Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1984 Var a formaður inn kveður sér hljóðs eftir Björn Bjarnason Ræða Friðriks Sophussonar, varaformanns Sjálfstæðisflokks- ins, á fundi sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi sem haldinn var í húsakynnum Tónlistarskóla Sel- tirninga fimmtudaginn 3. maf vakti mikla athygli. Skiptast menn í tvær fylkingar í afstöðu til þeirra orða sem þar féllu. Annars vegar eru þeir sem þótti þetta tímabær ádrepa og áminn- ing. Hins vegar eru þeir sem telja þetta vanhugsað frumhlaup. Um það er sem sé deilt hvort varafor- maðurinn var að gefa tóninn um afstöðu sjálfstæðismanna til rík- isstjórnarinnar eða senda ríkis- stjórn og þó sérstaklega ráðherr- um Sjálfstæðisflokksins tóninn. Á fundum sem efnt er til á veg- um Sjálfstæðisflokksins gætir þreytu vegna þess að mörgum finnst vera of mikill vinstri- stjórnarblær á yfirlýsingaflóðinu sem kemur frá sumum ráð- herranna. í sömu andránni er haldið á loft að ekki sé að undra þótt margt fari miður innan stjórnarinnar þar sem hvorki formaður né varaformaður Sjálfstæðisflokksins sitji þar. Einföldum fullyrðingum eins og þessum er auðvelt að hampa en hvorki eins einfalt né auðvelt að færa fyrir þeim rök er leiða átakalaust til ráöherraskipta. f ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar sitja 10 ráðherrar þar af sex sjálfstæðismenn: Geir HaJlgrímsson, utanríkisráðherra, Albert Guðmundsson, fjármála- ráðherra, Matthías Bjarnason, heilbrigðis- trygginga- og sam- gönguráðherra, Matthías Á. Mathiesen, viðskiptaráðherra, Ragnhildur Helgadóttir, mennta- málaráðherra, og Sverrir Her- mannsson, iðnaðarráðherra. Það er eitt helsta einkenni hinnar ómarkvissu gagnrýni á ríkis- stjórnina innan Sjálfstæðis- flokksins að menn láta þess jafn- an ógetið hverjir eigi að víkja fyrir formanni og varaformanni. Varla getur það verið ætlun gagnrýnendanna að fjölga um einn eða tvo ráðherra í ríkis- stjórninni? Fyrir hinu er ekki heldur unnt að færa óbrigðul rðk að gagnrýni á ríkisstjórnina breytist í aðdáun aðeins við skipti á ráðherrum. Erfítt í framkvæmd Líklega er næsta óvinnandi vegur hér á landi að koma ráð- herra úr embætti sem vill ekki hætta sjálfur nema þá beðist sé lausnar fyrir alla ríkisstjórnina eða beinlínis samþykkt vantraust á ríkisstjórn eða einstakan ráð- herra á Alþingi. Formlega er skipunar- og lausnarvaldið í höndum forseta íslands og for- sætisráðherra en í reynd er það meirihluti þingmanna sem ræður hverjir sitja í ríkisstjórn. Við stjórnarmyndanir hefur þeirri reglu verið fylgt innan Sjálfstæð- isflokksins að minnsta kosti frá 1974 að þingflokkurinn kýs menn til ráðherrastarfa, annað hvort óbundinni kosningu eða sam- kvæmt tilnefningu, áður tók flokkurinn venjulega afstöðu til tillogu flokksformanns. Eðlilegt er að því sé velt fyrir sér hvort þingflokkar geti á kjör- tímabili svipt mann ráðherra- umboði með nýrri atkvæða- greiðslu. Samkvæmt almennum reglum um það hvað tekið er fyrir á þingflokksfundum hlýtur að vera unnt að bera þar upp tillogu um að einn eða fleiri „fulltrúar" þingflokksins í ríkisstjórn hætti þar störfum. Fallist sá sem vegið er að ekki á slíka niðurstöðu og bregðist þannig við að hann segi sig úr þingflokknum eða hætti að sækja þar fundi getur hann setið áfram í ríkisstjórn svo framar- lega sem hún og ráðherrann styðst við meirihluta á Alþingi. Stjórnmálamenn í Sjálfstæðis- flokknum þurfa ekki að hverfa mörg ár aftur í tímann til að rifja það upp að þingmenn kjörnir á listum flokksins settust í ríkis- stjórn í andstöðu við meirihluta þingflokks, miðstjórnar og flokksráðs sjálfstæðismanna. Að vísu var þá verið að mynda nýja ríkisstjórn en hið sama ætti að gilda um stjórn sem situr en missir