Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1984 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1984 25 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aóalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 20 kr. eintakiö. Samviska heimsins og Sakharov au tvö hagkerfi, þær tvær þjóðfélagsgerðir, sem móta í höfuðatriðum heims- byggðina, hafa sína ann- marka. Engu að síður skilur þær regindjúp reynslu, sem hlýtur að höfða til hverrar hugsandi manneskju. Þjóðfé- lagsgerð lýðræðis, þingræðis og frjáls markaðskerfis hefur fært þegnum sínum mun hærri þjóðartekjur á mann, sem lífskjörum ráða, og veru- lega víðtækari almenn þegn- réttindi en þjóðfélagsgerð sósíalisma og hagkerfi marx- isma. Meðferð Sovétmanna á frið- arverðlaunahafa Nobels, And- rei Sakharov og konu hans Jel- enu Bonner, sem er fyrrver- andi barnalæknir, bergmálar þessa dagana í heimsfréttum. Tilefnið er m.a. viðtal við Nat- aliu Gesse, rithöfund frá Len- ingrad, í rússneska útlaga- tímaritinu „Russkaja Mysl“, en þar segir hún orðrétt: „Það sem Jelena Bonner og Andrei Sakharov mega þola er verra en nokkur maður getur gert sér í hugarlund. Þvingan- ir, grimmd, líkamlegt og and- legt ofbeldi. Allt hefur verið gert til að brjóta niður þrek þeirra". Andrei Sakharov, sem feng- ið hefur friðarverðlaun Nob- els, er 62 ára. Hann var hand- tekinn í Moskvu í janúar 1980 og sendur í útlegð til borgar- innar Gorki. Hann fær ekki að hafa samband við umheiminn nema fyrir atbeina konu sinn- ar, Jelenu Bonner. Frelsi hennar er einnig mjög tak- markað. Hún sætir viðvarandi gæzlu og enginn fær að fara inn í íbúð þeirra nema með vitund og samþykki varð- hunda kerfisins. Þau fá hvorki að hlusta á útvarp né sjá sjón- varp. Bæði eru þau hjón farin að líkamlegri heilsu en halda andlegri reisn, þó þau sæti kerfisbundnum þvingunum. Natalía Gesse kveðst í við- talinu við „Russkaja Mysl“ sannfærð um, að sovézk stjórnvöld séu ákveðin í að ganga af Sakharovhjónunum dauðum. Þau byrji á Jelenu Bonner. Hún, sem var sterk- byggð og heilbrigð kona, sé nú orðin heilsuveilli en Sakharov. Sök þeirra er sú ein að eiga ekki skoðanalega samleið með stjórnvöldum og gera kröfu til sjálfsögðustu mannréttinda. Þau vilja frið með frelsi fyrir hinn almenna þjóðfélagsþegn. Þvinganir og grimmd sov- ézkra stjórnvalda gegn Sakh- arov, handhafa friðarverð- launa Nobels, og Jelendu Bonner konu hans, kalla á samvizkuviðbrögð alls heiðar- legs fólks, hvar sem það býr. Sakharovhjónin eru „andlit" manngrúa, sem svipuðum ör- lögum sætir í Sovétríkjunum, út í hinn frjálsa heim. Það get- ur engin heiðarleg manneskja lagt blessun sína yfir ofsóknir á hendur þeim — með þögn- inni. Þeir sem hafa frelsi til frið- arbaráttu og standa vilja vörð um hin frumstæðustu mann- réttindi þurfa að taka höndum saman í sterkum fjölþjóðleg- um þrýstingi á sovézk stjórn- völd — til bjargar Jelendu og Andrei Sakharov. Þeir sem hæst tala um frið, hvar friður ríkir, geta ekki goldið því þögn og aðgerðarleysi, að sovézk stjórnvöld hæg-deyði hand- hafa friðarverðlauna Nobels. Þjáningar