Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1984 33 Jótlandspóstur — eftir Þórhall Heimisson Þrátt fyrir tímabundna deyfð í herbúðum dönsku friðarhreyf- ingarinnar undanfarið ár, er hún nú aftur tekin að láta í sér heyra. Ástæður eru margar, m.a. vaxandi spenna í Norður-Noregi og ofsa- fenginn eltingaleikur Svía við meinta rússneska kafbáta í sænska skerjagarðinum. En hvert er fyrirbærið „dönsk friðarhreyfing"? I rauninni eru engin heildarsamtök til, er gangi undir slíku nafni. Hreyfingar, sem kenna sig við frið hér í landi, eru fjölmargar, og skoðanir manna á þessum hreyfingum ekki færri. í borgum og byggðum Jótlands gætir þessara áhrifa, eins og ann- ars staðar. Hér hef ég átt orðastað við einn af fyrirliðum samtakanna „Kjarnorkuvopn — Nei". Nokkuð af því, sem við ræddum, fer hér á eftir. Dræmt fylgi - ein- hliða áherslur Saga friðarhreyfinga er lðng orðin, en i ríki Danakonungs virð- ast þær ekki hafa náð fjöldafylgi fyrr en 1978-9. Hér hafa þær löngum verið skilgreindar sem „grasrótarhreyfingar," þ.e. sam- tök hins nafnlausa fjölda, er nær takmarki sínu í krafti félagslegs þrýstings og þunga. Fyrsta raunverulega friðar- hreyfingin hérlendis var stofnuð árið 1960, og átti hún að sameina hina sundruðu hjörð. Bar hún nafnið „Samvinnunefndin". Hún nýtur enn í dag umtalsverðra vinsælda, en forysta „Samvinnu- nefndarinnar" er öll í höndum danskra kommúnista, og um raunverulegt fjöldafylgi hefur því aldrei verið að ræða á þeim bæ. Erik nokkur Knudsen, rithöf- undur, stofnaði, ásamt fáeinum kollegum sínum, hreyfinguna „Kjarnorkuvopn — Nei" árið 1979. Var það gert til höfuðs „Sam- vinnunefndinni", sem mönnum þótti vinstrisinnuð um of. I hreyf- ingunni „Kjarnorkuvopn — Nei" hefur farið svo, að þrátt fyrir fög- ur orð um þverflokkasamstöðu eru kommúnistar og sósíaldemókratar þar fastastir í fylkingu. Þriðja og jafnframt ein öflug- asta fylkingin er „Friðarhreyfing kvenna", sem einnig var stofnuð 1979. Þetta eru fjölmennustu hreyf- ingarnar og jafnframt þær, sem mest hafa látið til sín heyra á undanförnum árum. Auk þeirra er hér að finna fjölda friðarhópa, sem teygja sig frá vinstri til hægri og fæðast og deyja á víxl. Vaxandi styrkur Sérfræðingar velta vöngum yfir því, hvers vegna hreyfingum þess- um vex nú fiskur um hrygg í til- tölulega skjótri svipan og á skömmum tíma. Sýnist þar sitt hverjum, eins og nærri má geta. Ein af mörgum skýringum er sú, að menn óttist i vaxandi mæli þá nýju tækni, sem beitt er við herstjórn, þ.e. stýringu hersveita, bæði í austri og vestri. Tortím- ingarmáttur gereyðingarvopna er gamalkunn undirrót ótta, enda hvort tveggja meira nú en nokkru sinni. En miðunartæki og ná- kvæmni hafa einnig tekið stakka- skiptum, og við þetta virðist hugur manna bundinn, jafnvel meir en við eyðingarafl vopnanna. „Stríðstíminn" hefur stytzt niður 1 15—30 mínútur. Áður fyrr tók styrjaldarundirbúningur langan tíma, almenningur gat fylgzt með og reynt að hlutast til um fram- vindu mála. Nú virðist ekkert tóm gefast til að hugsa um þá hina mannlegu hlið. Hér við bætist síð- an kostnaðurinn, sem vex dag frá degi, kostnaður við að endurnýja og halda við tæknilega fullkomn- um vopnabúnaði, en þar er um að ræða þungan bagga á þjóðfélagi, sem þegar berst í bokkum efna- hagslega. Um lausnir eru menn ekki frem- ur sammála hér en annars staðar. Friðarhreyfingarnar krefjast ein- hliða afvopnunar Danmerkur, að sú ógn, sem Sovétríkin telja sér