Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 16
rr 16 MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1984 AF INNLENDUM VETTVANGI AGNES BRAGADÓTTIR TVEGGJA daga verkfall flugmanna Flugleiða vofir yfir á morgun og laugardag, vegna þeirrar kjaradeilu sem nú stendur á milli FÍA og Flugleiða, náist samkomulag ekki fyrir morgundaginn. Gefi aðilar ekki verulega eftir, annar eða báðir, er hætt við að flugmenn boði fengra verkfall, og þá mun ríkisstjórnin væntanlega hugleiða íhlutun í deiluna, með lagasetningu, til þess að forða landinu frá einangrun og landsbúum frá samgönguleysi. Telja menn að ekki verði með nokkru móti hægt að ganga að kröfum flugmanna eins og þær líta nú út, eða litu út þar til síðdegis í gær, því slíkt myndi hafa í för með sér enn aukinn óróa á vinnumarkaðnum, en ríkisstjórnin mun eindregið vilja að friður haldist á vinnumarkaðnum. Ríkisstjórnin telur því að óverjandi væri að ganga að kröfum flugmanna, sem eru sagðar vera kröfur um allt að 70% launahækkun hjá þeim sem lægstan starfsaldur hafa og starfa á Fokkervélum Flugl^iða. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, sagði í samtali við blm. Mbl. um þetta mál: „Mér finnst furðulegt að slíkar kröfur skuli settar fram í þessari stöðu, og ef samið yrði á þessum nótum, myndi það hleypa illu blóði í þá sem samið hafa innan skynsamlegra marka að undanförnu." verið gerðir opinberir, og ekki liggur fyrir neinn útreikningur frá flugmðnnum hvað óskalisti þeirra pýði í prósentum. Björn Guðmundsson sagði aðspurður um þetta atriði: „Nei, við höfum nú ekki látið reikna út hvað þess- ar óskir okkar þýða f prósentum, og ég veit ekkert hvort við erum nokkuð að standa í því að láta reikna þetta út. Þetta var nú bara sett fram sem lauslegur umræðu- grundvöllur en ekki sem gallhörð kröfugerð. Flugleiðir vildu fá eitthvað á blaði, um kröfur okkar og því settum við þetta á blað." Flugmenn fara fram á að fá 13. mánuðinn greiddan Flugleiðir komast að þeirri niðurstöðu f útreikningum sfnum að 3. liður á óskalista flugmanna hafi í för með sér 28% launa- hækkun fyrir suma af yngstu flugmönnunum, en þessi liður er svohljóðandi: „Tilfærslur í launa- flokkum. Minnkað verði launa- Kjaradeila flugmanna í hnút en kannski ekki óleysanleg Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins, munu Flugleiðir telja útilokað að semja við flugmenn á grundvelli þeirra krafna sem þeir hafa lagt fram, og segja Flugleið- ir að þeir geti einungis boðið upp á ASÍ-VSÍ-samkomulagið, þar sem aðrir starfsmenn Flugleiða hafi fengið ASÍ-VSÍ-samkomu- lagið og ekkert umfram það. Auk þess telja Flugleiðamenn að þótt vilji hefði verið fyrir hendi hjá félaginu að ganga til móts við kröfur flugmanna að einhverju leyti, þá myndi Vinnuveitenda- sambandið aldrei samþykkja að farið yrði út fyrir öll mörk sem sett hafa verið í kjarasamningum frá því í febrúar í vetur. Þá segj- ast Flugleiðir ekki vera reiðubún- ir til þess að axla þá ábyrgð sem því fylgdi að sprengja launa- ramma þann sem ríkisstjórnin hefur sett. Flugleiðir vísuðu deil- unni einhliða til sáttasemjara, þar sem flugmenn höfnuðu því að vísa deilunni þangað með Flug- leiðum. Fundur hófst hjá ríkis- sáttasemjara kl. 9.30 í gærmorgun og stóð með hléum allan daginn og fram eftir kvöldi. Um miðbik dagsins í gær var gott hljóð í mönnum, og töldu þeir að mjög hefði þokast í samkomulagsátt. Var rætt um að hægt yroi að halda trúnaðarmannaráðsfund hjá flugmönnum í gærkveldi, þar sem staðan yrði kynnt, og afstaða tekin til þess hvort boðuðu verk- falli á morgun yrði frestað í Ijósi þess að samkomulag væri í aug- sýn. Snurða hljóp aftur á þráðinn laust fyrir kvöldmatartímann í gærkveldi, og gerði Guðlaugur Þorvaldsson, ríkissáttasemjari, þá matarhlé og komu deiluaðilar saman á nýjan leik eftir kvöld- verðarhlé, kl. 20.30 í gærkveldi. Ekki voru heimildarmenn Morg- unblaðsins bjartsýnir á að sam- komulag næðist, á þeim nótum sem komu fram í gagntilboði flugmanna, sem lagt var fram laust fyrir kvöldverðarhlé. Þrátt fyrir það, er Ijóst að flugmenn hafa látið af mörgum og stórum kröfum sínum, frá upphaflega listanum, en Flugleiðamenn telja að enn þurfi meiri tilslökun flugmanna að koma til. Hver eru laun flug- manna hjá Flugleiðum? Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins eru laun flugmanna frá 34 þúsund krónum á mánuði, sem eru algjör byrjendalaun, upp í liðlega 80 þúsund krónur á mán- uði, sem eru hæstu laun flug- stjóra. Vegið meðaltal launa hjá Flugleiðaflugmönnum mun vera um 63 þúsund krónur á mánuði, og er þá verið að ræða um bein laun. Flugleiðaflugmenn eru sam- kvæmt heimildum Morgunblaðs- ins hæst launaðir íslenskra flugmanna og flugmenn annarra flugfélaga standa þeim talsvert að baki í kjörum. Flugmenn í innan- landsflugi Arnarflugs eru til að mynda með mánaðarlaun á bilinu 27 til 46 þúsund, og flugmenn og flugstjórar á þotum félagsins hafa frá rúmum 35 þúsundum í laun og upp í 62 þúsund krónur. Flugmenn hjá Flugfélagi Norður- lands eru með laun frá 35 þúsund krónum upp í 50 þúsund krónur. Það þótti þvi skjóta nokkuð skökku við, þegar flugmenn Flug- leiða sendu frá sér yfirlýsingu, þar sem þeir sögðu m.a.: „Stað- reynd málsins er sú að tekju- hæstu flugstjórarnir fá nú í hend- ur um 35 þúsund krónur á mánuði og þeir tekjulægstu tæp 20 þús- und." Björn Guðmundsson, for- maður samninganefndar flug- manna skýrði þessa yfirlýsingu fyrir blaðamanni Morgunblaðs- ins. Hann sagði: „Tekjuhæstu mennirnir fá útborgað 35 þúsund krónur á mánuði. Þar eigum við við þá upphæð sem eftir er, þegar búið er að taka lifeyrissjóðs- greiðslu af launum og skatta." Björn var spurður hvort hér væri á ferðinni ný reikniaðferð hjá flugmónnum, til þess að finna út hvað þeir hefðu í laun og sagði hann þá: „Nei. Við mælum bara það sem við fáum í hendurnar. Laun sem einhver annar fær, hvort sem það er rfki eða einhver annar, þau teljum við ekki vera í okkar höndum. Við skulum bara kalla þetta ráðstöfunartekjur." Björn staðfesti að laun þeirra tekjuhæstu, þegar talað væri um brúttótekjur nálguðust 80 þúsund og að laun þeirra lægstu væru nálægt 34 þúsundum króna. Kröfurnar allt að 70% Flugleiðir hafa látið reikna út kröfugerð FÍA, og eftir því sem Morgunblaðið kemst næst, þá hef- ur það verið bókað hjá ríkissátta- semjara að flugmenn geri engar athugasemdir við þessa útreikn- inga, en þeir hafa samt sem áður lýst því yfir að hann sé villandi. FÍA nefnir kröfugerð sína óska- lista, og segir hann vera í 28 lið- um. Ekki hafa aJJir þessir liðir bilið fyrir neðstu launaflokkana, sbr. almenna þróun í launamálum í dag." Kröfurnar til handa flug- mönnum Fokkervélanna eru að 3. lið undanskildum, metnar á um 42% af Flugleiðum, þannig að samkvæmt því eru kröfur flug- manna allt upp í 70%. 4. liður ger- ir ráð fyrir sérstöku næturálagi á laun, og telja Flugleiðir að það eitt þýði allt að 12,5% launa- hækkun, en krafan um þetta álag er mismunandi há eftir flugvéla- tegundum, þannig að flugmenn DC-8 fengju 12,5%, flugmenn Boeing eitthvað minna og þeir á Fokkernum enn minna. Óskin um desemberuppbót á laun, er ósk um að flugmenn fái greiddan 13. mánuðinn, og hefur Björn Guð- mundsson staðfest þá túlkun f samtali við blm. Mbl. Það hefur ekki komið fram í yfirlýsingu flugmannanna, að þeir setja fram óskir um að fá greidda ökustyrki, greiðslu fyrir síma, tilfærslur í launaflokkum fyrir elstu menn- ina, að veikindafrí lengist úr 12 mánuðum í 18 mánuði, að greitt verði sérstakt lendingarálag og að dagpeningar í Evrópu verði tvö- faldaðir. Þetta telja Flugleiðir allt til beinna launakrafna, en flugmenn eru ekki sömu skoðun- ar. Flugmenn benda réttilega á að mjög strangar kröfur séu gerðar til heilsufars þeirra. Þeir þurfi að lifa heilbrigðu líferni, undirgang- ast stranga þjálfun og fara í strangt eftirlit tvisvar á ári. Þetta beri að meta til launa, þvf álagið á þessu sviði sé langt umfram það sem tíðkist í öðrum starfsgrein- um. Auk þess segja þeir að fyrir utan hefðbundinn vinnutíma, þ.e. flugið sjálft, þá beri þeim meiri umbun en þeir fá í dag, fyrir það að vera „stand-by" (að vera á bakvakt) en