Sakharovhjón- anna hafa fært mannkyni heim sanninn um, að hinn frjálsi heimur hefur brugðizt rétt við þegar hann ákvað með stofnun Atlantshafsbanda- lagsins, að standa tryggan, órofa vörð um almenn mann- réttindi og frið með frelsi. „Tónn“ sem týnir trausti Sá „tónn“ sem er í fjölmiðla- deilu flugmanna og Flug- leiða hlýtur að vekja almannaathygli og undrun. Ef þessi „tónn“ speglar innviði flugþjónustunnar, samskipti stjórnenda og starfsfólks — og það traust, sem er þeirra á milli, hlýtur sú spurning að vakna, hvort trausti almenn- ings, viðskiptavina Flugleiða, sé ekki teflt tvísýnu. Flugsamgöngur, bæði inn- anlands og við umheiminn, skipta íslendinga meira máli en menn gera sér í fljótu bragði grein fyrir. Það er mjög mikilvægt að fyrirtæki, sem þessa þjónustu annast, njóti almannatrausts — og verð- skuldi það. Það varðar lands- menn alla hvort innviðir slíkra fyrirtækja eru traustir, starfsþættir samvirkir og framvinda mála horfi til vax- andi öryggis. Þær skylmingar í fjölmiðl- um, sem flugþjónustumenn hafa háð undanfarið, hafa ekki verið góð auglýsing. Málsaðilar ættu að endur- skoða og endurhæfa samskipti sín, bæði inn á við og f.ð því er varðar þann „glugga“ starf- seminnar sem snýr út í þjóðfé- lagið. Nidurstööur skoöanakönnunar Hagvangs: Flestir þættir ríkisrekstrar bet- ur komnir í höndum einkaaðila Rekstur skóla, sjúkrahúsa og dvalarheimila verði þó áfram í umsjá hins opinbera Ólafur Haraldsson, framkvæmdastjóri Hagvangs, kynnir niðurstöður skoðanakönnunarinnar á ráðstefnu Stjórnunarfélags íslands um einka- og ríkisrekstur í Súlnasal Hótels Sögu í gær. Morgunbtaaið/KOE. SKOÐANAKÖNNUN, sem Hagvang- ur framkvæmdi dagana 6,—18. apríl sl., sýnir vilja mikils meirihluta fólks fyrir því, að einkaaðilar taki í auknum mæli við ýmsum þáttum ríkisreksturs. Töldu þátttakendur í könnuninni, að sú breyting yrði til þess að auka hag- kvæmni og að bæta þjónustu. Gilti þar einu hvort ríkisstarfsmenn voru inntir álits eða aðrir. Niðurstöður voru mjög á sömu lund. Þá kom í Ijós í könnun- inni, að fylgi við þessa breytingu virð- ist eiga hljómgrunn í öllum aldurs- flokkum og öllum starfsstéttum alls staðar á landinu. Leitað var eftir svörum 1000 ein- staklinga úr öllum aldurshópum og starfsstéttum víðs vegar af landinu, en svör fengust frá 860. Úrtakið var valið úr Þjóðskránni af Reiknistofn- un Háskóía Islands. Þess má geta að svörunin að þessu sinni var hin besta, sem um getur í könnun á veg- um Hagvangs. Svipuð svör eftir kynjum og aldri Fyrsta spurningin, sem lögð var fyrir fólk, hljóðaði þannig: Finnst þér það almennt séð góð eða slæm hugmynd að færa verkefni frá hinu opinbera til einkafyrirtækja? Niðurstaðan varð á þann veg, að 82,2% töldu hugmyndina góða, 12,4% töldu hana slæma og 5,3% töldu sig ekki geta svarað spurning- unni. Til samanburðar má geta þess, að í sambærilegri könnun, sem framkvæmd var í Danmörku sl. haust, töldu 40% úr 1314 manna úr- taki hugmyndina góða, 33% töldu hana slæma en 27% töldu sig ekki geta svarað spurningunni. Ef svör við þessari spurningu eru flokkuð eftir kynjum og aldurshóp- um