binda kosningarétt hörundslit, trúarbrögðum eða tekjum. Sumir kjósendur hafa fjórum til fimm sinnum meiri atkvæðisrétt en aðr- ir, allt eftir búsetu. Og sagt er, að þegar að byggðastefnunni kemur, sem er samofin kaupfélögunum og SÍS, þá verði allir landsbyggðar- þingmenn framsóknarmenn. Hvað halda menn t.d. að skilji á milli Matthíasar Bjarnasonar, Þorvalds Garðars og Steingríms Her- mannssonar þegar málefni Vest- flokksídeólógía? Því verða R-kjördæmin (Reykjavík, Reykjanes), eðli máls- ins samkvæmt, áhrifaminni, sem birtist í því að hlutur Reykvíkinga í útgerð landsmanna hefur fallið úr helmingi niður í sjötta part á Framsóknaráratugnum 1970— 1984. Og nú síðast með kvótaskipt- ingunni er þorskkvóti Reykvík- inga fallinn niður í 7% af heild og togari BÚR leigður til Bolungar- víkur þar með. Það er ekki nóg, að það sé bara Albert, sem sé vinur litla mannsins á mölinni, heldur þurfa þéttbýlismenn greinilega jafnan fjölda þingmanna og hinir eigi þeir að halda jöfnu. Það fer nefnilega eftir magni þingmanna fremur en gæðum, hvort jöfnuður næst fram. Og þarna verður engin breyting á. „Allir flokkar hafa nefnilega svikið í kjördæmamálinu nema Framsóknarflokkurinn. Hann hef- ur aldrei haft réttlætið á stefnu- skrá sinni, þannig að hann hefur ekki svikið neitt," sagði kunningi minn, framsóknarmaður, á dögun- um. Þingmönnum finnst greini- lega þægilegra að spyrja þjóðina beint um aukaatriði eins og bjórmálið, en hafa ákvarðanir um lýðræði hjá sér sjálfum. Áfram höldum við því, við sí- vaxandi völd og umsvif samvinnu- hreyfingarinnar, sem hlýtur á endanum að sigra allt annað framtak á landinu f spilinu. Því „það er nefnilega vitlaust gefið" eins í Steinn sagði. Kannski kemur því sá dagur að samvinnuhreyfingin geti með stolti nælt gyllta samvinnumerkið í pilsfaldinn á Fjallkonunni 17. júní. SÍS-land lifi — Húrra! Reykjavík 13. apríl 1984, Halldór Jónsson er verkfræóingur. Borgarnesi, 30. apríl. AÐALFIJNDIJR Kaupfélags Borgfirö- inga var njlega haldinn í Borgarnesi. Kundurinn stóð yfir í tvo daga art venju. Um 80 fulltrúar sóttu fundinn frá öllum félagsdeildum þess en fé- lagssvæöið er Borgarfjarðarsýsla norð- an Skarðsheiðar, Mýrasýsla og Snæ- fellsnes sunnanvert. Á aðalfundinum var haldið upp á 80 ára afmæli Kaupfé- lags Borgfirðinga. I upphafi fundarins gerði Ólafur Sverrisson kaupfélagsstjóri grein fyrir starfsemi kaupfélagsins á ár- inu 1983 og lagði fram reikninga þess. Fram kom að halli varð á rekstri félagsins, um 2,7 milljónir kr. Er þá búið að gjaldfæra fyrn- ingar að upphæð 10,2 milljónir og tekjufæra reiknaða verðbreytingu skv. skattalögum að fjárhæð 16,5 milljónir. Velta KB á síðastliðnu ári var 818,6 milljónir. Verslun með landbúnaðarvörur er sem fyrr stærsti hluti veltunnar, 43,4%, smá- söluverslunin kemur skammt á eftir með 40,4%, iðnaður er með 10,2% veltunnar og þjónusta 6%. Á launa- skrá komust 758 manns alls á árinu en fastir starfsmenn voru 267 í árs- lok, hafði fækkað um 5 frá árs- byrjun. Útkoman úr rekstri ein- stakra deilda var misjöfn. Af versl- unardeildum var tap af útibúum við Borgarbraut í