Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1984 25 trar bet- nkaaðila umsjá hins opinbera kónnunarinnar á ráöstefnu Stjórnunarfélags Morpinblaiift/KOE. tt Skólar, sjúkrahús og dvalar g* heimili áfram í höndum ríkisins Önnur spurningin, sem lögð var fyrir þátttakendur í könnuninni, hljóðaði svo: Ef ákveðið væri að láta einkafyrirtæki taka við verkefnum sem nú eru í höndum hins opinbera, telur þú þá æskilegt eða óæskilegt, að það verði gert á eftirfarandi svið- um: Ræstingar opinberra stofnana? Sjúkrahúsareksturs? Pósts og síma? Elli- og hjúkrunarheimila fyrir aldraða? Reksturs almenningsvagna? Viðhalds á byggingum og eignum hins opinbera? Slökkviliðs og sjúkraflutninga? Sorphreinsunar? Dagvistarheimila fyrir börn? Bókasafna? Skóla- og menntastofnana? Rannsóknarstofnana? Opinberra mötuneyta? Ef svörunum er raðað eftir því hvar flestir vildu einkarekstur í stað ríkisreksturs varð útkoman þessi. { sviga fara sambærilegar töl- ur, þar sem opinberir starfsmenn eru teknir út úr heildinni: Opinber mötuneyti 85,7% (83,2%), viðhald á byggingum og eignum hins opinbera 82,4% (79,4), sorphreinsun 71,7% (64,6%), rekstur almenningsvagna 66,9% (60,0%), ræsting opinberra stofnana 67,2% (67,9%), Póstur & sími 57,8% (53,5% ), dagvistarheim- ili fyrir börn 47,6% (38,0%), bóka- söfn 41,5% (34,4%), rannsóknar- stofnanir 42,7% (42,2%), elli- og hjúkrunarheimili fyrir aldraða 35,4% (33,3% ), slökkvilið og sjúkra- flutningar 21,5% (19,7%), sjúkra- húsarekstur 20,7% (20,4%), skóla- og menntastofnanir 15,2% (14,5%). Lítill afstöðumunur Af niðurstöðunum má glöggt sjá að lítill afstöðumunur er á milli opinberra starfsmanna og annarra. í svörum í dönsku könnuninni, sem vitnað er til að ofan og framkvæmd var í fyrrahaust, voru allar sam- bærilegar tölur miklum mun lægri en í könnun Hagvangs. Sem dæmi um það má nefna, að aðeins 30% töldu æskilegt að rekstur opinberra mötuneyta færi í hendur einkaaðila, 25% vildu rekstur almenningsvagna á vegum einkaaðila og aðeins 5% vildu að bókasöfn yrðu rekin af einkaaðilum. Þriðja og síðasta spurning könn- unarinnar hljóðaði svo: Ef einkafyr- irtæki taka við verkefnum, sem nú eru í höndum hins opinbera, telur þú þá, að það muni almennt hafa í för með sér: Minnkandi eða aukna hagkvæmni? Betri eða verri þjónustu? Meira eða minna félagslegt öryggi? Ef teknir eru þeir, sem svöruðu spurningunum, kemur f ljós, að 91,2% heildarinnar taldi hag- kvæmnina mundu aukast. Alls töldu 86,2% að þjónusta yrði betri, en 46,9% töldu félagslegt öryggi mundu aukast. Ef tekin eru svör opinberra starfsmanna eru hlið- stæðar tölur 88,2%, 83,8% og 34,7%. Ábyrgð að stýra þessu fjölmenna liði listamanna Rætt við Ingólf Guðbrandsson, stjórn- anda Pólýfónkórsins og Sinfóníu- hljómsveitarinnar, á tónleikunum í kvöld „EG STEFNI ekki að því að fara aö stunda hljómsveitarstjórn. I'aíi væri nú gripið í rass i góðum degi! Þessvegna lít ég ekki á tónleika sem tímamót í IiTi mínii. Þetta er viss heiður sem ég met mikils, en hann stígur mér ekki til höf- uðs. Flestir hljóðfæraleikaranna hafa leikið undir minni stjórn einhverntíma áður, innanlands eða utan, og sumir margsinnis. Það er árangurinn sem mali skiptir, en ekki í nafni hvers er sungið eða leikið. Ég finn til mikillar ábyrgðar að stýra þessu fjölmenna liði lisiamanna, þar á meðal sóngvara í tólu þeirra