Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAl 1984 Sýnishorn af framleiðslu verk- smiðja Alpan hf. Stjórn Alpan hf. með sýnishorn af framleiðslu pönnuverksmiðja félagsins. Á myndinni eru (f.v.) Jón Búi Guðlaugsson, Þórður H. Hilmarsson, Þór Hagalín, Jón Bjarni Stefánsson, Haraldur Haraldsson, Þorsteinn Ásmundsson og Önundur Ásgeirsson stjórnarformaður. Morpinbiaðið/Júiíus Alpan hf., fyrirtæki að 92% í eigu íslendinga: Reisir pönnuverksmiðju á Eyrar- bakka og rekur aöra í Danmörku L Pönnuverksmiðja tekur vænt- anlega til starfa á Eyrarbakka um næstkomandi áramót, en það er hlutafélagið Alpan, sem reisir verksmiðjuna. Alpan, sem er að 92% í eigu íslenzkra fyrirtækja og einstaklinga, hefur jafnframt keypt samskonar verksmiðju í Lystrup við Árósa í Danmörku og tók við rekstri hennar 1. maí sl. Búist er við að verksmiðjan á Eyr- arbakka veiti fyrst um sinn 25 mönnum atvinnu, en að starfs- mönnum fjölgi við stækkun um og upp úr miðju ári 1985. Stofnkostn- aður fyrirtækisins er um 80 tnillj ónir króna, en þar er átt við 1. áfanga pönnuverksmiðju á Eyrar- bakka og kaupin á verksmiðjunni í Lystrup. Forsaga þessa máls er sú, að danskt iðnráðgjafarfyrirtæki hafði unnið í samvinnu við Sam- band sunnlenzkra sveitarfélaga (SASS) að ráðgjöf og hag- kvæmniáætlunum um uppsetn- ingu verksmiðju til framleiðslu á pönnum og öðrum varningi úr áli. Haustið 1983 tók fiskverkun- arfyrirtækið Einarshöfn hf. á Eyrarbakka, sem ráðgerir að leggja niður núverandi starfsemi sína vegna aflaleysis, við málinu úr höndum SASS. Hugðist fyrir- tækið nýta húsnæði sitt, um 2.000 fermetra hús, sem verk- smiðjuhús fyrir hina nýju starfsemi. Snemma á þessu ári komst skriður á málið er fleiri sam- starfsaðilar komu til skjalanna, og á framhaldsstofnfundi 17. marz sl. var síðan ákveðið að kaupa Look a/s-pönnuverk- smiðjuna í Danmörku og halda starfseminni þar áfram óbreyttri, einnig var ákveðið að láta hefja hönnun og innkaup á vélum fyrir verksmiðju á Eyr- arbakka er fljótlega yrði tvöfalt stærri en verksmiðjan ytra, svo og ákveðið að yfirtaka húseignir og aðrar eignir Einarshafnar er notaðar verða við rekstur verk- smiðju á Eyrarbakka. Verksmiðjan í Lystrup er rek- in með sama starfsfólki og áður, en Sigurður R. Þórðarson, annar eigenda Einarshafnar hf., tók þar við verksmiðjustjórn 1. maí sl. Gert er ráð fyrir að nýtt starfsfólk á Eyrarbakka verði sent til þjálfunar í Lystrup, og að vanir menn frá Lystrup komi hingað til þjálfunar starfsliðs Eyrarbakkaverksmiðjunnar. Einnig er gert ráð fyrir að framleiðsluvörur Alpan hf. verði unnar úr áli frá Isal í Straums- vík. í dag, fimmtudag, fer pönt- un af áli frá Isal til Lystrup til reynslu. Fram kom á fundi stjórnar Alpan með blaða- mönnum að gert er ráð fyrir að framleiðslukostnaður verksmiðj- unnar á Eyrarbakka verði 4—5% lægri en verksmiðjunnar í Danmörku. I