Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1984 SUMARIÐ ER KOMIÐ Við bjóðum „Thermo-Clear" tvöfalt og þrefalt plastgler fyrir gróðurhús, garðstofur, verandir, sólskýli, sundlaugar, iðnaðarhúsnæði og margt fleira. Thermo-Clear er auðvelt í uppsetningu. Plötustærðir allt að 2,1 m x 6,0 m Plötuþykktir. 4,5 mm, 6 mm, 8 mm, 10 mm, 16 mm. Athugið að 16 mm platan er þreföld á við þrefalt gler. Við veitum tæknilega ráðgjöf, ef óskað er. RPIA5T? Ármúla 36 (gengið inn frá Selmula). Sími 82420. Alpha Cosmic er komin — og biöin er vel þess viröi því sjaldan hafa góð hönnun og taeknileg fullkomnun fariö eins vel saman. Helstu tæknilegir eiginleikar: • Veröútreikningur • Innbyggöur prentari • Innbyggt minni fyrir 220 vörutegundir • Innbyggð dagsetning • Hægt að tengja vogir innbyrðis svo og við móðurtölvu • Getur prentað út „total" eftir vöruflokk- um af því sem vegið hefur verið Hentar fyrir afgreiöslu, uppvigtun og sjálfsafgreiöslu. N.'ISÍ.OS lll' Bíldshöfða 10, sími 82655. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Þau Marcoshjón Salvadnr Laurel Hvaða vanda leysa kosn- ingarnar á Filipps- eyjum þann 14. maí? FORSETAFERILL Ferdinands Marcos og óleyst gáta um morðið á stórnarandstöðuroringjanum Benigno Aquino, eru meginmál kosn- inganna sem fara frara á Filippseyjum þann 14. maí. Sumir ganga svo langt í fullyrðingum sínum að segja að þær séu haldnar í þeim tilgangi einum að blíðka Bandaríkjamenn og milda hugi forsvarsmanna Al- þjóðabankans, svo að Filippseyingar fái mjög mikilvæga fjárhagsaðstoð frá bankanum. Það stendur allri stjórnar- andstöðu á Filippseyjum fyrir þrifum nú sem fyrr hversu skipt hún er innbyrðis og þó svo að nokkrir séu þar nefndir fyrst- ir eru þó afar fjölmennir hópar innan hennar, sem kæra sig koll- ótta um kosningarnar og hvetja til að menn sitji heima á kjör- dag. Þeir staðhæfa að verði mik- il kosningaþátttaka verði það að- eins vatn á myllu Marcosar; þá geti hann með nokkrum rétti staðhæft að lýðræðið sé að treysta sig í sessi í landinu. En um þetta eru sem sagt deildar meiningar og um 700 frambjóðendur eru í framboði. Eitt hundrað áttatíu og þrír þingmenn eru kosnir og síðan skipar Marcos sautján til viðbót- ar. Fréttaskýrendur eru allir á einu máli um að þrátt fyrir mikla efnahagsörðugleika sem Filippseyingar glíma við, verð- bólgu upp á 40 prósent eða meira, vaxandi innanlandsóeirð- ir og átök, morð og hryðjuverk — sé ekkert þessara mála það sem verður kosið um. „Við mun- um kjósa um það, hvort við sætt- um okkur við harðýðgisstjórn þeirra Marcosarhjóna ellegar hvort við reynum að feta okkur til framtíðar sem byggir á lýð- ræði og mannréttindi eru í heiðri höfð," hefur stjórnar- andstæðingurinn Salvador Laur- el látið hafa eftir sér. En nú síðustu vikur hefur þeirri hreyfingu svo aukizt mjög fylgi, sem vill að menn hundsi kosningarnar og sýni þar með á borði þær eru skrípaleikur og Marcos muni aldrei sætta sig við annað en flokkur Kilusang Bag- ong Lipunan (KLB) fái myndar- legan meirihluta og muni fara létt með að láta falsa niðurstöð- ur ef þær verða honum ekki í hag. Atkvæðamikil í þessari hreyfingu sem vill að menn sitji heima á kjördag er til dæmis ekkja Aquinos Corazon, svo og bróðir hans Agapito. Þau hafa staðið