Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 1
80 SIÐUR STOFNAÐ 1913 105. tbl. 71. árg. FIMMTUDAGUR 10. MAI 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Khadafy segir tvo árásar- menn á lífí Kóm 9. maí. AP. ALLT VAR með kyrrum kjörum í Trípólí í dag eftir því sem ítalska fréttastofan ANSA greindi frá, eftir aö allt að 15 vopnaðir menn gerðu áhlaup á herbúðir þær þar sem Mo- ammar Khadafy býr ásamt fjöl- skyldu sinni. I fyrstu var sagt að allir hefðu verið drepnir, en Líbýu- leiðtoginn sagði sjálfur í sjón- varpsviðtali, að árásarmennirnir hefðu verið „eitthvað um tíu, og tveir voru handteknir". Engar róstur voru í Trípólí sem fyrr segir, en loft var lævi blandið, rétt eins og fólkið vissi ekki út- komuna úr átökunum. Fátt fólk var á ferli. Khadafy sagði að Líb- ýumenn hefðu orðið fyrir barðinu á „alþjóðlegum hryðjuverkamönn- um" og Bretar, Bandaríkjamenn og Súdanir hefðu í sameiningu þjálfað mennina sem réðust á herbúðirnar. Khadafy sagði auk þess fyrr í dag, í samtali við franska blaðið Le Monde, að hryðjuverkahópurinn „Islamska bræðralagið" hefði staðið fyrir árásinni, hópurinn vildi bylta líb- ýska kerfinu og vissi það að eina leiðin til þess væri að drepa sig. Khadafy endurtók ekki ásökun sína á hendur bræðralaginu í sjón- varpsviðtalinu, heldur endurtók orð sín um alþjóðlega hryðju- verkamenn í hópi hverra Ronald Reagan Bandaríkjaforseti væri hinn hræðilegasti. Sjá nánar á bls. 23. Toppur doll- ars gagn- vart pundinu New York, Lundúnum. 9. maí. AP. BANDARÍSKIR bankar hafa hækkað útlánsvexti sína um hálft prósent, upp í 12,5 pró- sent og hækkaði dollar mjög verulega, einkum í dag, er hann náði sínu hæsta gagn- vart breska pundinu. í kjöl- farið á hækkuninni komu mikil viðskipti með dollurum, en breskir og vestur-þýskir bankar réttu af sinn gjaldmið- il. þeir bresku með því að hækka grunnvexti af útlánum um 0,50 upp í 0,75 prósent, eða upp í allt að 9,25 prósent. Símamynd AP. Ronald Reagan á fundi í dag með Juan Antonio Samaranch, forseta alþjóðaólympíunefndarinnar, sem er annar frá hægri. Einnig eru á myndinni Peter Uberoth, formaður ólympíunefndar Los Angeles, lengst til hægri, og aðstoðar- starfsmannastjóri Hvíta Hússins, Michael Deaver, lengst til vinstri. Búlgarir einnig hættir við og aðrir íhuga það Moskvu. Sóriu, Washington og víðar, 9. maí. AP. BÚLGARIR gerðu heyrinkunnugt í dag, að þeir myndu ekki senda íþróttamenn til Olympíuleikanna í Los Angeles í sumar og fylgja þannig fordæmi Sovétmanna. Forsendurnar voru hinar sömu og hj£ Rússum, hættuástand rfkti í borginni fyrir austur-evrópska íþróttamenn auk Sfmamynd AP. Nokkrir árásarmannanna í Trípólí liggja ( valnum og áhorfendur slá hring um þá. Myndin er tekin af sjónvarpsskermi og því ívið óskýr. þess sem Bandaríkin hefðu ekki virt ólympíusáttmálann. Óvfst er með viðbrögð annarra Austur-Evrópu- landa, en málið er þar alls staðar undir smásjánni. Ronald Reagan Bandaríkjaforseti lýsti í dag yfir „miklum vonbrigðum" með ákvörðun Sovétmanna og Búlgara. Hinar opinberu fréttastofur Tékkóslóvakíu, Austur-Þýskalands, Ungverjalands og Póllands hafa allar hallmælt Bandaríkjunum í kjölfarið á ákvörðun bandaríkja sinna, en frestað ákvörðun þar til síðar í þessari viku. Rúmenar hafa á hinn bóginn lýst yfir tilhlökkun og ánægju með leikana og „þeir muni að sjálfsögðu senda lið". Þá er talið að Júgóslavía sendi einnig lið en Júgóslavar ásamt Rúmenum, hafa jafnan farið sínar eigin leiðir ef þeim hefur það hentað. Viðbrögð annarra en Austur- Evrópulanda við þessu