Morgunblaðið - 09.05.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.05.1984, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 1984 Uppfræðsla Rítu Kvikmyndír aði kjarnorkustríði Ólafur M. Jóhannesson UPPFRÆÐSLA RÍTU Nafn á frummáli: Educating Rita. Leikstjórn: Lcwis Gilbert. Handrit samið af Willy Russel samkvæmt samnefndu verölauna- leikriti hans sjálfs. Tónlist: I)avid Hentschel. Kvikmyndun: Frank Watts. Michael Caine gerir það gott í bíóhúsum höfuðstaðarins þessa dagana, hann er í aðalhlutverki nýjustu myndar Bíóhallarinnar: Heiðurskonsúlnum og í nýjustu mynd Stjörnubíós: Uppfræðsla Rítu er hann sömuleiðis í heið- urssæti. Annars eiga myndir þessar fátt sameiginlegt nema Caine er pissfullur í báðum, mest allan tímann. Hvað um það Rita hin námsfúsa. þá stelur þessi frábæri breski leikari senunni hvar sem hann stendur á sviði, hvort sem hann reikar um blóðidrifnar götur höfuðstaða S-Ameríku sem heið- urskonsúll eða spókar sig bakvið póleruð skrifborð sem prófessor í bókmenntum. Þó má ekki á milli sjá hvor er senuþjófur í nýjustu mynd Stjörnubíós, Caine eða sú sem leikur Rítu. Julie Walters er nefnilega alveg Handrit: Hugh W'hitemore, byggt á sögu Rebeccu West. Kvikmyndun: Stephen Goldblatt. Tónlist: Richard R. Bennett. Leikstjóri: Alan Bridges. Hvað gerist þegar virðulegur borgari missir minnið og man aðeins þá tíð er hann var áhyggjulaus, óábyrgur ungling- ur? I páskamynd Regnbogans: Heimkoma hermannsins er leitað svars við þessari spurningu. Svo er mál með vexti að Cris Baldry höfuðsmaður í breska hernum snýr heim særður af vígvöllun- um í Frakklandi, á tíma fyrri heimsstyrjaldarinnar, og kann- ast þá ekki við konu sína. Hins- vegar man hann vel eftir Mar- gréti, stúlku sem hann daðraði við á unglingsárunum. Margrét er þegar hér er komið sögu gift kona og raunar skör lægra sett í samfélagsstiganum en Baldry höfuðsmaður. Þetta hefur ekki minnstu áhrif á Baldry því hann virðist blómstra í návist hennar og ekki hafa minnstu iöngun til að hefja aftur samlíf með sinni glæstu yfirstéttarfrú. Og þegar geðlæknir er kvaddur til, að lækna Baldry höfuðsmanna af minnisleysinu — færist sá und- an því einsog hann segir: Stund- sér á parti sem leikkona, í senn lifandi og heillandi, en full yfir- drifin kannski á stundum í hlut- verki lágstéttarkonunnar Rítu. Caine er hins vegar ætíð hann sjálfur og svo innilega virtist mér hann leiður á prófessors- embættinu að ég sárvorkenndi Dr. Frank Bryant. Varð mér hugsað til gömlu góðu skóladag- anna þá maður sat og mændi uppí doktorana og hlustaði á þá flytja nákvæmlega eins fyrir- lestra og Dr. Bryant. Eða réttara sagt, efnistökin voru kannski ekki svo lík, en efnið sem um var fjaliað nánast hið saman og Dr. Bryant tók til umfjöllunar, þá hann hófst handa um að upp- fræða Rítu í Opna Háskólanum. Það voru þessir gömlu góðu höf- undar Blake, Chaucer, Shakespe- are, Yeates og allir hinir, sem eru á dagskrá flestra vestrænna Háskóla og kannski eru ekki lengur lesnir af öðrum en stúd- entum, sem sumir hverjir verða prófessorar og halda áfram að kenna þá öðrum stúdentum er aftur dreymir um að verða pró- fessorar og rita því doktorsrit- gerðir um fyrrgreinda höfunda og svona gengur þetta. Sumum finnst þetta kannski hálfgerð hringavitleysa, en þá er því til að svara að góð vísa verð- um er betra að tosa menn ekki aftur frá leyndum afkomum mannshugans, þar sem þeir hafa hieiðrað um sig og finna ham- ingju er hinn borgaralegi veru- leiki útilokar. Alan Bates leikur hér Baldry ofursta. Ég tel Bates standa nú í fremstu röð kvikmyndaleikara við hlið Michael Cain, Sir Olivier og Geil Gielguld, Philippe Noir- et, Piccoli, Lemmon, Kinski, Hoffman, Nicholson og McDow- ell svo nöfn séu nefnd er fljúga fram í hugann í takt við ritvéla- glamrið. Styrkur Alan Bates sem leikara felst kannski fyrst og fremst í því hversu auðvellt hann á með að stökkva frá hóf- stilltum leik yfir í ofsafengin