Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 2
.»"¦• ' '.f .»; (TiVm I JTW "*' •'»' i'.'i'' riv V ri •>«• MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1984 Ríkissaksóknari: „Bjórlíki" allt annars eðlis en öl Ríkissaksóknari mun ekki gera kröfur um frekari aðgerðir vegna „bjórlíkis", sem ýmis veitingahús hafa á boðstólum. Svo sem kunnugt er gerði embætti lögreglustjóra um- fangsmikla rannsókn vegna „bjór- líkis" og náði rannsóknin til átta veitingahúsa í Reykjavík. í hréfi, sem ríkissaksóknari sendi embætti lögreglustjóra í gær, segir meðal annars: A 7. grein áfengislaga nr. Hendur á lofti — Iðjufólk samþykkir stuðning við stjórn félagsins í viðræðum við atvinnurekendur. Morgunblaðift/KÖE 82/1969 er lagt bann við því að brugga á íslandi eða búa til áfenga drykki eða áfengisvökva. Vökvi sá, sem um ræðir í skjöl- um máls þessa, er þannig til orð- inn að blandað er saman óáfeng- um pilsner og sterku áfengi úr Áfengisverzlun ríkisins. Blöndun þessi er allt annars eðlis en ölgerð. Vökvinn hefur ekki einkenni öls og er aðeins ein gerð áfengisblöndu. Ákvæði áfengislaganna um öl geta því ekki tekið til áfengisblöndu þessarar. Af ákæruvaJdsins hálfu eru eng- ar kröfur hafðar uppi um frekari aðgerðir í tilefni af áfengisblönd- um, sem til sölu eru á veitinga- stöðum þeim, sem í lögreglu- skýrslum málsins greinir. Félagar í Iðju krefjast úr- bóta í bónusmálum sínum Atómstöðin sýnd í Cannes á sunnudag Í8LENZKA kvikmyndin Atómstöðin verður sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi á sunnudag og tvívegis á mánudag. Þorsteinn Jónsson, leikstjóri kvikmyndarinn- ar, og Örnólfur Árnason, fram- kvæmdastjóri, eru þegar farnir til Cannes og aðalleikararnir Gunnar Fyjólfsson og Tinna Gunnlaugsdótt- ir fara um helgina og verða viðstödd sýninguna á sunnudag. Á FJÖLMENNUM fundi í Iðju, fé- lagi verksmiðjufólks, í Domus Med- ica í gærkvöldi, var samþykktur stuðningur við stjórn félagsins í við- ræðum við atvinnurekendur um úr- bætur á bónusmálum, en mikil óánægja ríkir meðal Iðjufólks með bónusgreiðslur, einkum starfsfólks á saumastofum. Það er einkum bón- usviðmiðunin, sem Iðjufólk er óánægt með. Það er að bónusviðmið- unin er lægri en mánaðarlaun og því þarf verkafólk að ná bónusafköstum áður en mánaðarlaunum er 'náð. Þannig er bónusviðmiðun í 9. launa- flokki Iðju 10.700 krónur, en mánað- arkaup eftir sex ára starf 11.606 krónur. „Mikillar og vaxandi óánægju gætir meðal okkar fólks. Ástæðan er fyrst og fremst sú, að verulegur hluti af afköstum umfram staðal- afköst fer nú í að greiða upp mis- mun milli taxtakaups og lág- markstekna. Iðnverkafólk hefur réttilega bent á, að Iítil skynsemi er í því, að stór hluti umframaf- kasta verkafólks fer í að ná laun- um, sem það hvort eð er fær. Ástæðulaust er að láta atvinnu- rekendur hirða afrakstur þeirrar Ástæðan í senn listræns eðlis og framkvæmdaleg — segir Gísli Gestsson, kvikmyndagerðar- maður um uppsögn sína við gerð Enemy M ine „JÁ ÉG persónulega beiddist und- an frekari störfum í þágu þessarar kvikmyndar um miðja síðustu viku," sagði Gísli Gestsson kvik- myndagerðarmaður í samtali við Mbl., en hann sagði upp því starfi sem hann hefur gegnt við gerð En- emy Mine frá því á s\. ári sem íslenskur ráðunautur. „Starf mitt við myndina var tvíþætt, ég var ráðunautur varð- andi vinnuna á Islandi og síðan var, og er, samningur á milli Víðsjár og Fox sem enn er í gildi, á þann hátt að starfsfólk Víðsjár starfar ennþá við frágang mála vegna kvikmyndarinnar. Ástæð- urnar fyrir uppsögn minni voru viss vonbrigði njeð framgang verksins og þá stefnu sem það tók. Kannski ekki svo óskyld sjónarmiðum leikstjórans fyrr- verandi, enda unnum við mikið saman við undirbúninginn og höfðum svipaðar hugmyndir um gerð myndarinnar, staðaval og þessháttar, en myndin var farin að fjarlægjast mjög þær hug- myndir. Það má segja að ágrein- ingurinn hafi í senn verið list- rænn og framkvæmdalegur. Annað atriði sem átti sinn þátt í ákvörðun minni var, að mér fannst vera gengið framhjá hæfileikamönnum í Félagi ís- lenskra kvikmyndagerðar- manna. Góð orð höfðu áður fallið