hafa flest verið á einn veg, þau hafa harmað eða fordæmt, nema hvort tveggja sé. Sendinefndir frá bandarísku ólympíunefndinni munu halda til þeirra landa sem hafa lýst sig í vafa og reyna að tala um fyrir þeim, auk þess sem Juan Antonio Samaranch, forseti alþjóðaólymp- íunefndarinnar ætlar til Moskvu að reyna að telja Rússum hughvarf. Fjarvera Sovétmanna og hugs- anlega Austur-Þjóðverja mun ekki einungis hafa í för með sér að fjöldi öruggra verðlaunamanna munu ekki mæta til leiks, heldur verður fjárhagslegt tjón mótshaldara gíf- urlegt. Ýmsir leyfa sér að telja að Sovétmenn muni skipta um skoðun á þeirri forsendu að þeir hafi sjálf- ir lagt mikið fé í að undirbúa íþróttafólk sitt sem allra best. Allt er þó á huldu um þetta og ógerlegt að spá um, sérstaklega þar sem Sovétmenn tilkynntu í dag að ákvörðun þeirra væri óhagganleg. Mikil blaðaskrif hafa víðast hvar verið um hvernig málum er komið. Er tónninn víðast hvar á þá leið, að Ólympíuleikarnir sem slíkir eigi sér ekki viðreisnar von á ný, „hat- ur, græðgi og spilling hafi slökkt ólympíueldinn" eins og breska blaðið Daily Mail greindi frá. Sjá nánar um Ólympíuleikana á bls. 22. Líbanon: Nú getur þjóð- stjórnin fundað Beirút, 9. maf. AP. RASHID Karami, forsætisráðherra Líbanons greindi frá því í dag, að hann hefði ráðið fram úr vanda þeim sem kom í veg fyrir að fundur hinnar nýju ríkisstjórnar Líbanons gæti haf- ist á tilsettum tíma í morgun. Af hon- Noregur: Ekki bara landeigendur heldur landgrunnseigendur Óaki, 9. mai. Frá Per A. Borglund, fréttaritara Mbl. Afrýjunardómstóll í Björgvin í Noregi hefur kveðið upp dóm, sem vakið hefur mikla athygli og kann að hafa ófyrirsjáanlegar afleið- ingar, einkum fyrir þi, sem eiga land að sjó. Dómsniöurstaðan var sú, að sjávarjörðunum tilheyrði allt landgrunnið svo langt sem lögsag- an tæki til. Forsaga þessa máls er sú, að nokkrir sjávarjarðeigendur í Bremanger rétt við Björgvin hófðuðu mál á hendur fiskeld- ismanninum Kristen Strömmen og héldu því fram, að hann væri með átroðning á þeirra landi og það þótt hann væri með allt sitt í sjó. Fyrir héraðsrétti var kær- unni vísað frá en áfrýjunarrétt- urinn komst hins vegar að fyrrgreindri niðurstöðu. Nú bíða menn bara í ofvæni eftir niðurstöðu hæstaréttar því að ef hann kemst að sömu niður- stöðu og áfrýjunarrétturinn vænkast heldur hagur land- grunnseigendanna. Þeir geta þá t.d. skipað olíufélögunum að hypja sig með allt sitt hafurtask af landgrunninu eða krafist að öðrum kosti hlutdeildar í olíu- gróðanum. um gat ekki orðið þar sem Walid Jumblatt og Nabih Berri töldu öryggi sínu hætt í forsetahöll Amins Gemay- el. Jumblatt stakk upp á því að fund- urinn færi fram um borð í bandarísku eða frönsku herskipi, „hví ekki í New Jersey eða Clemenceu," sagði Jumbl- att. Karami sagði að fundurinn myndi haldinn í sumardvalarhöll Amins Gemayel forseta við Bik- faya, 16 kílómetra norðaustur af Beirút. Svæðið er á yfirráðasvæði líbanska stjórnarhersins og Kar- ami sagði að öryggisgæsla yrði hert til mikilla muna Berri deildi hart á ísraelsmenn í dag og sakaði þá um að hafa í hyggju að kalla herlið sitt skyndi- lega frá Suður-Líbanon og afhenda landshlutann „suður-líbanska hernum", sem lýtur stjórn Antoin Lahd, áður Haddads majors, en her þessi er hliðhollur ísraels- mönnum. „Ég tel að stjórnarher Líbanons eigi að verða fyrri til og sameina landshlutana, það væri stórt skref i friðarátt og myndi lægja öldur þær sem þarna eru stórar," sagði Berri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.