Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1984 27 Qlafur Þ. Þórðarson formaður Allsherjarnefndar: Ýmislegt er brýnna heldur en bjórmálið H~ ASKU«. EKKI hefur veriö haldinn fundur í alls- herjarnefnd Sameinaðs þings síðan 30. aprfl sl. og ólafur I>. Þórðarson, sem er formaður nefndarinnar afboðaði fund þann sem boðaður hafði verið í nefnd- inni sl. þriðjudagsmorgun. „Það verður boðaður fundur í nefndinni jafnskjótt og pláss er fyrir hann í starfi þingsins, en það er samkomulagsatriði hvað við tökum fvrir á fundum í nefndinni. Ég tel þó að það séu ýmis mál brýnni en þetta mál," sagði Olafur Þ. Þórðarson „Afstaða Framsókn- ar hlýtur að byggj- ast á misskilningi « „ÞAÐ VAR samþykkt í ríkisstjórninni sama daginn og mælt var fyrir stjórn- arfrumvarpinu, að forsætisriðherra legði til að fjárhags- og viðskiptanefnd Alþingis tæki þetta upp. Ég tel að af- staða Framsóknarflokksins hljóti að byggjast á misskilningi, þvf sam- kennsla eins og hér var stefnt að hefur verið framkvæmd víða um land síðast- liðin tíu ár. í mörgum tilfellum reyndar án lagaheimildar og um það er aðeins að ræða í þessu tilfelli að afla form- legrar lagaheimildar," sagði Ragn- hildur Helgadóttir menntamálaráð- herra, er Mbl. spurði hana álits i af- greiðslu þingflokks Framsóknar á við- aukatillögu bennar við stjórnarfrum- varp um ríkisfjármál, en í viðtali í frétt Mbl. f gær við Píl Pétursson kom fram að þingflokkur Framsóknar lýsti sig andvfgan tillögunni i fundi í fyrradag. t viðaukatillögu Ragnhildar, sem flutt er í sparnaðarskyni, er gert ráð fyrir að sameina kennslu fámennra bekkja í minnstu grunnskólum Leiðrétting I frásögn Mbl. í gær af ákvörðun- um úthlutunarnefndar norræna þýðingarsjóðsins féll eitt orð niður í heiti bókar Ármanns Kr. Einars- sonar, en hún heitir Himnaríki fauk ekki um koll. landsins. Myndi það þýða fækkun kennara í þeim skólum. Ragnhildur sagði ennfremur að mál þetta yrði til umfjöllunar í ríkisstjórn nú árdegis. Þingflokkarnir fjölluðu um mál þetta í gær. Þingflokkur Sjálfstæðis- flokksins styður menntamálaráð- herra, en í lok þingflokksfundar Framsóknar sagði Páll Pétursson formaður þingflokks Framsóknar, er Mbl. ræddi við hann: „Við höldum náttúrlega við samþykkt okkar frá í gær. Við erum tilbúnir í ýmsar breytingar og sparnaöarleiðir í skólakerfinu, til dæmis eins og það að bæta ekki við forskólana eins og hugmyndin er að gera. Þannig má spara og á ýmsan annan máta." alþingismaður, þegar blm. Mbl. spurði hann í gær hvort hann sem formaður allsherjarnefndar sameinaðs þings myndi kalla saman fund briðlega í nefndinni og taka bjórmilið fyrir. Blaðamaður spurði Ólaf hvort hann sem formaður allsherjarnefnd- ar ætlaði sér sem andstæðingur bjórsins að frysta málið, og koma í veg fyrir að það fengi afgreiðslu frá allsherjarnefnd: „Það er misskiln- ingur að formenn frysti mál og önn- ur fái afgreiðslu. Ólafur var spurður hvort það væri réttur skilningur blaðamanns að ef fram kæmi ósk frá meirihluta alls- herjarnefndar að þingsályktunar- tillagan um þjóðaratkvæaðgreiðslu um bjórinn væri afgreidd frá nefnd- inni, þá legðist hann ekki gegn slíkri afgreiðslu. Ólafur svaraði: „Meiri- hluti er meirihluti. Það skiptir engu máli hverju ég leggst gegn sem slík- ur, en þingsályktunartillagan eins og hún er orðuð núna getur náttúrlega aldrei farið út frá allsherjarnefnd, einfaldlega vegna þess að hún þarf að vinnast upp aftur." Ólafur var að því spurður hvort hann væri ekki með þessum orðum að segja að útilokað væri að afgreiða þessa þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um bjórinn á því þingi sem brátt fer að ljúka: „Við skulum orða það þannig að ég sjái margt nauðsynlegra en að afgreiða hana." Morgunblaðið/RAX Eigendur Tré-X búðarinnar. Á myndinni eni talið fri vinstri: Þorvaldur Ólafsson, Sigríður Kjartansdóttir, Rósa Halldórsdóttir og Sæmundur Sæ- mundsson framkvæmdastjóri. Nýr sýningarsalur og verslun á sama stað SYNINGARSALUR og ný verslun, sem nefnist Tré-X búðin, var opnuð í