stafa af þessu litla landi, verði fjarlægð. Aðrar benda á, að þá sé Danmörk óvarin borg, opin hverj- um þeim, er fýsir að ræna hana og meiða. Því verði að halda við hin- um dýra og öfluga vopnabúnaði. Óvænt rödd Sú lausn, sem nú er hvað mest rædd hér um slóðir, kom hvorki úr röðum friðarhreyfinganna né and- stæðinga þeirra, heldur úr horni hinna, sem mest fjalla um þessi efni, þ.e. danska hersins. Jens Jern Graabæk, majór að tign, vakti mikla athygli, er hann nú fyrir skemmstu réðst að upp- byggingu landvarna. Benti hann á, að hátæknivæddur og miðstýrður her Dana hafi of marga annmarka til þess að verjandi sé að viðhalda honum í óbreyttri mynd: Kostnaðurinn við nauðsynlega endurnýjun herbúnaðar frá ári til árs er gífurlegur. Allt kapp er lagt á stærð vopna og sprengimátt. Mest eru fjárútlát hersins vegna varnarkerfis, sem ætlað er að slá skjaldborg um þungavopn og stjórnstöðvar hersins. Miðstýring- in gerir það hins vegar að verkum, að unnt er að lama herinn allan, ef stjórnstöðvunum er tortimt. Minni háttar eldflaugar úr her- búðum hugsanlegs andstæðings geta auðveldlega komið sliku til leiðar. Hér við bætist hin öra þróun í rafeindabúnaði. Vopn, sem pöntuð eru í dag, verða orðin úrelt fáein- um árum eftir að herinn hefur tekið þau í þjónustu sina. Útsýnið yfir vopnamarkaðinn og framtið hans er þoku hulið, og stöðugt eykst vald tæknifróðra s'érfræð- inga. Majórinn og stuðningsmenn hans telja nauðsynlegt að endur- skipuleggja herinn með tilliti til alhliða og almennra varna, sem ekki verði tiltakanlega háðar miðstýringu. Skipta ber hernum upp í minni, sjálfstæðar einingar, sem búa má léttum, en háþróuðum varnar- og árásarvopnum. Með sliku er unnt að ná tvennum ávinningi: Kostnaður minnkar, en eiginlegur varnarmáttur vex. Hugsanlegur óvinur hlyti að hugsa sig tvisvar um, áður en hann legði til atlögu, þar eð úti- lokað væri að lama hinar sjálf- stæðu hereiningar með einum saman eldflaugaárásum á stjórn- stoðvar. Mestu máli skiptir þó hitt, að slíkur her gæti aldrei tal- izt ógnun við Sovétríkin, ef til hættuástands drægi. Herinn væri öflugt varnarvopn, en gagnslaus til árása á framandi lönd. Kjarn- orkuvánni væri þar með bætt frá ríki Dana. Grasrótarhreyfíngar í stað stjórnmálaþátttöku En nú víkur sogunni aftur til friðarhreyfinganna. Þær benda á, að fylgi það, sem þær njóta, sé sprottið af skipulagi þeirra og þar með af vantrú almennings á aðrar leiðir til að beita áhrifum sinum f þjóðfélaginu. í lýðfrjálsu landi hefur fólk um einar þrjár leiðir að velja, ef það vill láta til sín taka á opinberum vettvangi: í fyrsta lagi getur það kastað sér út í pólitískt starf. Skipulag stjórnmálaflokka hefur hins vegar þann galla, að þar eru margir kallaðir, en fáir útvaldir. Leiðin til áhrifa er löng, og hinn litli flokksbróðir er í stökustu vandræðum með að koma skoðun- um sínum á framfæri. önnur er leið launþegasamtak- anna, en um þau má segja hið sama og um stjórnmálaflokkana. Menn hafa það á tilfinningunni, að þeir séu einungis leiksoppar í löngu tafli. Afleiðingin er sú, að sífellt færri taka virkan þátt í stjórnmálastarfi eða innan laun- þegasamtakanna. Þriðja leiðin og hin nýjasta ligg- ur gegnum „grasrótarhreyf- ingarnar". I þeim virðist almenn- ingur sjá sér leik á borði til þess að koma skoðunum sinum á fram- færi með skjótum og auðveldum hætti, m.