Borgarnesi (435 þús.), á Hellissandi, í Ólafsvík (1722 þús.) og að Vegamótum. Hagnaður varð á öðrum verslunardeildum, mestur í kjörbúð, 3,4 milljónir. Sérvörudeild- irnar voru þó flestar eða allar rekn- ar með mun minni hagnaði en áður og athygli vekur að Esso-stöðin sem oft hefur verð ein drýgsta tekjulind kaupfélagsins var rekin með nærri helmingi minni hagnaði en árið áð- ur. Tap varð af kjötvinnslu um 1395 þús. en önnur iðnfyrirtæki voru ná- lægt núlli. Bifreiðastöð var rekin með 1.522 þús. tapi. I sláturhúsi KB var sl. haust slátrað 75.182 dilkum og fullorðnu fé sem er 3.524 færra en árið á und- an. Flest var féð úr Stafholtstung- um, 6.840 stk. Meðalþyngd dilka var 13,43 kg og var meðalþyngdin mest í Eyjahreppi 14,14 kg og Andakíls- hreppi 14,11 kg en lökust í Álftanes- hreppi 12,40 kg. Aðeins fóru 192 átti 35 ára afmæli 8. mars síðastliðinn. Af því tilefni hélt félagið fræðslufund fyrir almenning í Norræna húsinu hinn 19. mars. Kundarefnið var tvfþætt, ann- ars vegar var gerð grein fyrir fræðslu- starfi félagsins og reykingavarnastarfi þess í grunnskólum sérstaklega, en hins vegar flutt erindi um veirur og krabbamein. Kundurinn var vel sóttur og hinn ánægjulegasti. Aðalfundur Krabbameinsfélags Reykjavíkur var svo haldinn 26. mars. Var þar skýrt frá starfsemi féiagsins á siðasta starfsári. Fram kom að félagið hélt tvo fræðslufundi aðra á þessu tímabili, annan um brjóstakrabbamein og hinn í sam- vinnu við Manneldisfélag íslands um fæðu og krabbamein. Báðir voru þeir mjög fjölsóttir. Krabbameinsfélag Reykjavíkur tók upp þá nýjung í vetur að bjóða kvenfélögum fræðsluerindi og kvikmynd um orsakir krabbameina og forvarnir gegn þeim. Hafa félögin sýnt mikinn áhuga á þessari fræðslu. Einnig hefur félagið gefið fram- haldsskólum og sérskólum kost á námskeiðum um sama efni. Eru þau ýmist þrjár eða tíu kennslustundir. Þegar hafa 24 slík námskeið verið haldin í 7 skólum á vegum félagsins en í nokkrum skólum hafa kennarar sjálfir staöið fyrir námskeiðum með aðstoð félagsins. Ýmiss konar önnur dilkar í stjörnuflokk sem er 0,3% af dilkafjöldanum. í 1. flokk fóru tæp 80% dilkafjöldans og í lakari flokk- ana tæp 20%. Um áramót hafði Kaupfélagið greitt bændum fyrir sauðfjárinnlegg 1983 auk fjárflutn- inga sem nam að meðaltali tæpum 83% grundvallarverðs. Kaupfélagið greiddi ekki fullt grundvallarverð fyrir sláturafurðir frá árinu 1982 og munaði þar um 6,59% auk þess sem ekki voru greiddir fullir vextir af verðeftirstöðvunum. Litilsháttar aukning varð í inn- lagðri mjólk frá árinu áður, eða 0,03% á meðan aukningin á landinu öllu var 1,8%.- Heildarmjólkurinn- legg hjá Mjólkursamlaginu var 9.224 þús. ltr. Framleiðendur voru 210 talsins með 3080 kýr. Mesta mjólkurframleiðslan var í Reyk- holtsdal, 1188 þús. ltr. en þar eru jafnframt flestir framleiðendur, 22 talsins með 376 kýr. Meðalfita í inn- lagðri mjólk var 4,02%. Meðalinn- legg á hvern framleiðanda var 43.923 ltr. og reyndust bændur í Andakílshrepp vera með mest inn- þjónusta er veitt framhaldsskólum og sérskólum og einstökum nemend- um þeirra, einkum í sambandi við ritgerðir og verkefni um krabba- mein. Fræðslustarfið ( grunnskólum landsins er einn veigamesti þáttur- inn í starfsemi Krabbameinsfélags Reykjavíkur. Það tekur í vetur til nær allra nemenda í 5.