Ármúla 17 í Reykjavfk nú fyrir skömmu. Markmið verslunarinnar er, að sögn eigenda hennar, að sýna og selja á einum stað sem flest er þarf til innréttinga í hús og íbúðir. Meðal þess sem er til sýnis og sölu eru inni- og útihurðir, sólbekkir. innréttingar, fataskápar og heim- ilistæki, og eru allar framantaldar vörutegundir íslensk framleiðsla. Eigendur Tré-X búðarinnar eru: Sæmundur Saemundsson sem er framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Sigríður Kjartansdóttir, Þorvald- ur Ólafsson og Rósa Halldórsdótt- Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður: JL V^JL c*vr JUJ ULk3V/l/l O^ ltlli^AltfCJLUl „Niðurstaða mín er sú að húsnæð- issamvinnufélög með sama sniði og Búseti muni uppfylla skilyrði þess að fi lin úr Byggingarsjóði verka- manna, ef stjórnarfrumvarpið verður að lögum," segir í lokaorðum álits gerðar Ragnars Aðalsteinssonar hæstarétUtrlögmanns um það hvort húsnæðissamvinnufélög uppfylli skilyrði linveitinga úr Byggingar- sjóði verkamanna skv. c-lið 33. gr. í frumvarpi til laga lim Húsnæðis- stofnun ríkisins, en ilitsgerð Ragn- ars er unnin að ósk nokkurra þing- manna. Ragnar segir í álitsgerð sinni að húsnæðissamvinnufélög eins og aðrir lántakendur verði að upp- fylla lánsskilyrðin skv. lögunum um meðferð þess húsnæðis sem fjármagnað sé með lánum úr Byggingarsjóði verkamanna. Hann telur að ágreiningur um skilning á c-lið 33. gr. eigi einkum rætur að rekja til þess að ekki hef- ur verið greint nægilega á milli þess hverjir geti fengið lán úr sjóðnum (sveitarfélög, stofnanir og félagasamtök) og hvaða skil- yrði skuli setja fyrir lánveitingum um not þess húsnæðis sem byggt er fyrir lánin. W'*\: raðauglýsingar — raðauglýsingar raðauglýsingar fundir — mannfagnaöir Aðalfundur Alliance Francaise auglýsir aöalfund sem haldinn veröur mánudaginn 14. maí kl. 20.30 aö Laufásvegi 2. Stjórnin. Verö- og vörustefna við frjálsar markaðsaðstæður Verslunarráö íslands gengst fyrir námsstefnu um verö- og vörustefnu viö frjálsar markaös- aöstæöur, sem haldin verour í húsakynnum VÍ, Húsi verslunarinnar 7. hæö, miövikudag- inn 16. maínk. kl. 13:15—17:30. Stjórnendur veröa Árni Árnason, fram- kvæmdastjóri VI og Helgi Baldursson, viö- skiptafræöingur. Dagskrá: 13:15—13:45 Verölags- og samkeppnis- löggjöfin Hvaö er framundan? 13:45—14:15 Reiknireglur viö verolagningu 14:15—14:45 Veröstefna sem samkeppnis- tæki í iönaoi, heildverslun, smásölu. Verölagningu eftir aldri vörunnar, eöli og kaupendahóp. 14.45—15.15 Framlegö, veltuhraöi, arö- semi. 15:15—15:30 Kaffi 15:30—16:00 Afslættir og greiöslukjör 16:00—16:30 Verölækkun og mismunun í verölagningu 16:30—17:00 Vöruþróun, vörudauöi 17:00—17:30 Hvaö ber aö varast? Námstefnan er ætluö stjórnendum fyrirtækja og þeim sem sjá um stefnumörkun í veröi og vöruþróun. Þátttaka tilkynnist í síma 83088. Þátttökugjald er kr. 500. 4 VERZLUNARRÁD ÍSLANDS Hús verslunarinnar 108 Reykjavik, sími 83088 húsnæöi i boöi Laugavegur — Til leigu Á besta staö viö Laugaveginn er nú til leigu 130 fm verslunarhúsnæöi. Húsnæöiö er laust nú þegar. Upplýsingar veittar í síma 17088 kl. 18—20 í dag og næstu daga. Við Laugaveg Til leigu er verslunarhúsnæöi á mjög góöum staö viö Laugaveg. Húsnæoið býöur upp á fjölbreytta möguleika í verslunarrekstri. Til- boö sendist augl.deild Mbl. fyrir 17. maí nk. merkt: „L — 3084". Nýbýlavegur Til leigu ca. 50 fm verslunarhúsnæoi, tilvaliö undir videoleigu og fleira. Tilboö merk: „Nýbýlavegur — 1215" sendist Mb. fyrir kl. 18 föstudaginn 11. maí. Verslunarhúsnæði til leigu Ca. 45 fm húsnæoi á götuhæð í verslana- miðstöð í austurborginni er til leigu frá 1. júní. Gæti hentað fyrir ýmsar verslanir eöa þjónustustarfsemi (ekki vídeóleigu). Stórir sýningargluggar. Upplýsingar í síma 33645 eða 31275 frá kl. 9.00—20.00 óskast keypt Telex óskast Utflutningsfyrirtæki staösett í miðbænum óskar eftir aö kaupa notaö telextæki. Tilboö vinsamlegast sendist augl.deild Mbl. merkt: „I — 1257".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.