er niðurstaöan alls staðar mjög svipuð. T.d. taldi 92,1% karla, sem tóku afstöðu, hugmyndina góða, en 81,4% kvenna. Lægsta hlutfall þeirra, sem töldu hugmyndina góða, var að finna í aldurshópnum 18—19 ára, 82,2%, en hið hæsta í aldurs- hópnum 40—49 ára, 91,6%. Ef farið er eftir landshlutum voru fæstir fylgjandi hugmyndinni í Norðurlandi vestra, 77,4%, en flest- ir á Reykjanesi, 91,1%. Sé landinu skipt í höfuðborgarsvæðið, þéttbýli og dreifbýli var hlutfall þeirra, sem voru hugmyndinni fylgjandi, 86,3, 87,1 og 87,9% í sömu röð og að fram- an. Sé tillit tekið til skiptingar á milli atvinnugreina kemur í ljós að nokk- urn veginn er sama hvar borið er niður, með einni undantekningu þó. Aðeins 57,1% lífeyrisþega var hlynntur hugmyndinni, en úrtak þeirra var aðeins 7 manns og því lítt marktækt. Hæst varð hlutfall fylg- ismanna hugmyndarinnar í iðnaði, 93,8%, en lægst á meðal nemenda, 80,5%. Úr því minnst er á nemendur voru svör fólks einnig greind með tilliti til menntunar. Þar kom í ljós, að hugmyndin átti mestu fylgi að fagna á meðal þeirra, sem lokið höfðu 3—4 ára námi, aðallega verk- legu, 94,0%. Lægst varð fylgið við hugmyndina á meðal fólks, sem lok- ið hafði stúdentsprófi, 75,7%. Þegar brúttótekjur heimilis eru teknar með í reikninginn kemur í ljós, að 96,4% þeirra, þar sem brúttótekjur heimilis voru 70.000 krónur eða meira á mánuði, voru hlynnt hugmyndinni. Var þetta hæsta hlutfallið í þessu tilliti. Lægst varð það hjá fólki, þar sem brúttótekjur heimilis voru á bilinu 10-20.000 krónur, 76,7%. Skólar, sjúkrahús og dvalar- heimili áfram í höndum ríkisins Önnur spurningin, sem lögð var fyrir þátttakendur í könnuninni, hljóðaði svo: Ef ákveðið væri að láta einkafyrirtæki taka við verkefnum sem nú eru í höndum hins opinbera, telur þú þá æskilegt eða óæskilegt, að það verði gert á eftirfarandi svið- um: Ræstingar opinberra stofnana? Sjúkrahúsareksturs? Pósts og síma? Elli- og hjúkrunarheimila fyrir aldraða? Reksturs almenningsvagna? Viðhalds á byggingum og eignum hins opinbera? Slökkviliðs og sjúkraflutninga? Sorphreinsunar? Dagvistarheimila fyrir börn? Bókasafna? Skóla- og menntastofnana? Rannsóknarstofnana? Opinberra mötuneyta? Ef svörunum er raðað eftir því hvar flestir vildu einkarekstur í stað rikisreksturs varð útkoman þessi. í sviga fara sambæriiegar töl- ur, þar sem opinberir starfsmenn eru teknir út úr heildinni: Opinber mötuneyti 85,7% (83,2%), viðhald á byggingum og eignum hins opinbera 82,4% (79,4), sorphreinsun 71,7% (64,6%), rekstur almenningsvagna 66,9% (60,0%), ræsting opinberra stofnana 67,2% (67,9%), Póstur & sími 57,8% (53,5%), dagvistarheim- ili fyrir börn 47,6% (38,0%), bóka- söfn 41,5% (34,4%), rannsóknar- stofnanir 42,7% (42,2%), elli- og hjúkrunarheimili fyrir aldraða 35,4% (33,3%), slökkvilið og sjúkra- flutningar 21,5% (19,7%), sjúkra- húsarekstur 20,7% (20,4%), skóla- og menntastofnanir 15,2% (14,5%). Lítill afstöðumunur Af niðurstöðunum má glöggt sjá að lítill afstöðumunur er á miíli opinberra starfsmanna og annarra. í svörum í dönsku könnuninni, sem vitnað er til