Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 14
a MÖrGUNBLAÐIÐ, ftMW^DAGUR 'lÓ. MÁ'Í 1&4" Jóhannes Árnason sýslumaður tekur á móti sænsku gestunum. Morgunblaoió/Árni. Stykkishólmur: Fimmtíu sænskir gestir Stjkkishólmi, 6. mmí. UNDANFARNA daga hafa dvalið hér á landi um 50 manns frá (iauta- borg í Svíþjóð og nágrenni og hafa þeir verið að kynna sér ýmis mál hér og kynnast landi og viðhorfum. Um þessa helgi hafa þeir ferðast í tveim rútum um Snæfellsnes, annan daginn voru þeir heppnir með veður en í dag hefir veður ver- ið misjafnt og meðal annars komið él. Hiti hefir því verið um frost- mark. Leiðsögumenn hafa fylgt þeim um Nesið og þeir hafa skoðað ýmsa staði, komið við á sveitabýl- um, m.a. Snorrastöðum í Kolbeins- staðahreppi, Laugagerðisskóla, Lýsuhóli o.s.frv. í gær óku þeir fyrir Snaefellsnes og gistu í Ólafs- vík. Hingað í Hólminn komu þeir svo fyrir hádegi, en þar fagnaði þeim sýslumaður okkar, Jóhannes Árnason, sem tók á móti þeim við sýslumannshúsið hér og sagði þeim í nokkrum orðum frá ýmsu hér í sýslunni og frá landinu í heild, lýsti fyrir þeim störfum sýsluncfnda og embættisins, og sagði þeim frá merkum byggingum hér og uppbyggingu Stykkishólms, gömlum minjum og þjóðlífi. Einn af komumönnum þakkaði sýslu- manni og færði honum til minja veglega myndabók frá Svíþjóð. A eftir var hádegisverður snæddur í Hóteli Stykkishólms. Óli Guðmundsson sjúkrahúslæknir, sem lengi starfaði í Svíþjóð, mætti þar í fjarveru sveitarstjóra og ávarpaði komumenn og ræddi við þá. Héðan fara komumenn svo til Reykjavíkur en ferðinni lýkur á morgun en þá verður flogið til baka. Gestirnir létu vel af för sinni um Snæfellsnes, kvörtuðu ekkert þótt veður hefði verið með kaldara móti. Hafa ef til vill mætt vorhreti áður. Voru hrifnir af byggðum Snæfellsness og viðmótið og góðar móttökur bæta upp veðurfar. Sem sagt, þeir fóru ánægðir til baka. Árni Vextir hækka á nokkr- um verð- og gengistryggð- um innlánsreikningum BANKASTJÓRN Seðlabankans hefur ákveðið að hækka vexti nokkurra verðtryggöra og gengisbundinna liða rið innlánsstofnanir frá og með 11. maí nk. Nemur hækkunin 1—2%eins og sýnt er á meöfylgjandi yfirliti. Verð- trygging hefur einkum nað til langra lána og bundinna innlána. Vextirnir hafa lítið breytzt frá því að til verð- tryggingar var stofnað í innlánsstofn- unum. Hafa þeir verið fremur lágir, en að verðbótum meðtöldum báru þessir liðir bó hæstu vaxtakjörin þegar verð- bólgan var mikil. Undanfarna má.iuði hefur dæmið snúist við, því að raun- vextir óverðtryggðra liða hafa hækkað mikið og eru nú hærri en verið hefur um áratuga skeið. Vaxtabreytingin nú er gerð til að samræma kjör verð- tryggðra og óverðtryggðra skuldbind- inga, en einnig felst í henni að kjör langra lána innlánsstofnana eru ferð til betra samræmis við lán fjárfest- ingarlánasjóða. Auk framangreindra vaxtabreyt- inga er nú stofnaður nýr flokkur út- lána við innlánsstofnanir, fyrir endurlán innstæöna á innlendum gjaldeyrisreikningum. Svo