því sambandi eru bundnar vonir við að hagstæðir samningar náist við ísal, en einnig er launakostnaður lægri hér en í Danmörku. Raforka til framleiðslunnar mun hins vegar dýrari hér en ytra, að sögn fund- armanna. Verksmiðjan í Lystrup hefur framleitt um 180 þúsund pönnur á ári, en engan veginn annað eft- irspurn, en markaður er í Evr- ópu fyrir 20 milljónir panna. Miðað við 6.000 tonna fram- leiðslu væri útflutningsverð- mæti Eyrarbakkaverksmiðjunn- ar um 80 milljónir króna á ári. Áætlanir miðast við að fram- leiðsla Eyrarbakkaverksmiðj- unnar verði í framtíðinni seld í Bandaríkjunum. Fyrrum eigandi verksmiðjunnar í Lystrup, Peter Schaarup, er hluthafi í Alpan hf. og verður hann söluforstjóri fé- lagsins fyrir Evrópu. Vörur fyrirtækjanna verða seldar und- ir vörumerkinu Look. Alpan hf. mun framleiða pönnur með sérstakri háþrýsti- aðferð, þar sem fljótandi álið er steypt við 200 tonna þrýsting. í botnfletinum eru stálþræðir sem auka hitaleiðni pönnunnar. Kváðu forráðamenn Alpan að- eins eitt annað fyrirtæki hafa náð tökum á þessari aðferð við pönnugerð. Sögðu þeir pönnurn- ar í hærri gæðaflokki en pönnur, sem framleiddar væru með öðr- um aðferðum. Meðal hluthafa í Alpan hf. eru Einarshöfn, Hafskip, Nesskip, Andri, Suðurgarður á Selfossi, Ofnasmiðja Suðurlands, Eyrar- bakkahreppur o.fl. Hlutafé nem- ur 30 milljónum. Stjórnarfor- maður Alpan er Önundur Ás- geirsson, fyrrum forstjóri OLÍS. Tekið tilboði í ríkisvíxla: Ársvextir jafngilda 25,95 % Tilboð í ríkisvíxla að upphæð 30 milljónir króna voru opnuð í dag. Alls bárust 35 gild tilboð og 2 ógild. Aðalfundur íslands — fsra- els í kvöld Aðalfundur félagsins ís- land-fsrael veður haldinn í Hallgrímskirkju í kvöld, 10. maí kl. 20.30. Að loknum aðal- fundarstörfum veðrur fundur- inn opnaður gestum kl. 21.30 og þá verða sýndar litskyggn- ur frá ferðalagi um fsrael, hlýtt á tónlist og drukkið kaffi. Gildu tilboðin eru í 183 sett af víxl um, hvert að nafnverði 250.000 kr., samtals 45.750.000 kr., segir í frétt frá fjármálaráðuneytinu. Tekið var tilboðum í samtals 26 millj.kr. að nafnvirði. Kaupverðið er 24.543.000 kr. sem jafngildir 25,95% meðalársvöxtum reiknuð- um eftir á. Tekið var tilboðum á bilinu frá 235.500 til 236.500 kr. í hvert víxlasett. Næsta útboð ríkisvíxla er fyrir- hugað miðvikudaginn 13. júní 1984. Fimm tilboð bárust í vegagerð í Oshlíð FMM tilboö bárust í fyrirhug- aða endurbyggingu og lagfær- ingar á Óshlíðarvegi milli ísa- fjarðar og Bolungarvíkur. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóöir og amma, SIGRÍOUR HALLDÓRSDÓTTIR, Laufbrekku 25, Kópavogi, lést í Landspítalanum aö morgni 9. maí. Þorvaröur Guöjónason, börn, tengdaborn og barnabórn. Fyrirhugað er að endurbyggja í sumar og lagfæra um I1 ¦>. kíló- metra vegarins, 1 kílómetra jst í hlíðinni, næst Bolungar- vík, og um Vi kflómetra við Hvanngjá. Tilboðin eru: Ellert Skúlason bauð 17,6 milljónir króna í verkið, Hagvirki 8,8 milljónir króna, Vélaeigendur á ísafirði 9,5 milljónir, fstak 8,8 milljónir og Höttur sf. í Strandasýslu 9,6 milljónir króna. Kostnaðar- áætlun Vegagerðar ríkisins hljóðar upp á 8,9 milljónir króna. Lionsmenn selja mold Lionsklúbburinn Muninn í Kópa- vogi verður með sína árlegu mold- arsölu laugardaginn 12. maí og sunnudaginn 13. maí. í Reykjavík, Kópavogi og á Seltjarnarnesi verður bílhlassið af mold selt á 1.000 krónur, en í Garðabæ, Hafnarfirði og Mos- fellssveit á 1.200 krónur. Allur ágóði af moldarsölunni rennur til líknarmála. Nánari upplýsingar og pantanir í símum: 41538, 43216 og 44983 frá klukkan 9.00 á laugardag og sunnudag. Punktar frá bæjarstjórn Akureyrar Akureyri, 9. nuí. Tilnefning í stjórn ÚA Á fundi bæjarstjórnar í gær var samþykkt tillaga bæjar- ráðs um að bæjarstjóra yrði falið að fara með umboð Akur- eyrarbæjar á aðalfundi Út- gerðarfélags Akureyringa hf., sem haldinn verður 14. maí nk. Jafnframt var samþykkt að leggja til að eftirtaldir yrðu aðalmenn í stjórn félagsins: Bjarni Jóhannesson, Þóra Hjaltadóttir, Þorgerður Hauksdóttir, Kristján P. Guð- mundsson og Sverrir Leósson. Varamenn: Sigurður Jóhann- esson, Ásgeir Arngrímsson, Gunnhildur Bragadóttir, Knútur Karlsson og Pétur Antonsson. Vatnsveitan borg- ar gamla skuld f bókun vatnsveitustjórnar frá 4. maí sl. kemur fram, að „vatnsveitust.jórn geri ráð fyrir að greiða Framkvæmda- sjóði skuld vatnsveitunnar við sjóðinn frá árinu 1965, að upp- hæð kr. 1.217.045.- eða nýkr. 12.170.45 og felur formanni vatnsveitustjórnar og vatn- sveitustjóra að ræða við bæj- aryfirvöld um framreiknun á lánsupphæðinni, sem síðan yrði lagt fyrir vatnsveitu- stjórn til endanlegrar af- greiðslu." Nýr skólastjóri — annar í leyfi f bókun skólanefndar frá 3. maí kemur fram að borist hafa staðfestingar frá menntamálaráðuneyti á því, að Ingólfur Ármannsson hefur verið settur skólastjóri til eins árs við Síðuskóla frá og með 1. júní. Jafnframt, að Indriða Úlfssyni, skólastjóra Oddeyr- arskóla, hafi verið veitt leyfi frá skólastjórastarfi, án skerðingar fastra launa, dag- ana 13.—30. mars nk. vegna ferðar til Kína til að kynnast þar kennsluháttum og æsku- lýðsstarfsemi. Áfanganafn- breyting Bygginganefnd Verk- menntaskólans á Akureyri gerði svofellda bókun 2. maí sl.: „Samþykkt að 2. áfangi B nefnist hér eftir 3. áfangi." iVljólkursala í Hafnarstræti Heilbrigðisnefnd Akureyrar hefur fyrir sitt leyti samþykkt umsókn frá Brauðgerð Kr. Jónssonar, Hafnarstræti 98, um mjólkursöluleyfi og gildir leyfið fyrir brauðbúð fyrir- tækisins í Hafnarstræti 98. GBerg ^IYIKK í Safarí Hljómsveitin „Kikk" heldur hljómleika í Safarí í kvöld, fimmtudagskvöld, og leikur þar lög af hljómplötu sem væntanleg er á markaöinn innan skamms.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.