því fylgi miklar kvað- ir. Flugleiðir segja aftur að regl- urnar um hvíldartíma og frídaga flugmanna séu það strangar að vinnutími flugmanna sé næsta lít- ill, miðað við vinnutíma annarra. Segja þeir að hver flugmaður fljúgi að jafnaði 50 klukkustundir á mánuði, sem jafngildi því að vinnutíminn sé um 100 klukku- stundir á mánuði. Þegar hafi ver- ið tekið tillit til þess i launum flugmanna hversu strangar kröf- ur varðandi heilsufar og þjálfun eru. Blaðamaður Morgunblaðsins spurði Björn Guðmundsson, for- mann samninganefndar flug- manna, hvort hann teldi að kröf- ugerð þeirra væri raunhæf, eins og ástandið væri í þjóðfélaginu í dag. Björn svaraði með spurning- unni hvort það væri Morgunblaðið sem spyrði þessarar spurningar. Þá var Björn spurður hvort hann teldi að þessi kjarabarátta flug- manna nyti samúðar launþega í landinu og fer svar Björns hér á eftir: „Við höfum aldrei notið samúðar frá einum né neinum. Við erum taldir hálaunahyski og fólk hefur enga samúð með okkur. Það klappar á öxlina á okkur á meðan við erum í loftinu, en þegar hræðslan er farin frá því, á jörðu niðri, hverfur samúðin um leið. Ég hef því ekki hinar minnstu áhyggjur af því hvort við njótum samúðar í þessari baráttu eða ekki, enda held ég að við værum enn verr á vegi staddir kjaralega séð, ef okkar barátta hefði tekið mið af því hvort einhverjir hefðu samúð með okkur." Verði niðurstaðan sú að tveggja daga verkfall skelli á frá og með morgundeginum, þá hefur það það í för með sér að allt innanlands- flug Flugleiða liggur niðri, svo og Evrópuflug, en Flugleiðir hafa að einhverju leyti leyst vandann með Norður-Atlantshafsflugið með því að taka vélar á leigu erlendis frá, og munu þær þá fljúga með far- þega Flugleiða til og frá Banda- ríkjunum, án viðkomu á íslandi. Verði þessi deila flugmanna og Flugleiða langvinn, og flugmenn boða ótímabundið verkfall, þá má teljast líklegt að ríkisstjórnin grípi til sinna ráða, og reyni að koma lögum yfir flugmennina, þannig að samgöngur við landið og innan þess í lofti leggist ekki niður. Eru menn þeirrar trúar að ríkisstjórnin muni ekki skirrast við að grípa til lagasetningar, einkum í ljósi þess að þessi kjara- deila flugmanna nýtur ekki sam- úðar launþega í landinu og að larigvinnt verkfall þeirra yrði litið hornauga af þorra landsmanna. Þetta reynast þó vonandi óþarfir svartsýnisþankar, í ljósi þess að talsverður skriður komst á samn- ingana á löngum og ströngum fundum hjá sáttasemjara í gær. Aðalfundur Nor- ræna félagsins NORRÆNA félagio á Akranesi held- ur aðalfund sinn í Fjölbrautaskólan- um í kvöld, fimmtudagskvóld, og hefst hann kl. 21. í tilkynningu féiagsins segir að auk venjulegra aðalfundarstarfa verði rætt um fyrirhugaða ferð á vinabæjamót í Tönder í Danmörku dagana 27. júní til 1. júlí næstkom- andi, en að mótinu loknu verður farið í ferð um Danmörku og Þýskaland. Bæjarstjórn Akureyrar: Lækkar fasteignaskatta hjá elli- og örorkulífeyrisþegum Akureyri, 9. maí. Á FUNDI bæjarstjórnar Akureyrar í gær voru samþykktar starfsroglur, sem bæjarritari lagði fram varðandi lækkun fasteignaskatts af eigin fbúo- um efnalítilla olli- og örorkulífeyris- þega 1984. Samkvæmt þessum starfsreglum er gert ráð fyrir að fasteignaskatt- ur falli að fullu niður hjá: a) ein- staklingum með tekjur allt að kr. %.951,- og b) hjónum með tekjur allt að kr. 173.918,-. Einnig að fast- eignaskattur lækki um 50% hjá: a) einstaklingum með tekjur allt að kr. 126.951.- og b) hjónum með tekjur allt að kr. 233.919,-. Jafnframt er ákveðið að fast- eignaskattur elli- og örorkulífeyr- isþega innan við 1300 kr. falli niður að fullu. GBerg. Fundur fyrir einhleypa STARFSHÓPUR sem undirbýr stofn- un samtaka einhleypra efnir til fundar í Félagsstofnun stúdenta við Hring- braut laugardagskvöldið 12. maí kl. 20.30. I tilkynningu sem hópurinn hefur sent frá sér segir m.a. að á fundinum verði áhugi fólks á stofnun samtaka einhleypra kannaður auk þess sem ýmsar spurningar sem varða hag einhleypra verða ræddar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.