Morgunblaðið - 10.05.1984, Síða 21

Morgunblaðið - 10.05.1984, Síða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1984 Kórarnir syngja á „Syngjandi páskum" á Þingeyri. Harmonikuleikararnir, en sveit þeirra stækkar með hverju árinu. MorKunbiaðið/ Huida Þingeyri: „Sungið í til- efni dagsins“ Þingeyri ÞAÐ ER ekki einsdæmi iengur að frestað eða flýtt sé jólum eða pásk- um, þótt þeir hafi kannski fyrstir allra frestað jólunum, þeir Jón Múli og Jónas Arnasynir í „Deleríum Bu- bonis“. Dýrfirðingar fögnuðu „Syngjandi páskum“ í fjóröa sinn og nú 31. mars. „Vorboðinn" var iíka óvenju snemma á ferðinni, þótt hann kæmist ekki sunnar á Vest- fjörðunum en til Flateyrar. „Vorboðinn" kom 8. mars með snillingunum Kristni Sigmunds- syni og Jónasi Ingimundarsyni er sóttu ísfirðinga og Önfirðinga heim. Sem betur fer voru veður- guðirnir okkur Dýrfirðingum hlið- hollir, svo við brugðum undir okkur betri fætinum og fjöl- menntum til Flateyrar. Sú heim- sókn er ógleymanleg og þótt við færðum þeim félögum hvorki blóm eða „góðgæti" færum við þeim nú „fangið fullt af þakklæti og aðdáun" og væntum þess að Dýrfirðingar megi eiga von á, að þeir heimsæki okkur síðar og fylli fjörðinn söng og hljóðfæraslætti. „Syngjandi páskar" breyttu vor- inu í sumar í hug og hjarta og það ríkti gleði og eftirvænting í troð- fullu félagsheimilinu á Þingeyri að kvöldi hins 31. mars. Sungið og spilað hafði verið um eftirmiðdaginn og mættu þar ung- ir og aldnir. Upphafsmaður og stjórnandi „Syngjandi páska" var þúsund þjala smiðurinn Tómas Jónsson sparisjóðsstjóri. Ólafur V. Þórðarson verslunar- stjóri setti „gleðina" í gamansöm- um tón og bauð gesti velkomna um leið og hann þakkaði Sigurveigu Hjaltested hingaðkomu í vetur og þátt hennar í þessari söng- skemmtun. Hljómsveitin Hamóna frumflutti tvö lög, annað eftir stjórnandann Hannes Sigurðsson við ljóð Elíasar Þórarinssonar er nefnist „í tilefni dagsins" enda ort í tilefni hans og var það sungið af Birki Guðmundssyni hljómborðs- leikara hljómsveitarinnar. Síðara lagið var eftir Guðjón Inga Sig- urðsson en hann er einn af fimm „músiköntum“ hljómsveitarinnar. Þá hóf karlakórinn söng sinn og síðan kirkjukórinn við frábærar undirtektir áheyrenda. Síðasta at- riði fyrir hlé var einleikur á harm- óniku. Guðmundur Ingvarsson símstöðvarstjóri spilaði og síðan stjórnaði hann harmóniku- hljómsveit er lék nokkur lög. Þá hljómsveit skipa 11 harmóniku- eigendur og spilarar. Var þeim óspart klappað lof í lófa, enda upprennandi hljómsveit, sem stækkar með ári hverju. Eftir hlé sungu sex ungar konur við gítar- undirleik og síðan lék Guðjón Ingi Sigurðsson frumsamið lag á gítar. Þá söngtríó: Sigríður Steindórs- dóttir, Unnur Sigfúsdóttir og Ragnar Gunnarsson og sungu þau 3 lög, að síðustu bættist Tómas í hópinn og sungu þau fjögur eitt lag. Þá var flutt „Úlfaldalestin í eyðimörkinni“ af fjórum stúlkum og jafnmörgum karlmönnum, vakti þessi hreyfilist með söng mikinn fögnuð áhorfenda. Karlakórinn kom þá aftur á sviðið og nú með ýmsum tilbrigð- um. Fyrst var sungið „Tírolbúinn", einsöng í því lagi söng Ragnar Gunnarsson. Næst „Tárið“ með einsöng Sigríðar