að ofan og framkvæmd var í fyrrahaust, voru allar sam- bærilegar tölur miklum mun lægri en í könnun Hagvangs. Sem dæmi um það má nefna, að aðeins 30% töldu æskilegt að rekstur opinberra mötuneyta færi í hendur einkaaðila, 25% vildu rekstur almenningsvagna á vegum einkaaðila og aðeins 5% vildu að bókasöfn yrðu rekin af einkaaðilum. Þriðja og síðasta spurning könn- unarinnar hljóðaði svo: Ef einkafyr- irtæki taka við verkefnum, sem nú eru í höndum hins opinbera, telur þú þá, að það muni almennt hafa í för með sér: Minnkandi eða aukna hagkvæmni? Betri eða verri þjónustu? Meira eða minna félagslegt öryggi? Ef teknir eru þeir, sem svöruðu spurningunum, kemur í ljós, að 91,2% heildarinnar taldi hag- kvæmnina mundu aukast. Alls töldu 86,2% að þjónusta yrði betri, en 46,9% töldu félagslegt öryggi mundu aukast. Ef tekin eru svör opinberra starfsmanna eru hlið- stæðar tölur 88,2%, 83,8% og 34,7%. Ábyrgð að stýra þessu fjölmenna liði listamanna Rætt við Ingólf Guðbrandsson, stjórn- anda Pólýfónkórsins og Sinfóníu- hljómsveitarinnar, á tónleikunum í kvöld „ÉG STEFNI ekki að því að fara að stunda hljómsveitarstjórn. Það væri nú gripið í rass á góðum degi! Þessvegna lít ég ekki á tónleika sem tímamót í IiTi mínu. Þetta er viss heiður sem ég met mikils, en hann stígur mér ekki til höf- uðs. Flestir hljóðfæraleikaranna hafa leikið undir minni stjórn einhverntíma áður, innaniands eða utan, og sumir margsinnis. Það er árangurinn sem máli skiptir, en ekki í nafni hvers er sungið eða leikið. Ég finn til mikillar ábyrgðar að stýra þessu fjölmenna liði listamanna, þar á meðal söngvara í tölu þeirra bestu í heiminum í dag, sem margoft hafa sungið undir stjórn heims- frægra stjórnenda." Svo fórust Ingólfi Guðbrandssyni, stofnanda og stjórn- anda Pólýfónkórsins, orð í samtali við Morgunblaðið í gær. Ingólfur stjórnar Pólýfónkórnum og Sinfóníuhljómsveitinni á tónleik- um í Háskólabíói i kvöld. Þar verða flutt þrjú kórverk, m.a. Stabat Mater eftir Rossini og eru fjórir kunnir ít- alskir einsöngvarar, Denia Mazzola, Paolo Barbacini, Claudia Clarich og Carlo de Bortoli, hingað komnir til að taka þátt í flutningi þess. „Kórinn er í mikilli uppbyggingu núna,“ sagði Ingólfur aðspurður. „Hann er að verulegu leyti skipaður ungu fólki, sem enga reynslu eða skólun hafði að baki þegar það hóf að starfa með kórnum á síðastliðnum vetri. Það liggur í augum uppi að mikið átak kostar að ná þeim árangri sem kórinn hefur náð á svo skömm- um tíma. Ég vona að þátttakendur hafi nokkuð lært af veru sinni í kórn- um og að Pólýfónkórnum haldist á liði þeirra áfram. Það er meira vandamál, en flestum er ljóst, að manna góða kóra á íslandi í dag.