Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1984 17 fíéttur dagsins Margrét Þorvaldsdóttir Sérhver fjölskylda ætti að hafa að hefð að neyta sameiginlega einnar máltíðar dag hvern, annað hvort í há- degi eða að kveldi. Formlegt borðhald og málsverðir með einföldum góðum mat, kitla bragðlauka og auka vellíðan. Vellíðan er hamingjuauki sem við öll getum veitt okkur. Fiskréttur bessi er ágætur við slfkt tilefni, en betta er Steikt lúða m/möndlum 700-800 gr. lúðu-steikur K bolli möndlur (afhýddar) xh bolli smjörlíki 1 tsk. dill safi úr 1 sítrónu salt og pipar Smjörlíki er hitað á pönnu og möndlur heilar eða grófsaxaðar steiktar í feitinni ljósbrúnar. Sítrónusafanum bætt út í ásamt dill, salti og pipar. Smálúðu- eða stórlúðusteikur settar í feitina á pönnunni, lok sett yfir og soðið í 7—10 mín. eða þar til fiskurinn er soðinn. Ausið sósunni yfir fiskinn öðru hvoru á meðan hann er að sjóða, hann tekur þá betur til sín bragðefni sítrónu og möndlu. Þetta er einn af þessum einföldu bragðgóðu fiskréttum sem koma þægilega á óvart. Með fiskinum eru bornar fram kartöflur og hrásalat. Við breytum út af venju og bjóð- um upp á eftirmat. Til eru þeir sem halda því fram að freistingar séu til þess að falla fyrir þeim — stundum — sé í boði eitthvað óvenjulegt. Þessi freisting sem hér fylgir, hefur fengið hinar staðföstustu sálir til að gleyma bæði stund og stað, en það er bráðholi Yogurt mæra í kökuskurn (pæ) Skurnin: V2 bolli hveiti 'A tsk. matarsódi V* tsk. salt 1 bolli haframjöl Vz bolli púðursykur '/z bolli smjörlíki (brætt) Öllu er blandað vel saman og sett þétt í botn og hliðar pie eða tertu- forms og bakað við venjulegan hita í 15 mín. Kæld. Mæran: 1 box ávaxta-yogurt 1 box sýrður rjómi 2 blöð matarlím 1 stífþeytt eggjahvíta Matarlímið er sett í kalt vatn og síðan leyst upp með örlitlu vatni í vatnsbaði. Ávaxta-yogurt og sýrður rjómi eru sett í skál og þeytt. Mat- arlímið sett út og þegar mæran er byrjuð að þykkna eru stífþeyttar eggjahvíturnar settar varlega sam- an við. Mæran er sett í kökuskurnina og látin stífna í kæliskáp í 2—3 tíma. Það vantar tilfinnanlega gott orð fyrir „pie eða pæ". Hafið þið annað betra á takteinum en „mæru í köku- skurn"? Það væri heppilegt að geta mælt með notkun rjómaosts í fyllingu sem þessa. Það verður að bíða þar til gæði ostsins hafa verið endurbætt. Rjómaostur sá sem seldur er hér í verslunum er fljótandi í vökva í öskjunum. Það bendir til þess að framleiðslan sé gömul. Það er enga dagsetningu að finna á umbúðunum eða hver framleiðandinn er. Verð á hráefni: Lúða möndlur sítrónur ávaxta-yogurt sýrður rjómi egg__________ Alls kr. kr. 90,00 13,00 5,50 14,75 28,65 7,50 159,40 LITGREINING MEÐ CROSFIELD 540 LASER LYKILLINN AO VANOADRI LITPRENTUN MYNDAMÓTHF Tilboð sem veröur ekki endurtekiö Gildir til 19. maí '84. 30% staðgreiösluafsláttur af öllum vörum verzlunarinnar ATH: Tilbodið veröur ekki endurtekiö. OPID: alia daga frá kl. 9—6 laugard. 12.5 og 19.5 opio frá kl. 10—3 e.h. K.M. Húsgögn Langholtsvegur 111 — Símar 3701 0— 37144 — Reykjavlk. INNLANS SKÍRTEINI ÚTVEGSBANKANS BERA HÆSTU VEXTISEM NOKKUR ÍSLENSK INNLÁNSSTOFNUN BÝÐUR ------------OG Wí FYLGJA FLEIRIGÖÐJR KOSITR.------------ RAÐGJAFINN I (JTVEGSBANKANUM LEUDIR ÞIG í ALLAN SANNLEIKANN UM ÞAÐ. KOMLXJ Á EINHVERN AFGREHDSLCISTAÐ ÚTVEGSBANKANS OG SPYRÐCJ EFTIR RÁÐGJAFANCJM ÚTVEGSBANKINN EINN BANKI • ÖLL WÓNUSTA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.