Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1984 Skothríðin frá líbýska sendiráðinu: Voru notaðar tvær byssur? London, 9. maí. AV. SKOTHRÍÐIN, sem varð breskri lögreglukonu að bana og særði 11 líbýska stúdenta í London, koni að Veður víða um heim Akureyri 7 léttskýjað Amsterdam 12 akýjað Aþena 27 heiöakírt Barcelona tt skýjað Herlín 14 skýjað Bruaaal 14 heiöekírt Buonos Aires 22 heiöakírt Chicago 11. heiöakírt Dublin 13 skýjaö Feneyjar 14 akýjað Frankturt 13 akýjaö Gent 12 heiðakírt Havana 30 skýjaö Hong Kong 29 heiöakirt Jerúaalem 19 heiöakírt Johannesarborg 19 heiðskirt Kairó 30 heioakírt Kaupmannahöfn 11 skýjaö Laa Palmas 22 Mttakýjað Liaaabon London Los Angelea Malaga Maltorca Menikóborg Miami Montreal Moakva New York Oetó Peking Perlh Reykjavik «,— -*— i~——»-£ IWI UV I.0IWH V Ront San Francisco Seoul Stokkhólmur Sydney Tókýó Vancouver Vinaiborg Varsjá Þórshöfn 17 ngning 14 skýjao 36 heiöskírt 17 rigning 17 alekýjað 27 heiöakírt 29 skýjao 16 rigning 24 heiðakírt 21 haiðskírt 10 skýjað 17 skýjað 30 heiðskirt 19 rigning 8 miatur 35 fiöwSSuií 20 rigning 27 heiöskírt 26 heiðskírt 8 skýjað 17 rigning 28 heiðskirt 14 skýjaó 21 akýjað 14 skýjað 9 skýjað Marcelino Oreja Aguierre — kosinn i'ramkvænida- stjóri Evrópuráðsins MARCELINO Oreja Aguirre, fyrrum utanríkisráðherra Spánar, var kjörinn framkvæmdastjóri Evrópuráðsins á fundi ráðgjafar- þings þess í Strassborg í dag. Hann hlaut 86 atkvæði. Tveir aðr- ir voru í framboði, dr. Frankz Karasek, sem hefur verið fram- kvæmdastjóri að undanförnu, og Ole Álgárd sendiherra Norð- manna í Kaupmannahöfn. Kara- sek hlaut 39 atkvæði og Algárd 34. öllum líkindum frá tveimur byssum og tveimur gluggum í líbýska sendiráðinu í borginni. Skýrði lög- reglan frá þessu í dag. Við rannsókn málsins fundu lögreglumenn 12 skothylki á göt- unni fyrir neðan sendiráðsglugg- ana og eru sérfræðingar vissir um, að þrjú þeirra séu úr annarri byssu. Einnig komu í Ijós púður- ieifar í gluggatjöldum tveggja glugga. Lögreglan hafði áður tal- ið, að skotið hefði verið úr einni byssu, 9 mm hríðskotabyssu af Sterling-gerð, og ýtti það undir þá trú, að vitni töldu skotdrun- urnar samfelldar og ekki eins og tveimur byssum væri beitt. Líbýumenn halda því fram eins og kunnugt er, að breska lögreglan hafi staðið fyrir skot- árásinni en á kvikmynd, sem tek- in var að beiðni líbýska sendi- ráðsins sjálfs af mótmælunum fyrir framan það, má sjá að skot- ið er frá sendiráðinu. Ólympíuleikarnir: Páfa fagnað á Salómonseyjum Sfmamynd AP. Mikill mannfjöldi fagnaði Jóhannesi Páli páfa i flugvellinum f Honiara, höfuðstað Salómonseyja í Suður-Kyrra- hafi, er hann kom þangað í gær. Á myndinni sést einn innfæddra benda með staf í átt að páfa til merkis um að fagnaðardans sé að hefjast. Óljósar ástæður fyrir ákvörðun Sovétmanna Moskvu, Los Angeles, 9. msí. AP. Sú ákvörðun Sovétmanna að hætta við að taka þitt í Ólympíuleik- nnnm í Ijí^ \n(tMt>u ¦ uiimar rw>fiir ¦------ .-----—" t "T~"** ------- minnt menn ' á Olympíuleikana í Moskvu árið 1980 þegar Bandaríkja- menn ákváðu að mæta ekki. Ástæð- ur Bandarfkjamanna voru innrás sovéska hersins í Afganistan en ástæðurnar, sem Sovétmenn hafa til- greint, eru hins vegar óllu óljósari. Fjarvera Bandaríkjamanna 1980 varð til þess, að Sovétmenn misstu af milljónum dollara í tekjum af ferðamönnum og þótt sovéskir embættismenn sverji f..»_ U.% U.