um að þeim yrði gefinn kostur á að starfa að gerð myndarinnar, ýmist við kvikmyndatökuna sjálfa eða við heimildarmynd um gerð Enemy Mine. I báðum til- vikum var gengið framhjá mönnum innan félagsins og það fannst mér mjög miður. En mitt fyrirtæki kemur til með að framfylgja þeim hluta samn- ingsins við Fox sem enn er eftir," sagði Gísli Gestsson að lokum. „Stór hluti umframafkasta fer í að ná launum, sem fólk hvort sem er fær," seg- ir Bjarni Jakobsson, formaður Iðju vinnu án þess að nokkuð komi í staðinn," sagði Bjarni Jakobsson, formaður Iðju, í samtali við Mbl. eftir fundinn í Domus Medica, sem á annað hundrað manns sóttu. „Á næstunni munum við halda vinnustaðafundi þar sem ákveðið verður hvort segja skuli upp bón- ussamningum á vinnustöðum. Við fengum stuðning allra á fundinum til að ganga einarðlega til við- ræðna við atvinnurekendur," sagði Bjarni Jakobsson. Miklar umræður um bónusmál og kjaramál almennt voru á fund- inum og tóku margir til máls. Á fundinum sagði Bjarni að Iðjufólk stæði nú frammi fyrir því hvort segja skuli upp samningum 1. september næstkomandi, en það þyrfti að gera fyrir 1. ágúst. „Við verðum að taka ákvörðun um að ganga til aðgerða strax í byrjun september, en ekki segjum við upp 3% launahækkun, sem samning- urinn kveður á þann 1. september og aftur hinn 1. janúar, nema að ætla okkur að sækja eitthvað meira í staðinn," sagði Bjarni Jak- obsson. Norðmenn og Islendingar: Samkomulag um 300 þús. tonna loðnuafla (H-Ió, 9. maí. ¥ri frétUriUra Morgunbladsins, EKKI tókst að ná samkomulagi milli Norðmanna, íslendinga og Efnahagsbandalags Evrópu (EBE) um skiptingu loðnukvótans víð ís- land, Jan Mayen og Grænland fyrir veiðitímabilið 1984—1985. Norð- menn og fslendingar hafa því gert samkomulag sín í milli um að fs- lendingar megi veiða 85% aflans og Norðmenn 15%eins og áður. Af hálfu EBE hefur verið kraf- izt hlutdeildar í heildaraflanum með þeim rökum, að veitt sé m.a. innan landhelgi Grænlands. Hafa l'er A. Borglund. Norðmenn lýst sig fúsa til þess að láta af hendi einhverjar veiði- heimildir en Islendingar ekki. All- ir aðilar voru hins vegar sammála um, að heildaraflinn á þessu veiði- tímabili skuli verða 300.000 tonn í samræmi við tillögur fiskifræð- inga. Þar sem Norðmenn veiddu ekki loðnu í fyrrahaust en íslendingar veiddu 573.000 tonn á sama kvóta- tímabili, þá fá Norðmenn hlut- fallslega uppbót á næsta veiði- tímabili. Samkvæmt því mega Norðmenn veiða 105.000 tonn af loðnu við Jan Mayen. Árni Reynisspn framkv.stj. FÍS Stjórn Félags ísl. stórkaupmanna hefur ráðið Árna Reynisson í stöðu framkvæmdastjóra félagsins. Hann tekur við af Torben Friðrikssyni, sem lætur af störfum í júnflok að eigin ósk. Árni Reynisson er fæddur í Reykjavík 10. desember 1941, son- ur Reynis Eyjólfssonar kaup- manns þar og Guðrúnar E. Guð- mundsdóttur frá Tannanesi í Ön- undarfirði. Hann lauk prófi frá Samvinnuskólanum 1961 og vann eftir það sem sölustjóri í bifreiða- deild Sambandsins til 1966. Hann var forstöðumaður Upplýsinga- skrifstofu Verslunarráðsins 1966—1970, framkvæmdastjóri Landverndar 1970—1972 og fram- kvæmdastjóri Náttúruverndar- ráðs 1972-1981. Hann hefur síðan unnið við uppbyggingu og út- breiðslu fyrir ýmsa aðila, þ.á m. WKkW^^ íslensku óperuna, Stálfélagið hf. og SÁÁ. Árni er kvæntur Önnu Bjarna- dóttur frá Hörgslandi á Síðu og eiga þau tvær dætur. Hans Andrcas Djurhus Nýr sendiherra Dana á íslandi? Dimmaletting segir frá því í síð- ustu viku að í nóvember taki við nýr sendiherra Dana á fslandi. Blaðiö segir að sá sem við eigi að taka af núverandi sendiherra sé Hans Andr- eas DjurhiiN frá Færeyjum og sé þetta jafnframt fyrsti sendiherrann sem Færeyingar eignist innan dönsku utanríkisþjónustunnar. Hans Andreas Djurhus er 64 ára gamall og hefur hann starfað innan dönsku utanríkisþjónust- unnar síðan 1951 en það sama ár lauk hann embættisprófi í hag- fræði. Hann hefur verið aðalræð- ismaður Dana bæði í Los Angeles og Hamborg. Morgunblaðið spurðist fyrir um þetta í utanríkisráðuneytinu í gær en fékk fréttina ekki staðfesta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.