bestu í heiminum í dag, sem margoft hafa sungið undir stjórn heims- frægra stjórnenda." Svo fórust Ingólfi Guðbrandssyni, stofnanda og stjórn- anda Pólýfónkórsins, orð í samtali við Morgunblaðið í gær. Ingólfur stjórnar Pólýfónkórnum og Sinfóníuhljómsveitinni á tónleik- um í Háskólabíói í kvöld. Þar verða flutt þrjú kórverk, m.a. Stabat Mater eftir Rossini og eru fjórir kunnir ít- alskir einsöngvarar, Denia Mazzola, Paolo Barbacini, Claudia Clarich og Carlo de Bortoli, hingaö komnir til að taka þátt í flutningi þess. „Kórinn er í mikilli uppbyggingu núna," sagði Ingólfur aðspurður. „Hann er að verulegu leyti skipaður ungu fólki, sem enga reynslu eða skólun hafði að baki þegar það hóf að starfa með kórnum á síðastliðnum vetri. Það liggur í augum uppi að mikið átak kostar að ná þeim árangri sem kórinn hefur náð á svo skömm- um tíma. Ég vona að þátttakendur hafi nokkuð lært af veru sinni í kórn- um og að Pólýfónkórnum haldist á liði þeirra áfram. Það er meira vandamál, en flestum er ljóst, að manna góða kóra á íslandi í dag." ítölsku einsöngvararnir hafa farið lofsyrðum um kórinn, er kórsöngur á uppleið í dag? „Það er mjög gaman að fá þá viður- kenningu sem kórinn hefur fengið frá jafn frábærum listamönnum og ein- söngvurunUm okkar, sem hlotið hafa bestu skólun sem völ er á í heiminum í dag. Það sýnir árangur þeirra, því að þau hafa öll fjögur unnið til 1. verðlauna í hörðustu söngkeppnum heimsins á síðastliðnum árum. Þau hafa farið viðurkenningarorðum um þjálfun kórsins og það er líka al- kunna að margir af bestu söngvurum heimsins í dag hófu þjálfun sína í góðum kórum, til dæmis má nefna Joan Sutherland og Placido Domingo. Á íslandi, hinsvegar, þykir kór- söngur nálgast raddlegt sjálfsmorð. Það er ekkert leyndarmál, til að mynda, að nemendur í Söngskólanum í Reykjavík hafa árum saman verið í banni að syngja í Pólýfónkórnum, þó að örfáir virði það bann að vettugi. Þrátt fyrir allar framfarir sem átt hafa sér stað á íslandi og stóraukna tónmennt í landinu, er erfiðara að manna góðan kór í dag en það var fyrir 30 árum, þegar Pólýfónkórinn byrjaði. Það er ekki vegna þess að ekki sé nóg til af hæfu fólki, eins og sést á skólakórunum, heldur vegna þeirrar lítilsvirðingar sem góður kórsöngur og vönduð vinnubrogð í kór sæta á íslandi. Við eigum marga ágæta sóngvara á Islandi og enn fleiri raddefni, en heimsfrægðin er langt undan. Að hverju stefnir allt þetta fólk við söngnám sem finnst sér ósamboðið að syngja í góðum kór. Með liðsinni þess væri hægt að stór- efla söngmennt og bæta starfsemi bestu kóra. Annars er mér efst í huga þakklæti til allra sem hér hafa lagt hönd á Ingólfur Guðbrandsson, stofnandi og stjórnandi Pólýfónkórsins. plóginn og sýnt áhuga, fórnfýsi og samstarfsvilja. Allmargt þjálfað söngfólk hefur komið til Iiðs við kór- inn í þessu viðfangsefni og sýnir með því skilning og stuðning við málefni sem skiptir máli í íslenskri tónlist. Ég gleðst sjálfur yfir framförum Sin- fóníuhljómsveitar íslands. Hana skortir aðeins liðsauka í strengjunum til þess að geta talist með bestu hljómsveitum. Hljóðfæraleikurunum er ég einstaklega þakklátur fyrir þol- inmæði þeirra, umburðarlyndi við lítt reyndan stjórnanda og góðan sam- starfsvilja. Ég held að söngelskt fólk eigi erindi í Háskólabíó í kvöld," sagði Ingólfur Guðbrandsson að lok- *•«',#«>'V^ .y ,&,;%. Mannskapurinn sestur að á Skiphólnum gefinn af Silkiprenti og var þessi bikar fullur af flautusleikibrjóst- sykri sem skipt var milli sigurveg- aranna tíu. Upphófst mikill flautu- konsert að lokinni verðlaunaaf- hendingu en eftir stutta stund dó hann út þar sem hljóðfæraleikar- arnir átu hljóðfæri sín. Eftir þetta var riðið, ekið og jafn- vel gengið heim að hesthúsahverf- inu og þar safnaðist fólk saman við Skiphól þar sem seldar voru veit- ingar s.s. kók, pulsur og annað góð- gæti. Tók þar við stjórninni Lárus nokkur Sveinsson sem þekktur er fyrir að handleika og blása í tromp- et. Lét hann lúðurinn í friði að þessu sinni en þandi þess í stað harmonikku í gríð og erg. Sat fólk þarna í góðu yfirlæti frameftir degi í blíðskaparveðri og ómaði þar söngur fram á kvöld. <*f f |if mmí, ¦ . f- Jón Skúlason póst- og símamálastjóri: „Ef símakerfið er trufíað er það skemmdarverk" Símvirkjar hafa möguleika á ad valda truflunuiii Sigurvegararnir þeysa hér eftir Leirunum í sigurvímu. Ljfem. VK. „ÞETTA eru nýjar fréttir fyrir mig og það verður kannað hvort þetta eigi sér stað. Ég hef ekki heyrt um neinar skær- ur og vissi ekkj til þess að hér væri nein skemmdarstarfsemi á ferðinni. Og ég get bara ekki trúað því að nokkur sím- virki eða rafeindavirki fii sig til að gera slíkt. Ef símakerfið er hins vegar trufl- að viljandi þi er það skemmdarstarf- semi," sagði Jón Skúlason póst- og símamilastjóri er hann var spuröur hvort rétt væri að truflanir i símakerf- inu að undanförnu mætti rekja til að- gerða sfmvirkja, sem standa í sérkjara- samningum við fjirmilariðherra. „Ég veit ekki til þess að neinar skærur eigi sér stað og félagið veit ekki til þess heldur. Ef skærur eiga sér stað eru þær ekki í nafni félags- ins," sagði Ragnhildur Guðmunds- dóttir formaður Félags islenzkra símvirkja af sama tilefni. „Ég trúi þvi ekki að símvirkjar valdi truflun- um af þessu tagi," sagði Ragnhildur. Að sögn Ragnhildar standa nú yfir viðræður um sérkjarasamninga fé- lagsins og fjármálaráðherra. Engin óánægja væri innan félagsins með gang samningagerðarinnar. Hins vegar væru félagsmenn allir óánægð- ir með sin laun. Ragnhildur vildi ekki tjá sig um hvað sérkjarasamningar snérust. „Ef það eru truflanir á símakerfinu þá hafa símvirkjar vissulega mögu- Íeika á að valda þeim. En ég vil ekki segja að samband sé á milli truflan- anna og sérkjarasamninga okkar. Símvirkjar eru hins vegar mjög óánægðir með laun sín og vita að rík- ið býður ekkert," sagði Valgeir Jón- asson ritari Félags símvirkja. Valgeir sagði símvirkja að undan- förnu hafa reynt að fá tvö atriði fram með sérkjarasamningi. Annars vegar vildu símvirkjar, sem nú hcfðu fengið starfsheitið rafeindavirkjar, að laun þeirra yrðu færð til jafns við laun rafeindavirkja, er störfuðu á hinum almenna vinnumarkaði, en taxtar þeirra væru 30—60% hærri. Hins vegar vildu símvirkjar fá greidda fasta yfirvinnu, 20 tíma á mánuði ofan á alla aðra vinnu, eða njóta sömu kjara og BHM-mcnn hjá Pósti og síma, sem sumir hverjir störfuðu við hlið símvirkja og ynnu að einhverju leyti sömu vinnu. „Þessu höfum viö reynt að ná gegn- um kerfið og cg cr búinn að fara til fimm ráðhcrra, cn hcfg fcngið loðin svör," sagði Valgcir og bætti við að samningancfnd rikisins hcfði hafnað óskum símvirkja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.