Steinþórsdóttur. Síðan 2 lög við undirleik Arnar Gissurarsonar á saxófón og í lokin tvö lög við undirleik Guðmundar Ingvarssonar á harmóniku. Karl- arnir sluppu ekki af sviði fyrr en þeir höfðu sungið nokkur aukalög og sama gilti um fleiri flytjendur. Síðast sungu báðir kórarnir „Hér er risin höll á bjargi". Að því loknu færði frú Camilla Sig- mundsdóttir stjórnandanum Tóm- asi fagran blómvönd frá kór- félögum og hljóðfæraleikurum um leið og hún þakkaði honum ómælt framlag hans til söngmála; án hans væru þau lfils megnug þar sem hvorki væri organisti eða pí- anisti lengur á Þingeyri og allt hvíldi því á herðum eins manns. Tómas þakkaði hlý orð og sagðist hafa mjög gaman af að stjórna 10, 20 og 30 manna kór, en mest gam- an þætti honum að stjórna 100 manna kór og bað hann því sam- komugesti að rísa úr sæti og syngja síðasta lagið með kórunum og var því vel tekið. Við hin sem sátum í salnum tök- um undir orð Camillu, „án Tómas- ar getum við ekki verið". Óþrjót- andi elja hans, áhugi og smekkvísi gerir okkur fært að njóta söngs og hljóðfærasláttar 46 Dýrfirðinga. Því á hans færi er að gera óframkvæmanlega hluti fram- kvæmanlega og á þann hátt að okkur mun lengi í minni. Þótt eftir komi páskahret, fardagahret og fleiri hret mun sumarhugurinn vart yfirgefa okkur enda verður þessi kvöldstund okkur ógleym- anleg. Flytjendur fengu frábærar móttökur samkomugesta og það voru handsárir en þakklátir Dýr- firðingar er héldu til síns heima eða héldu áfram að syngja og dansa til morguns í félagsheimil- inu. Tómasi, sem er okkar Garðar Cortes, óskum við til hamingju með afrakstur iðju sinnar. Við mundum fagna því, ef honum yrðu veitt bjartsýnisverðlaunin næst þegar þeim verður úthlutað!!! Hulda Fyrsta Úrvalsvikuferðin til Parísar var farin um páskana og heppnaðist stórkostlega vel. Farþegarnir, sem voru rúmlega 40, áttu frábærarstundirá veitingahúsum, söfnum, skemmtistöðum, torgum og götukaffihús- um borgarinnar. Margir nutu líka sólarinnar og 20-30° hitans í Luxemborgargarðinum eða sigldu um Signu í fljótandi veitingahúsi. Það er sama hvar borið er niður í París, alls staðar eru sögufrægir og nafntogaðir staðir: Af listasöfnum ber hæst Louvre, Pompidou og Jeu de Paume; af turnum Eifel og skýjakljúfinn Montparnasse Tour; af kirkjum Notre-Dame og Sacré-Cæur; aftorgum Place du Tertre og Place du la Concorde; afgleðihúsum Rauðu mylluna Lido, og þannig má lengi telja. Uppselt er í ferðina 16. maí, en ennþá eru til sæti: 9/6-16/6: Gisting og morgunverður á 4ra stjörnu lúxus- hótelinu Montparnasse Park, 7 nætur. Verðkr. 17.200 í tvíbýli. Ath. að EM í knattspyrnu hefst 11. júní! 18/8—25/8: Gisting og morgunverður á 4ra stjörnu hótelinu Frantel Windsor, 7 nætur. Verð kr. 18.200.- í tvíbýli. 19/9—26/9: Gisting og morgunverður á 4ra stjörnu hótelinu Lutetia Concorde, 7 nætur. Verð kr. 18.800.- í tvíbýli: Innifalið er flug til Parísar/Luxemborgar, akstur milli flugvallar og hótels, gisting og morgunverður, skoðunarferðir -um París og Versali og íslensk fararstjórn. FERMSKRIFSIOKN URVOL m Ert þú ekki samferða í sumar? Síminn er 26900.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.