stuðning samflokksmanna ráðherra sem leita aftur meiri- hluta á nýjum miðum í Alþingi. Vegna þess sem gerðist eftir myndun stjórnarinnar í febrúar 1980 setti þingflokkur sjálfstæð- ismanna sér starfsreglur þar sem segir að víkja megi manni úr þingflokknum ef hann „gengur gegn ákvörðunum flokksins ( vcigamiklum atriðum við af- greiðslu máls eða í umræðum innan eða utan þings" en þar er hvergi fram tekið að þingflokkur- inn geti rekið mann úr ríkis- stjórn. Raunar er ekki heldur minnst á kjor manna í ríkisstjórn í reglunum. Heitstrengingar gefnar á landsfundi sjálfstæðismanna í nóvember síðastliðnum þegar Þorsteinn Pálsson var kjörinn formaður og Friðrik Sophusson varaformaður gengu ekki í þá átt að ætlunin væri að byrja þann slag að nýju sem hófst með stjórnarmyndun dr. Gunnars Thoroddsen í febrúar 1980. Með þetta í huga er ótímabært fyrir varaformann Sjálfstæðis- flokksins að lýsa þvf yfir að for- maður flokksins eigi að setjast í ríkisstjórn fyrr en um það hefur verið rætt og náðst hefur um það samkomulag meðal þeirra er málið varðar innan flokksins. Staða formannsins Þorsteinn Pálsson hefur allt frá því hann var kjörinn formað- ur Sjálfstæðisflokksins rætt þannig um hugsanlega setu sína í núverandi ríkisstjórn að það sé undir honum sjálfum komið, hvenær hann tekur þar sæti. í þessu efni getur formaðurinn ekki treyst á annað en það að sá andi ríki meðal ráðherra flokks- ins að þeir komi sér saman um að einhver þeirra standi upp meti flokksformaðurinn stöðuna þann- ig að hann geti ekki gegnt starfi sínu utan stjórnar nema formað- ur Sjálfstæðisflokksins líti þann- ig á að fjölga megi ráðherrum í 11 og þeir verði 7 sjálfstæðismenn á móti 4 framsóknarmönnum. Með ræðu Friðriks Sophusson- ar kemst Þorsteinn að þessu leyti í erfiða aðstöðu, sérstaklega ef hin útbreidda skoðun væri rétt að ummælin um stöðu formanns Sjálfstæðisflokksins og nauðsyn þess að hann komist í ríkisstjórn hafi fallið í samráði við Þorstein og síðan gerist ekkert annað og meira en raun ber vitni. Viðbrögð þingmanna Sjálf- stæðisflokksins bentu til þess strax á föstudaginn þegar Morg- unbiaðið birti frásogn af ræðu Friðriks að þeir teldu annað frá- leitt en varaformaðurinn hefði haft samráð við formanninn um þetta allt saman. Við lestur á ræðunni kemur þó annað í ljós. Þegar Friðrik vék að stöðu Þor- steins og hvaða menn sætu í rík- isstjórninni fyrir Sjálfstæðis- flokkinn tók hann það sérstak- lega fram að hann væri að lýsa persónulegri skoðun sinni „sem ég hef ekki rætt, hvorki við þing- flokk eða annan" eins og hann orðaði það. En vegna þess hve margir töldu að það væru samantekin ráð Þorsteins og Friðriks að gera þessa atlögu að ríkisstjórn og ráðherrum urðu viðbrögðin snarpari en ella hjá sumum. All- ar frekari umræður um málið af formannsins hálfu gátu verið túlkaðar sem liður í meiriháttar átökum við ráðherra flokksins. Beina afneitun formannsins á orðum varaformannsins mátti hins vegar túlka sem trúnaðar- brest milli þeirra. Athygli hlýtur að vekja að Þorsteinn hefur ekki tekið af skarið um þessa hlið málsins en á hinn bóginn beint huga manna að stjórnarsáttmál- anum. Málefnaleg gagnrýni I ræðu Friðriks Sophussonar er annars vegar vikið málefnalega að stoðu ríkisstjórnarinnar og hins vegar að þeim mönnum sem í stjórninni sitja. Samhljómur er í málefnalegri afstöðu Þorsteins og Friðriks til ríkisstjórnarinnar. Á miðstjórnarfundi sem haldinn var fyrir skömmu kom fram gagnrýni á efnahagsstjórnina síðustu vikur og bréf sem Geir Haarde, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) og aðstoðarmaður fjármálaráð- herra, og Friðrik Friðriksson, varaformaður SUS og fram- kvæmdastjóri þingflokks sjálf- stæðismanna, sendu flokksfor- manninum var í sama