fyrir fundum vítt og breitt um Filippseyjar síðustu vikurnar og fólk þyrpist á þessa fundi svo að þúsundum skiptir og mikill einhugur virðist vera hjá þessum samtökum. Stjórnarandstaðan þarf að fá 101 sæti til að gera sér vonir um einhver raunhæf áhrif. Ferdin- and Marcos forseti sem er ekki í framboði sjálfur, hefur sagt að stjórnarandstaðan geti í hæsta lagi gert sér vonir um að fá tutt- ugu þingsæti. Salvador Laurel hefur spáð að stjórnarandstaðan UNIDO muni fá 80 sæti, án þess að stjórnarmenn fari með putt- ana í atkvæðakassana. Eins og fyrr segir er Marcos sjálfur hvergi í framboði, en aðskiljan- legir ættingjar hans hafa hug á þingsætum svo og ýmsir helztu stuðningsmenn hans. Engar skoðanakannanir hafa verið gerðar um stöðu stjórnar- innar eða stjórnarflokkanna enda væri slíkt ekki leyfilegt og raunar hæpið, að slíkar kannan- ir yrðu marktækar af ótal ástæðum. Kosningabaráttan hefur ekki gengið hljóðalaust fyrir sig. Eins og fram hefur komið í fréttum upp á síðkastið hafa átök blossað upp víða og hryðjuverk verið unnin vítt og breitt um eyjarnar og sökinni jafnan skellt á andstæðingana fyrir þau fólskuverk og lítið gert til að komast að hinu rétta. Stjórnarandstæðingar álíta að sumu leyti jákvætt að í kosn- ingabaráttunni hafi mönnum verið leyft að tjá hug sinnar opinskáar en margir hugðu og segja þetta allt merki um, hversu Marcos sé mikið í mun að Bandaríkjamenn hafi trú á að þetta verði alvöru kosningar og einnig vegna þeirra miklu fjár- muna sem eru í húfi og íupphafi var vikið að. Filippseyingar eru skuldum vafnir og munu á næst- unni þurfa að minnsta kosti 3,3 milljarða dollara í erlendum lán- um til þess að halda sér á floti. Þá ber að hafa í huga mikilvægi bandarísku herstöðvanna á Fil- ippseyjum svo og löng vináttu- tengsl milli Bandaríkjamanna og Filippseyinga. Bandarískir diplómatar í Manilla segjast aldrei hafa dregð neina dul á að þeir séu hlynntir frjálsum og löglegum kosningum, sem geti orðið til þess að styrkja lýðræð- ið. Hins vegar hafa sumir dregið þessar yfirlýsingar í efa og ýms- ir starfsmenn bandaríska sendi- ráðsins í Mánilla hafa verið sagðir vinna með oddi og egg gegn hreyfingu Aquinofjölskyld- unnar, en engin staðfesting hef- ur fengizt á því. Samkvæmt ýmsum heimildum virðist hinn bannaði kommún- istaflokkur Filippseyja hafa gengið til liðs við Aquinosam- tökin og hershöfðinginn alræmdi Fabian Ver hefur upp á síðkastið fyrir skipað harkalegri aðgerðir gegn „uppreisnarmönnum kömmúnista" og hann hefur einnig staðhæft að það vaki augljóslega fyrir kommúnistum að klúðra kosningunum og gera niðurstöður þeirra tortryggi- legar. Kosningarnar á Filippseyjum leysa áreiðanlega ekki nema að litlu leyti þann mikla vanda sem þar er við að etja, né heldur verða þærtil að sætta stríðandi öfl. Hvernig svo sem niðurstaðan verður munu viðkomandi túlka hana sér í vil. Það virðist heldur ekki liggja beint við að allt verði leyst með því að Marcos víki. Á meðan engin stjórnarandstöðu- leiðtogi á borð við Benigno Aqu- ino hefur komið fram sem allir gætu sameinast um, munu vænt- anlega verða viðsjár með mönnum og loft lævi blandið enn um hríð. (Heimildir AP - Far East- ern Economivc Review o.fl.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.