-9. bekk skólanna á höfuðborgarsvæðinu og margir skólar úti á landi hafa verið heimsóttir að vanda. Nemendum er leiðbeint um mikilvægi heilbrigðra lífshátta og sérstök áhersla lögð á reykingavarnir. Fastir starfsmenn félagsins sjá að mestu um fræðslu- starfið í skólunum en nokkrir 4. árs læknanemar hafa einnig komið við sögu í vetur eins og á undanförnum árum. Kvikmyndir eru mikið notaðar í fræðslustarfinu og fást einnig að láni. Margar nýjar kvikmyndir hafa bæst í safn félagsins að undanförnu og sumar eru nú til á myndböndum. Tíundi bæklingurinn í flokknum „Fræðslurit krabbameinsfélagsins" kom út í október. Er það „Krabba- mein í eggjastokkum" eftir Kristján Sigurðsson, yfirlækni. Sjö fyrri bæklingar voru endurprentaðir. Er heildarupplag allra bæklinganna nú komið upp í tæp 160 þúsund eintök. Bæklingarnir eiga að liggja frammi á heilsugæslustöðvum um land allt og eru auk þess sendir til allra fé- lagsmanna í Krabbameinsfélagi legg á hvern innleggjanda að meðal- tali. Afurðamestu kýrnar eru aftur á móti í Þverárhlíð, þar sem þær mjólkuðu að meðaltali 3.549 ltr. á árinu en meðaltalið pr. kú á öllu samlagssvæðinu var 2.995 ltr. pr. kú. Meðalgrundvallarverð á svæði Kaupfélags Borgfirðinga varð 12,10 kr. á lítra en það er nokkru lægra en meðalgrundvallarverð fyrir allt landið, sem var 12,23 kr. í ræðu sinni sagði kaupfélags- stjóri að lausafjárstaða fyrirtækis- ins hefði versnað mikið á árinu 1983 og hefði hún verið mjög slæm um áramót. Þess vegna væri ekki hægt að ráðast í neinar stórframkvæmdir á sumri komanda. Sagði hann að hagur viðskiptamanna hefði versn- að mjög á árinu og það sem af er þessu ári, svo mjög að félagið risi ekki undir og hljóti að sporna við. Boðaði hann hert aðhald að við- skiptareikningum viðskiptamanna, sérstaklega varðandi áburðarkaup. Sagði hann að gengið yrði eftir því að menn greiddu áburð sinn með peningum eða afurðum og að fullar Reykjavíkur og fleiri krabbameins- félögum jafnóðum og þeir koma út. Tvö litprentuð tölublöð af blaðinu Takmark komu út á starfsárinu. Blaðinu, sem fjallar einkum um bar- áttuna gegn reykingum, er dreift til grunnskólanema um allt land og fjölmargra annarra, bæði eintakl- inga og stofnana. Krabbameinsfélag Reykjavíkur veitti á síðasta starfsári sem endra- nær nokkrum aðilum styrki tii utan- ferða á fundi og ráðstefnur um krabbamein og málefni krabba- meinssjúklinga, þar á meðal Stóma- samtökunum. Það átti margvíslegt samstarf við Samhjálp kvenna, m.a. varðandi heimsókn Else Lunde frá Norska krabbameinsfélaginu í fyrravor en hún heimsótti hér sjúkrahús, flutti erindi og leiðbeindi á námskeiði um aðstoð við konur sem fengið hafa krabbamein í brjóst. Ársgreiðsla félagsins til Krabba- meinsfélags íslands fyrir árið 1983 nam um 4 milljónum króna að með- töldum styrk til örtölvukaupa og framlagi í byggingarsjóð félaganna. Þetta fé er að langmestu leyti af- rakstur af Happdrætti