Morgunblaðið - 10.05.1984, Side 23

Morgunblaðið - 10.05.1984, Side 23
23 Risaolíu- skip í björtu báli Kuwait, 9. mai, AP. RISAOLÍUSKIP frá Saudi-Arabíu, sem varð fyrir árás íraskra orrustu- flugvéla í Persaflóa fyrir tveimur sólarhringum, stendur nú í björtu báli, að því er greint var frá í Kuwait í dag. Óttast er að sprenging geti orðið í skipinu, en um borð í því eru 114 þúsund tonn af hráolíu. 25. apríl sl. varð annað olíuskip frá Saudi-Arabíu fyrir árás íraka í Persaflóa. Það hafði þá lestað 350 þúsund tonnum af hráolíu á Kharg-eyju sólarhring áður, en tr- akar hafa margsinnis hótað því að sprengja upp öll þau skip sem þar lesta olíu. Aöstoð við pandabirni Peking, 9. maí. AP. KÍNVERSK stjórnvöld hafa ákveðið að auka aðstoð við pandabirni, sem nú eiga fremur illa ævi og líða mik- inn skort. Næstu tvö árin verður ár- lega varið tveimur milljónum dollara til að forða björnunum frá hungur- dauða. í Kína eru um 1000 pandabirnir og ástæðan fyrir hallærinu meðal þeirra er sú, að örvarbambusinn, sem er aðalfæða þeirra, hefur ver- ið að falla frá því í fyrra. Örvar- bambusinn er þó ekki að deyja út heldur er hér um að ræða sér- kennilegt fyrirbrigði í lífsferli jurtarinnar og gerist ekki nema á margra ára fresti. Sabelli látinn Scarsdale, New York, 9. maí. AP. CESARE Sabelli, einn af „frægðar- drengjum" flugsins, sem margoft hætti lífi sínu með því að fljúga yfir Atlantshafið á öðrum og þriðja ára- tug þessarar aldar, er látinn, 86 ára að aldri. Sabelli var ítali og barðist í flugher þjóðar sinnar í fyrri heimsstyrjöld. Vann hann þar margt afrekið og var margkross- aður orðinn áður en styrjöldinni lauk. 1920 settist hann að í Banda- ríkjunum og átti að vinum ýmsa helstu frammámenn í fluginu þar eins og t.d. Charles Lindbergh. 1928 reyndi hann að verða fyrstur til að fljúga án viðkomu frá Bandaríkjunum til Rómar en tókst það ekki vegna vélarbilunar. í þeirri ferð varð hann hins vegar fyrstur flugmanna til að notfæra sér fjarskiptin en þá sendi hann boð vini sínum í London. Feldstein hættir Wa.shington, 9. maí. AP. MARTIN Feldstein, helsti efna- hagsmálaráðgjafi Ronald Reagans Bandaríkjaforseta, tilkynnti í dag, að hann myndi láta af embætti frá og með 10. júlí næstkomandi. Sagði hann að hann hefði ritað Reagan bréf þar sem hann greindi frá þessu. Feldstein hyggst taka við fyrri stöðu sinni við Harvard-háskól- ann. Alloft hafa Feldstein og Ron- ald Reagan verið á öndverðum meiði vegna efnahagsstefnu og er talið að uppsögn Feldsteins sé að nokkru leyti í tengslum við þá ákvörðun helstu banka Bandaríkj- anna að hækka útlánsvexti á dög- unum. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1984 Höfundurinn og verk hans: Walt heitinn Disney og Andrés Önd. Afmælisboð Andrésar Andar í Tívolígarði Kaupmannahöfn, 9. maí. ANDRÉS Önd kemur í fyrstu heimsókn sína til Norðurlanda 8. júní nk. og við hæfi þykir að fyrsti viðkomustaðurinn sé Disneyland í Kaup mannahöfn. Daginn eftir liggur leiðin í Tívolí þar sem Andrés mun halda upp á fimmtugsafmæli sitt í boði SAS-flugfélagsins. Skipulagðar hafa verið