sem kunnugt er hafa reglur um innlenda gjaldeyrisreikninga verið rýmkaðar þannig aö fleiri stofnanir en áður bjóða nú upp á slika reikninga. Hinn 1. marz sl. setti Seðlabankinn reglur um þessi innlán, sem m.a. fela I sér að innlánsstofnunum verður heimilt að endurlána að hluta þetta fé inn- lendum aðilum annars vegar vegna framleiðslu til útflutnings og hins vegar í stað erlendra Jána sam- kvæmt reglum, sem um þau gilda hverju sinni. Lán þessi verða bundin gengi erlendra gjaldmiðla og verða vextirnir miðaðir við svonefnda LIBOR-vexti auk álags, sem má vera hæst 1,75%. LIBOR eru milli- bankavextir, sem kenndir eru við London (London Interbank Offered Rate), en notkun þeirra er mjög al- menn á erlendum lánamörkuðum. Fráog meo Fjrir ll.maí I9H4 breylingu Verotryggéir 6 mán. innlinsreikn. 2,5% 1,5% Verðtryggð lin, lán.stími alll aft 21/: ár 4,0% 2£% Verolrygg* lán, lánstími minnst 2' i ár 5,0% 33—4% Innst. i innl. gjaldeyrisreikn. InnsUeður í Kandarikjadollurum 9,0% 7% Innsupour i dönskum krónum 9,0% 7% Kndurlán innsUeðna i innlendum gjaldeyrisreikningum LIBOR +1,75% Jón Magnússon, formaður Neytendasamtakanna: Grænmetisverslun land- búnaðarins tímaskekkja „GRÆNMETISVERSLUN landbún aðarins er tímaskekkja," sagði Jón Magnússon, formaður Neytenda- samtakanna, m.a. I ræðu sinni á ráðstefnu Stjórnunarfélags íslands í gær, þar sem fjallað var um ríkis- og einkarekstur. Fór Jón hörðum orð- um um Grænmetisverslunina. Sagði forráðamenn hennar ekki hirða um þótt tugum tonna óælra kartaflna væri mokað í neytendur. Jón sagði jafnframt, að afar erf- itt væri fyrir Neytendasamtökin að kljást við ríkisfyrirtæki eða önnur fyrirtæki, sem nytu vernd- unar hins opinbera, þegar kvart- anir bætust frá neytendum. Ráða- menn stæðu við bakið á undir- mönnum sínum hvað sem tautaði og raulaði og skipti þá engu þótt áþreifanlegar sannanir lægju til grundvallar umkvörtunum. Sagði Jón talsvert vanta á, að hið opin- bera gerði sömu kröfur til sinna eigin fyrirtækja og annarra, sem væru í einkaeigu, hvað þetta snerti. Neytendasamtðkin hafa ákveðið að krefjast opinberrar rannsóknar á kartöfluviðskiptum Grænmet- isverslunarinnar við Finnland, enda reyndust kartöflurnar að stórum hluta skemmdar og óhæf- ar til neyslu. Sagði Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytend- afélags Reykjavíkur og nágrennis, að fjöldi kvartana hefði borist tií Neytendasamtakanna á undan- förnum vikum vegna finnsku kart- aflnanna. „Ýmsir innflytjendur ávaxta hafa lýst því yfir, að þeim standi til boða ný uppskera frá sunnan- verðri Evrópu og komið hefur fram í fjölmiðlum, að Hagkaup getur flutt inn gæðakartöflur frá Hollandi. Grænmetisverslunin hefur brugðist og það er því tíma- bært að losa um þær viðjar, sem sala á þessari vöru hefur verið í, svo tryggja megi neytendum ætar kartoflur," sagði Jóhannes. „Þyrfti mjög kostnað- arsamar breytingar" — segir formaður útvarpsráðs um hugmyndir um íbúðir í nýja útvarpshúsinu „HÚSIÐ hefur verið byggt upp