“ ftölsku einsöngvararnir hafa farið lofsyrðum um kórinn, er kórsöngur á uppleið í dag? „Það er mjög gaman að fá þá viður- kenningu sem kórinn hefur fengið frá jafn frábærum listamönnum og ein- söngvurunUm okkar, sem hlotið hafa bestu skólun sem völ er á í heiminum í dag. Það sýnir árangur þeirra, því að þau hafa ö!l fjögur unnið til 1. verðlauna í hörðustu söngkeppnum heimsins á síðastliðnum árum. Þau hafa farið viðurkenningarorðum um þjálfun kórsins og það er líka al- kunna að margir af bestu söngvurum heimsins í dag hófu þjálfun sína í góðum kórum, til dæmis má nefna Joan Sutherland og Placido Domingo. Á íslandi, hinsvegar, þykir kór- söngur nálgast raddlegt sjálfsmorð. Það er ekkert leyndarmál, til að mynda, að nemendur í Söngskólanum í Reykjavík hafa árum saman verið í banni að syngja í Pólýfónkórnum, þó að örfáir virði það bann að vettugi. Þrátt fyrir allar framfarir sem átt hafa sér stað á íslandi og stóraukna tónmennt í landinu, er erfiðara að manna góðan kór í dag en það var fyrir 30 árum, þegar Pólýfónkórinn byrjaði. Það er ekki vegna þess að ekki sé nóg til af hæfu fólki, eins og sést á skólakórunum, heldur vegna þeirrar lítilsvirðingar sem góður kórsöngur og vönduð vinnubrögð í kór sæta á íslandi. Við eigum marga ágæta söngvara á íslandi og enn fleiri raddefni, en heimsfrægðin er langt undan. Að hverju stefnir allt þetta fólk við söngnám sem finnst sér ósamboðið að syngja í góðum kór. Með liðsinni þess væri hægt að stór- efla söngmennt og bæta starfsemi bestu kóra. Annars er mér efst í huga þakklæti til allra sem hér hafa lagt hönd á Ingólfur Guðbrandsson, stofnandi og stjórnandi Pólýfónkórsins. plóginn og sýnt áhuga, fórnfýsi og samstarfsvilja. Allmargt þjálfað söngfólk hefur komið til liðs við kór- inn í þessu viðfangsefni og sýnir með því skilning og stuðning við málefni sem skiptir máli í íslenskri tónlist. Ég gleðst sjálfur yfir framförum Sin- fóníuhljómsveitar íslands. Hana skortir aðeins liðsauka í strengjunum til þess að geta talist með bestu hljómsveitum. Hljóðfæraleikurunum er ég einstaklega þakklátur fyrir þol- inmæöi þeirra, umburðarlyndi við lítt reyndan stjórnanda og góðan sam- starfsvilja. Ég held að söngelskt fólk eigi erindi í Háskólabíó í kvöld,“ sagði Ingólfur Guðbrandsson að lok- um. Eins og sannur og góður nikkari horfir Lalli trompet íbygginn út í himinhvolfið enda töldu ýmsir að hann ætti að snúa sér alfarið að nikkunni, svo vel þótti mönnum hann spila. , ,, Mannskapurinn sestur að á Skiphólnum Leirugleðin í Mosfellssveit: Sólskin og söngur á besta degi vorsins ÞAÐ mun orðið fastur liður hjá hesta- mönnum í Mosfellssveit að halda svokallaða „Leirugleði" og er hún að sjálfsögðu haldin á Leirunum eða f Leirvognum sem hann reyndar heitir. Leirugleðin felst í því að fimm foringj- ar velja sér níu menn til liðs við sig og þreyta þeir kappreiðar miklar. Hleypir hver maður einu sinni og skal hann slá bolta af staur við cnda brautarinn- ar og síðan er hleypt til baka f mark þar sem dómarar skrá röð keppenda. í lokin er árangur lagður saman og það lið sem lægsta tölu fær telst sigurveg- ari. Er mikill handagangur í öskjunni meðan á þessu stendur og fyrir kemur að menn fá lítilsháttar byltur eða þá að farið er hraðar en skyldi. Að þessu sinni voru veitt vegleg verðlaun en það var farandbikar gefinn af Silkiprenti og var þessi bikar fullur af flautusleikibrjóst- sykri sem skipt var milli sigurveg- aranna tíu. Upphófst mikill flautu- konsert að lokinni verðlaunaaf- hendingu