Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1984 fW«pit#If#i§> Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuoi innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakiö. Samviska heimsins og Sakharov Þau tvö hagkerfi, þær tvær þjóðfélagsgerðir, sem móta í höfuðatriðum heims- byggðina, hafa sína ann- marka. Engu að síður skilur þær regindjúp reynslu, sem hlýtur að höfða til hverrar hugsandi manneskju. Þjóðfé- lagsgerð lýðræðis, þingræðis og frjáls markaðskerfis hefur fært þegnum sínum mun hærri þjóðartekjur á mann, sem lífskjörum ráða, og veru- lega víðtækari almenn þegn- réttindi en þjóðfélagsgerð sósíalisma og hagkerfi marx- isma. Meðferð Sovétmanna á frið- arverðlaunahafa Nobels, And- rei Sakharov og konu hans Jel- enu Bonner, sem er fyrrver- andi barnalæknir, bergmálar þessa dagana í heimsfréttum. Tilefnið er m.a. viðtal við Nat- aliu Gesse, rithöfund frá Len- ingrad, í rússneska útlaga- tímaritinu „Russkaja Mysl", en þar segir hún orðrétt: „Það sem Jelena Bonner og Andrei Sakharov mega þola er verra en nokkur maður getur gert sér í hugarlund. Þvingan- ir, grimmd, líkamlegt og and- legt ofbeldi. Allt hefur verið gert til að brjóta niður þrek þeirra". Andrei Sakharov, sem feng- ið hefur friðarverðlaun Nob- els, er 62 ára. Hann var hand- tekinn í Moskvu í janúar 1980 og sendur í útlegð til borgar- innar Gorki. Hann fær ekki að hafa samband við umheiminn nema fyrir atbeina konu sinn- ar, Jelenu Bonner. Frelsi hennar er einnig mjög tak- markað. Hún sætir viðvarandi gæzlu og enginn fær að fara inn í íbúð þeirra nema með vitund og samþykki varð- hunda kerfisins. Þau fá hvorki að hlusta á útvarp né sjá sjón- varp. Bæði eru þau hjón farin að líkamlegri heilsu en halda andlegri reisn, þó þau sæti kerfisbundnum þvingunum. Natalía Gesse kveðst í við- talinu við „Russkaja Mysl" sannfærð um, að sovézk stjórnvöld séu ákveðin í að ganga af Sakharovhjónunum dauðum. Þau byrji á Jelenu Bonner. Hún, sem var sterk- byggð og heilbrigð kona, sé nú orðin heilsuveilli en Sakharov. Sök þeirra er sú ein að eiga ekki skoðanalega samleið með stjórnvöldum og gera kröfu til sjálfsögðustu mannréttinda. Þau vilja frið með frelsi fyrir hinn almenna þjóðfélagsþegn. Þvinganir og grimmd sov- ézkra stjórnvaída gegn Sakh- arov, handhafa friðarverð- launa Nobels, og Jelendu Bonner konu hans, kalla á samvizkuviðbrögð alls heiðar- legs fólks, hvar sem það býr. Sakharovhjónin eru „andlit" manngrúa, sem svipuðum ör- lögum sætir í Sovétríkjunum, út í hinn frjálsa heim. Það get- ur engin heiðarleg manneskja lagt blessun sína yfir ofsóknir á hendur þeim — með þögn- inni. Þeir sem hafa frelsi til frið- arbaráttu og standa vilja vörð um hin frumstæðustu mann- réttindi þurfa að taka höndum saman í sterkum fjölþjóðleg- um þrýstingi á sovézk stjórn- völd — til bjargar Jelendu og Andrei Sakharov. Þeir sem hæst tala um frið, hvar friður ríkir, geta ekki goldið því þögn og aðgerðarleysi, að sovézk stjórnvöld hæg-deyði hand- hafa friðarverðlauna Nobels. Þjáningar Sakharovhjón- anna hafa fært mannkyni heim sanninn um, að hinn frjálsi heimur hefur brugðizt rétt við þegar hann ákvað með stofnun Atlantshafsbanda- lagsins, að standa tryggan, órofa vðrð um almenn mann- réttindi og frið með frelsi. „Tónn" sem týnir trausti Sá „tónn" sem er í fjölmiðla- deilu flugmanna og Flug- leiða hlýtur að vekja almannaathygli og undrun. Ef þessi „tónn" speglar innviði flugþjónustunnar, samskipti stjórnenda og starfsfólks — og það traust, sem er þeirra á milli, hlýtur sú spurning að vakna, hvort trausti almenn- ings, viðskiptavina Flugleiða, sé ekki teflt tvísýnu. Flugsamgöngur, bæði inn- anlands og við umheiminn, skipta íslendinga meira máli en menn gera sér í fljótu bragði grein fyrir. Það er mjög mikilvægt að fyrirtæki, sem þessa þjónustu annast, njóti almannatrausts — og verð- skuldi það. Það varðar lands- menn alla hvort innviðir slíkra fyrirtækja eru traustir, starfsþættir samvirkir og framvinda mála horfi til vax- andi öryggis. Þær skylmingar í fjölmiðl- um, sem flugþjónustumenn hafa háð undanfarið, hafa ekki verið góð auglýsing. Málsaðilar ættu að endur- skoða og endurhæfa samskipti sín, bæði inn á við og cð því er varðar þann „glugga" starf- seminnar sem snýr út í þjóðfé- lagið. Niöurstödur skoðanakónnunar Hagvangs: Flestir þættir ríkisrekstr ur komnir í höndum einl Rekstur skóla, sjúkrahúsa og dvalarheimila verði þó áfram í ums SKOÐANAKÖNNUN, sem Hagvang- ur framkvæmdi dagana 6.