með tilliti til útvarps og sjónvarpsstarf scmi, þannig að ég held að það sé af og frá að þetta verði nokkurn tíma rekið sem hagkvæmt íbúðarhús- næði. Til þess þyrfti mjng kostnaðar- saraar breytingar," sagði Markús Örn Antonsson, formaður útvarps- ráos, er Mbl. bar undir hann þings- ályktunartillögu Eyjólfs K. Jónsson- ar. í tillögunni leggur þingmaður- inn til að ríkisstjórninni verði fal- ið að stöðva framkvæmdir við nýja útvarpshúsið og athugun gerð á þvi hvernig hagnýta megi það sem best, t.d. með tilliti til smáíbúða, áður en framkvæmdir hefjist að nýju. „Menn gáfu sér ákveðnar tækni- legar forsendur við byggingu þessa húss. Þetta er sérstaklega hannað fyrir ákveðna starfsemi. Sem dæmi má nefna, að þarna er gert ráð fyrir stóru sjónvarpsstúd- íói, gluggalausu vel að merkja, í miðju húsi. Það yrði erfiðleikum bundið að koma þarna upp íbúð- arhúsnæði. Ég held að fram- kvæmdir séu komnar það langt, að ekki verði aftur snúið úr þessu," sagði Markús Örn. Hvað varðaði gagnrýni Eyjólfs K. Jónssonar á stærð byggingar- innar sagði formaður útvarpsráðs, að hann ásamt fleirum hefðu bent á þennan þátt þegar í upphafi. Húsið væri reyndar minna en upp- haflega var ætlað. „Ég taldi á sín- um tíma ýmislegt þarflegra en að ráðast í þessa byggingu," sagði Markús örn en benti jafnframt á, að það væri ekki á valdi útvarps- ráðs að stöðva byggingarfram- kvæmdir. Slíkt yrðu aðrir að ákveða. Djass í Þórscafé: „Djamm=sessjón" Jazzklúbbur Reykjavfkur heldur „djamm-sfssjón" í samvinnu við Jazzvakningu í Þórscafé í kvöld, fimmtudagskvöld. f fréttatilkynningu frá Jazz- klúbbi Reykjavíkur segir maðal annars, að úrval jazzleikara komi fram í mörgum sveitum og fjöl- breyttum stíltegundum, þar á meðal Big band '81 og Trad komp- aní Kristjáns Magnússonar og fé- laga. Aðgangseyrir er kr. 100. Big band '81 verður mcðal þeirra hljómsveita sem leika á „djamrasessjén" I Þórscafé í kvöld. Erlendir gestir á sam- komum Hjálpræðishersins samkomum sunnudagsins fyrir hádegi og um kvöldið. Annar erlendur gestur Hjálp- ræðishersins, kommandör Karst- en Anker Solhaug, sem nú er staddur hér á landi, mun tala á samkomu í Herkastalanum í kvöld, fimmtudagskvöld, en hann yar í mörg ár leiðtogi Hjálpræð- ishersins í Noregi, Pæreyjum og á íslandi. lljálpra'ðishcrinn í Reykjavík verður heimsóttur um helgina af kommandör Will Pratt og eiginkonu hans, Kathleen, sem eru leiðtogar Hjálpræðishersins í vestra umdæmi Bandaríkjanna. Þau hjónin flytja fagnaðar- boðskapinn á samkomu Hjálpræð- ishersins að Kirkjustræti 2 annað kvöld, föstudagskvöld, auk þess sem þau verða aðalræðumenn á Kökusala á Lœkjartorgi KVKNNADKII.I) Flugbjörgunarsvcitarinnar í Reykjavík efnir til kökusðlu á Lækjartorgi i morgun, föstudag, og hefst salan kl. 8 árdegis. Kvennadeildin hcfur starfað í 18 ár og hcfur styrkt flugbjörgunarsveitina í Reykjavík mcð kaupum á tækjum og ýmsum búnaði fyrir starf sveitarinnar að björgunar- málum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.