dramatísk átök. Hann er sumsé maður andstæðnanna, eina stundina yfirvegaður og hóf- stilltur, aðra einsog naut í flagi. Mér fannst honum takast best upp í þessari páskamynd Regn- bogans, er hann stillti skapið og hélt í taum geðhrifanna. Raunar var leikstjórn Alan Bridges með þeim hætti að leikurunum var lítt gefinn laus taumurinn. Þannig var Julie Christie, í hlut- verki sætu eiginkonunnar, óvenju ráðsett og merkikertis- ur aldrei of oft kveðin, og hver ný kynslóð sér sígildan skáld- skap í nýju ljósi. Þannig lifnar hið gamla af snertingu við hið nýja og menningin flytst milli kynslóða og fær sífellt nýtt yfir- bragð. Það er kannski ekki hægt að éta hana eða byggja úr henni hús, en maðurinn lifir ekki á brauði einu saman, og glíma við hugverk annarra veitir nýjum straumum inn í líf hans og víkk- ar áhugasviðið. Þannig var með breskættuðu hárgreiðslukonuna Rítu, hún var orðin þreytt á nöldri viðskipta- vinarins og hjásvæfilsins sem hafði aðeins áhuga á sjónvarp- inu, pöbbinum og barneignum. Þannig braut hún allar brýr að baki sér og stökk uppúr lágstétt yfir í miðstétt, þar sem meðal annars er að finna háskólaborg- ara, slíka sem ekki fást við æðri lögmannsstörf eða hafa hlotið aðalsnafnbót. Það er ekki hægt að lýsa því nánar hvílíkt átak þetta var fyrir alþýðustúlkuna Rítu. í fyrsta lagi varð hún að afneita því umhverfi sem hún var vaxin úr, í öðru lagi að sigr- ast á andúð samstúdentanna sem flestir voru úr mið- eða há- stétt. í þriðja lagi varð hún að hemja tilfinningarnar þá hún settist niður til að semja and- lausar prófritgerðir, í fjórða lagi að skara fram úr til að sanna fyrir sjálfri sér að hún væri jafn rétthá öðrum íbúum þess heims er hún í fyrstu taldi fegustan allra heima, og í fimmta og síð- asta lagi varð hún að lokka Dr. Bryant til að kenna sér, eji sá ágæti maður hafði fyrir löngu gefið skít í þann mjúka stól sem hann hafði svo lengi vermt. Ég ætla ekki að svara því hér hvort Ríta sigrist á öllum þess- um hindrunum í myndinni, en vil bara benda mönnum á að hér er ekki á ferðinni barnamynd (þriggja ára krakkar voru í bíó frumsýningardaginn) heldur mynd sem ég held að höfði frek- ar til þroskaðra áhorfenda, í það minnsta veit ég að nemendur öldungadeildanna hefðu gaman af að sjá tiltektir Rítu — því þeir þurfa sumir hverjir að sigrast á svipuðum hindrunum og sú ágæta kona. Þess skal að lokum getið að nafn myndarinnar er eingöngu á frummálinu í pró- grammi. Höfuðsmaóurinn (Bates) faðmar æskuástina (Glendu Jackson). leg. Ann Margret sömuleiðis í hlutverki frænkunnar á heimil- inu, þótt hún sýndi meiri auð- mýkt og hlýju en Christie. En þessi ágæta leikkona, Ann Mar- gret, hefir gersamlega skipt um ham eftir að hún lenti á fram- rúðunni og skaddaðist í andliti. I stað barmmikillar glæsipíu er dillar lendunum í mynd eftir mynd, er hún nú leikkona af skóla Bergmans. Brjóstin eru jú Nafn á frummáli: War Games Leikstjóri: John Badham Handrit: Lawrence Lasker og Walter E. Parkes Tónlist: Arthur B. Rubinstein Myndataka: William A. Fraker Það er mikið rætt um hættuna á kjarnorkustríði þessa dagana. Ekki nema von þegar hægt er að sprengja mannkynið aftur á steinaldarstig og gott betur. Friður er guðs gjöf og „vopnaður friður" er betri en enginn friður segja sumir. Ekki veit ég það, en undarlega hljótt þótti mér um friðarhreyfinguna þegar SS-20- flaugarnar voru settar upp í A-Evrópu. Hún kviknaði fyrst til lífs er hliðstæðar flaugar voru settar upp í V-Evrópu. Ég hef mikið velt þessu fyrir mér og fundið þá skýringu líklegasta, að V-Evrópubúar hafi þá fyrst vaknað af værum blundi, er ógnarvopnin voru komin í þeirra eigin bakgarð. Þetta er ekki ósvipað því og þá friðsælum borgara er rétt skammbyssa og honum tjáð að handan við næsta horn bíði vopnaður maður. Þeg- ar hann sér byssuna vaknar hann fyrst af værðarblundinum. Hvað um það, þá hafa þeir góðu menn er starfa að kvik- myndaframleiðslu vestur í Hollywood