Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 15
MOROUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1984 l& Frá vortónleikum Tónskóla Fljótsdalshéraðs í Egilsstaðakirkju. Ljósm.: Mbl./Ólafur Egilsstaðir: Vorannir hjá tónskólanemum KgilsNtöðum, 7. maí. NÝLIÐIN helgi var annasöm hjá nemendum og kennurum Tón- skóla Fljótsdalshéraðs. Á föstu- dagskvöld voru árlegir vortónleik- ar skólans haldnir í Egilsstaða- kirkju og í gær brugðu nemendur sér ásamt kennurum til Borgar- fjarðar eystri til tónleikahalds. Á vortónleikunum komu nær 50 nemendur fram auk gesta frá Tónlistarskóla Seyðisfjarðar — en góð samvinna hefur tekist með þessum tveimur skólum. Frá Tónlistarskóla Seyðisfjarðar kom m.a. fram blásaratríó og nemendur léku á flautu, gítar og píanó. Níu efnilegir píanóleikarar í Tónskóla Fljótsdalshéraðs komu fram á vortónleikunum auk gít- ar- og flautuleikara. Þá vakti ¦ l2m ias» - HTi1 •iffiL*. ¦ 'tB' L ^B 1 * W^isHmWm %. y dO»vt JJ Frá ferð tónskólanema til Borgarfjarðar eystri. fiðlusveft skólans verðskuldaða athygli að ógleymdum blokk- flautukór og skólahljómsveit- inni. Húsfyllir var á tónleikun- um og flytjendum vel fagnað. í gær héldu nemendur Tón- skóla Fljótsdalshéraðs svo til Borgarfjarðar eystri og léku þar fyrir fullu húsi. Tónskóla Fljótsdalshéraðs verður slitið um miðjan mánuð. Nemendur skólans hafa verið um 100 í vetur. Skólastjóri Tónskóla Fljótsdalshéraðs er Magnús Magnússon. — Ólafur. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ: „Reiði í garð aðgerða ríkisstjórnarinnar" „ÓÁNÆGJA með það ástand sem við búum við í dag, kom mjög skýrt fram á þessum fundi," sagði Ásmundur Stefánsson forseti ASl í samtali við blm. Mbl. í gær um fund þann sem forystumenn ASÍ, miðstjórn og full- trúar lands- og svæðissambanda héldu á mánudag, þar sem staðan í kjaramálum var rædd og til hvaða að- gerða verkalýðshreyfingin eigi að grípa á næstunni. Asmundur sagði að mikil reiði hefði komið fram á fundinum yfir þeim aðgerðum sem ríkisstjórnin hefði tekið ákvarðanir um þessa síðustu daga, og þá ekki siður yfir því aðgerðaleysi sem ríkt hefði af hálfu ríkisstjórnarinnar hvað varð- ar almenna efnahagsstjórn. „Hvað varðar 1. september," sagði Asmundur, „þá var það sam- dóma álit manna að ef til uppsagna kæmi, þá yrði óhjákvæmilega að fara saman að leggja kröfugerð fram og ákveða til hvaða aðgerða yrði gripið til þess að ná kröfunum fram, samhliða því að samningum yrði sagt upp." Asmundur sagði að fæstir hefðu verið reiðubúnir til þess að taka endanlega afstöðu til þess að svo komnu máli, hvort segja bæri upp samningunum. Menn hefðu talið rétt að um það færi frekari umræða fram innan sam- bandanna og úti í félögunum, áður en endanlegar ákvarðanir yrðu teknar. Úlfur Markússon, formaður BÍL: Virðist ekki kunn- ugt um lög okkar „SAMKVÆMT lögum Bandalags ís- lenskra leigubflstjóra getur engin ein stöð boðið lægri taxta cn kveðið er á um. Hvort framtíðin leiðir þaö í Ijós, að bandalagið semur um magnafslátt sé um sannanlega vinnuaukningu að ræða, skal ég ekki segja," sagði í'lfur Markússon, formaður BIL, í samtali við Morgunblaðið. Um ummæli verðlagsstjóra, þar sem hann segir i einu dagblaðanna að ekkert mæli gegn samkeppni leigubifreiðastöðva undir hámarks- verði, sagði Úlfur, að verðlagsstjóra virtist alls ekki kunnugt um lög BÍL þótt hann ætti að fara nærri um innihald þeirra. í framhalði af þvi sagði Úlfur: „Það kemur ekki til greina, að félögin afsali sér þeim rétti að fara með kaup og kjör. Ger- ist það er þetta komið út i frum- skógarhernað." Efnt verður til fundar í BÍL á föstudag og sagðist Úlfur vonast til þess að hægt yrði að ná fram sam- komulagi án þess að grípa tjl harðra aðgerða. „Fyrst er að ræða málefnalega við menn og ég trúi því og treysti, að menn sjái að sér og virði lög félagsins. Ef opinbert fyrirtæki ætlar að fara að brjóta á okkur er það orðið alvarlegt mál." sagði Úlfur Markússon. josmyndafyrirsæta ársins '84 og insælasta stúlkan sem þátttakendur velja úr sínum hópi verður krýnd annað kvöld í B^OADWAT Unnur Steinsson feguröar- drottníng íslands 1983 DAGSKRA: Veislan hefst meö freyöandi fordrykk kl. 19.00. Stulkurn- ar koma fram í síöum kjólum og baofötum frá Triumph. Flutt verk Gunnars Þóroarsonar, Tilbrigöi viö fegurö meö dansívafi Islenska dansflokksins. Módel '79 sýna tískufatnaö frá Karnabæ. Dansflokkur JSB sýnir frumsamiö verk viö lög úr Staying Alive. Tónar um feguröina: Þuríöur Siguröardóttir og Björgvin Halldórsson syngja. Krýndar veroa Ijósmyndafyrirsæta ársins og vinsælasta stúlkan. Allar fá stúlkurnar körfu meö freyöandi Very Cold Duck og Ijósmyndafyrirsæta ársins og vinsælasta stúlkan blóm frá Stefánsblóm. Tryggiö ykkur miða sem fyrst í Broadway í síma 77500 Matseðill Rauðvínssoðinn léttreyktur lambavöðvi með ristuðum ananas, sykurbrúnuðum jarðeplum, blómkáli, gulrótum, salati og cherrylagaðri rjómasveppasósu. Pönnukökur Normanniske. FLUGLEIDIR - @ ^KARNABÆR MISS "^t' HUOMBÆR ^sSsn Triumnh f=y NV ««^ ^\'*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.