Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAQIP, FIM^ITUDAGUR 10. MAl 1984 19 WWKH5TRIK Tívolfrekstur í Reykjavík í sumar: „Gætum opnað um mánaðamót" „EF ALLT fer að óskum gerum við okkur vonir um að geta opnað upp úr næstu mánadamótum," sagði Sigurð- ur Kárason hjá Kaunlandi, sem sótt hefur um lóð við fót Oskjuhlíöar und- ir rekstur skemmtigarðs í sumar. „Okkur er ekkert að vanbúnaði, áhöldin eru komin til landsins, og nú bíðum við bara eftir ákvörðun borg- aryfirvalda." Sigurður sagði Kaupland hafa langa reynslu í rekstri leiktækja og hugmyndina ekki vera nýja. „Þetta er búið að vera draumur hjá okkur lengi og okkur fannst að nú væri annað hvort að hrökkva eða stökkva. Hér er ekki verið að flana að neinu, við erum búnir að kynna okkur þennan rekstur í mörg ár og vitum að hverju við göngum. Nú er bara að vona að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir." Auk hefðbundinna Tívolí-tækja sagði Sigurður að boðið yrði upp á skotbakka, auk þess sem skemmti- atriði yrðu um helgar. Þá yrði sett- ur upp lítill veitingasalur. Hug- myndin væri að opna garðinn um miðjan dag og hafa opið fram undir miðnætti. Opið yrði jafnt á virkum dögum sem um helgar. Ætlunin væri að hafa opið til hausts og að loknu sumri yrði dæmið gert upp og ákvörðun tekin um framhald. Landleiðir sömdu Leiðsögumenn felldu Bílstjórar hjá Landleiðum sam- þykktu í vikunni nýgerða kjarasamn- inga, sem fela í sér launahækkun i bilinu 7,52% upp í 11,29%, að 5% hækkuninni 1. mars sl. meðtalimii. Atkvæði féllu þannig á fundinum að 8 greiddu atkvæði með samningnum en 6 voru á móti. Leiðsögumenn felldu á félags- fundi sínum sl. sunnudagskvöld nýgerða kjarasamninga og kom þar fram megn óánægja með kjör leið- sögumanna þannig að búast má við því að leiðsögumenn og viðsemj- endur þeirra hittist fljótlega á nýj- an leik í húsakynnum ríkissátta- semjara að Borgartúni 22. Alþingi: Eldhúsdagsumræð- ur nk. þriðjudag M>r KÍKISSTJÓKMN ikvað i fundi sín- um i þriðjudag, að almennar stjórn- milaumræður, svonefndar eldhús- dagsumræður, fari fram i Alþingi samkvæmt þingsköpum, n.k. þriðju- dagskvöld, 15. maí nk. Rldhúsdagsumræðunum verður útvarpað að venju, en ekki er Ijóst hvort þeim verður einnig sjónvarp- að. hátíð HEIMSREISU KLÚBBSINS (Súlnasal Hótel Sögu föstudaginn 11. maí. Húsiö opnaö kl. 19.30. Veisla og skemmtun með Heimsreisubrag. Kynning á Heimsreisu V. Minningar í myndum frá Heimsreisu IV. Glæsilegur matseöill. Blandaöir kaldir smáréttir. Hvítlaukskryddaöur lamba- hryggur. Súkkulaöikaka skreytt meö marineruöum appelsínum. Verö aöeins kr. 890,-. Rúllugjald innifaliö. Skemmtiþáttur og dans. Ferðaskrifstofan Útsýn kynnir starfsemi Heims- reisuklúbbsins. IMll n Fyrri þátttakendur í Heimsreisum Útsýnar eru sérstaklega velkomnir ásamt gestum sínum, en öllum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Miðasala er í anddyri Súlnasalar í dag, milli kl. 16—19. Boröapantanir og nánari upplýsingar í simum 20221 — 29900.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.