en eftir stutta stund dó hann út þar sem hljóðfæraleikar- arnir átu hljóðfæri sín. Eftir þetta var riðið, ekið og jafn- vel gengið heim að hesthúsahverf- inu og þar safnaðist fólk saman við Skiphól þar sem seldar voru veit- ingar s.s. kók, pulsur og annað góð- gæti. Tók þar við stjórninni Lárus nokkur Sveinsson sem þekktur er fyrir að handleika og blása í tromp- et. Lét hann lúðurinn í friði að þessu sinni en þandi þess í stað harmonikku í gríð og erg. Sat fólk þarna í góðu yfirlæti frameftir degi í blíðskaparveðri og ómaði þar söngur fram á kvöld. Sigurvegararnir þeysa hér eftir Leirunum í sigurvímu. Lj6sm. VK. Jón Skúlason póst- og símamálastjóri: „Ef símakerfið er trufíað er það skemmdarverku Símvirkjar hafa möguleika á að valda truflunum „ÞETTA eru nýjar fréttir fyrir mig og það verður kannað hvort þetta cigi sér stað. Ég hef ekki heyrt um neinar skær- ur og vissi ekki til þess að hér væri nein skemmdarstarfsemi á ferðinni. Og ég get bara ekki trúað því að nokkur sím- virki eða rafeindavirki fái sig til að gera slíkt. Ef símakcrfið er hins vegar trufl- að viljandi þá er það skemmdarstarf- semi," sagði Jón Skúlason póst- og símamálastjóri er hann var spurður hvort rétt væri að truflanir á símakerf- inu að undanförnu mætti rekja til að- gerða símvirkja, sem standa í sérkjara- samningum við fjármálaráðherra. „Ég veit ekki til þess að neinar skærur eigi sér stað og félagið veit ekki til þess heldur. Ef skærur eiga sér stað eru þær ekki í nafni félags- ins,“ sagði Ragnhildur Guðmunds- dóttir formaður Félags íslenzkra símvirkja af sama tilefni. „Ég trúi því ekki að símvirkjar valdi truflun- um af þessu tagi,“ sagði Ragnhildur. Að sögn Ragnhildar standa nú yfir viðræður um sérkjarasamninga fé- lagsins og fjármálaráðherra. Engin óánægja væri innan félagsins með gang samningagerðarinnar. Hins vegar væru félagsmenn allir óánægð- ir með sín laun. Ragnhildur vildi ekki tjá sig um hvað sérkjarasamningar snérust. „Ef það eru truflanir á símakerfinu þá hafa símvirkjar vissulega mögu- leika á að valda þeim. En ég vil ekki segja að samband sé á milli truflan- anna og sérkjarasamninga okkar. Símvirkjar eru hins vegar mjög óánægðir með laun sin og vita að rík- ið býður ekkert," sagði Valgeir Jón- asson ritari Félags símvirkja. Valgeir sagði símvirkja að undan- förnu hafa reynt að fá tvö atriði fram með sérkjarasamningi. Annars vegar vildu símvirkjar, sem nú hcfðu fengið starfsheitið rafeindavirkjar, að laun þeirra yrðu færð til jafns við laun rafeindavirkja, er störfuðu á hinum almenna vinnumarkaði, en taxtar þeirra væru 30—60% hærri. Hins vegar vildu símvirkjar fá greidda fasta yfirvinnu, 20 tíma á mánuði ofan á alla aðra vinnu, eða njóta sömu kjara og BIIM-menn hjá Pósti og síma, sem sumir hverjir störfuðu við hlið simvirkja og vnnu að einhverju leyti sömu vinnu. „Þessu höfum viö reynt að ná gegn- um kerfið og ég er búinn að fara til fimm ráðherra, en hefg fengiö loðin svör,“ sagði Valgeir og bætti við að samninganefnd ríkisins hefði hafnað óskum símvirkja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.