dúr, að of skammt hafi verið gengið við stjórn efnahagsmála. - „Það er hvatt tiJ þess að ég beiti mér fyrir að efnt verði til umræðna um stoðu mála á vett- vangi flokksins og það mun ég að sjálfsögðu gera," sagði Þorsteinn um bréf SUS í Morgunblaðinu á þriðjudag. En á laugardaginn sagði hann um ríkisstjórnina: Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins í nóvember 1983. Þorsteinn Pálsson hefur verið kjörinn formaður Sjálf- stæðisflokksins í keppni við Friðrik Sophusson og Birgi Isl. Gunnars- son. Friðrik er í rædustóí eftir að hafa náð endurkjöri sem varafor- maður. Við hlið Þorsteins situr Þorvaldur Garðar Kristjánsson, for- seti Sameinaðs þings, sem stjórnaði lokafundi landsfundarins. „Hún hefur komið á jafnvægi í efnahagsmálum, og stendur núna frammi fyrir því verkefni að gera þessi miklu umskipti að varanleg- um veruleika. Til þess þarf mjög markvissa fjármálastjórn, aukið aðhald í ríkisfjármálum og pen- ingamálum og margþættar að- gerðir til þess að örva atvinnu- starfsemina." Og í Morgunblað- inu á þriðjudag sagði hann: „Það sem við erum að fjalla um eru verkefni sem bíða framundan í stjórn efnahags- og atvinnumála. Innanflokksmálin eru í góðu horfi, þó menn hafi mismunandi miklar áhyggjur af því sem fram- undan er." Þessi orð verða ekki skilin á annan veg en þann að Þorsteinn Pálsson ætli nú að beita sér fyrir því fyrst á flokkslegum vettvangi og síðar í viðræðum við Fram- sóknarflokkinn að saminn verði einskonar verkefnalisti fyrir rík- isstjórnina. Miðað við venjulegan gang íslenskra stjórnmála og þær tímasetningar sem þar ráða er tæplega að vænta niðurstöðu fyrr en í ágúst/september eða um það leyti sem verkalýðshreyfingin blæs til kjaraátaka. Þegar Morg- unblaðið leitaði álits Steingríms Hermannssonar á orðum for- manns og varaformanns Sjálf- stæðisflokksins um tímamótin í lífi stjórnarinnar sagðist for- sætisráðherra einmitt vera með þetta sama i huga og ræddi um „þriðja áfanga" í lífi stjórnarinn- ar og ættu leiðir að honum helst að vera ákveðnar „fyrir haustið", eins og hann orðaði það. Frekar málefni en menn Þeir sem áhuga hafa á því sem gerist innan dyra í ríkisstjórn- inni, Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum á næstunni ættu fremur að hafa hugann við málefni en menn. Grundvallar- þættir efnahagsstefnunnar verða til umræðu samhliða því sem tek- ist verður á um Mangósopa, Jóga og kakómjólk svo að ekki sé minnst á það hvort leigjendafé- lagið Búseti eigi að njóta félags- legra lánveitinga til húsbygginga. Framtíðarseta einstakra manna í ráðherrastólum er þó skemmtilegra umræðuefni en málefnin svo að óhjákvæmilega hlýtur athyglin einnig að beinast að mönnunum. Auðvitað kann svo að fara að málefni leiði til þess að skipt verði um menn eða stjórnin springi. Þegar Friðrik Sophusson vék að nauðsyn þess að endurskoðað væri hverjir færu með ráðherra- embætti komst hann þannig að orði: „Ég segi þetta einfaldlega vegna þess að ef fram heldur eins . pg hingað til hefur gerst, og hver og einn á að geta sagt það sem honum sýnist, þá er þessi flokkur að leysast upp í einhverjar ör- eindir óstjórnanlegar." Vegna gagnrýni varaformanns- ins á stjórn fjármála ríkisins í ræðu sinni sneri Morgunblaðið sér til Alberts Guðmundssonar, fjármálaráðherra, og spurði hvort hann væri hinn „yfirlýs- ingaglaði" ráðherra en Albert svaraði: „Ég tek þessi ummæli ekki til mín." Hvort yfirlýsingar einstakra forystumanna leiði að lokum til þess að Sjálfstæðisflokkurinn leysist „upp í einhverjar öreindir óstjórnanlegar" vegna „yfirlýs- ingagleði" er auðvitað undir ein- stökum forystumönnum komið, án tillits til þess hvort þeir gegna ráðherraembættum eða ekki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.