Krabba- meinsfélagsins. Krabbameinsfélag Reykjavíkur sér um rekstur happ- drættisins og ágóði af happdrættinu stendur einnig að mestu undir kostnaði við fræðslustarf féiagsins. Félagið flutti um miðjan mars- mánuð skrifstofur sínar til bráða- birgða frá Suðurgötu 24 að Tjarnar- tryggingar yrðu settar fyrir eftir- stöðvum. Þá boðaði hann að inn- lánsdeildir kaupfélaganna myndu innan tíðar birta yfirlýsingu um vaxtakjör sín sem væntanlega yrðu ekki lakari en aðrar innlánsstofnan- ir bjóða nú. Bjarni Arason formaður stjórnar Kaupfélags Borgfirðinga greindi frá úthlutun úr Menningarsjóði Kauþ- félagsins sem nýlega átti sér stað. Úthlutað var 125 þús. kr. til ýmissa menningarmála. Þrír ungir Borg- nesingar fengu 15 þús. til þátttöku í alþjóðlegu körfuknattleiksmóti, Ungmennasamband Borgarfjarðar fékk 30 þúsund, Félagsheimilið Lyngbrekka fékk 20 þús. vegna hljóðfærakaupa, Samkór verkalýðs- félaganna í Borgarnesi fékk 15 þús- und, íþróttafélag Miklaholtshrepps fékk 15 þúsund til skíðakaupa, Ungmennafélag Reykdæla fékk 15 þúsund vegna útgáfu afmælisrits og Héraðssamband Snæfells- og Hnappadalssýslu fékk 15 þúsund. Magnús Sigurðsson á Gilsbakka og Jakob Jónsson á Varmalæk gáfu ekki kost á sér til endurkjörs við stjórnarkjör og voru þau Guðrún Þórhallsdóttir á Klöpp og Guð- mundur Ingimundarson í Borgar- nesi kosin í þeirra stað. _ i.Ri götu 4 en mun í sumar flytjast var- anlega i hið nýja hús krabbameins- félaganna við Skógarhlíð. Formaður Krabbameinsfélags Reykjavíkur er Tómas Á. Jónasson læknir en aðrir í stjórn Baldvin Tryggvason, sparisjóðsstjóri, Erla Einarsdóttir, gjaldkeri, Jón Þ. Hall- grímsson, læknir, Páll Gíslason, yf- irlæknir, Sigríður Lister, hjúkrunar- fræðingur, og Þórarinn Sveinsson, yfirlæknir. Framkvæmdastjóri fé- lagsins er Þorvarður Örnólfsson. Hér fara á eftir ályktanir aðal- fundar: 1. Tóbaksvarnir: Aðalfundur Krabbameinsfélags Reykjavíkur haidinn 26. mars 1984 væntir þess eindregið að frumvarp til laga ,um tóbaksvarnir verði samþykkt á al- þingi þvi sem nú situr. Þótt kannan- ir hafi sýnt að helstu nýmæli frum- varpsins njóti almenns stuðnings meðal landsmanna telur fundurinn brýnt að kynna þau rækilega til að stuðla að lipurri framkvæmd lag- anna. Fundurinn telur að ríkisfram- lag til tóbaksvarna þurfi að auka verulega frá því sem nú er og bendir á að varið er á fjárlögum þessa árs einungis sem svarar 2 aurum á hvern seldan pakka af sígarettum til baráttunnar gegn þessum mikla skaðvaldi. 2. Krabbameinslækningar. Aðal- fundur Krabbameinsfélags Reykja- víkur fagnar stofnun krabbameins- lækningadeildar við Landspítalann um leið og fundurinn þakkar Alþingi og heilbrigðismálaráðherra fyrir að hafa tryggt K-byggingu Landspítal- ans framkvæmdafé á þessu ári. Byggingin mun m.a. bæta úr brýnni húsnæðisþörf krabbameinslækn- ingadeildar og gera mögulegt að kaupa til landsins nýtt geislalækn- ingatæki, línuhraðal. Krí aftalfundi Kaupfélags Borgfirðinga. Morgunblaöið/ HBj. Krabbameinsfélag Reykjavíkur: Fræðsla í fyrirrúmi KRABBAMEINSKÉLAG Reykjavíku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.