vegleg- ar móttökur á Kastrupflugvelli og fá börn í leikskólum þar í grennd frí til að taka á móti Andrési. Andrés Önd fer frá Los Angel- es í Kaliforníu til Seattle þar sem sérstök þota SAS bíður þess að flytja hann beina leið til Kaupmannahafnar. Á leiðinni verða að sjálfsögðu sýndar teiknimyndir með Andrési í að- alhlutverki. Höfundur Andrésar, Walt heitinn Disney, hreifst á sínum tíma mjög að Tívolí í Kaup- mannahöfn og er skemmtigarð- urinn að nokkru fyrirmynd hins fræga Disneylands í Kaliforníu. Andrés Önd hefur einnig notið mikilla vinsælda í Danmörku og er sú teiknimyndapersóna sem börn þar — og raunar einnig fullorðnir — hafa í mestum há- vegum. Danmörk: Hótaði að drepa Poul Schliiter Reyndi að komast inn í þinghúsið með sverð að vopni 9. maí. „SCHLÍÍTER beitir aðferðum Gest- apo, Schliiter skal deyja,“ hrópaði maður nokkur vopnaður hiturlegu sverði og reyndi síðan að komast inn í Kristjánsborgarhöll til að fylgja orðum sínum eftir. Áður en honum tókst það var hann þó borinn ofur- liði af lögreglumönnum. Átti þessi atburður sér stað sl. mánudag. Þegar maðurinn, sem er um fer- tugt og ekki heill á geðsmunum, kom að dyrum þinghússins vildi hann komast inn en lögreglumað- ur, sem þar var á vakt, varnaði honum dyranna. Reyndi hann að sefa manninn og tala hann til en þegar það gekk ekki kallaði hann á fleiri lögreglumenn til aðstoðar. Þeir slógu síðan vopnið úr hendi mannsins og fluttu hann burt. Poul Schlúter, forsætisráð- herra, var hvergi nálægur þegar þetta gerðist. Hann var heima hjá sér úti á Marienborg þar sem hann hélt Felipe Gonzales, forsæt- isráðherra Spánar, veislu en hann hefur verið í opinberri heimsókn í Danmörku. Hins vegar komu þeir kollegarnir í Kristjánsborgarhöll nokkru eftir að maðurinn með sverðið var þar staddur og þykir það lán, að fundum þeirra bar ekki saman. Þessi atburður, sem enginn vill gera of mikið úr, hefur vakið menn til umhugsunar um hvort nauðsynlegt sé að lífverðir gæti öryggis ráðherranna. Erik Ninn- Bandaríkin: Wa.shington, 9. maí. AP. TVÆR blaðsíður úr trúnaðar- skýrslu, sem samin var í orku- málaráðuneyti Bandaríkjanna, fundust í sófa, sem sendur hafði verið til viðgerðar á vinnustofu fangelsis í Lorton í Virginuríki. Talsmaður ráðuneytisins sagði í dag að skjölin ættu uppruna sinn að rekja til þeirrar deildar ráðuneytisins sem fer með varnarmál og rannsóknir á kjarnorku og kjarnorkuvopnum. Orkumálaráðuneytið telur ólíklegt að skjölin sem fundust í sófanum hefðu getað stefnt öryggi ríkisins í voða þar sem þau voru aðeins lítill hluti trúnaðarskýrslunnar. Rann- sókn hefur hins vegar verið fyrirskipuð á málinu. Fyrir hálfu ári fundust trúnaðarskjöl frá bandaríska utanríkisráðuneytinu í skjala- skáp sem sendur hafði verið til viðgerðar í sama fangelsi. Poul Schliiter forsætisrádherra. Hansen, dómsmálaráðherra, seg- ist þó vona, að til þess þurfi ekki að koma. „Við munum reyna að komast hjá því í lengstu lög. Af og til eru að vísu hafðar uppi hótanir við ráðherrana en sem betur fer hefur ekki verið látið verða af þeim Trúnaðarskjöl finnast á vinnustofu