—18. aprfl sl., sýnir vilja mikils meirihluta fólks fyrir því, að einkaaðilar taki í auknum mæli við ýmsum þáttum ríkisreksturs. Töldu þátttakendur í könnuninni, að sú breyting yrði til þess að auka hag- kvæmni og að bæta þjónustu. Gilti þar einu hvort ríkisstarfsmenn voru inntir álits eða aðrir. Niðurstöður voru mjög á sömu lund. I»á kom í Ijós í könnun- inni, að fylgi við þessa breytingu virð- ist eiga hljómgrunn í öllum aldurs- flokkum og öllum starfsstéttum alls staðar á landinu. Leitað var eftir svörum 1000 ein- staklinga úr öllum aldurshópum og starfsstéttum víðs vegar af landinu, en svör fengust frá 860. Úrtakið var valið úr Þjóðskránni af Reiknistofn- un Háskóla íslands. Þess má geta aö svörunin að þessu sinni var hin besta, sem um getur í könnun á veg- um Hagvangs. Svipuð svör eftir kynjum og aldri Fyrsta spurningin, sem lögð var fyrir fólk, hljóðaði þannig: Finnst þér það almennt séð góð eða slæm hugmynd að færa verkefni frá hinu opinbera til einkafyrirtækja? Niðurstaðan varð á þann veg, að 82,2% töldu hugmyndina góða, 12,4% töldu hana slæma og 5,3% töldu sig ekki geta svarað spurning- unni. Til samanburðar má geta þess, að í sambærilegri könnun, sem framkvæmd var í Danmörku sl. haust, töldu 40% úr 1314 manna úr- taki hugmyndina góða, 33% töldu hana slæma en 27% töldu sig ekki geta svarað spurningunni. Ef svör við þessari spurningu eru flokkuð eftir kynjum og aldurshóp- Ólafur Haraldsson, framkvæmdastjóri Hagvangs, kynnir niðurstöður skoðanakönnunai íslands um einka- og ríkisrekstur í Súlnasal Hótels Sögu í gær. um er niðurstaöan alls staðar mjög svipuð. T.d. taldi 92,1% karla, sem tóku afstöðu, hugmyndina góða, en 81,4% kvenna. Lægsta hlutfall þeirra, sem töldu hugmyndina góða, var að finna í aldurshópnum 18—19 ára, 82,2%, en hið hæsta í aldurs- hópnum 40—49 ára, 91,6%. Ef farið er eftir landshlutum voru fæstir fylgjandi hugmyndinni i Norðurlandi vestra, 77,4%, en flest- ir á Reykjanesi, 91,1%. Sé landinu skipt í höfuðborgarsvæðið, þéttbýli og dreifbýli var hlutfall þeirra, sem voru hugmyndinni fylgjandi, 86,3, 87,1 og 87,9% í sömu röð og að fram- an. Sé tillit tekið til skiptingar á milli atvinnugreina kemur í ljós að nokk- urn veginn er sama hvar borið er niður, með einni undantekningu þó. Aðeins 57,1% lífeyrisþega var hlynntur hugmyndinni, en úrtak þeirra var aðeins 7 manns og því lítt marktækt. Hæst varð hlutfall fylg- ismanna hugmyndarinnar f iðnaði, 93,8%, en lægst á meðal nemenda, 80,5%. Or því minnst er á nemendur voru svör fólks einnig greind með tilliti til menntunar. Þar kom í Ijós, að hugmyndin átti mestu fylgi að fagna á meðal þeirra, sem lokið höfðu 3—4 ára námi, aðallega verk- legu, 94,0%. Lægst varð fylgið við hugmyndina á meðal fólks, sem lok- ið hafði stúdentsprófi, 75,7%. Þegar brúttótekjur heimilis eru teknar með í reikninginn kemur í ljós, að 96,4% þeirra, þar sem brúttótekjur heimilis voru 70.000 krónur eða meira á mánuði, voru hlynnt hugmyndinni. Var þetta hæsta hlutfallið í þessu tilliti. Lægst varð það hjá fólki, þar sem brúttótekjur heimilis voru á bilinu 10-20.000 krónur, 76,7%. Sk he ( fyr m ein ser ti-li að um Ræ Sjú Póí Ell ald Rel Við hin Slö Soi Dai Ból Eins og sannur og góður nikkari horfir Lalli trompet (bygginn út í himinhvolfið enda töldu ýmsir að hann ætti að snúa sér alfarið að nikkunni, svo vel þótti mönnum hann spila. Leirugleðin í Mosfellssveit: Sólskin og söngur á besta degi vorsins ÞAÐ mun orðið fastur liður hjá hesta- mönnum í Mosfellssveit að halda svokallaða „Leirugleði" og er hún að sjálfsögðu haldin á Leirunum eða í Leirvognum sem hann reyndar heitir. Leirugleðin felst í því að fimm foringj- ar velja sér níu menn til liðs við sig og þreyta þeir kappreiðar miklar. Hleypir hver maður einu sinni og skal hann slá bolta af staur við cnda brautarinn- ar og síðan er hleypt til baka í mark þar sem dómarar skrá röð keppenda. í lokin er árangur lagður saman og það lið sem lægsta tölu fær telst sigurveg- ari. Er mikill handagangur í öskjunni meðan á þessu stendur og fyrir kemur að menn fá lítilsháttar byltur eða þá að farið er hraðar en skyldi. Að þessu sinni voru veitt vegleg verðlaun en það var farandbikar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.