ekki leitt hjá sér frið- arhreyfinguna. Þeir hafa að vísu ekki slitið skósólum í friðar- göngum, heldur hafa þeir nýtt sér friðaráhuga manna í gróða- skyni. Já, þeim ágætu mönnum er ekki fisjað saman. Þeir virð- ast ekki hafa neina aðra lífs- enn á sínum stað og minna á forna frægð. í hlutverki Margrétar, þeirrar er vekur Chris af minnisleysinu, er Glenda Jackson. Sú ágæta kona vinnur hér eftirminnilegan leiksigur enda nálgast hún óðum frúaraldurinn. Þannig væri gaman að fá að vita hvar að- standendur myndarinnar hafa nælt í gula popplínfrakkann og húfutetrið, sem Glenda ber í þessari mynd, en slíkar flíkur virðast einskonar einkennis- merki sumra kvenna, þá þær komast á breytingaraldurinn. Gott ef plastblóm voru ekki fest í skyggnið. Talandi um leikmuni þá er hrein unun fyrir fagurkera að horfa á þessa mynd, því feg- urra hús hef ég vart séð í kvik- mynd, en hús Baldry höfuðs- manns. Raunar er myndin öll vafin koparrauðu sólskini er mildar þau dapurlegu örlög sem er að finna í sögu Rebeccu West og handritið byggir á. Þannig hafði ég eiginlega meiri ánægju af að skoða þann fagra húsbúnað er þarna var myndaður í bak og fyrir en örlög Baldry ofursta, þótt vissulega væru þau um- hugsunarefni borgaralega sinn- uðum blaðamanni. skoðun en þá að þéna sem mesta peninga á því sem til fellur. Kannski er þetta eina lífsvið- horfið sem blívur á kjarnorku- öld, því peningar gera mönnum jú fært að reisa vel búin neðan- jarðarbyrgi slík sem friðar- göngumenn munu aldrei augum líta nema á bíó. Ég hef ekki handbærar tölur um hve mikið þeir Hollywood-menn hafa grætt á nýjustu atómstríðs- myndinni: Stríðsleikjum sem nú er sýnd í Nýja bíói, en ég veit til þess að stærsta sjónvarpsstöð Bandaríkjanna, ABC, hefir grætt vel á „The Crisis Game“ og „The Day After“ sem fjalla um hættuna er stafar af kjarnorku- vopnum. Stríðsleikir Nýja bíós fjalla sömuleiðis um þessa miklu ógn er stafar af gereyðingarvopnum, en frá nokkuð ólíku sjónarhorni. Hér er nefnilega fjallað um hættuna á því, að tölvubúnaður sá er stýrir ógnarvopnunum, setji þau af stað, án þess að stríðsástand hafi skapast. Þannr ig er mál með vexti að mennta- skólanemi, David Lightman að nafni, kemst með hjálp heimilis- tölvunnar inní stjórnbúnað Strategic Air Command and National Military Command Center í Cheyenne-fjalli, en það- an verður sennilega stýrt gagn- árás á Sovétríkin á stund Ragna- raka. Ég vil ekki frekar útlista hvernig hann kemst í samband við þennan stýribúnað, né heldur hvað gerist, þá hann nær sam- bandi, því ekki vil ég skemma ánægju væntanlegra áhorfenda af stríðsleikjum David Light- man. Ég er hins vegar á því að mynd eins og þessi sem bæði er spennandi og sannfærandi geti vakið ugg í brjósti ungra áhorf- enda er trúa því að tölvubúnað- urinn geti sett' af stað þriðju og síðustu heimsstyrjöldina. Þeim er þessu trúa vil ég benda á að öll boð til stjórn- stöðvarinnar í Cheyenne-fjalli eru trufluð og síðan lesið af þeim í sérsmíðuðum tækjum. Þar fyrir utan er stjórnstöðin ekki tengd hinu almenna símakerfi Bandaríkjamanna. Þeim sem eldri eru og þjást af ótta við kjarnorkuslys má benda á að all- ir hlutar tölvukerfis NORAD- stjórnstöðvarinnar eru prófaðir utan hennar, áður en þeir eru tengdir við stjórnkerfið. Þá má benda á að varðmenn eru við hvern skotpall og eru þeir í beinu sambandi við stjórnstöð- ina, sem ráðgast við þá áður en gagnárás er hafin. Margt fleira mætti nefna, eins og þá stað- reynd að NORAD-stöðin lýtur æðstu mönnum, sem fyrstir eru látnir vita um hugsanlega árás af The National Military Comm- and Center í Pentagon. Hvað um það, verum þakklát fyrir að búa við stjórnskipulag er gerir okkur fært að njóta mynda á borð við War Games þar sem stjórnbún- aður atómvopna er gagnrýndur. Hvað vitum við um stjórnbúnað SS-flauganna? Varla meira en alþýða A-Evrópu. Að þekkja ekki aftur eiginkonuna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.