ö.o. leið til „að gera eitthvað í málinu". Menn hugsa sem svo: „Við getum leyst vanda- málin núna, án tafar, ef við höf- umst eitthvað að, en við leysum Þórhallur Heimisson „Friðarhreyfingarnar krefjast einhliða af- vopnunar Danmerkur, að sú ógn, sem Sovétrík- in telja sér stafa af þessu litla landi, verði fjarlægð." þau ekki i gegnum nefndir eftir tuttugu ár, þegar allt er orðið um seinan." Baráttuaðferðir friðarhreyf- inganna hér í Danmörku einkenn- ast mjog af þessu: Farið er í fjöldagöngur, efnt til ýmiss konar mótmælaaðgerða, lesendabréf skrifuð af hundruðum, undir- skriftaherferðir iðkaðar og fleira í þeim dúr. Tilgangurinn er sá að vekja umtal, ná sér í ókeypis aug- lýsingu í fjölmiðlum. Aðgerðirnar breyta oft engu í sjálfu sér, en grasrótarmenn telja, að áróðurinn hafi sitt að segja, veki menn til umhugsunar. Ekki ber að gleyma því, að sömu markmið stýra gerðum hryðju- verkamanna fyrr og síðar svo sem Baader Meinhof, IRA, PLO og annarra áþekkra. Þar er auglýs- ingatækið raunar ofbeldi og hrottaskapur, sem sýna örvænt- ingu þeirra, er hlut eiga að máli. Helzta tækni grasrótarhreyf- inganna felst i friðsamlegum en um leið ögrandi mótmælum. Mót- mælin þurfa ekki nauðsynlega að vera lögleg, þótt reynt sé að hafa þau friðsamleg. Hið fyrrnefnda er réttlætt með því, að ástæðulaust sé að hlýða ranglátum lögum. Sem dæmi um ranglæti nefna menn iðulega dóma þá, er falla á menn, sem svíkjast undan herþjónustu. Herskylda nemur niu mánuðum, en neiti menn henni, bíður þeirra annars konar þjónusta í 12 mán- uði. Þeir, sem slíku veifa, gleyma raunar gamalkunnri röksemdaj- færslu Sókratesar: Einstaklingi, sem býr í lýðfrjálsu landi að eigin ósk og á þess kost að yfirgefa landið ef hann vill, ber að hlýða lögum landsins og leggja fram þá þjónustu sina, sem almannaheill telst krefja hann um. „Hugdjarfi dálinn" Þó svo að friðarhreyfingar séu enn á yfirborðinu likan veg saman settar og þær voru fyrir 4—5 ár- um, eru mörg ný öfl tekin að láta til sin taka i undirdjúpunum. Óánægðir menn krefjast harðari aðgerða en hingað til. Þeir telja hefðbundnar aðferðir ekki þjóna neinum tilgangi, þróunin sé allt of hæg. Þetta sjónarmið er andstætt upphaflegu hreyfiafli friðarhreyf- inganna, drauminum um árangur fyrir tilstilli fjöldans. Sú hætta vofir því óneitanlega yfir, að fjöldafylgið hjaðni á ný og litli, en harðir kjarnar standi eftir, til alls vísir. Slikt óttast margir, innan friðarhreyfinganna sem utan þeirra. Inni í iðnaðarborginni Freder- icia á Jótlandi er stytta af „hug- djarfa dátanum", sem varði land sitt gegn ofurefli Þjóðverja fyrir meira en heiili öld. Hann er mesta fyrirmyndartákn um vilja, vonir og drauma dönsku þjóðarinnar. Umkringdur fornum virkisveggj- um bregður hann svérði til að verja það, sem honum er kærast, sitt litla land. Fyrir það er hann reiðubúinn að fórna lifi sínu. En hann er ekki liklegur til að ganga út fyrir varnarmúrana og herja á önnur lönd. Von dátans er sú, að þetta hvort tveggja megi aðrar þjóðir, vinveittar og óvinveittar, skynja og skilja. Þórhallur Heimisson stundaði guð- trmðinám þar til í janúarmánuði síöastliðnum. Hann drelur nú á lýðháskólanum að Snoghnj á Jót- landi. ÞRUMAN frá SILVER er fermingartækið í ár Fæst svart og „Töff" og „Lady" beinhvítt. Þetta er tæki sem óþarft er aö fjölyröa um, brumu tæki sem hittir í mark. Verö aöeins kr. 6.550.- staögr. 6.222.- Ábyrgð og greiðslukjör. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTADASTRÆTI I0A - SlMI 16995

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.