Í 4 iHi vMaa*4 imsnVl ~A i.vin pau ya. u:ija oaint iiial&n, du Rússar þykist nú vera að hefna sín. Sjálfir vilja þeir þó ekki taka þannig til orða, að þeir séu að hundsa leikana, heldur halda þeir því fram, að framferði banda- rískra stjórnvalda hafi neytt þá til að taka þessa ákvörðun. í umkvörtunum sínum að und- anförnu hafa Sovétmenn minnst á andsovéska hópa í Los Angeles, sem séu staðráðnir í að gera þeim iífið leitt, og hafa vissulega nokk- uð til síns máls í því efni. Þar eru sami.uk rnanna, sém margir eiga ættir sínar að rekja til leppríkja Sovétmanna í Austur-Evrópu, og þau hafa rekið og ætluðu að reka harðan áróður gegn Sovétmönnum meðan á leikunum stæði. Þau ætl- uðu t.d. að hvetja sovéska íþrótta- menn til að leita hælis í Banda- ríkjunum og höfðu gerLráðstafan- ir til að aðstoða þá við það. Voru þessi samtök stofnuð eftir að Sov- étmenn skutu niður suður-kóresku farþegaþotuna með 269 manns innanborðs. Ástæður Sovétmanna eru senni- lega af margvíslegum toga spunn- ar og vafalaust neyðast fylgiríki þeirra til að hætta einnig við þátttöku í Ólympíuleikunum hvort sem þeim verður það Ijúft eða leitt. Ef af því verður getur svo farið, að til varanlegs klofnings komi meðal þjóðanna að þessu leyti og að Ólympíuleikarnir verði hér eftir bara svipur hjá sjón. Hagur AEG-Telefunken batnaði verulega 1983 — 32,5 milljónir til rannsókna á dag Marceiino Oreja Aguirre, hinn nýi framkvæmdastjóri Evrópuráðsins. Baráttu Harts enn ekki lokið Vi'sxhinelon. 9. m»í. AP. Öldungardeildarþingmaður- inn Gary Hart sigraði í forkosn- ingum demókrata í Ohio og Indi- ana í gær, en Walter Mondale bar sigurorð úr býtum í Norður- Karólínu og Maryland. Hart segir að ekki hvarfli að sér að hætta þátttöku í próf- kosningum þó að Mondale hafi verulegt forskot og sé almennt spáð sigri. Sigurinn í gær er hinn fyrsti sem Hart vinnur frá 27. mars sl. Samtals voru 368 fulltrúar kjörnir á flokksþing demó- krata í ríkjunum fjórum í gær, en þingið, sem kemur saman í júlí, greiðir atkvæði um fram- bjóðanda flokksins í forseta- kosningunum í nóvember. Mondale hreppti 186 fulltrúa, Hart 143 og þriðji frambjóð- andinn, Jesse Jackson, 37. FYRIRTÆKIÐ AEG-Telefunken I Vestur-Þýzkalandi sýndi I fyrata sinn hagnað á síðasta iri eftir margra ára fjarhagsvandræði. Starfsemi fyrirtækisins efldist mjög, skuldir þess minnkuðu veru- lega og hófleg bjartsýni rfkir einn- ig um afkomu fyrirtækisins á þessu ári. Skýrði Heinz DUrr, aðal- framkvæmdastjóri fyrirtækisins, frá þessu i fundi með frétta- ninnnum fyrir nokkrum dogum. Heildarsala á framleiðsluvör- um fyrirtækisins nam 11,5 millj- ðrðum marka, en af því voru 45% seld erlendis. Framleiðsla fyrirtækisins nú og í framtíðinni bygg'st á margs konar vöruteg- undum á sviði rafmagnsiðnaðar, sjálfvirks útbúnaðar, útvarps og fjarskipta en einnig á margs konar heimilistækjum. Hreinn hagnaður af rekstri AEG-Telefunken sem heildar nam 37 millj. mörkum. í Iok síðasta árs störfuðu 76.600 manns hjá fyrirtækinu og af þeim störfuðu 63.250 í Þýzka- landi en 13.350 víðs vegar um heim. Um 6.000 manns unnu að rannsóknum á vegum fyrirtæk- isins, sem varði að jafnaði 32,5 milljónum króna á dag til rann- sóknastarfsemi. Fjárfestingar fyrirtækisins námu 383 millj. marka og höfðu aukizt um 19%. Þar var mestu fé varið til hagræðingar og til að tryggja markaðsstöðu fyrirtæk- isins. Sala og pantanir hjá fyrirtæk- inu jukust á fyrstu þremur mán- uðum þessa árs í samræmi við áætlanir. Sala fyrirtækisins á þessu tímabili nam 2,46 milljörð- um marka og pantanir á fram- leiðsluvörum þess námu 2,58 milljörðum marka. í marzlok var fjöldi starfandi fólks hjá fyrirtækinu 75.100. A þessu ári verður allt kapp lagt á að bæta afkomu AEG- Telefunken og tryggja framtíð fyrirtækisins. Með tilliti til þess árangurs, sem náðist á árinu 1983, er ástæða til að ætla, að á þessu ári verði einnig hagnaður af rekstri þess.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.