fangelsis Arkhipov kemur ekki til Peking Peking, 9. maí. AP. GREINT var frá því í Peking í dag að Ivan Arkhipov aðstoðarforsætis- ráðherra Sovétríkjanna hefði hætt við heimsókn sína til Kína, sem hefj- ast átti á morgun, miðvikudag. Arkhipov er háttsettasti stjórnmála- maður Sovétríkjanna sem boðað hef- ur komu sína til Kína í hálfan annan áratug. Að sögn kínverskra embætt- ismanna telja Sovétmenn sig ekki fyllilega reiðubúna til þeirra við- ræðna sem fara áttu fram sam- hliða heimsókninni. Þeir hafa ekki látið neitt uppi um það hvenær af heimsókninni getur orðið. Kínverjar segja að þeim hafi ekki verið greint frá ákvörðun Sovétmanna fyrr en árla í morg- un. Þeir hafa hins vegar ekkert viljað segja um það hvort þeir harmi þessa töf. Khadafy í viötali við Lc Monde: Bræðralag múhameðstrúar- manna stóð að tilræðinu París, 9. mai. AP. MOAMMAR Khadafy, Líbýuleiðtogi, segir í viðtali við franskan blaða- mann, að það hafi verið „Bræðralag múhameðstrúarmanna", öfgasinnuð samtök, sem bönnuð eru víðast hvar í Arabaríkjunum, sem stóð að tilrauninni til að ráða hann af dögum. Eric Rouleau, sérfræðingur franska blaðsins Le Monde í málefnum Miðausturlanda, átti seint í gærkvöldi viðtal við Khadafy í Trípólí en þá um morguninn hafði hópur manna ráðist á herbúðirnar, sem alla jafna eru heimili leiðtogans. Khadafy sagði, að uppreisnar- tilraunin hefði verið mjög vel skipulögð en mistekist jafn hrapallega og raun bar vitni vegna þess, að foringi hópsins hefði áður fallið í hendur leyni- lögreglu Khadafys og komið upp um félaga sína. Sagði Khadafay, að 6. maí sl. hefðu þrír menn verið handteknir þegar þeir komu inn í landið frá Súdan. Hefðu þeir verið með súdönsk vegabréf en þó talað arabísku með líbýskum hreim. Voru þeir að sögn Khadafys með lista yfir nöfn, heimilisföng og símanúm- er í Trípólí og vegna þess tókst leynilögreglunni að hafa hendur í hári foringjans. Sagði Khadafy, að mennirnir hefðu tilheyrt „Bræðralagi mú- hameðstrúarmanna" en það eru samtök, sem eru bönnuð í flest- um Arabalöndum. Hafa þau oft ráðist á Khadafy fyrir náin tengsl hans við Sovétmenn. Seg- ist Rouleau hafa það eftir öðrum heimildum, að um 200 Líbýu- Khadafy menn og félagar í þessum sam- tökum hafi verið handteknir strax eftir að tilræðið við Khad- afy hafi verið kveðið í kútinn. Meðal þeirra hafi verið foringjar í hernum, embættismenn stjórn- arinnar, háskólaprófessorar og stúdentar. Þótt Khadafy kenndi „Bræðralaginu" um uppreisnina sagði hann Bandaríkjamenn og Breta standa að baki öllu saman vegna þess, að þeir skytu skjólshúsi yfir hryðjuverka- menn. Þegar Rouleau spurði Khadafy hvers vegna hann léti elta uppi og drepa andstæðinga sína erlendis sagði Khadafy það vera lygimál, sem „heimsvalda- sinnar" hefðu komið á kreik. Þegar hann var inntur eftir dauða tveggja stúdenta við há- skólann í Trípólí nú nýlega sagði hann, að þeir hefðu verið gagn- byltingarmenn „og verið eytt af samstúdentum" sínum. „Ég skal að vísu játa það, að alræði þjóð- arinnar er miskunnarlaust," sagði Khadafy.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.