Morgunblaðið - 10.05.1984, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 10.05.1984, Qupperneq 7
7 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1984 Atvinnuhúsnæði Fjársterkur aöili í veitingarekstri óskar eftir húsnæöi til leigu eöa kaups, helst í hjarta borgarinnar, fyrir veitingarekstur. Tilboö skilist á augl.deild Morgunblaösins fyrir 16. maí, merkt: „Veitingarekstur — 1945“. ELRIhf. aröaþjónusta Getum bætt viö nokkr- um lóöarstandsetning- um í sumar. Björn Björnsson skrúö- garðyrkjumeistari. Jón Hákon Bjarnason skógræktartæknir. Uppl. í síma 15422. Skjalaskápar ★ Norsk gædavara ★ Ótal möinileikar E. TH. MATHIESEN H.F. DALSHRAUNI 5 — HAFNARFIROI — SIMI 51888 FERÐATÖSKUR SKJALATÖSKUR SNYRTITÖSKUR DIODVIUINN Ónýtu kartöflumar frá Finnlandi SÍS sá um kaupin • Fékk Sambarulið umboðs- laun fyrir ónýla vöru? • Finnar fengu íslenskt afgangskjöl í staðinn Neytendasamtökin krefj- las/ opinberrar rannsóknar Ónýtar kartöflur og vöruskipti Þjóöviljinn bendir rækilega á það á forsíðu sinni í gær, aö þaö sé fyrir tilstuölan SÍS sem íslendingar standa nú uppi ráðalausir meö fangið fullt af ónýtum kartöflum frá Finn- landi. Þjóöviljanum finnst þaö aö vísu dálítil sárabót aö Finnar fengu í staöinn „íslenskt afgangskjöt". Þar skyldi þó ekki hafa veriö um aö ræöa „gulgræna" kjötiö sem þeir Þjóöviljamenn fundu í stöflum síöasta haust? Er óhætt að segja aö þessi vöruskipti milli samvinnufyrirtækja í útvarö- arlöndum norrænnar samvinnu séu hvorki hátt á hrygginn reist né stuðli aö góöu hugarþeli milli vinaþjóöa, hvað svo sem samvinnuhreyfingarnar kunni aö hagnast á þeim fjár- hagslega. Forsíðu- frétt Þjóð- viljans Hér fer í heild forsídu- frétt hjóðviljans í gær um finnsku kartöflurnar og kjötið frá SÍS: „Við keyptum kartöfl- urnar í gegnum Samband- ið,“ sagði Gunnlaugur Björnsson forstjóri Graenmetisverslunarinnar í viðtali við I>jóðviljann í gsr. Sambandið gerði sam- ning við Finna um kaup á 2000 tonnum af kartöflum frá því I fyrra og seldi Finnum í staðinn dilkakjöt sem safnast hafði upp hér á landL Neytendasamtökin hafa krafist opinberrar rannsóknar á kartöflu- viðskiptum við Finna. Gunnlaugur Björnsson sagði að ekki vsri eins- dæmi að samningar væru gerðir um svona mikið magn af kartöflum. Hér væri um þriggja mánaða neyslu að ræða. Gunnlaug- ur var spurður um hver hefði selt kartöflurnar I Finnlandi. „I«etta er nú keypt I gegnum Sambandið. Sölu- aðilinn er finnskt sam- vinnusamband bænda." Gunnlaugur kvaðst ekki vita hvort Sambandið hefði umboð beint fyrir finnsku bændurna enda væru þeir yfirleitt ekki í útflutningi. Fyrir Grænmetisverslunina hefði verið um að ræða hvernig ætti að koma í veg fyrir kartöfluskort VersF unin hefði frétt af þessum finnsku kartöflum og gert samninginn við Samband- ið. Grænmetisverslunin hefði fengið kartöflurnar á svipuðu verði og hollensku kartöflurnar. Sagði Gunn- laugur að Innflutnings- deild SÍS hefði séð um kaupin á kartöflunum ( tengslum við dilkakjöts- sölu. Stjórn GrænmetisversF unarinnar er skipuð af Framleiðsluráði landbún- aðarins. Stjórnarformaður er Ingi Tryggvason sem einnig er formaður Fram- lciðsluráðsins. Hjá Viðari Imrsteinssyni í Innflutningsdeild SÍS fengust þær upplvsingar að upphaflega hefðu þessir kartöflusamningar komið til í tcngslum við hugsan- leg kaup Finna á dilkakjöti frá okkur. Samvinnufélög bænda voru í þessu máli f Finnlandi og önnuðust milligöngu um þessi við- skipti. Finnar keyptu 100 tonn af dilkakjöti af fs- lendingum, sem keyptu 2000 tonn af kartöflum af Finnum. Viðar kvaðst ekki vita hvað kartöflurnar hefðu kostað í innkaupi né held- ur hversu há umboðslaun Sambandið hefði fengið af þeim. I»að hefði verið hvcrfandi. Kartöflurnar voru fluttar til íslands með skipum frá Skipadcild SfS. — óg/ór“ Reiði neytenda Eins og sést af því hvernig l>jóðviljinn tekur á þessu máli er það greini- lega tilgangur blaðsins að beina hinni miklu reiði neytenda út af finnsku kartöflunum gegn SfS. Er ekki að efa að þar ráða pólitískir hagsmunir meiru hjá alþýðubandalags- mönnum en umhyggja fyrir hag neytenda. Vitað er að innan SÍS eru töluverð átök á milli valdamanna eftir því hvort þeir eru hægri, miðju eða vinstri framsóknarmenn eða hreinræktaðir alþýðu- bandalagsmenn. I*essar erjur taka á sig margvísleg- ar myndir og snúast að verulegu leyti um völd og áhrif í hinum ýmsu fyrir- tækjum sambandsveldis- ins. Eins og vænta mátti teF ur Viðar Imrsteinsson SÍS ekki hafa fengið há um- boðslaun fyrir innflutning- inn á kartöflunum, í þeim orðum hans örlar á þvf viðhorfi sem jafnan er ofarlega á baugi þegar rætt er við SÍS-menn um pen- inga, að þeir virðast næst- um aldrci koma við sögu í rekstri SÍS, nema þegar reikningar eru lesnir á að- alfundi. Hitt er Ijóst að íslenskir | neytendur hafa ekki aðeins greitt fyrir kartöflurnar sem SfS fékk fyrir kjötið heldur hafa þeir einnig borgað verulegan hluta af kjötinu sem Finnar fengu frá SfS í staðinn fyrir kart- ödurnar. Umræðurnar um útflutningsbætur á dilka- kjöt hafa dregið athygli manna að þvi að SfS tekur umboðslaun af reiknuðu heildsöhiverði á kjöti sem er hærra en raunverð til kaupanda og fær þannig umboðslaun af útflutn- ingsbótunum. Finnsku kartöflurnar hafa vakið meira en reiði neytenda þær hafa einnig orðið til þess að æ fleiri gera sér Ijóst að einokun á innflutningi á grænmeti til landsins er á skjön við all- ar hugmyndir sem menn gera sér um þjónustu i verslun og viðskiptum nú á dögum. Vöruskiptaverslun hefur aldrei gefist vel, ein- okunarverslun er þó enn verri ekki síst þcgar hún byggist á vöruskiptum. Neytendur hafna ba-ði kartöflunum og þcssum I viðskiptaháttum með þær. Smoke Gard Reykskynjari getur veriö líígjaíi! mmm—mmmmmmmm Þrír styrkleikar sameinaöir í einni huröapumpu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.